Morgunblaðið - 10.11.2015, Page 1

Morgunblaðið - 10.11.2015, Page 1
Biblían Hefur lengi verið vinsæl. Biblían á leiðinni sem rafbók  Hafa unnið að útgáfunni frá 2007 Biblían, höfuðtrúarrit kristinna manna, kemur út sem rafbók á næstunni á vegum Forlagsins. Það verður sú þýðing Biblíunnar sem gefin var út á árinu 2007. Biblían var brotin um til prents í Danmörku á sínum tíma. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir að illa hafi geng- ið að afla rafrænna prentgagna svo hægt væri að gefa út rafbók. Hann segir að úr því sé að ræt- ast og vonast til að gögnin komi í hús á allra næstu dögum. Þá verði gengið í að útbúa rafbók og gefa út. Egill segir stefnt að því að Biblían komi út sem rafbók á því formi sem Forlagið hefur notað til þessa og einnig fyrir Kindle- lesbretti Amazon-netbókabúðar- innar. Egill Örn reiknar með að flestir vilji eiga Biblíuna prentaða en allt- af vilji einhver hluti lesenda hafa aðgang að henni rafrænt. Því sé mikilvægt að gefa þeim hópi kost á að kaupa rafbók. Nokkrar þýðingar Biblíunnar eru aðgengilegar í stafrænu formi á vef Hins íslenska biblíufélags. Það eru Guðbrandsbiblía frá 1584 og þýðingin frá 2007. Nú er að bætast við Viðeyjarbiblía frá 1841. helgi@mbl.is » 9 Nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær. Mót- mæltu viðstaddir því sem þeir segja vera að- gerðaleysi lögreglu í kynferðisbrotamálum. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur lögreglunnar, segir að læra megi af málinu. »2 Fylktu liði fyrir utan lögreglustöðina Morgunblaðið/Árni Sæberg Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. N Ó V E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  264. tölublað  103. árgangur  FJÓRIR SKÓLA- STJÓRAR Í FJÖLSKYLDUNNI SAFNBÍLAR OG NÝ KYNSLÓÐ STILLA LÍKAM- ANN OG HLAÐA BATTERÍIN BÍLAR HLÉDRAG Í KJÓSINNI 10SKÓLAMÁL 16 Veiðigjöld » Fiskveiðiárið 2014/2015 var lagt á almennt veiðigjald upp á 4,6 milljarða og sérstakt veiði- gjald upp á 3,1 milljarð eða samtals 7,7 milljarða. » Veiðigjöld voru lögð á út- hlutað aflamark og landaðan afla sem ekki tilheyrði kvóta- tegundum. Nú er eitt veiðigjald lagt á landaðan afla. Guðni Einarsson Ágúst Ingi Jónsson „Við erum afskaplega stolt af því hvað fyrirtækin í sveitarfélaginu leggja mikið til samfélagsins,“ sagði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjar- stjóri Fjarðabyggðar. Sjávarútvegs- fyrirtæki í Fjarðabyggð borguðu 16- 17% allra veiðigjalda fiskveiðiárið 2014/2015. Alls greiddu 1.155 lögaðilar eða einstaklingar veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári og eru þeir á 75 stöðum á landinu. Gjöld útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja námu alls 7,7 milljörðum og nema allt frá nokkrum krónum upp í tæplega 1.100 milljónir króna samkvæmt því sem lesa má út úr gögnum á heimasíðu Fiskistofu. Fyrirtækjum í Fjarðabyggð var gert að greiða 1.289 milljónir í veiði- gjöld. Það gerir 272 þúsund krónur á hvern íbúa. Ef Neskaupstaður er skoðaður sérstaklega eru veiðigjöld á fyrirtæki í bænum 483 þúsund krónur á hvern íbúa. „Síldarvinnslan í Neskaupstað lagði t.d. tæpa tíu milljarða til sam- félagsins á árunum 2013-2014 með opinberum gjöldum,“ sagði Páll. Hann sagði að fyrirtækin hefðu einn- ig fjárfest mikið í skipum og um- hverfisvænum verksmiðjum sem eru rafknúnar en ekki olíuknúnar. „Að baki þessum fyrirtækjum standa samfélög sem gera þeim kleift að búa verðmætin til. Við þurf- um t.d. að verja byggðina með ofan- flóðamannvirkjum og tryggja sam- göngur eins og með jarðgöngum svo hægt sé að skapa þessi verðmæti til þjóðarbúsins.“ Mikið fer til samfélagsins  Veiðigjöld nema 483.000 kr. á hvern íbúa í Neskaupstað  Sjávarútvegs- fyrirtæki í Fjarðabyggð borga 16-17% veiðigjalda  Milljarðar í opinber gjöld MTæplega hálf milljón »4  Rannsóknir dr. Gísla Guðjóns- sonar réttarsál- fræðings sýna að íslenskir ung- lingar játa oft ranglega á sig brot , vilja hjálpa félögum sínum. Börn undir 17 ára aldri eru lík- legri til að veita falska játningu en eldri. Ef barn eða unglingur þjá- ist af athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) aukast líkur á að viðkom- andi brjóti af sér og veiti falska játningu. „Ef unglingur er með ADHD og lyfin virka ekki er hann í miklum vanda, ekki síst ef hann er líka með hegðunarvandamál sem oft fer saman en ekki alltaf,“ segir Gísli. Einnig hugsi fólk í yfirheyrslu oft- ast ekki um langtímaafleiðingar af því að játa. kjon@mbl.is »6 ADHD ýtir undir falskar játningar Gísli Guðjónsson Kísilmálmverksmiðja Thorsil í Helguvík mun greiða 40 Bandaríkja- dali fyrir hverja megavattstund af rafmagni þegar framleiðsla hefst. Er það mun hærra verð en álverin íslensku greiða fyrir raforku til starfsemi sinnar. Samkvæmt upplýsingum úr opin- berum gögnum Landsvirkjunar má ganga út frá því að Thorsil greiði um 100% hærra verð fyrir raforkuna en íslenskur iðnaður gerir að jafnaði í viðskiptum við orkuframleiðandann. Thorsil hefur gert samninga við HS Orku og Landsvirkjun um orkuöfl- unina í tengslum við uppbyggingu verksmiðjunnar. Ofan á kaupverðið bætist að auki kostnaður við orku- flutninginn og mun hann nema um 6-7 dölum á hverja megavattstund. Er hann greiddur á grundvelli samninga við Landsnet sem einka- rétt hefur á flutningi orkunnar. Thorsil hyggst framleiða 54 þúsund tonn af kísilmálmi og þarf til þess 87 MW raforku. ses@mbl.is »18 Greiða hærra verð en álverin Morgunblaðið/ÞÖK Stóriðja Misjafnt verð á orkunni.  Thorsil greiðir 100% hærra verð en iðnaðurinn  Búist er við að frágangur nýs fangelsis á Hólmsheiði tefjist um nokkra mánuði. Töfin er vegna vandkvæða við uppsetningu tæknibúnaðar. Gert var ráð fyrir því að fang- elsið yrði tekið í gagnið í janúar 2016 en nú lítur út fyrir að rekstur þess hefjist í apríl 2016. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að uppsetning tæknibúnaðar- ins sé að ýmsu leyti flókin og að huga þurfi að mörgu. Fangelsið á að verða mjög tæknivætt og hús- næðið mjög öruggt. »4 Tæknimál tefja opn- un á Hólmsheiðinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.