Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014
FRÉTTASKÝRING
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Unnið er að úrbótum á eftirliti með
hlerunum. Ríkissaksóknari setti
þunga í eftirlit með hlerunum með
útgáfu fyrirmæla árið 2012 og er sú
vinna langt komin hjá embættinu að
fara yfir framkvæmd hlerana
undanfarinna ára, eftir að kallað var
eftir öllum símahlustunum frá hér-
aðsdómstólum frá ársbyrjun 2009.
Gert var yfirlit yfir alla úrskurði
og í framhaldinu sendar fyrirspurnir
til lögreglustjóraembætta þar sem
farið var fram á að gefnar væru upp-
lýsingar um það hvenær gögnum var
eytt og hvenær og með hvaða hætti
hlustunarþolum hefði verið tilkynnt
um hlustanir. Í meistararitgerð
Odds Ástráðssonar í lögfræði við HÍ
í vor um símahlustanir kemur fram
að í sumum tilfellum hafi tekið allt
að 18 mánuði að fá svör. „Fljótlega
kom í ljós að ekki hafði alltaf verið
nægilega vandað til framkvæmdar
og skráningar um bæði tilkynningar
og eyðingu gagna og afrita,“ segir í
ritgerðinni.
Fjárskortur hamlar enn
Helgi Magnús Gunnarsson vara-
ríkissaksóknari segir að ákveðið hafi
verið árið 2011 að hefja eftirlit sem
snýr að því hvernig staðið var að
eyðingu gagna og tilkynningum til
þeirra sem símahlustun beindist að.
Snerist það ekki að þeim forsendum
sem liggja að baki hlerunarheim-
ildum enda er slíkt á herðum dóm-
stóla. „Í ársbyrjun 2013 var sett sér-
stök viðbót í málaskrá lögreglu
(LÖKE) sem heldur utan um úr-
skurði. Eins var nýverið bætt við
möguleika lögreglustjóra á að skrá
inn eyðingu gagna og það auðveldar
eftirlitið,“ segir Helgi.
Hann segir að fjöldi funda hafi
verið með lögreglu til að bregðast
við gagnrýni sem komið hefur fram
á framkvæmd hlerana. Hann segir
að einnig sé unnið sé að því að setja
hlustunarkerfið inn í LÖKE-
málaskrána en því sé ekki lokið
sökum fjárskorts.
Lögreglustjórar eyða gögnum
Tæknideild embættis lögreglu-
stjórans á höfuðborgarsvæðinu sér
um tæknilega framkvæmd allra
hlustana fyrir öll önnur lögreglu-
embætti. Þar er mögulegt fyrir þau
lögregluembætti sem fara með
rannsókn máls að taka afrit út úr
kerfinu að vild, án þess að það sé
sérstaklega skráð. Því hefur þurft að
treysta viðkomandi lögreglustjórum
til að sjá til þess að afritum sé eytt í
samræmi við skyldu. „Það er auðvit-
að rétt að þetta er kerfi sem hefur
verið og við viljum losna við, þar sem
það hefur ekki boðið upp á aðgangs-
stýringu og rekjanleika,“ segir
Helgi. Eins og sakir standa er
ábyrgðin á lögreglustjóra að hafa
yfirsýn og stjórn á því hverjir hlusta
á upptökur. Hann segir það verða
nokkra úrbót þegar símahlustanir
verða settar í LÖKE-kerfið. „Það
gefur möguleika á því að rekja það
hverjir hlusta á upptökur og sjá
hvaða afrit eru gerð og lögð fram í
gögnum máls sem sönnunargögn.
Svo býður kerfið upp á markvissari
eyðingu gagnanna,“ segir Helgi.
Fénu ekki vel varið
Fram hefur komið í máli Sigríðar
Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að
fjárskortur hafi leitt til þess að ekki
hafi verið hægt að sinna eftirlitinu á
sínum tíma. Aðspurður segir Helgi
að ekki hafi komið til aukalegt fjár-
magn en engu að síður hafi aukin
áhersla verið lögð á eftirlitið eftir að
Sigríður tók við starfinu.
Að sögn Helga var sú nýlunda í
málum tengdum föllnu bönkunum að
menn voru hleraðir eftir að meint
brot höfðu átt sér stað. Telur hann
vert að velta því fyrir sér til fram-
tíðar hvort hlustun sé líkleg til þess
að koma að gagni við rannsókn máls
í slíkum tilfellum. „Það er gríðarleg
vinna að fara yfir svona og það má
velta því fyrir sér hvort svona tæki
séu gagnleg við rannsókn efnahags-
brota. Oft á tíðum hefur þetta ekki
skilað miklu í rannsóknum á þeim
brotum,“ segir Helgi.
Vilja losna við hlerunarkerfið
Vinna að úrbótum á eftirliti með framkvæmd hlerana langt komin Enn unnið með kerfi þar
sem afrit geta farið á flakk Stefnt að því að setja hleranir í LÖKE-málaskrána en fjármagn vantar
Morgunblaðið/Júlíus
Símhleranir Ríkissaksóknari hefur unnið að úrbótum á eftirliti með hlerunum. Hefur meðal annars verið farið yfir
framkvæmd hlerana undanfarinna ára. Unnið er að því að setja hlustunarkerfið í LÖKE-málaskrána.
Eftirlit
» Eftirlit ríkissaksóknara með
framkvæmd símahlustana bein-
ist bæði að eyðingu gagna, og
að því að hlustunarþola sé til-
kynnt um hlustun að henni lok-
inni.
» Ríkissaksóknari er æðsti
handhafi rannsóknarvalds og
getur á þeim grundvelli gefið út
bindandi fyrirmæli til lögreglu
um beitingu rannsóknarúrræða
ef tilefni þykir gefa ástæðu til.
Nokkra athygli vakti þegar fram
kom að símtöl lögmanns og skjól-
stæðings voru hluti af gögnum
lögreglu. Láðist að eyða gögn-
unum líkt og lög kveða á um. Helgi
segir lögreglu hafa verið spurða
hvort ekki væri hægt að merkja
ákveðin símanúmer lögmanna,
þannig að ekki væri hægt að taka
upp þau samtöl sem fóru fram á
milli þeirra og skjólstæðinga.
„Vandinn er sá að símafyrirtæki
skila ekki á rauntíma upplýsingum
um hvaða símanúmer eru að tala
saman. Upptakan og hljóðið kemur
inn en ekki upplýsingar um núm-
erin. Því er ekki hægt að forrita
kerfið til að slökkva á upptök-
unni,“ segir Helgi. Hann tekur þó
fram að vandinn sé ekki enn til
staðar, þar sem ekki sé lengur ver-
ið að taka upp samtöl vegna brota
sem áttu sér stað fyrir löngu síðan
og hafi eingöngu verið gert í rann-
sóknum á hrunmálum sem voru
um margt óvenjuleg.
Tæknilega útilokað
EKKI HÆGT AÐ ÚTILOKA SÍMANÚMER LÖGMANNA
Styrktartónleikar Ástusjóðs verða
haldnir í Hörpu í kvöld og hefjast
klukkan 20. Fjöldi listamanna
kemur fram og gefur vinnu sína.
Sjóðurinn var
stofnaður sum-
arið 2014 til
minningar um
Ástu Stefáns-
dóttur lögfræð-
ing, sem lést af
slysförum í
Bleiksárgljúfri í
Fljótshlíð og
fannst rúmum
fimm vikum eftir
slysið fremst í
gljúfrinu.
Sjóðurinn hefur nú gefið sex
dróna til Flugbjörgunarsveitarinn-
ar á Hellu og Björgunarsveitarinn-
ar Dagrenningar á Hvolsvelli.
Drónarnir opna nýja möguleika á
að leita að fólki úr lofti og í erf-
iðum aðstæðum. Hafa drónar frá
Ástusjóði meðal annars verið not-
aðir við leit að Herði Björnssyni,
sem saknað hefur verið frá 14.
október.
„Frá því að sjóðurinn var stofn-
aður höfum við einbeitt okkur að
þessum drónakaupum fyrir björg-
unarsveitirnar á Hellu og Hvols-
velli,“ segir Helga Hauksdóttir,
stjórnarformaður sjóðsins.
Fyrir utan drónana sjálfa hefur
tekist að safna fyrir vararaf-
hleðslu, töskum til að verja drón-
ana fyrir hnjaski við flutning og
tæki sem auðveldar markvissa
stýringu drónanna.
„Við finnum fyrir velvild í okkar
garð og það gengur vel fyrir tón-
leikana. Síðast var uppselt og
komust færri að en vildu,“ segir
hún. Auk hennar sitja þau Edda
Andradóttir, Þór Stefánsson, bróð-
ir Ástu, Ásbjörg Rut Jónsdóttir og
Bergþóra Ingólfsdóttir í stjórn
sjóðsins. benedikt@mbl.is
Drónar notaðir
við leit og björgun
Ástusjóður heldur styrktartónleika
Nýtt Í október fékk Flugbjörg-
unarsveitin á Hellu tvo dróna.
Ásta
Stefánsdóttir