Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Kristinn fremstur með Sólveigu
sér við hlið sem las upp fyrir okk-
ur hin. Enginn vafi er á því að Sól-
veig hefði orðið afbragðs kennari
hefði hún ekki lent í lögfræðinni
og pólitíkinni. Í minningunni
finnst mér að í þessum ferðum
höfum við þrætt alla helstu staði
landsins, sem og flesta útnára,
undir leiðsögn kennaraefnisins.
Fyrir áratug eða svo fréttum
við hjónin að Kristinn og Sólveig
væru loksins farin að spila golf.
Fréttir bárust af stórstígum
framförum. Golfið bættist við sem
sameiginlegt áhugamál og var
stundað hér heima og erlendis
síðustu árin.
Veikindastríð Kristins var
óvænt og erfitt. Í fimm mánuði
barðist hann við óvæginn sjúk-
dóm. Við hittumst síðast á golf-
vellinum í Kiðjabergi nokkrum
dögum áður en hann veiktist. Þá
leit hann vel út og virtist stálsleg-
inn. Hann hringdi til mín af spít-
alanum snemma í október. Talaði
um sjúkdóminn og þá undarlegu
stöðu að vera í lífshættu. Var
bjartsýnn á að hafa betur þótt
ljóst væri að endurhæfingarferlið
yrði langt og strangt. Hann sagði
sögur á eigin kostnað og mér varð
ljóst að glettnin og frásagnargáf-
an hafði ekki yfirgefið minn góða
vin.
Við Magga og börnin okkar
sendum Sólveigu og börnum
þeirra Kristins okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Gestur Jónsson.
Við vinkonur Sólveigar viljum
minnast Kristins, eiginmanns
hennar, nú þegar hann er geng-
inn. Við kynntumst í lagadeildinni
fyrir margt löngu þar sem Krist-
inn var einnig við nám. Við tóku
einstaklega skemmtilegir tímar
þar sem margt var brallað.
Vinahópurinn gerði oft víðreist
með börn og buru og ófáar ferðir
voru farnar bæði innanlands og til
útlanda. Ávallt var Kristinn hrók-
ur alls fagnaðar og hafði sitt til
málanna að leggja. Í góðra vina
hópi var slegið á létta strengi og
Kristinn í essinu sínu, sagði sög-
ur, fór með vísur og sá spaugilegu
hliðarnar á mannlífinu.
Kristinn hafði einstaklega góða
nærveru og eftir honum var tekið,
var heimsborgari en átti engu að
síður djúpar rætur í íslensku
mannlífi og menningu. Hann var
hafsjór af fróðleik um menn og
málefni, aldrei var komið að tóm-
um kofunum hjá Kristni.
Nú er þessi góði vinur okkar
fallinn frá og eftir sitjum við hníp-
in, lífið er ekki samt án Kristins.
En mestur er missir vinkonu okk-
ar, Sólveigar, og barna þeirra.
Hjá þeim er hugur okkar á þess-
um erfiðu stundum.
Birna Hreiðarsdóttir,
Jónína B. Jónasdóttir,
Lára V. Júlíusdóttir,
Sigríður Ingvarsdóttir,
Snædís Gunnlaugsdóttir.
Í dag kveð ég góðan vin minn
og félaga til margra ára, Kristin
Björnsson.
Það er óraunveruleg og skrítin
tilfinning að skrifa kveðjuorð um
góðan vin sem fallinn er frá alltof
snemma.
Fyrstu kynni okkar eru mér
mjög minnisstæð. Við vorum báð-
ir staddir í borg Bítlanna árið
2001, fyrir framan Cavern Club
þar sem Bítlarnir hófu sig til flugs
og frama, á leiðinni á knatt-
spyrnuleik. Kristinn á ferðalagi
með stjórn Samtaka atvinnulífs-
ins og ég sem forstjóri í nýju
fyrirtæki, Straumi.
Allt frá þeim kynnum tókst
með okkur mikill vinskapur og
samvinna, bæði í leik og starfi.
Það var mikill styrkur fyrir ungan
mann sem var að stíga sín fyrstu
skref á braut viðskiptanna, sem
og að byggja upp fyrirtæki, að
hafa Kristin sér við hlið. Reynsla
hans af stjórnun fyrirtækja, út-
sjónarsemi og staðfesta nýttust
vel á þeirri vegferð. Alltaf stóð
hann sem klettur við hliðina á
mér. Það var gott að geta leitað til
Kristins í ólgusjó viðskiptanna og
fá hans sýn á hin ýmsu mál.
Mér er efst í huga minning um
góðan vin sem gaman var að um-
gangast. Þær voru svo margar
stundirnar sem við sátum saman
tveir og ræddum málin og fram-
tíðina. Oftast var rætt um við-
skipti og stjórnmál en einnig sam-
eiginleg áhugamál okkar eins og
golf og laxveiði. Þá koma einnig
upp í hugann ógleymanlegar
veiðiferðir og ferðir erlendis. Það
er skrítið til þess að hugsa að ekki
verði fleiri þannig stundir en hug-
urinn geymir stað og stund.
Kristinn tókst á við skammvinn
veikindi sín með miklu æðruleysi
og styrk. Mér þótti vænt um síð-
asta spjall okkar fyrir fáeinum
vikum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Kristni fyrir samfylgdina sem
aldrei bar skugga á. Heiðarleiki
og trúnaður einkenndi okkar vin-
skap alla tíð. Ég vil þakka honum
fyrir ómetanlegan stuðning og
samheldni á umbrotatímum.
Elsku Sólveig og fjölskylda.
Missir ykkar er mikill og megi
Guð styrkja ykkur á erfiðum tím-
um. Ég og Nanna sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Blessun fylgi minningu góðs
vinar.
Þórður Már
Jóhannesson.
Kristinn Björnsson var af
þriðju kynslóð einnar þeirra fjöl-
skyldna, sem áttu Morgunblaðið
meginhluta 20. aldar og fram á
fyrsta áratug nýrrar aldar. Afi
hans, Hallgrímur Benediktsson
stórkaupmaður, var ein af kjöl-
festunum í eigendahópi blaðsins
til dauðadags og þá tók föður-
bróðir hans, Geir Hallgrímsson,
við því hlutverki og var lengi
stjórnarformaður útgáfufélags
blaðsins. Undir lok eignaraðildar
fjölskyldunnar að blaðinu varð
Kristinn svo fulltrúi hennar í
stjórn Árvakurs hf.
Í kjölfar náins samstarfs við
Geir Hallgrímsson leiddi það nán-
ast af sjálfu sér, að traust sam-
starf varð til á milli mín og þeirra
frænda Kristins og Hallgríms
Geirssonar, sem var um skeið
stjórnarformaður Árvakurs og
síðar framkvæmdastjóri Morgun-
blaðsins.
Kristinn hafði sterk tengsl inn í
viðskiptalífið og þess vegna var
það ómetanlegt fyrir ritstjóra
Morgunblaðsins að njóta góðs af
þeirri þekkingu, sem hann bjó yfir
um þann þátt íslenzks samfélags.
Kristinn skar sig að sumu leyti
úr í þeirri fjölskyldu, eins og þau
komu mér fyrir sjónir. Hann var
opnari í samskiptum við annað
fólk og náði þess vegna kannski
meiri tengslum en margir í
frændgarði hans, sem héldu sig
meira til hlés.
Þessir eiginleikar hans reynd-
ust Morgunblaðinu afar mikil-
vægir síðustu árin fyrir hrun.
Blaðið gekk lengra en aðrir fjöl-
miðlar á Íslandi undir loks árs
2005 og fram á vor og sumar 2006
í að draga fram erlenda gagnrýni
á íslenzka bankakerfið og fjalla
um hana. Því var illa tekið af flest-
um forráðamönnum hinna einka-
væddu banka á þeim tíma – þó
ekki öllum – og Kristinn varð þess
áþreifanlega var. Hann lét mig
vita, sem var mikilvægt fyrir mig
sem ritstjóra blaðsins á þeim
tíma.
Eftir hrun hafði Kristinn
áhyggjur af því að hann hefði
gengið of nærri mér í þeim sam-
tölum og hafði tvívegis orð á því
síðustu árin. Ég sagði honum sem
satt var að því færi fjarri. Þau
samtöl okkar hefðu verið mjög
mikilvæg fyrir blaðið á þeim tíma.
Hreinskiptni í samskiptum
manna á milli í málum sem tengj-
ast stjórnmálum er of fátíð. Við,
ritstjórar Morgunblaðsins á þeim
tíma, sögðum allt sem máli skipti,
hvort sem það var þægilegt eða
óþægilegt, við föðurbróður Krist-
ins, Geir Hallgrímsson, án þess að
hann tæki það óstinnt upp. Það er
þessi þráður í skapgerð afkom-
enda Hallgríms Benediktssonar,
sem hefur gert það að verkum, að
ég hef metið það fólk meira en
marga aðra, sem ég hef kynnzt á
lífsleiðinni.
Við Kristinn og Hallgrímur
höfum hitzt reglulega eftir að ég
hætti störfum á Morgunblaðinu.
Síðasti fundur okkar var í lok maí.
Kristinn var umsvifamikill í við-
skiptalífinu síðustu árin fyrir
hrun og samtöl okkar fyrstu árin
eftir þann atburð mótuðust af því.
Á síðasta fundi okkar þóttist ég
verða var breyttra viðhorfa og
hafði orð á því. Hann sagði það
rétt vera.
Þessi opni drengskaparmaður
hafði náð jafnvægi í mati sínu á
þessum atburðum öllum.
Sólveigu og fjölskyldu þeirra
votta ég samúð mína.
Styrmir Gunnarsson.
Það var föngulegur hópur
ungra kvenna sem útskrifaðist úr
lagadeild Háskóla Íslands 1977.
Við strákarnir sem urðum svo
lánsamir að eignast þær sem eig-
inkonur vorum þar með komnir
inn í vinahóp sem hefur haldið
mjög vel saman alla tíð síðan.
Stórt skarð hefur nú verið höggv-
ið í okkar hóp við fráfall Kristins
Björnssonar langt um aldur fram.
En þótt sorg og söknuður sæki að
eru okkur efst í huga góðar minn-
ingar og þakklæti fyrir allt sem
vináttan við Kristin og Sólveigu
og þeirra fjölskyldu hefur fært
okkur.
Okkur eru minnisstæðar marg-
ar ógleymanlegar ferðir, bæði hér
heima og til útlanda. Hvort sem
við vorum á Þingvöllum eða í
Genf, Snæfellsnesi eða Wash-
ington var það aðalatriðið að njóta
samverunnar. Kristinn Björnsson
var þar jafnan hrókur alls fagn-
aðar með sinn einstaka húmor og
frásagnargáfu. Ekki er hægt að
segja að lífið hafi verið með öllu
áfallalaust fyrir neinn í þessum
hópi en þá hjálpar að eiga góða
vini.
Nokkur þáttaskil urðu varð-
andi kynni okkar Kristins eftir að
við heimsóttum þau hjónin í Or-
lando haustið 2008. Við eignuð-
umst nefnilega sameiginlegt
áhugamál sem skapaði okkur
tækifæri til að kynnast nánar og
eiga saman ógleymanlegar stund-
ir. Það er haft fyrir satt að maður
geti lært heilmikið um menn með
því að spila með þeim einn golf-
hring. Í golfinu gleymist allt dag-
legt amstur og maður nýtur nátt-
úrunnar, veðurblíðunnar og
samskipta við golffélagana. Á
þeim árum sem síðan eru liðin
höfum við Kristinn verið golf-
félagar og vinir og á okkar ferðum
um golfvellina náð að kynnast bet-
ur. Við ólumst upp í svipuðum að-
stæðum, feður okkar voru í við-
skiptum og góðir kunningjar og
miklir sjálfstæðismenn. Kristinn
hafði brennandi áhuga á viðskipt-
um og ræktaði vel kynni og sam-
bönd við fólk. Átti enda ótal vini
og kunningja víða um land. Hann
hafði mikinn áhuga á stjórnmál-
um, bæði íslenskum og erlendum
eins og hann átti ættir til og var
staðfastur í skoðunum á mönnum
og málefnum. Hann var áhuga-
samur um listir og menningu og
heimili þeirra Sólveigar bar
smekkvísi þeirra gott vitni. Hann
hafði einstaklega þægilegt og gott
skap og lag á að gera einföldustu
hluti skemmtilega.
Um síðustu áramót var eins og
oft áður mikil eftirvænting í okkar
hópi. Við vorum á leiðinni í golf-
ferð til Flórída. Tvísýn aðgerð og
fylgikvillar hennar voru að baki
hjá Kristni og mönnum fannst
nóg komið af erfiðleikum. Hann
hafði náð góðum bata og var í fínu
formi þegar við hittumst í apríl.
Við áttum eins og oft áður frá-
bæra daga í góðum félagsskap og
vorum með ótal plön á takteinum.
Ekki fer þó allt eins og menn
ætla og í lok maí veiktist Kristinn
lífshættulega og átti ekki aftur-
kvæmt af sjúkrahúsinu. Hann
barðist af krafti fyrir bata og lét
aldrei finna á sér vonleysi eða að
illa gengi. Um tíma rofaði til og
við bjuggumst við hinu besta en
áföllin héldu áfram þar til yfir
lauk. Aldrei hefur mér þótt jafn
sárt að tapa í stríðinu við sláttu-
manninn. Nú kveðjum við þennan
heiðursmann með söknuði og
trega. Við Jónína sendum Sól-
veigu og börnunum okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Steinn Jónsson.
Við kynntumst Kristni Björns-
syni í námi okkar í lögfræði við
Háskóla Íslands. Það var þó ekki
aðeins námið sem leiddi okkur
saman til ævilangrar vináttu held-
ur einnig sameiginleg áhugamál.
Við kunnum allir eitthvað í brids
og ekki leið á löngu þar til brids-
hópur var myndaður og farið að
spila reglulega. Síðan eru liðin
tæplega 45 ár. Kristinn og Gestur
Jónsson voru með frá upphafi en
við komum inn stuttu síðar.
Við spilafélagarnir höfum þó
gert miklu meira saman en að
sitja við græna borðið því á þess-
um tíma höfum við farið í fjöl-
margar ferðir um landið með eig-
inkonum auk ferða til útlanda.
Það var veitt og skíðað og á seinni
árum kom golfið inn.
Kristinn var kraftmikill at-
hafnamaður og kom víða við í ís-
lensku athafnalífi. Hann var um
margt sérstakur maður. Hann var
hafsjór fróðleiks, gæddur mikilli
kímnigáfu og einstökum frásagn-
arhæfileika. Á augabragði gat
hann breytt gráum hversdags-
leika í gleðistund með skemmti-
legum sögum og smitandi hlátri.
Fyrir vikið lengdust spilakvöldin
stundum verulega. Kristins er nú
sárt saknað.
Við sendum Sólveigu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur.
Guðmundur Sophusson,
Sveinn Sveinsson.
Á latínugráum morgni 1969 er
mæddur máladeildarnemi að
þýða upphátt kafla úr einkenni-
legu smáhefti á latínu um stríðs-
skap einhvers Rómarhöfðingjans.
Sennilega Katilinu eða hins ógur-
lega Sesars. Orðsliðurinn XVII
APRILIS kallar fram hlé á lestr-
inum. Djúp þögn skellur á meðan
talið er á puttum til að leysa róm-
verska talnaflækju. Þögn af dýr-
ari gerðinni fellur á skólastofuna.
Gellur þá hvell rödd úr barka há-
vaxins ungmennis með fætur út-
um allt á fremsta borði: „Hva?
Notaði mannskrattinn afmælis-
daginn okkar pabba til að byrja
enn eitt stríðið?“ Þar með var sem
oki væri létt af samkomunni og
kennari og nemendur fundu að
dagurinn varð strax bjartari og
betri. Já. Þannig tókst Kristni
Björnssyni enn að lífga upp á um-
hverfi sitt og gæða tilveruna lit og
lífi. Og þessi árásardagur, 17. apr-
íl, var afmælisdagur feðganna
teinréttu Björns og Kristins.
Ódauðlegur í eðalbókum.
Kristinn hafði allt frá æsku-
dögum fram á síðustu stund þenn-
an dularfulla eiginleika og ættar-
fylgju að geta hvar og hvenær
sem var og ómeðvitað orðið já-
kvæður miðpunktur. Þessi eigin-
leiki, dýnamík og sjarmi er fágætt
dýrmæti í farangri í lífsins sjó.
Kristinn naut þess hvort sem um
var að ræða samskipti í skóla, leik,
félagsstarfi, lögmennsku eða
stjórnun iðnrekstrar eða annarra
fyrirtækja. Lítil saga eða létt vísa
sem kallar fram pínulítið bros á
nærstöddum gerir kraftaverk í
mannlegum samskiptum.
Kristinn hlaut hefðbundið upp-
eldi á æskuheimilunum á Reyni-
mel 25a og Fjólugötu 1. Þó auðséð
væri að veraldleg efni væru
þokkaleg, var aldrei bruðli eða
sýniþörf fyrir að fara þar á bæj-
um. Vinnan göfgar var viðhorfið.
Þannig fór Kristinn kornungur til
almennra sveitastarfa á Kjalar-
nesi þar sem vinnusemin ríkti.
Seinna tók við almenn verka-
mannavinna og afgreiðslustörf í
fjölskyldufyrirtækjunum. Skiln-
ingur hans á aðstæðum vinnandi
manna var inngróinn.
Starfsstúlka hjá Nóa-Hreini og
Síríusi orðaði það svo að sér hefði
ekkert litist á nýja forstjórann
þegar hann fyrst geystist um
verksmiðjusali í brúna, síða ullar-
frakkanum. En að loknum starfs-
ferli Kristins, söluaukningu með
sömu gæðum,og loks frábæru
ferðalagi verksmiðjufólksins til
Evrópu voru titrandi tár á vanga
ófá á kveðjustund. „Tíu eða tólf
höfðu aldrei farið út fyrir land-
steinana áður og tveir ekki út fyr-
ir borgarmörkin fyrr en við lent-
um í Lúxemborg,“ sagði Kristinn
stoltur.
Á Skeljungsárunum var Krist-
inn ekki lengi að hasla sér völl á
tímarita- og góðbókmenntamark-
aðnum, og Select-stöðin við Vest-
urlandsveg varð Evrópumeistari í
sölu veitinga, hvort sem miðað var
við evrur, dollara, mörk eða krón-
ur.
Þannig var þetta nú með nám
og störf og félagslíf. En fyrst og
fremst var það þó fjölskyldan sem
alltaf var í forgangi hjá Kristni.
Mikið jafnræði var með þeim Sól-
veigu. Saman áttu þau réttsýni og
heiðarleika, húmor og leiftrandi
gáfur. Börnin þrjú og stórfjöl-
skyldurnar alltaf nálægt hjarta.
Það voru forréttindi að eiga
samleið með Kristni Björnssyni
vini mínum.
Hugur okkar Huldu er hjá ykk-
ur í sorginni, elsku Sólveig og fjöl-
skylda.
Steinþór Haraldsson.
Hávaxinn, ljóshærður, bros-
mildur, fjölskyldurækinn og vina-
margur. Þetta kemur upp í hug-
ann þegar ég minnist Kristins
Björnssonar.
Fyrstu kynni okkar Kristins
má rekja til þess tíma þegar við
vorum ungir menn og störfuðum
báðir að Suðurlandsbraut 4. Hann
rak þar lögmannsstofu með
nokkrum öðrum en ég starfaði hjá
Skeljungi. Þótt við tækjum oft
stutt tal saman í anddyri hússins
urðu kynnin ekki náin á þessum
árum. Það gerðist síðar, miklu
síðar. Raunar fyrir aðeins sjö ár-
um. Fyrir tilviljun hittum við
hjónin þau Sólveigu og Kristin
einn sólríkan haustdag á Eagle
Creek golfvellinum í Orlando í
Flórída. Létt var yfir þeim eins og
alltaf og skemmst er frá að segja
að með okkur tókst góður vin-
skapur sem ekki hefur fallið
skuggi á. Spiluðum við saman ótal
golfhringi í Orlando og víðar
ásamt góðum vinum í þéttum
hópi. Kristinn fann sig þar vel og
var hrókur alls fagnaðar.
Að leiðarlokum hugsum við
Bobba til fallins vinar með þakk-
læti fyrir ánægjuleg kynni. Fagr-
ar minningar munu lifa með okk-
ur. Sólveigu og fjölskyldunni allri
sendum við dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minninguna um góð-
an dreng.
Ólafur Haukur Johnson.
Góður vinur og félagi, Kristinn
Björnsson, er fallinn frá. Leiðir
okkar Kristins lágu saman í völ-
undarhúsi viðskiptalífsins um ára-
bil, þar sem við bæði tókumst á og
unnum saman á ýmsum vett-
vangi. Ávallt bar maður mikla
virðingu fyrir Kristni og hans
störfum. Mjög góður vinskapur
tókst síðan með okkur Hjördísi og
þeim sómahjónum Kristni og Sól-
veigu í kjölfar þess að við hjónin
byrjuðum að fara reglulega til
Flórída, þar sem við duttum inn í
skemmtilegan golfvinahóp. Vin-
átta okkar þróaðist síðan til sam-
starfs á sviði viðskipta.
Stundirnar með Kristni hafa
allar verið gæðastundir. Kristinn
var einstaklega jákvæður maður
með fjölbreytt áhugasvið, mikill
húmoristi, vel lesinn, góður sögu-
maður, sérfræðingur um dægur-
lagatexta auk þess sem hann gat
þulið upp helstu ljóð þjóðskáld-
anna á milli þess sem hann sveifl-
aði golfkylfunni.
Undanfarin ár voru Kristni
nokkuð erfið heilsufarslega.
Kristinn tók áföllunum af miklu
æðruleysi og það var helst að
hann kvartaði yfir því hversu síð-
ustu golfsumur voru ódrjúg. Sum-
arið 2013 var úr leik hjá honum
vegna mjaðmaaðgerðar og vorið
2014 tilkynntu þau hjónin vina-
hópnum í síðustu kvöldmáltíðinni
hér í Orlando að hann þyrfti að
fara í mikla hjartaaðgerð. Krist-
inn kom sterkur úr aðgerðinni eft-
ir strangt endurhæfingarferli og í
vor komu hann og Sólveig með
alla fjölskylduna til Flórída í til-
efni 65 ára afmælis Kristins. Það
var bjart framundan og þau
hlökkuðu til skemmtilegs sumars.
Í lok maí á þessu ári rakst ég á
mynd af þeim hjónum við opin-
bera athöfn og hafði orð á því við
Hjördísi hvað þau hjón litu vel út.
Skömmu síðar var Kristinn óvænt
kominn á sjúkrahús með erfiðan
sjúkdóm sem gerði engin boð á
undan sér. Ég heimsótti Kristin í
byrjun síðasta mánaðar en þá var
hann nýkominn af gjörgæsludeild
þar sem hann hafði dvalið meira
og minna í fjóra mánuði. Við
spjölluðum saman í tæpan
klukkutíma um heima og geima,
veikindin og framtíðina. Kristinn
var auðvitað tekinn eftir langa
sjúkralegu en hugurinn var sterk-
ur og lífsviljinn mikill. Hann sagð-
ist þó ekki reikna með að komast í
golf fyrr en eftir áramót. Það virt-
ist sem bataferlið væri að hefjast,
en fljótlega dró aftur ský fyrir
sólu. Ég er mjög þakklátur fyrir
þessa stund með Kristni.
Við hjónin erum að sama skapi
þakklát fyrir samverustundirnar
undanfarin ár með Kristni og
Sollu. Þær hafa allar verið gleði-
stundir þar sem einnig hefur verið
reynt að kryfja vandamál og at-
burði líðandi stundar eins og ger-
ist og gengur í góðum vinahópi.
Minningarnar streyma fram; allir
golfhringirnir, pílagrímsferð á
Sawgrass, ströndin í Sarasoda, ís-
lensk sumur, fjöldi tónleika og svo
mætti lengi telja. Þau hjónin
kunnu svo sannarlega að njóta
lífsins saman og voru einstakir fé-
lagar á lífsins braut.
Við Hjördís vottum Sólveigu,
börnum þeirra, barnabörnum og
öðrum nákomnum okkar dýpstu
samúð í þeirra miklu sorg. Eftir
lifa ljúfar minningar um góðan
dreng.
Hjörleifur og Hjördís.
Við fráfall Kristins Björnsson-
ar sækja á hugann minningar um
gifturíkan og góðviljaðan sam-
ferðamann. Hann var glæsimenni
á velli, hávaxinn og beinvaxinn og
skar sig úr hópnum, svipurinn
mótaður skýrum dráttum, hárið
ljóst og þétt, augnaráðið kvikt og
oft með kímniglampa í augum og
brosviprur við munn.
Kristinn var lögfræðingur að
mennt og starfaði fyrstu árin sem
lögmaður. Þessi bakgrunnur
hafði mótandi áhrif á nálgun hans
að viðfangsefnum síðar á starfs-
ævinni. Hann vildi hafa grunninn
að ákvörðunum traustan og rökin
skýr. Hann var rökfastur en
sveigjanlegur og sýnt um að
hlusta eftir viðhorfum annarra.
Kristinn var áhugamaður um
stjórnmál og þjóðfélagsmál al-
mennt og skynjaði fljótt straum
breytinga sem í hönd fóru. Þar
kom ekki síst til að hann hélt vel á
persónulegum tengslum og átti
fjölmennan hóp vina og kunningja
sem hann rækti vel. Hann vildi
gjarnan vita hvað biði handan
hornsins og lagði sig eftir því.
Hann var glaðsinna, minnugur og
sagði betur frá en títt er.
Kristinn var forystumaður í at-
vinnurekstri, vakandi fyrir nýj-
ungum og framsýnn í því efni.
Hann tók við Nóa-Síríusi hf. í um-
róti breytinga þegar íslenskur
sælgætisiðnaður var að finna fjöl-
Kristinn Björnsson