Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 44
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 314. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Bullfréttir eyðilögðu ferilinn
2. Íbúð í Hlíðunum notuð til nauðgana
3. Tom Cruise æfur
4. Of kynþokkafull fyrir forsetann
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveitin Mammút er nú í tón-
leikaferð um Evrópu og hitar í henni
upp fyrir Of Monsters and Men. Í
byrjun október léku hljómsveitirnar
víða um Bandaríkin og þá m.a. á tón-
listarhátíðinni CMJ í New York. Vef-
urinn MTV valdi átta hljómsveitir af
þeirri hátíð á lista yfir þær bestu sem
komu fram og var Mammút þeirra á
meðal. Fögrum orðum er farið um
hljómsveitina á vefnum og hún m.a.
sögð himnesk og að Mammút kunni
vel þá list að leika myrkt rokk.
Ljósmynd/Jónatan Grétarsson
Meðal þeirra bestu á
CMJ að mati MTV
Þórhildur Örvarsdóttir söngkona
heldur fyrirlestur í dag kl. 17 í Verk-
menntaskólanum á Akureyri, stofu
M01. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina
Er nokkuð mennskara en röddin? og
mun Þórhildur fjalla um feril sinn í er-
lendri kvikmyndatónlist sl. 15 ár,
segja frá verkum sínum í máli, hljóði
og myndum og fjalla um vinnuaðferð-
ir og lýsa ferlinu frá undirbúningi
tónlistar að fullgerðri bíómynd þar
sem tón- og myndmál rennur í eina
heild. Að lokum mun hún útskýra
notkun mannsraddar í kvikmyndum
og velta upp spurningunni hvort
nokkuð sé mennskara en röddin.
Þórhildur hefur sungið inn
á fjölmargar erlendar
kvikmyndir, m.a. The
Eagle, Mortal Instru-
ments, 300: Rise of
an Empire og Man
of Steel auk þess
að starfa með
fjölþjóðlegu
hljómsveitinni
Torrek.
Er nokkuð mennsk-
ara en röddin?
Á miðvikudag Sunnan 5-13 m/s og slydda eða rigning á S-verðu
landinu, norðaustan 8-15 og él á Vestfjörðum en hægari og úr-
komulítið NA-til. Hiti 0 til 5 stig S-lands, en vægt frost fyrir norðan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-13 m/s og lítilsháttar slydda
eða snjókoma fyrir norðan, en skúrir sunnan heiða. Hiti 1 til 6 stig
við S- og SV-ströndina, annars í kringum frostmark.
VEÐUR
Portúgalski línumaðurinn
Telma Amado hefur leikið
með kvennaliði ÍBV í hand-
knattleik frá 2013 og er orð-
in ein af Eyjastelpunum, eins
og einn samherja hennar
segir. Telma er leikmaður 10.
umferðar Olís-deildar kvenna
hjá Morgunblaðinu eftir að
hún skoraði 13 mörk í leik
gegn Selfossi. „Hún er sterk
og erfið við að eiga þegar
hún er komin með boltann,“
segir fyrirliði ÍBV. »2
Telma er orðin ein
af Eyjastelpunum
„Það er mjög ánægjulegt að hafa náð
að komast í gegnum þetta stig og nú
er bara að safna kröftum fyrir loka-
úrtökumótið,“ sagði kylfingurinn
Birgir Leifur Hafþórsson við Morg-
unblaðið eftir að hafa náð að komast
í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir
Evrópu-
mótaröðina í
Alicante á
Spáni í gær.
»1
Birgir Leifur komst
áfram í tólfta sinn
„Ég er að skoða hvað ég ætla að
gera en eins og staðan er núna er
þetta óljóst. Ekkert hefur verið
ákveðið ennþá en það er mögu-
leiki að ég komi heim,“ segir
Daníel Andrésson, markvörður
danska handboltaliðsins Sønder-
jyskE, sem hefur mátt sætta sig
við að verma varamannabekkinn
mikið á tímabilinu. »2
„Það er möguleiki að
ég komi heim“
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
ÝLFUR, Sigríður Hjálmarsdóttir
átti besta leik mótsins, 646 stig, sem
er hæsta skor sem náðst hefur á Ís-
landsmótinu í skrafli, og Guð-
mundur Rúnar Svansson átti flest
bingóin á Íslandsmótinu, þrettán
talsins.
Vilhjálmur segir að skraflhæfi-
leikar séu sambland af þrennu.
„Þetta er fyrst og fremst orðaforði
og að hafa á takteinum stutt orð
sem koma sér vel í skrafli. Þá þarf
útsjónarsemi til að sjá hvar maður
getur fengið flest stig og að lokum
er það heppni. Það þýðir að maður á
alltaf möguleika.“
Hann segir að góður rómur hafi
verið gerður að mótinu og vel hafi
tekist til. Vilhjálmur býst við stærra
móti að ári.
Með skrafl-lukkuna að vopni
Vilhjálmur Þor-
steinsson Íslands-
meistari í skrafli
Ljósmyndir/Sigrún Helga Lund
Úrslitin Benedikt Waage, sem var með forystu lengst af, og Vilhjálmur Þorsteinsson til hægri fyrir úrslitavið-
ureignina. Eftir að Vilhjálmur dró stafinn Ý náði hann 58 stigum undir lokin. 18 tóku þátt í ár, þar af sjö konur.
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Þriðja Íslandsmeistaramótinu í
skrafli lauk um helgina með sigri
Vilhjálms Þorsteinssonar. Spilaðar
voru tíu umferðir, laugardag og
sunnudag, en hver viðureign tekur
um klukkustund. Þegar átta um-
ferðir voru búnar gátu fjórir sigrað.
Mótskerfið er þannig að það stillir
efstu mönnum upp hverjum á móti
öðrum til að fá sigurvegara.
Í níundu umferð mætti Vil-
hjálmur Gísla Ásgeirssyni, fyrrver-
andi Íslandsmeistara, og náði að
merja hann með naumindum. Í
úrslitaviðureigninni vann Vil-
hjálmur svo Benedikt Waage með
mögnuðum endaspretti. „Úrslitavið-
ureignin gegn Benedikt var hnífjöfn
og réðst ekki fyrr en undir lokin
þegar skrafl-lukkan var með mér,“
segir Vilhjálmur.
Benedikt hafði náð svokölluðu
bingói í viðureigninni en þá getur
hann lagt niður alla sjö stafina og
fær við það 50 bónusstig. „Ég náði
að saxa það forskot niður og í allra
síðustu leikjunum dró ég stafinn Ý,
sem eins og skraflarar vita er góður
stafur. Ég kom honum niður á reit
sem þrefaldaði stafastigin og hann
varð að tveimur orðum þannig að ég
fékk 58 stig. Benedikt náði ekki að
svara þessu.“
Úthaldið skiptir máli
Vilhjálmur segist ekki hafa undir-
búið sig sérstaklega fyrir mótið.
„Ég passaði mig að vera vel upp-
lagður, vel nærður, vel útsofinn og í
þægilegum fötum, því það er lygi-
legt hvað úthaldið skiptir miklu máli
í þessu. Maður situr við fimm
klukkutíma hvorn dag. Heilinn er á
fullu allan tímann og þetta tekur
töluvert á.“
Egill Ingibergsson átti hæstu
lögn mótsins, 106 stig fyrir orðið
12 þúsund skráðir skraflarar
VINSÆLDIR NETSKRAFLS MIKLAR
Vilhjálmur heldur úti vefsíðunni
netskrafl.is þar sem hægt er að
spila skrafl á netinu. Sjálfur er hann
töluvert virkur spilari. „Á hverjum
sólarhring fara fram um tvö þúsund
viðureignir. Það eru fjögur til fimm
þúsund virkir spilarar en alls eru um
12 þúsund manns skráðir.
Skrafl er form af skemmtun sem
hentar mörgum. Það er gaman að
íslenskunni og maður kynnist alls
konar afkimum hennar.“
Jóhannes Benediktsson, formaður
Skraflfélagsins, og Vilhjálmur.