Morgunblaðið - 10.11.2015, Page 41

Morgunblaðið - 10.11.2015, Page 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Jæja, loksins kom að því aðBond nr. 24 kæmi fyrir sjón-ir vorar. Eftir þá fádæmaveislu sem Skyfall var, síð- asta myndin um 007, var ógerningur að stilla væntingunum í hóf enda sami mannskapur sem stendur að nýju myndinni, utan að Ralph Fien- nes er kominn í fast pláss sem M og austurríski leikarinn Christoph Waltz, sem olli straumhvörfum í leik illmenna á hvíta tjaldinu með frammistöðu sinni í mynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, er aukinheldur mættur til leiks sem erkibófinn. Loks heitir myndin SPECTRE eftir glæpasamtökunum sem James Bond fékkst við allan fyrsta áratuginn, nánar tiltekið í fyrstu sjö myndunum og því ljóst að nú siglir njósnari hennar hátignar í sama farið og gullaldar-Bond sá er Sean Connery túlkaði (og George Lazenby reyndar líka). Þessar forsendur gefa manni fyllsta tilefni til að búast við einni bestu Bond mynd sögunnar. Og hvað berum við svo úr býtum? SPECTRE er frábær Bond- mynd. Ekki sú besta, satt best að segja, en verulega sterk mynd engu að síður. Myndin hefst á stórbrotnu atriði sem gerist í Mexíkó á Degi hinna dauðu þar sem Bond kemst meðal annars í hann allkrappan í handalög- málum um borð í þyrlu með opnar hliðar. Hreinasta rússíbanaatriði og fer hikstalaust á blað með þeim mögnuðustu í sögu njósnarans. Við tekur heimshornaþvælingur að hætti 007, þar sem hann eltist við vísbendingar og flýr morðvarga til skiptis. Fyrr en varir berast böndin að skuggalegum náunga að nafni Franz Oberhauser sem, merkilegt nokk, virðist eiga að einhverju leyti sameiginlega fortíð með Bond. Sam Mendes sýndi það og sannaði í Skyfall – einni af bestu myndum Bond-bálksins – að honum lætur jafn vel að vinna með tilfinningar og sprengingar. Í SPECTRE er hann sjálfum sér líkur, hasaratriðin eru framúrskarandi vel leyst og flest lagstemmdu atriðin líka. Meðal eft- irminnilegra atriða er leynilegur fundur SPECTRE í Róm sem Bond tekst að komast inn á. Þar byggir Mendes upp áþreifanlega spennu sem nær nánast óþægilegu hámarki er Oberhauser lítur óvænt og ískalt í augu Bond í fjöldanum og gerir hon- um ljóst að upp um hann hafi komist. Þaðan í frá er okkar maður með drápsvélina Hr. Hinx á hælunum, óvinnandi óargadýr sem minnir helst á blöndu af Red Grant og Jaws, svo tveir góðkunningjar séu nefndir. Annað verulega sterkt atriði er fundur Bonds og Hr. White, áhorf- endum að góðu kunnur úr Casino Royale og Quantum of Solace, sem fram fer í fjallakofa í Austurríki. Hér flest allt saman feikivel gert, eins og við var að búast. Sagan er góð, með verulega afgerandi „tvisti“ sem kemur á óvart eður ei, allt eftir því hversu vel versaðir áhorfendur eru í Bond-fræðunum. Með hliðsjón af nafni myndarinnar kemur sann- leikurinn kannski ekki svo mjög á óvart en það var samt sem áður un- un að heyra vonda kallinn kynna sig nafni sem við höfum ekki heyrt í Bond-mynd síðan árið 1971 – í Diamonds Are Forever. Daniel Craig hefur þegar sannað sig sem mögulega besti Bond-leikari allra tíma og stendur sig með sömu prýðinni og ávallt. Leikstjórinn Mendes leggur sem fyrr áherslu á að þetta er ekki sá Bond sem áhorf- endur þekktu í tíð Rogers Moore; í stað þess að vera léttlyndur þotu- liðs-glaumgosi sem sængar með hverri einustu kvensu sem á fjörur hans rekur, þá er Bond í meðförum Daniels Craig þungur í lundina, þjakaður af vondum minningum, drápari og hrotti eftir atvikum, skemmdur einstaklingur sem líður ekki alltaf vel í eigin skinni. Ralph Fiennes er fyrirtaks M og lengi megi sá ráðahagur blómstra. Það gneistar á milli þeirra Craigs og ósjálfrátt hugsar maður til þeirra mynda er Bernard Lee og Sean Connery áttu sínar rispur hér á áratugum áður. Christoph Waltz er afbragð í hlut- verki sínu og sækir að nokkru í Hans Landa, nasistaforingjnn sem hann lék svo eftirminnilega og hlaut Ósk- arinn fyrir; lágstemmdur og mjúk- máll, siðblindur og sadistískur. Ég er þó ekki frá því að það hefði mátt magna upp örlítið meiri heift í hon- um, smá neistaflug í augnaráðið. Franska leikkonan Léa Seydoux er forkunnarfögur en einhvern veg- inn kviknar ekki almennilegt neista- flug milli hennar og Bonds, sam- anborið við hvað gerðist fyrir hartnær áratug milli hans og Vesper Lynd. Aðrir standa sig með prýði. Eftir stendur að herslumun vant- ar til að SPECTRE nái upp í sömu hæðir og Skyfall, Casino Royale, From Russia with Love, Goldfinger og On Her Majesty’s Secret Service. Undirplottið – með hið nýja sam- vinnuverkefni leyniþjónusta níu helstu iðnríkja heims, með óheftum heimildum til upplýsingasöfnunar sem M berst gegn – er spennandi og á vel við tíðarandann um þessar mundir. Í það heila er SPECTRE heldur löng og hefði mátt trimma svolítið af næstum tveimur og hálf- um klukkutímum sem hún er í sýn- ingu. En allt í allt er þetta frábær Bond-mynd sem gæti jafnvel batnað enn með endurteknu áhorfi. Annað eins gerir maður, nema hvað. Hasar Daniel Craig er sem fyrr fantagóður og fæst við svipuð verkefni sem fyrr, heimshornaflakk og þarf hér að kljást við verri erkibófa en oftast áður. Fortíðin vitjar í nútíma Bond Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Sambíóin SPECTRE bbbbn Leikstjóri: Sam Mendes. Leikarar: Dani- el Craig, Ralph Fiennes, Christoph Waltz, Léa Seydoux, Ben Whishaw, Naomie Harris, Dave Bautista, Monica Bellucci. Bandaríkin, 2015. 148 mínútur. JÓN AGNAR ÓLASON KVIKMYNDIR Jack Magnet Quintet kemur fram á djass- kvöldi Kex hos- tel í kvöld kl. 20.30. Auk hljómsveit- arstjórans og hljómborðsleik- arans Jakobs Frímanns Magn- ússonar skipa sveitina Steinar Sigurðarson á saxófón, Hjörtur Stephensen á gít- ar, Andri Ólafsson á bassa, Þor- valdur Þór Þorvaldsson á tromm- ur og Arnar Ingi Richardsson sem syngur og leikur á slagverk. Raf- mögnuð, fönkuð og djassskotin tónlist verður leikin. JMQ á Kex hosteli Jakob Frímann Magnússon bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á k júklinginn SPECTRE 6,8,9,11(P) JEM AND THE HOLOGRAMS 5:30 CRIMSON PEAK 10:30 SICARIO 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 11 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SÝND Í 4K! -The Times -The Gaussian -Telegraph

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.