Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Hrafnkell Hjörleifsson,sem varð fyrstur Ís-lendinga í Reykjavík- urmaraþoninu í ár og þar með Íslandsmeistari í maraþoni, er þrítugur í dag. Þetta var fyrsta maraþon Hrafnkels. „Þetta kom heldur betur á óvart, ég ætlaði mér að hlaupa undir þremur og hélt að tíminn sem ég hljóp á nægði mögu- lega í 3. sæti.“ Tími Hrafnkels var tveir tímar, 55 mínútur og sex sekúndur. En voru ekki bestu hlauparar landsins með- al þátttakenda? Já og nei, Arn- ar Pétursson [Íslandsmeistari síðustu ára] keppti og hefði tekið þetta þokkalega örugg- lega en hann lenti í maga- vandamálum og þurfti að hætta. Svo var heill hellingur af sterkum hlaupurum – sem allir hlaupa hraðar en ég – ekki með í ár þannig að það er ekki eins og ég sé besti mara- þonhlaupari landsins, bara fljótastur þennan dag. Þetta er eins og sagt er á ísbjarnarslóðum: Þú þarft ekki að hlaupa hraðar en ísbjörninn heldur eingöngu hraðar en maðurinn sem er við hliðina á þér.“ Hrafnkell hefur ekki ákveðið hvort hann ætlar að hlaupa fleiri maraþon. „Ég er svona enn að meta það, þetta er ágætt á fer- ilskránni að hafa hlaupið einu sinni og unnið, spurning hvort maður vill fórna því. En það er langt í næsta hlaup og nægur tími til að ákveða það. Ég hef ekki verið neinn afreksmaður í íþróttum, æfði fótbolta með KR og gat falið vankunnáttu mína í fótbolta með því að vera duglegur að hlaupa inni á vellinum. Svo æfði ég frjálsar á yngri árum en ekkert af viti.“ Hrafnkell er í tölvunarfræði í HR og er með BS-gráðu í hagfræði. „Afmælisdagurinn fer allur í að lesa undir próf í forritun sem er á fimmtudaginn. Ég ætla því að fresta afmælinu um nokkra daga.“ Hrafnkell er í sambúð með Þyri Huld Árnadóttur, dansara hjá Ís- lenska dansflokknum. Foreldrar hans eru Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðandi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, umdæmisstjóri hjá UN Women. Reykjavíkurmaraþon Hrafnkell. Íslandsmeistari í sínu fyrsta maraþoni Hrafnkell Hjörleifsson er þrítugur í dag Þ órunn fæddist á Lindar- götu 29 í Reykjavík 10.11. 1945 og átti þar heima fyrstu þrjú árin en ólst síðan upp í Kópavogi til 13 ára aldurs. Hún var í sumar- bústað á Þingvöllum í þrjú sumur hjá ömmusystur sinni og var síðan send í sveit að Sýreksstöðum í Vopnafirði þar sem hún var þrjú sumur: „Í næsta sumarbústað á Þingvöllum var Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri og ég man vel eftir syni hans þarna, Ragga Bjarna á unglingárunum. Ég man hvað mér fannst hann gríðarlega hávaxinn. Á Sýreksstöðum var ég hjá yndis- legu fólki, systkinunum Hjálmari og Guðnýju Jósefsbörnum. Fyrstu vik- una var ég með heimþrá og sagðist vilja fara heim. Hjálmar tók bara vel í það en sagði að rútan kæmi ekki fyrr en í næstu viku. Þá skyldi fara með mig í rútuna. Hann fór síðan með mig í útreiðartúr og kenndi mér að mjólka kýrnar og fyrr en varði var ég alsæl í sveitinni.“ Þórunn lauk prófum frá Gagn- fræðaskóla Kópavogs, stundaði nám við Leiklistarskóla Ævars Kvaran, útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins 1964 og útskrifaðist frá Leiklistarskóla Jacques Lecoq í París Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikkona – 70 ára Kíkt á mannlífið Þórunn í bænum og spókar sig á Skólavörðustígnum á Gay Pride-hátíðinni í fyrrasumar. Heldur ketti og ræktar tómata og papriku Á sviði Þjóðleikhússins Þórunn, Helgi Skúlason og Bessi Bjarnason fara á kostum í leikritinu Þjófur í húsi sem sýnt var á níunda áratugnum. Hera Arnardóttir, Bjarki Freyr Sigurðarson, Hilmar Óli Viggósson og Eydís Eik Sigurðardóttir söfnuðu blóðbergi, þurrkuðu og seldu í fallega skreyttum krukk- um í Þingahverfinu í Kópavogi. Þau söfnuðu 4.500 krónum til styrktar Rauða krossinum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Alltaf eitthvað nýtt! Hágæða öflugar 12V loftdælur frá ViAir í Californíu fyrir jeppann, trukkinn og traktorinn á frábæru verði. Amerísk hönnun ViAir 70P ViAir 85P ViAir 88P ViAir 450P

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.