Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann ✝ Kristinn Björns-son fæddist í Reykjavík 17. apríl 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 31. októ- ber 2015. Foreldrar hans voru Björn Hall- grímsson forstjóri, f. 17. apríl 1921, d. 20. september 2005, og Emilía Sjöfn Kristinsdóttir hús- freyja, f. 12. ágúst 1927, d. 26. október 2003. Systur Kristins eru: Áslaug, f. 28. desember 1948. Eiginmaður hennar er Gunnar Sch. Thorsteinsson, f. 18. febrúar 1945. Emilía Björg, f. 19. júlí 1954. Sjöfn, f. 19. júní 1957. Eiginmaður hennar er Sigurður Sigfússon, f. 1. júní 1955. Hinn 10. janúar 1976 kvæntist Kristinn Sólveigu Pétursdóttur, f. 11. mars 1952, fv. þingmanni Sjálfstæðisflokksins, dómsmála- ráðherra og forseta Alþingis. Foreldrar hennar eru Guðrún Árnadóttir, f. 24. október 1926, og Pétur Hannesson, f. 5. maí 1924, d. 27. ágúst 2004. Börn Kristins og Sólveigar eru: 1) Pétur Gylfi, f. 6. september 1975. 2) Björn Hallgrímur, f. 3. janúar 1979. Eiginkona hans er Herborg Harpa Ingvarsdóttir, f. rekenda á árunum 1983-1990 og var varaformaður um skeið, átti sæti í stjórn og framkvæmda- stjórn Verslunarráðs Íslands 1986-1996, í stjórn og samning- aráði Vinnuveitendasambands Íslands 1988-1999 og varafor- maður á árunum 1992-1995. Við stofnun Samtaka atvinnulífsins árið 1999 settist hann í stjórn og framkvæmdastjórn og sat þar um árabil. Á sínum yngri árum var Kristinn virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins. Átti hann sæti í stjórn Heimdallar 1973-1975, var varaformaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og var í stjórn SUS 1983-1985. Kristinn var formaður Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, árin 1979-1981 og formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Seltjarn- arnesi 1983-1985. Þá var hann um skeið í fjármálaráði Sjálf- stæðisflokksins. Kristinn sat í stjórnum fjölda fyrirtækja, eins og hjá H. Bene- diktssyni, Nóa-Síríusi, Sjóvá, Eimskip, Haraldi Böðvarssyni hf., Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, Hans Petersen, Plastprenti, Straumi fjárfestingabanka hf. og Líflandi ehf. Þá átti Kristinn sæti í stjórn Árvakurs, útgáfu- félags Morgunblaðsins, á árun- um 2005-2008. Útför Kristins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 10. nóvember 2015, og hefst at- höfnin kl. 13. 2. júlí 1979. Börn þeirra eru Inga Bríet, f. 19. febr- úar 2006, Kristinn Tjörvi, f. 28. febr- úar 2008, Einar Ísak, f. 15. desem- ber 2011, og Mark- ús Bragi, f. 5. des- ember 2013. 3) Emilía Sjöfn, f. 30. september 1981. Kristinn ólst upp í Reykjavík og varð stúdent frá MR 1970. Hann lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands 1975 og varð héraðsdóms- lögmaður tveimur árum síðar. Hann starfaði sem lögfræðingur hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkurborgar 1975-1976. Hann rak lögmannsstofu ásamt Gesti Jónssyni hrl. og síðar Hall- grími B. Geirssyni hrl. frá 1976- 1982. Kristinn varð forstjóri Nóa-Síríusar og Hreins hf. árið 1982 og gegndi því starfi til 1990 er hann var ráðinn for- stjóri Skeljungs. Kristinn lét af störfum hjá Skeljungi að eigin ósk haustið 2003. Frá árinu 2005 var hann einn eigenda fyrirtæk- isins Líflands ehf. og starfandi stjórnarformaður þess. Kristinn gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir atvinnurek- endur og samtök þeirra. Hann sat í stjórn Félags íslenskra iðn- Elsku pabbi, það er mér þyngra en tárum taki að koma orðum að þeirri sorg sem býr í hjarta mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért far- inn frá mér, farinn frá fjölskyld- unni þinni. Veikindin þín komu snöggt upp einn fallegan vordag og settu sinn svip á sumarið hjá okkur fjölskyldunni en við vorum samt öll harðákveðin í að við ætl- uðum að komast í gegnum þetta. Ég heimsótti þig oft og í hvert skipti sem ég fór minnti ég þig á það að vera sterkur, berjast áfram bara aðeins lengur og muna það hverja þú ættir heima hjá þér að bíða eftir þér. Fjölskyldu svo samrýnda og góða vini, sem elsk- uðu þig alveg út af lífinu. Mig, sem elskaði þig meira en alla aðra. Einkadóttur þína sem þú skírðir í höfuðið á mömmu þinni. Þú varst alveg sammála mér og þú barðist svo sannarlega. Þú tapaðir aldrei húmornum eða æðruleysinu og hverju bakslagi tókstu með stök- ustu ró og byrjaðir aftur ferlið að byggja styrk þinn upp á ný. Þessi barátta er nú búin og veit ég að þú hvílir í friði með foreldrum þínum og ástvinum. Elsku pabbi minn, þú varst minn besti vinur. Þessi síðustu ár sem við unnum saman kynntumst við enn betur en áður og er ég óendanlega þakklát fyrir þær stundir. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf að reyna að miðla góðum ráðum til dóttur þinnar um hvernig manneskja maður ætti að vera, hvort sem var í viðskiptum eða einkalífinu. Þú varst nefnilega svo góð fyrir- mynd, þú varst alltaf kurteis og mannlegur í öllum þínum sam- skiptum. Enda áorkaðirðu svo miklu á þinni ævi og ég var, og er, svo stolt af þér. Elsku hjartans pabbi minn, ég segi það alveg satt að ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram án þín í lífinu mínu. En ég veit það að ég mun gera það og sorgin mun verða bærilegri með tímanum. Við fjölskyldan þín erum sterk saman og pössum upp á hvert annað. Ég veit að sú til- hugsun mun gera þér það auð- veldara að skilja við okkur. En við munum aldrei gleyma þér, ég mun aldrei gleyma þér. Mín uppá- haldsminning af okkar tíma sam- an er sitjandi saman tvö í skíða- lyftu, kalt og stillt úti, kyrrðin algjör nema raulið í okkur tveim- ur að syngja „Come together“ með Bítlunum. Hvíldu í friði, elsku hjartans pabbi minn. Ég elska þig enda- laust. Þín einkadóttir og pabbas- telpa, Sjöfn. Kristinn er látinn. Augnablikið þegar ég heyrði þessi orð var það sársaukafyllsta sem ég hef upp- lifað á minni ævi. Fimm mánaða baráttu við illvígan og lúmskan sjúkdóm var lokið. Ég trúði alltaf að hann myndi hafa það af. Hann hafði farið í gegnum svo margt áð- ur og alltaf náð bata. Hvers vegna ekki núna? Ég gerði allt sem ég gat. Læknarnir gerðu allt sem þeir gátu. En það dugði ekki til. Almættið felldi sinn dóm. En ég áttaði mig fljótlega á því að það var ástæðulaust að gráta. Jú, söknuðurinn er vissulega mikill en Kristinn er ekki látinn. Hann lifir. Svo lengi sem ég lifi mun hann lifa í mínu hjarta, í mínum minningum, í mínum genum og mínum gerðum. Minningarnar sem eru svo sárar núna – brosið hans, hláturinn hans, faðmlag hans – munu veita mér hlýju og kærleik um ókomin ár. Elsku pabbi. Þú varst alltaf lífsglaður og hamingjusamur. Þú varst alltaf þakklátur fyrir allt sem lífið gaf þér. Jafnvel þegar þér leið ekki vel kvartaðirðu aldr- ei því þú vildir aldrei valda okkur börnunum neinum áhyggjum – jafnvel þó við værum öll löngu orðin rígfullorðin. Nú heldur ferðalag þitt áfram yfir í næsta heim og ég er viss um að þú ert hamingjusamur líka þar. Afi og amma og aðrir ástvinir taka auð- vitað vel á móti þér og ekki mun þig skorta vinina þar frekar en hér. Hafðu engar áhyggjur af okkur systkinunum og mömmu. Við pössum vel hvert upp á annað. Við vorum alltaf svo náin fjöl- skylda og núna verðum við enn nánari. Ég er svo þakklátur fyrir allan tímann sem við áttum saman. Þó þú hafir alla tíð lagt hart að þér í vinnu þá áttirðu alltaf stund af- lögu fyrir okkur og passaðir alltaf að við fjölskyldan þín værum ætíð í fyrsta sæti. Ég hefði viljað eiga mörg ár með þér í viðbót. Sumir eiga langa ævi, en ég efast um að margir hafi skilað af sér eins glæsilegu ævistarfi eins og þú. Það væri þá helst mamma sem gæti slegið þér við. Nú skilja leiðir í bili. Ég er svo stoltur af þér og svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem pabba. Lífið heldur áfram og ég er ákveð- inn í að horfa fram á veginn eins og ég veit að þú mundir vilja til að skapa mitt eigið líf og mína eigin hamingju. Þinn sonur, Pétur Gylfi. Elskulegur tengdapabbi minn er látinn eftir hetjulega baráttu við erfið veikindi síðastliðna mán- uði. Þrátt fyrir ítrekuð bakslög var ég viss um það allan tímann að hann myndi ná sér að fullu. Ég gat bara ekki hugsað mér að þessi ómissandi maður yrði tekinn frá okkur. Sú varð þó raunin, og það er þyngra en orð fá lýst. Ég var ekki nema 16 ára þegar við Björn kynntumst. Það var vel tekið á móti mér á heimilinu og hefur samband mitt við tengda- foreldra mína alltaf einkennst af mikilli hlýju og vinskap. Minningarnar hrannast upp; ferðalög, samvera í bústaðnum, hátíðarstundir og einfaldur hvers- dagsleikinn. Minningin um hrif- næman og glaðan afa á fæðing- ardögum barnabarnanna og stoltan og ánægðan föður og tengdaföður í brúðkaupinu okkar Björns. Af ótalmörgu er að taka, en eftir stendur minningin um góðan mann sem var kærleiksrík- ur, réttsýnn og yndislegur. Kristinn var líka, þegar hann kaus, hrókur alls fagnaðar. Hann sagði svo skemmtilega frá, og átti það til að skreyta sögurnar smá til að gera þær ennþá betri. Hann hafði einstaklega góðan húmor, breytti röddinni þegar þess þurfti, gretti sig og hló svo inni- lega með. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að börnin mín fái ekki lengur að njóta samvista við frábæran afa, þau áttu eftir að upplifa svo margt með honum. Við munum halda minningu hans á lofti og segja þeim sögur af honum, og reyna að leika eftir sögurnar hans. Elsku Sólveig. Það er aðdáun- arvert hvað þú hefur staðið þig vel síðastliðna mánuði. Missir þinn er mikill og við munum gera allt til þess að styðja þig og styrkja í framtíðinni. Ég kveð tengdapabba minn með trega og söknuði, en er jafn- framt ólýsanlega þakklát fyrir að hafa átt hann að í næstum tuttugu ár. Blessuð sé minning hans. Herborg H. Ingvarsdóttir. Elsku afi. Þú varst alltaf svo skemmtileg- ur og fyndinn. Ég man þegar við vorum á Flórída og þú hoppaðir í skóm, bol og með sólgleraugu og derhúfu út í djúpu laugina. Það var fyndið. Ég man líka þegar við fórum saman í skemmtilega heim- sókn í Nóa Siríus og ég fékk fullan nammipoka. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu, sér- staklega þegar við fengum að gista. Afi var alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt með okkur og var duglegur að lauma að okk- ur sælgætismolum. Ég man hvernig þú opnaðir alltaf páskaeggið þitt. Þú beiðst eftir að allir horfðu á þig, svo braustu það með júdóhöggi. Þú varst mest spenntur fyrir máls- háttunum. Ég mun alltaf sakna þín. Inga Bríet Björnsdóttir. Afi var góður og skemmtilegur. Við horfðum til dæmis saman á fótboltaleiki, það var gaman. Það var líka alltaf gaman að fara í sumarbústaðinn hjá afa og ömmu, það er hægt að gera svo margt skemmtilegt þar. Svo fannst mér gaman þegar hann átti afmæli seinast, þá voru allir saman á Flórída í sólinni. Afi var sniðugur. Hann sagði oft fyndnar sögur og kunni marga brandara. Hann kenndi mér að breyta einu lagi og við sungum: Ég er glataðasti, glataðasti, glat- aðasti hundur í heimi. Mér fannst það fyndið. Það var alltaf gaman að vera með afa, nafna mínum. Ég sakna hans svo mikið. Kristinn Tjörvi Björnsson. Ég kveð þig með söknuði. Hægt og hægt fjúka fjöllin burt í fangi vindanna streyma fjöllin burt í örmum vatnanna. Hægt og hægt ber heim þinn úr stað. Undarleg dögun: andspænis þögnuðum guði eldast mín augu líður líf mitt hjá. Undarleg: tími, merktur tvídrægum vilja og ugg mettur af yzta myrkri og þó svo göfugur þó svo fagur og þó svo nýr. (Úr Stund einskis, stund alls, Hannes Pétursson) Guðrún Í dag kveðjum við elskulegan mág og kæran vin. Fráfall Krist- ins heggur svo djúpt skarð í frændgarð okkar að það verður ekki fyllt. Í þau rúmu fjörutíu ár sem Kristinn hefur tilheyrt fjöl- skyldu okkar hafa þau Sólveig og börnin þeirra verið órjúfanlegur þáttur í okkar lífi. Þau hafa tekið þátt í allri okkar gleði og sorgum. Kristinn var fjölskyldumaður fyrst og fremst, sem ávallt bar hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti. Hann var frændrækinn og hlýr maður og þrautgóður á rauna- stund. Kristinn og Sólveig hafa ætíð skapað sér og fjölskyldu sinni hlýlegt og þægilegt heimili. Til þeirra er gott að koma og gest- risni þeirra með eindæmum. Á síðustu dögum hafa ótal minningar um Kristin komið í hugann. Fjölskyldur okkar hafa deilt jólum, áramótum, afmælum og hversdagslegri stundum. Fjöl- skylduferðir jafnt innanlands sem utanlands, með og án barnanna, voru reglulegur hlutur í tilveru okkar, enda samneyti fjölskyldn- anna mikið. Í gegnum árin höfum við Kristinn og Sólveig farið í ófá ferðalög saman. Um árabil á skíði og svo í golf. Kristinn lagði sig ávallt allan fram, enda með keppnisskap og getu til að tileinka sér allt það sem honum hugnaðist. Leitun er að víðlesnari manni en Kristni. Hann hafði innilegan áhuga á bókum og ljóðum og kunni heilu kvæðin utan að og texta allra slagaranna sem við hlustuðum á. Oft kom það fyrir að Bítlalögin voru sungin fullum hálsi og smitandi lífsgleðin sem einkenndi Kristin hafði áhrif á okkur öll. Kristinn var einfaldlega hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Við varðveitum dýrmætar minningar um skemmtilegar og glaðlegar samverustundir, því Kristinn var glettinn og gaman- samur að eðlisfari, svo örlaði oft á stríðni. Við munum sakna þess léttleika sem fylgdi honum og smitandi hlátursins. Elsku Sólveig, Pétur, Sjöfn, Björn, Herborg og börn: Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu og ósanngjörnu tímum. Við geymum minningu um elskulegan dreng í hjörtum okkar. Júlíana og Hannes. Í dag kveðjum við Sjöfn bróður og mág sem fallinn er frá langt um aldur fram. Engan grunaði þegar við kvöddumst á Ítalíu seint í maí sl. að lokið væri síðasta ferðalagi okkar saman. Kristinn, sem var heilbrigðið uppmálað, lék við hvern sinn fingur í ferðinni, vildi spila golf allan daginn alla daga, glettinn og glaðvær að vanda. Stuttu eftir heimkomuna hófst baráttan við erfiðan sjúkdóm sem ekkert okkar hafði heyrt um fyrr en Kristinn greindist með hann. Þótt óvæginn sjúkdómurinn tæki hann heljartökum strax í byrjun, þá barðist Kristinn af festu og krafti, staðráðinn í að sigrast á þessum óvætti eins og svo mörg- um öðrum sem að honum höfðu sótt í lífsins ólgusjó. Allt í einu var þessi þróttmikli þátttakandi í líf- inu orðinn þögull áhorfandi, það hugnaðist honum ekki. Þó þjáður væri kvartaði hann aldrei, örlög- um sínum tók hann af hugrekki og æðruleysi. Aldrei var húmorinn langt undan. Um skeið virtist sem batinn væri á næstu grösum, en skjótt skipuðust veður í lofti og varnirn- ar brustu. Á björtum og fögrum haustdegi kvaddi Kristinn, um- vafinn fjölskyldu sinni. Missir þeirra er mikill. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman fyrir um 40 árum þegar ég fór að venja komur mínar á Fjólu- götuna þar sem systir hans bjó á æskuheimili þeirra. Í fyrstu undr- aðist hann sjálfsagt hvað litla systir hans sæi nú í þessum dreif- býlisslána. Svo tókust með okkur kynni sem urðu að djúpri og ein- lægri vináttu. Kristinn var heilsteyptur og traustur, vinur vina sinna og frændrækinn með afbrigðum. Hár og spengilegur, snyrtimenni annálað og ætíð afar vel til fara. Margir komu til hans í vandræð- um sínum því úrræðagóður var hann og ávallt boðinn og búinn að hjálpa öllum . Hann sá leiðir þeg- ar aðrir sáu bara lokuð sund. En það sem flestir tóku þó eftir í fari Kristins var ótrúleg kímnigáfa og frásagnarhæfileikar sem ekki verður til jafnað. Á mannamótum bar hann með sér hlátur og gleði. Kristinn gat tekið hversdagsleg atvik sem við lentum í og snúið þeim upp í gamansögur sem í frá- sögn hans fékk fólk til að veltast um af hlátri. Kristinn var ástríðufullur stangveiðimaður. Nutum við Sjöfn þess oft að fara með þeim hjónum til veiði vítt og breitt um landið. Þá var oft glatt á hjalla þegar kvöldaði og Kristinn gerði deginum skil með leiftrandi frá- sagnarhæfileikum sínum. Hef ég fyrir satt að fengsæl veiðifluga sem þekkt er undir nafninu Íhald- ið sé nefnd eftir Kristni og stjórn- málaskoðunum hans. En Kristinn fékk fyrsta laxinn sem veiddist á þessa flugu í Hraunbollunum í Norðurá þar sem hann var við veiðar ásamt Palla í Veiðihúsinu, sem hnýtti fluguna. Veiðiferðir okkar urðu svo kveikjan að því að við Sjöfn fórum að ferðast með Kristni og Sól- veigu víða um lönd. Bættist þá Emilía Björg, systir Kristins, í hópinn, en samheldnari systkini en þessi þrjú finnast ekki. Ferðir okkar saman voru margar og er margs að minnast úr þeim. Í fyrstu var farið í borgarferðir eða þangað sem hægt var að njóta sól- arinnar og skoða sig um. Undr- aðist sólardýrkandinn Kristinn það mjög að við Sjöfn og Emilía værum alltaf að fara í golf í stað þess að sleikja sólina. Svo fór þó að lokum að þau hjónin, Kristinn og Sólveig, smituðust af golfbakt- eríunni og var þá golfið ekki tekið neinum vettlingatökum og fyrr en varði voru þau bæði tvö orðin frambærilegir spilarar. Ferðalög okkar breyttust í golfferðir og varð Ítalía oftar en ekki fyrir val- inu. Þar spiluðum við nýja velli á hverjum degi, ókum um, skoðuð- um og nutum þess sem hver stað- ur hafði upp á að bjóða. Við tókum ítölsku aðferðina á þetta, þ.e. að spila 9 holur, fara svo í langan há- degisverð með tilheyrandi, og spila svo seinni 9 holurnar. Þessi nálgun á leiknum hentaði okkur afar vel og náðum við góðum tök- um á þessu fyrirkomulagi. Hér heima voru skipulagðar ótal keppnir milli fjölskyldna og vina. Var Kristinn oftar en ekki pott- urinn og pannan í því. Þegar horft er um öxl þá renn- ur það upp fyrir manni að golfið og veiðin snérist í raun ekki um það að ná sem lægstu skori eða veiða sem flesta laxa, heldur um- fram allt annað að njóta samver- unnar og þess nauma tíma sem okkur er gefinn til samveru. Tíma sem reyndist svo alltof, alltof stuttur. Í dag er komið að leiðarlokum. Með söknuði og trega kveðjum við Sjöfn og fjölskylda í Árlandinu Kristinn Björnsson HINSTA KVEÐJA Dagar lífsins með Kristni Björnssyni eru liðnir. Hann var keikur maður, hnarreistur, kátur og gamansamur. Áræðinn, traustur og vandaður. Góð var öll sú samferð; mörkuð drengskap og vináttu í meðbyr og mótlæti. Eftir sitja heilsteyptar minningar og þakklæti. Í Guðs friði, Óskar Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.