Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Göngustígurinn við Ægisíðu Það var hált á stígnum í gærmorgun og þeir sem um hann fóru þurftu að gæta sín, fóru þá kannski á mis við útsýnið sem aðrir nær sjónum nutu í botn. Eggert Ég fór og sá kvik- myndina „Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum“ eftir Ölmu Ómars- dóttur. Hafði reyndar gluggað í ritgerð vinar míns Þórs Whiteheads, prófessors í sagnfræði, um „ástandið“ sem birt var fyrir nokkrum misserum. Þetta er frá- sögn af heiftarfram- komu okkar litla sam- félags við ungar stúlkur, fyrir nokkrum áratugum, sem ofstæk- isfullir samborgarar töldu spilltar fyr- ir þá sök að hafa umgengist unga að- komumenn úr setuliði Breta og síðar Bandaríkjamanna á stríðsárunum. Þær voru fordæmdar í samfélaginu og sumar dæmdar til einangrunardvalar á þessu stúlknaheimili uppi í Borg- arfirði, án þess að hafa brotið neitt af sér annað en að aðhafast eitthvað sem siðferðispostulum þess tíma líkaði ekki. Raunar virðast meira að segja meintar „sakir“ sumra þeirra hafa verið með öllu ósannaðar. Núna er nægilega langur tími liðinn frá þess- um illvirkjum gagnvart stúlkunum til að um það sé fjallað á eðlilegan hátt, þar sem áherslan liggur á augljósum misgjörðum samfélagsins gagnvart þeim. Það virðist vera einhvers konar lög- mál á Íslandi að þjóðin fari með vissu millibili af hjörunum vegna rétttrún- aðar af margvíslegu tilefni. Þá er al- varlegast að dómstólar landsins taka gjarnan þátt í brjálæðinu og taka að kveða upp dóma yfir hinum fordæmdu án þess að nokkrar lögfræðilegar for- sendur liggi fyrir. Við höfum dæmi af þessum toga úr fortíðinni. Þar má til dæmis nefna Geirfinnsmálið og þátt- töku íslenskra dómstóla í þeim harm- leik sem þar var settur á svið. Herferð stendur yfir Ein slík herferð stendur nú yfir. Herferð gegn „útrásarvíkingum“. Þjóðin hefur ákveðið að kenna ákveðnum hópi manna, einkum þeim sem stjórnuðu bönkum, um „hrunið“ og afleiðingar þess. Og dómstólarnir sjá til þess að blóðið renni. Þessi miss- erin eru kveðnir upp þungir dómar yfir þeim mönnum sem taldir eru til- heyra þessum hópi án þess að sýnt hafi verið að refsiverðar sakir hafi verið sann- aðar né raunar heldur að ætlaðar sakir fari gegn refsiákvæðunum sem beitt er. Til þess að koma því heim og sam- an eru búnar til nýjar skýringar á ákvæðum hegningarlaga, sem enga stoð fá í texta þeirra, í því skyni að geta kveðið upp þessa dóma. Þegar bent er á þetta á opinberum vettvangi vill enginn hlusta. „Þeir eiga þetta skilið“ er við- kvæði sem hljómar. Það er eins og flestum mönnum sé fyrirmunað að setja sig í spor þeirra sem bornir eru sökum. Í stað þess að skoða dómana yfir þeim og ígrunda hvort þar séu uppfylltar kröfur sem réttarríki gera til vinnubragða í refsimálum, standa menn bara og fagna. Þetta er sami inngróni hugsunarháttur fordóm- anna sem réð á sínum tíma ríkjum í framkomu þjóðarinnar gegn stúlk- unum á Kleppjárnsreykjum. Tímabil niðurlægingar Ég ætla að leyfa mér að spá því að sá tími muni koma, þegar rykið verð- ur sest, að gerð verði fræðileg úttekt á meðferð íslenskra dómstóla á mál- um sem tengjast þessu svokallaða hruni. Þá er ég hræddur um að ein- kunn dómstólanna verði ekki há. Þetta verður þá að öllum líkindum talið tímabil mikillar niðurlægingar íslenskra dómstóla. Eina óskin er sú að menn muni í framtíðinni geta dregið lærdóma af þessu framferði. Framvinda sög- unnar hjá okkar dvergvaxna sam- félagi veitir ekki miklar vonir um að svo muni verða, eða hvað? Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Það virðist vera ein- hvers konar lögmál á Íslandi að þjóðin fari með vissu millibili af hjörunum vegna rétt- trúnaðar af margvíslegu tilefni. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur. Réttarfar þjónkunar Einn daginn sem oftar gekk ég um Austurstræti, þá vék sér að mér kona og sagði umbúðarlaust: „Ég styð íslenska bændur og þeirra af- urðir.“ Svo bætti hún við: „Ég er læknir og hef búið erlendis og þekki því vandamálin sem blessaðir bænd- urnir búa við víða, bæði mengaða og eitri úðaða jörðina, dýra- sjúkdómana og öll lyfin sem þeir nota í sinn búpening og fóðrið. Þetta er vond staða fyrir neyt- endur víða um lönd,“ bætti hún við. Hún gat þess að sér þætti það forréttindi hér í hvaða farvegi þessi mál væru og þá sérstöðu ættum við Íslendingar að verja og minnti á þann skelfilega vanda sem stafar víða af sýklalyfjanotkun í landbúnaði erlendis. Ógnvænlegar fréttir frá ESB Í þarsíðasta Bændablaði blasti þrennt við: þar voru á mynd for- kólfar norrænna bændahreyfinga með fána sína á lofti og þá yfirlýs- ingu að þeir vilji banna sýklalyf í sjúkdómavarnarskyni og að dýra- lyf verði ekki notuð til forvarna í fóðri. Þar var okkar stóri og glæsi- legi foringi, Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna í hópnum. Jafnframt birtist önnur síða, svo kölluð „sýklasprautusíða,“ sem sýndi hver væri sala sýkla- lyfja til landbúnaðarnota í Evrópu 2013. Ísland og Noregur voru eins og englar með allt á hreinu, þar sem við notuðum eina sprautu, sem er 5,3 mg PCU, en það er mælieining á lífmassa dýra lifandi og dauðra. En taktu nú eftir, les- andi góður, vandamálunum sem blöstu við í sýklalyfjanotkuninni á t.d. Spáni, Ítalíu, Þýskalandi. Við með eina sprautu, en þeir þetta frá 40 upp í 60 sprautur í sínum land- búnaði, allt að sextíufalt meira af sýklalyfjum í landbúnaði þar en hér. Danmörk var með átta sprautur og Bretland tíu sprautur í lyfja- notkun, sem er mikið og grafalvarleg staða. Ennfremur var skýrt frá því í blaðinu að 73% kjúklinga í breskum stórmörk- uðum væru sýkt. Utanríkisráðherra vaknaði við vondan draum En svo var það for- síða Bændablaðsins, þar blasti við utanríkisráðherrann okkar brosandi og lífsglaður, sem kvaðst nú vilja að tollasamningur sinn og landbúnaðarráðherrans yrði settur í bið og gerð búvöru- samninga yrði hraðað og hvatti til að hlustað yrði á áhyggjur bænda og ekki skaðar að tala við neyt- endur líka. Ég skynjaði í þessum viðbrögðum og framgöngu Gunn- ars Braga Sveinssonar að ráð- herrann hefur vaknað upp við vondan draum, það er nefnilega vond lykt af tollasamningnum. Lítill en mikilvægur landbúnaður okkar þolir illa kollsteypur og fróðir menn telja að þessi tolla- samningur muni bera í sér koll- steypu og gríðarlegt magn afurða án tolla sem mun þrengja að ís- lenskum landbúnaði. Jafnframt vaknar spurningin hver sé sýkla- lyfjanotkunin og sjúkdómaá- hættan í viðkomandi löndum sem flutt er inn frá? Hér er brýnt að setja ný viðmið til að vernda heilsufar fólks. Mér er sagt að ráðherrarnir haldi því fram að stríðir vindar og mikill áróður hafi staðið gegn landbúnaðinum í fjölmiðlum og því orðið að auka við tollkvótana og það aldeilis verulega. Það eru ekki stríðir vindar þótt Ólafur Stephensen eða Andrés Magnússon og jafnvel þó að Þorbjörn Þórðarson frétta- maður bætist í hópinn eða Þór- ólfur Matthíasson, þeir hafa allir sungið sína söngva í gegnum tíð- ina, en fólkið í landinu vill íslensk matvæli áfram og stendur með bændum og þeirra fram- leiðsluvörum. Hvaða afleiðingar fylgja afnámi tollanna? Nú er ekkert jafn mikilvægt og að bændur og neytendur viti hvað þessi nýi tollasamningur hefur að segja gagnvart íslenskri hágæða- vöru? En upplýsingarnar um sýklalyfjanotkun í landbúnaði eru unnar af Lyfjastofnun Evrópu (EMA), enginn dirfist að rengja þessar upplýsingar sem eru graf- alvarlegar fyrir neytendur allra landa. Þarna liggur það fyrir að það er eins gott fyrir fólkið í landinu að vita við hvaða fram- leiðsluskilyrði kjötið eða mjólkin er framleidd? Gengur þessi tolla- samningur og væntanlega aukni innflutningur t.d. af svína- og kjúklingaframleiðslunni dauðri? Nú er undir þennan samning skrifað með fyrirvara um sam- þykki Alþingis og enn hefur hann ekki farið fyrir ríkisstjórn. Gæti það gerst að honum yrði hafnað við þessar aðstæður þegar ekki bara forystumenn bænda heldur heilbrigðisráðherrar innan ESB og EES mótmæla sýklalyfjaaustr- inum, sem er að stórskaða fólk. Og margt fólk, sem engin sýklalyf virka á lengur, liggur við dauðans dyr í Evrópu. Hverjar verða mót- vægisaðgerðir ráðherranna? Hvernig verður útfærslan og hver er krafa Bændasamtakanna? Verða afleiðingar og áhrif þessa samnings teiknuð upp af hlut- lausum aðila? Eða verður bara þessum stóraukna innflutningi hellt yfir land og þjóð? Það er tímabært fyrir íslenska bændur að ræða sína framtíð við neyt- endur landsins og ekki síður að kalla stjórnmálamenn til viðræðna við sig og þjóðina. Eftir Guðna Ágústsson » Lítill en mikilvægur landbúnaður okkar þolir illa kollsteypur... Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Er verið að veikja íslenskan landbúnað?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.