Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 22

Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Allt frá árinu 2000 hefur legið fyrir að sameina þyrfti starf- semi Landspítala á einum stað auk þess að stækka og bæta húsnæði spítalans. Erfitt er að reka nú- tíma heilbrigðisþjón- ustu í gömlu og þröngu húsnæði og óhætt að fullyrða að allir sem þiggja þjónustu á Landspítalanum verða varir við óhagræði og óþæg- indi sem því fylgja. Tíðir flutn- ingar mjög veikra sjúklinga milli húsa eru staðreynd sem veldur sjúklingum miklum óþægindum og þrengsli á sjúkrastofum koma nið- ur á gæðum meðferðar. Það er því löngu kominn tími á þær úrbætur sem við nú loksins sjáum fram á. Ábyrg og þjóðhagslega hagkvæm uppbygging Mikil vinna hefur verið lögð í að áætla þarfir spítalans til framtíðar með ábyrgum og hagkvæmum hætti. Byggingarkostnaður verður lægri með nýtingu á hluta af eldri byggingum Landspítala við Hring- braut, m.a. fyrir dag- og göngu- deildarstarfsemi, bráðageðdeildir og fæðingardeild. Hluti af eldra húsnæði spítalans verður end- urnýjaður og hefur verið gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlunum. Margar ógnir steðja að heilbrigðiskerfi framtíðarinnar. Þörfin fyrir fjármagn fer vaxandi og því er mikill ábyrgðarhluti og áskorun að nýta fé sem best, hvort heldur er til uppbyggingar eða rekstrar. Við sameiningu starfsemi á einum stað munu sparast miklir fjármunir. Aðferðum strauml- ínustjórnunar er beitt við hönnun húsnæðisins með það í huga að rekstur verði sem hagkvæmastur þegar starfsemin flyst í nýtt hús- næði. Mikil hagræðing fylgir því að flytja sjúkrahússtarfsemi í nýtt og sérhannað húsnæði. Nýju húsnæði fylgja margir kostir svo sem inn- leiðing nýrrar tækni í lækn- ingatækjum og einnig hvað varðar hvers kyns flutninga á aðföngum auk sjálfvirkni í lyfjatiltekt sem eykur öryggi og minnkar fyrningu lyfja. Allar sjúkrastofur verða með sér snyrtingu sem dregur úr sýk- ingatíðni og þá um leið úr notkun dýrra lyfja. Hálfnað verk þá hafið er Innan fárra vikna hefjast bygg- ingaframkvæmdir á lóð Landspít- ala við Hringbraut. Fljótlega verð- ur tekin fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu, sem er fyrsta ný- bygging nýs Landspítala við Hringbraut. Sjúkrahótelið verður tekið í notkun árið 2017. Þar verð- ur rými fyrir 76 einstaklinga og að auki geta fjölskyldur dvalið þar. Innangengt verður frá sjúkrahót- elinu á Landspítala. Með tilkomu sjúkrahótels mun aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur breyt- ast mikið til batnaðar, m.a. fyrir íbúa af landsbyggðinni, og styrkja Landspítala enn frekar sem þjóð- arsjúkrahús. Forhönnun nýs meðferðarkjarna er lokið. Margir starfsmanna Landspítala hafa verið þátttak- endur í hönnunarferlinu sem er af- ar tímafrekt og hafa á þriðja hundrað starfsmenn unnið hörðum höndum með ráðgjöfum og hönn- uðum að skipulagi gjörgæslu- deilda, legudeilda, bráðamóttöku og skurðstofa. Sú vinna gekk vel og almenn ánægja starfsmanna að taka þátt í þessari vinnu. Vinna er hafin við fulln- aðarhönnun s.k. meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin af ný- byggingum Landspítala, 56.000 m² Meðferðarkjarninn mun hýsa alla bráðastarfsemi spítalans, sem nú er á fimm stöðum, og einnig allar skurðstofur Landspítala sem nú eru í fjórum húsum. Þar verður einnig sameinuð gjörgæsludeild, sem nú er í tveimur húsum, og á Hringbraut í elstu byggingunni í lélegu húsnæði. Í meðferðarkjarn- anum verða einnig myndgreining, hjartaþræðingarstofur og 240 legurými. Fjöldi starfsmanna spít- alans kemur einnig að fulln- aðarhönnuninni þar sem lykilatriði er að hönnun einstakra rýma og deilda styðji við starfsemina þann- ig að gæði og hagkvæmni með- ferðar verði sem mest. Óumdeilt er að því meira sem þeir sem gleggst þekkja til starfseminnar, starfsmennirnir, koma að hönnun sjúkrahúsa, þeim mun betri verða þau. Bjart framundan Það er sérlega ánægjulegt að framkvæmdir við nýbyggingar Landspítala eru að hefjast á Hringbrautarlóðinni. Auk sjúkra- hótels og meðferðarkjarna mun einnig rísa nýtt hús fyrir alla rannsóknarstarfsemi spítalans. Forhönnun er lokið og komið að fullnaðarhönnun. Með tilkomu rannsóknarhúss munu verða mikl- ar framfarir í tækni og öryggi í rannsóknum mun aukast. Mikilvægt er að hafa í huga að nýr Landspítali er háskólasjúkra- hús og margir starfsmenn spít- alans eru einnig starfsmenn Há- skóla Íslands. Nemendur í heilbrigðisvísindagreinum eru einnig nemendur háskólasjúkra- hússins. Háskóli Íslands mun reisa ný- byggingu fyrir heilbrigðisvísinda- greinar samhliða uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Öflugt samstarf spítala og háskóla auk nýsköpunarfyrirtækja er lykill til framtíðar hvar sem á er litið og gerir Landspítalann enn betri. Uppbygging nýs spítala við Hring- braut mun án efa bæta heilbrigð- isþjónustu allra landsmanna. Tímamót eru að verða í heil- brigðissögu okkar Íslendinga. Nýr Landspítali – uppbygging í augsýn Eftir Ölmu D. Möller og Önnu Stefánsdóttur » Það er sérlega ánægjulegt að fram- kvæmdir við nýbygg- ingar Landspítala eru að hefjast á Hringbraut- arlóðinni. Alma D. Möller Alma er framkvæmdastjóri aðgerða- sviðs Landspítala. Anna er formaður Spítalans okkar. Anna Stefánsdóttir BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Hnífjafnt hjá Bridsfélagi Reykjavíkur Staðan fyrir síðasta kvöld deilda- keppni BR er hnífjöfn og ráðast úr- slit næsta þriðjudag 1. deild Lögfræðistofa Íslands 256 stig J.E. Skjanni 255 stig Vestri 221 stig 2. deild Pétur Gíslason 202 stig Egill Darri 200 stig Skinney Þinganes 198 stig Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 5. nóvember. Úrslit í N/S: Viðar Valdimarss. - Óskar Ólason 356 Kristín Óskarsd. - Unnar Guðmundsson 307 Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 298 Vigdís Sigurjónsd. - Lúðvík Ólafsson 292 A/V Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnason 316 Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 288 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 288 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 281 FEB Reykjavík Mánudaginn 2. nóvember var spilað á 16 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S Guðm. Pétursson – Auðunn R. Guðmss. 359 Sigurður Tómasson – Guðjón Eyjólfss. 343 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmss. 338 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 330 A/V Helgi Hallgrss. –Ægir Ferdinandss. 373 Hulda G. Mogensen – Anna Garðarsd. 362 Bjarni Guðnason – Guðm. K. Steinbach 361 Tómas Sigurjss.- Björn Svavarsson 352 Fimmtudaginn 5. nóvember mættu 27 pör til keppni. Efst í N/S Jón Þór Karlss. – Björgvin Kjartanss. 370 Tómas Sigurjónsson- Björn Svavarsson 363 Helgi Samúelsson – Sigurjón Helgason 346 Siguróli Jóhanns. - Bergur Ingimundars. 342 A/V Ormarr Snæbjss. – Sturla Snæbjörnss. 396 Atli Sigurðsson – Mary Campbell 365 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 358 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 356 Spilað er í Síðumúla 37 Einstaka alþing- ismenn og flokkar hafa lagt mikla áherslu á Not- endastýrða persónu- lega aðstoð (NPA). Breið samstaða virðist vera á alþingi með að lögfesta NPA sem eitt meginform þjónustu við fatlað fólk. Það vekur vissulega athygli að taka eigi eina tegund úrræðis sérstaklega fyrir af löggjafanum og skilgreina sem meginform þjónustu. Það er Alþingis að tryggja að fólki með fötlun standi til boða fjöl- breytt úrræði, en einstaklingsins að velja hvaða úrræði hann telur best henta sínum þörfum. Fólki þætti væntanlega sérstakt að samhliða lögum um Íbúðalána- sjóð væri lögfest að meginhluti íbúðalána ætti að fara til kaupa á tveggja herbergja íbúðum í blokk! Fólk með fötlun á eins og annað fólk að geta ráðið vali sínu sjálft. NPA er vissulega valkostur og góð- ur valkostur fyrir marga. NPA hef- ur ýmsa galla og marga kosti, ná- kvæmlega eins og allir aðrir valkostir sem fólki með fötlun eiga að standa til boða. Í dag eru hundruð einstaklinga með fötlun sem fá takmarkaða eða enga þjónustu. Upp- safnaður halli sveitar- félaga af rekstri þjón- ustu við fatlað fólk er í milljörðum talinn. Uppbygging í hús- næðis- og atvinnu- málum fatlaðs fólks er lítil sem engin, auk þess sem fjármagn vegna aðgengismála er mjög takmarkað. Á þessum málum verður að taka strax og þar getur Alþingi vissulega beitt sér. Öllum einstaklingum með fötlun verður að tryggja ákveðið fjármagn sem greiðist til þess aðila sem hinn fatlaði vill fá þjónustu frá. Fram- lagið verður að vera bundið ein- staklingnum þannig að hver aðili geti m.a. flutt á milli sveitarfélaga án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að fá ekki þjónustu á nýjum stað. Það þarf að hugsa heildstætt og upp á nýtt það lagaumhverfi sem fatlaðir einstaklingar búa við. Almenna uppbyggingu og fjár- þörf málaflokksins verður að leysa strax og gefa fötluðu fólki með því raunverulegt val um sína þjónustu. Með því að færa fjármagnið til hins fatlaða einstaklings er betur tryggt að þjónustukerfið sé fyrir hinn fatlaða, en ekki að hinn fatlaði einstaklingur sé lagaður að kerfinu og fastur í fjötrum þess. Er NPA eitthvað merkilegra úrræði en önnur? Eftir Guðmund Ármann Pétursson Guðmundur Ármann Pétursson » Fólki þætti vænt- anlega sérstakt að samhliða lögum um Íbúðalánasjóð væri lög- fest að meginhluti íbúðalána ætti að fara til kaupa á tveggja her- bergja íbúðum í blokk. Höfundur er framkvæmdastjóri Sól- heima og sveitarstjórnarmaður. —með morgunkaffinu Jólablað Morgunblaðisins kemur út fimmtudaginn 19. nóvember Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa PÖNTUN AUGLÝSINGA: til kl. 12 mánudaginn 16. nóvember. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.