Morgunblaðið - 10.11.2015, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
✝ Jóhann Sig-urðsson fædd-
ist á Sauðárkróki
26. desember 1944.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 2. nóv-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Sigurður Jón-
asson frá Bjarteyj-
arsandi á Hvalfjarð-
arströnd, f. 1910, d.
1978, og Sigrún Jóhannsdóttir
frá Úlfsstöðum í Skagafirði, f.
1914, d. 1997. Systkini Jóhanns
eru 1) Ingibjörg, f. 1941, maki
Jón Adolf Guðjónsson, f. 1939, 2)
Svanhildur, f. 1946, maki Hilmar
Þór Björnsson, f. 1945, 3) Sig-
urður, f. 1948, maki Ásdís Erla
Ingi, f. 9. apríl 2001, og Guðrún,
f. 30. október 2008. 2) Hekla, f.
20. febrúar 1975, sambýlismaður
Ágúst Sigurmundsson, f. 20.
mars 1973. Sonur Heklu er Einar
Haukstein Knútsson, f. 8. apríl
1996.
Jóhann ólst upp í Lauga-
brekku í Varmahlíð Skagafirði.
Hann lauk námi í rafvélavirkjun
1966. Hann starfaði á Rafvéla-
verkstæði Haraldar Hanssonar í
tvö ár eftir að námi lauk. Árið
1968 hóf hann störf hjá Varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli og
starfaði þar í 38 ár, eða þar til
veru Varnarliðsins lauk hér á
landi árið 2006, lengst af sem
verkstjóri á heimilistækjavið-
gerðadeild. Hann vann síðan hjá
Vélaverkstæði Egils til ársins
2012.
Útför Jóhanns fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 10. nóv-
ember 2015, kl. 15.
Kristjónsdóttir, f.
1947.
Þann 27. maí
1967 kvæntist Jó-
hann Margréti
Valdimarsdóttur frá
Felli í Grindavík, f.
8. nóvember 1944.
Foreldrar hennar
voru Valdimar Ein-
arsson frá Húsatóft-
um í Grindavík, f.
1903, d. 1990, og
Sigríður Kristín Sigurðardóttir
frá Hjaltastaðahvammi í Skaga-
firði, f. 1911, d. 2000. Jóhann og
Margrét eignuðust tvö börn: 1)
Einar, f. 4. maí 1969, kvæntur
Sigrúnu Jónsdóttur, f. 1. apríl
1969. Börn þeirra eru Ásta Mar-
grét, f. 29. október 1998, Jón
Á kveðjustund er gott að láta
hugann reika aftur í tímann og
minnast áhyggjulausra æsku-
ára í Skagafirðinum fagra þar
sem við ólumst upp systkinin
fjögur hjá foreldrum okkar.
Glóðafeykir blasti við úr eld-
húsglugganum. Af stigapallin-
um Drangey, Málmey og Þórð-
arhöfði. Oft var staðið við
gluggann og horft á sólina
dansa á haffletinum án þess að
hverfa alveg, á albjörtum sum-
arnóttum, hvílík fegurð. Í
minningunni var alltaf sól á
sumrin. Jonni var glaður og
uppátektasamur strákur, áræð-
inn og lenti oft í smá óhöppum,
bilaðar bremsur á hjólinu, eða
annað. Endalaust með skrámur
og plástra á hnjánum, en á
þeim tíma gengu strákar í
stuttbuxum allt sumarið.
Sundlaugin var rétt við hlið-
ina á okkur, krakkahópurinn
hittist þar og ólmaðist flest
sumarkvöld þar til rekið var
upp úr klukkan tíu. Öll fórum
við að vinna í skógræktinni
þegar við höfðum aldur til. Afi
og amma á Úlfsstöðum í stuttri
ökufjarlægð. Lengra ferðalag
að heimsækja ömmu okkar á
Bjarteyjarsandi. Þá var lagt af
stað snemma morguns, fjórum
krökkum og farangri troðið í
aftursætið á Willys-jeppanum
og keyrt á holóttum malarvegi í
rykmekki nánast allan daginn.
Yndisleg dvöl þar yfirleitt í
nokkra daga hjá frændfólkinu.
Og ísinn hjá Búa á Ferstiklu –
mjúkur ís í brauðformi gleym-
ist ekki, slíkt fékkst ekki í
Varmahlíð.
Líkt og sólin á sumrin var í
minningunni snjór allan vetur-
inn, stillur, frost. Snjóhús sem
stóðu í margar vikur, skauta-
svell á rennisléttum Kvíslar-
bökkunum, þar hittist krakka-
skarinn úr
Varmahlíðarhverfinu og renndi
sér á skautum – oft langt fram
á stjörnubjört kvöldin.
Tíminn flýgur. Jonni varð
unglingur, ungur maður, full-
orðinn. Ábyrgðarfullur, hjálp-
samur, greiðvikinn, glaður á
góðri stundu, traustur bróðir
og vinur. Kletturinn. Kynntist
ástinni sinni, kvæntist og eign-
aðist yndisleg börn, tengdabörn
og barnabörn. Ég kveð bróður
minn með virðingu og þakklæti.
Ég mun sakna hans það sem
eftir er.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Jonni bróðir var jólabarn.
Hann var hálfu öðru ári eldri
en ég, fæddur þann 26. desem-
ber 1944 og var afmæli hans
því snar þáttur í jólahaldi
bernsku minnar í Laugar-
brekku og öll mín fullorðinsár í
Reykjavík. Áratugum saman
hefur það verið fastur liður í
jólahaldinu að fara í heimsókn
til Jonna og Möggu á öðrum
degi jóla.
Við systkinin og makar
byggðum saman sumarhús í
landi Bjarteyjarsands á Hval-
fjarðarströnd þar sem faðir
okkar var fæddur og uppalinn.
Sumarbústaðurinn, ásamt
mörgu öðru, hefur bundið okk-
ur þétt saman og gert það að
verkum að samskiptin hafa ver-
ið mun meiri en ella. Sumarbú-
staðurinn batt ekki bara okkur
saman heldur líka börn okkar
og barnabörn sem eiga þar oft
ánægjulegar samverustundir.
Jonni og Magga nutu ferða-
laga innanlands sem utan. Við
systkinin og makar fórum
nokkrar ferðir saman til út-
landa og nutum þeirra sam-
vista. Þau hjón ferðuðust víða
erlendis á eigin vegum. Eitt er
þó það land sem var í mestu
uppáhaldi. Það var Grikkland,
en þangað fóru þau árlega, ár-
um saman. Þau höfðu sérstak-
an skilning á grískri menningu
og öllu því sem grískt var. Þó
ég hafi aldrei nefnt það beint
við Jonna og Möggu, þá langaði
okkur hjónunum að slást í för
með þeim eitthvert árið, þó
ekki væri nema hluta ferðar-
innar, til þess að fræðast af
þeim um gríska siði og menn-
ingu.
Við hjónin dvöldum í Kaup-
mannahöfn um árabil og á þeim
tíma komu Jonni og Magga í
heimsókn, okkur til mikillar
ánægju. Margt gerðist á öllum
þessum ferðalögum sem er nú
geymt í fjársjóði minninganna.
Skoðunarferðir um borgina og
nágrenni, ógleymanleg tjaldú-
tilega til Jótlands og Þýska-
lands og margt fleira sem ekki
verður talið hér.
Nú hefur Jonni bróðir kvatt
okkur, en skilið eftir ljúfar og
skemmtilegar minningar sem
við munum njóta um ókomin
ár.
Fyrir allar þessar samveru-
stundir og minningar verð ég
eilíft þakklát.
Ég votta Möggu og fjöl-
skyldu mína dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Svanhildur Sigurðardóttir.
Mig langar í örfáum orðum
að minnast Jonna tengdaföður
míns. Kynni okkar hófust fyrir
tæpum tuttugu árum. Við Ein-
ar höfðum þá nýlega kynnst og
ætluðum eitt sumarkvöld að
ganga á Esjuna. Á leiðinni
þangað ákvað Einar að það
væri alveg upplagt að koma við
í Akurgerðinu svo ég gæti hitt
foreldra hans. Ég var ekki al-
veg sannfærð um ágæti þeirrar
uppástungu þar sem ég var
ekkert búin að undirbúa mig
fyrir svo mikilvægan fund. En
ótti minn reyndist alveg
ástæðulaus. Jonni og Magga
tóku svo hlýlega á móti mér og
ég fann strax að í þeirra fé-
lagsskap yrði gott að vera.
Jonni var alveg einstakur
maður. Hann var mildur og
blíður við barnabörnin sín og
sinnti þeim mikið. Hann var
alltaf til taks að skutla þeim og
sækja á æfingar ef á þurfti að
halda. Þau Magga mættu iðu-
lega á handbolta- og frjáls-
íþróttamót og misstu aldrei af
tónleikum ungviðisins. Barna-
börnin sakna afa síns mikið.
Þegar ég bað þau um að lýsa
honum stóð ekki á svörunum.
„Hann var skilningsríkur og
hugsaði alltaf fyrst um aðra,“
sögðu unglingarnir. Sú yngsta
var sama sinnis: „Afi var góður,
hann var alls ekki eigingjarn.“
Jonna var margt til lista
lagt. Hann var mjög góður
kokkur og fengum við oft að
njóta þess. Það var notalegt að
koma til þeirra í laugardags-
mat. Þá voru töfraðar fram
ýmsar kræsingar. Þegar stelp-
urnar okkar voru litlar var
aldrei hægt að fá þær til að
borða kjöt nema það væri bað-
að í góðu sósunni hans afa.
Hann var líka mikill þúsund-
þjalasmiður og átti alltaf góð
ráð þegar eitthvað þarfnaðist
viðgerðar á heimilinu, hvort
sem það tengdist raftækjum,
bílnum eða húsinu sjálfu. Oft
þegar við vorum búin að velta
einhverju vandamálinu lengi
fyrir okkur endaði Einar á að
segja: „Æ, ég hringi bara í
pabba,“ og þar með var því
bjargað.
Nú er ekki lengur hægt að
hringja bara í pabba. Jonni er
farinn. Við erum óþyrmilega
minnt á að lífið er hverfult og
ekki er sjálfsagt að ástvinir
okkar fylgi okkur eins lengi og
við óskum. Það er mikilvægt að
nýta vel þann tíma sem við höf-
um því tíminn er það dýrmæt-
asta sem við getum gefið hvert
öðru. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Jonna.
Minningin um traustan, hóg-
væran og hjálpsaman mann
mun fylgja mér alla ævi.
Sigrún.
„Allt virkar fínt núna.“
Þetta var það síðasta sem
Jóhann Sigurðsson mágur minn
skrifaði í gestabók sameigin-
legs sumarbústaðar systkin-
anna frá Laugarbrekku. Hann
hafði í vor verið á ferð með píp-
ara til þess að fara yfir mið-
stöðvarkerfið sem var í ein-
hverju ólagi og bókaði ferðina
með ofangreindum orðum.
Það sem einkenndi Jonna
öðru fremur var að hann vildi
hafa alla hluti í fullkomnu lagi.
Systur hans og bróðir nutu
þessa í ríkari mæli þegar um
var að ræða viðhaldsverk í
sameiginlegum sumarbústað
þeirra í Hvalfirði. En í því sam-
félagi var Jonni allt í senn;
stjórnarformaður, fram-
kvæmdastjóri, gjaldkeri, um-
sjónarmaður og verkstjóri.
Hann stjórnaði okkur hinum af
festu og lipurð. Oft þannig að
maður varð þess ekki var að
manni væri stjórnað.
Nú er skarð fyrir skildi sem
ekki verður auðvelt að fylla upp
í. Við höfum átt þennan bústað
í 40 ár án átaka eða vandræða
af nokkru tagi og allt „virkað
fínt“.
Jonni var ljúfur félagi, góður
vinur, skemmtilegur en stund-
um alvörugefinn. Hann var sér-
lega greiðvikinn og ætíð
reiðubúinn að rétta fram hjálp-
arhönd, sérstaklega þegar eitt-
hvað fór úrskeiðis og tengdist
rafmagni eða sérsviði hans sem
var rafvélavirkjun.
Jóhann lést á Landspítalan-
um mánudaginn 2. nóvember
eftir harða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Baráttuna háði hann
á aðdáunarverðan hátt og leit á
það sem hvert annað verkefni,
að sigrast á sjúkdómnum. Ör-
stuttu fyrir andlátið játaði hann
sig sigraðan og gerði það með
nánast fordæmalausri reisn.
Það var honum líkt vegna þess
að hann var alla tíð fjarri því að
vera veruleikafirrtur í nokkru
máli.
Þetta var ekki átakalaus bar-
átta í lokin hjá mági mínum, en
ég þykist vita að nú sé allt í
lagi hjá Jonna og virki fínt.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vera samferða honum
í meira en hálfa öld.
Minningin um elskulegan
mág og vin mun lifa.
Hilmar Þór Björnsson.
Mágur minn Jóhann Sigurðs-
son lést að kvöldi 2. nóvember
eftir erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Er sár harmur kveð-
inn að fjölskyldu hans, Mar-
gréti eiginkonu hans börnum
þeirra, Einari og Heklu,
tengdabörnum og barnabörn-
um, bróður hans og systrum.
Flyt ég þeim einlægar samúð-
arkveðjur. Þau hjón, Jóhann og
Margrét, bjuggu lengst af í
smáíbúðahverfinu, í Grundar-
gerði og síðar Akurgerði. Bar
heimili þeirra þeim gott vitni
þar sem snyrtimennska og ein-
stök umgengni var þeirra að-
alsmerki.
Óhætt er að fullyrða að Jó-
hanni féll aldrei verk úr hendi.
Minnist ég þess að síðastliðið
vor sinnti hann vorverkum eins
og ævinlega áður þó að veikur
væri orðinn. Þess er einnig að
geta að hann ásamt systkinum
sínum og fjölskyldum hafði bú-
ið sér sumarhús í landi Bjart-
eyjarsands á Hvalfjarðarströnd
þar sem nú er orðinn einstakur
unaðsreitur. Skipulögð var hver
einasta vika þar sem hver fjöl-
skylda hafði um sig að sjá. Þá
voru einnig farnar sérstakar
ferðir á vorin til endurbóta á
húsum og umhverfi. Jóhann var
að sjálfsögðu sá sem veg og
vanda hafði af öllu skipulagi og
uppbyggingu á því sem betur
mætti fara. Þar kom í ljós hin
einstaka vandvirkni sem ein-
kenndi hann svo og sú ábyrgð
sem hann fann til gagnvart
verkum sínum.
Þó að Jonni væri alvörumað-
ur og fyndi til skyldu sinnar
sem slíkur var hann á góðri
stund hrókur alls fagnaðar eins
og sönnum Skagfirðingi sæmdi.
Ógleymanlegar eru árlegar
samverustundir með honum
meðal fjölskyldu og vina ein-
mitt um þetta leyti árs eða á
ferðalögum um landið þar sem
staldrað var við á söguslóðum,
jafnvel rennt fyrir fisk. Þau
hjónin, Jonni og Magga, ferð-
uðust einnig reglulega á er-
lendri grund en þar bar hæst
heimsóknir á grísku eyjarnar
sem þau tóku sérstöku ástfóstri
við.
Fyrirhuguð var enn ein ferð-
in nú í haust en þá gripu örlög-
in í taumana.
Vil ég nú við leiðarlok kveðja
vin minn og mág og þakka alla
hugulsemina og hjálpfýsina við
öll þau aðskiljanlegu atvik sem
upp komu á heimili okkar hjóna
og úrlausnar þörfnuðust en að-
eins einn gat ráðið bót á sakir
einstakrar verklagni og vilja til
þess að láta gott af sér leiða.
Blessuð sé minning hans.
Jón Adólf Guðjónsson.
Fallinn er frá kæri frændi
minn, hann Jonni. Það er með
miklum hlýhug sem ég minnist
móðurbróður míns og þess
trausta sess sem hann skipaði í
lífi mínu frá barnæsku. Með
mýkt í samskiptum, staðfestu
og yfirvegun nálgaðist hann öll
verk. Þau verk voru oftar en
ekki í þágu annarra, því ef eitt-
hvað amaði að þá var Jonni
kominn til að hjálpa. Bragð er
að þá barnið finnur, því þegar
ég var barn kallaði ég Jonna
„lagara“. Ef þurfti verkleg ráð
og faglega framkvæmd þá kom
Jonni. Og þegar hann fór að
verki loknu var ekki aðeins
verkefnið frá heldur var lund
allra betri. Smá spjall, glott og
góðlátleg stríðni sem á eftir
fylgdi stöku hrósyrði og upp-
örvandi ummæli, skildu eftir
sig góða strauma sem nú lifa í
minningunni.
Jonni var ráðagóður og það
reyndist mér ávallt vel að leita
til hans. Stundirnar úr Akur-
gerðinu, æskuslóðunum í
Skagafirði, sameiginlegu höll
sumarlandsins í Hvalfirðinum
og víðar eru dýrmætar og þær
lifa.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning þín.
Elsku Möggu, Einari og Sig-
rúnu, Heklu og Gústa, og
barnabörnunum þeim Einari,
Ástu Margréti, Jóni Inga og
Guðrúnu, votta ég mína dýpstu
samúð.
Sigurður Atli Jónsson.
Það skilst vel við ótímabært
fráfall Jóhanns Sigurðssonar að
maðurinn er sjaldnast einn.
Hann var í þeim góða hópi sem
í áratugi var okkur nálægur,
leit inn og fylgdist með. Skipst
var á skoðunum, fréttir sagðar
af nákomnum og börnum og
miðlað af reynslu daglegs lífs.
Hann miðlaði af sinni sérþekk-
ingu á tækni og búnaði ýmsum
og nutum við góðs af í okkar
lífsstússi. Gott var að leita
ráða. Venjulega er eiginkon-
unnar Margrétar og Jóhanns,
Grétu og Jonna, getið í sömu
andrá í fjölskyldunni, þegar um
þau er rætt. Í hugum okkar eru
þau traust og samstillt heild.
Við kveðjum traustan, heil-
steyptan mann, minnumst með
þakklæti allrar samveru og
samskipta og fyrir að vera í ná-
lægð og samfylgd svo lengi. Sú
tilfinning vaknar að skarð hafi
myndast í múr eða net sem við
höfum treyst á.
Sendum Margréti, börnun-
um, barnabörnum og systkin-
um Jonna innilegar samúðar-
kveðjur.
Helga Hrönn og Stefán.
Jóhann Sigurðsson HINSTA KVEÐJA
Við fæðumst að vori í nístandi
frosti,
en með hverjum mánuði verm-
umst við við.
Í garð gengur sumar og yljar og
róar,
þar til haust tekur við með gusti
og gný.
Að lokum kemur vetur, vor for-
boðni fjandi,
við skjálfum og hríslumst ör-
væntingu í,
og bíðum og vonum að senn ljúki
vetri,
svo vorboðinn komi og syngi á ný.
(ÁME)
Ég kveð þig nú að sinni,
elsku afi. Þín verður sárt
saknað.
Ásta Margrét.
Hér kveðjum við
góðan vin og fé-
laga, Jakob Ey-
fjörð Jónsson.
Hann átti stóran þátt í að
byggja upp knattspyrnuhefð í
Grindavík á áttunda áratugnum
með hvatningu sinni til ungra
sem eldri iðkenda. Hann var
óspar á að gefa þeim góð ráð og
miðla af reynslu sinni en hann
lék áður með Magna á Greni-
vík.
Kobbi, eins og við kölluðum
hann, var afar næmur fyrir
leiknum og þegar einhver stóð
sig vel kom Kobbi strax eftir
leik og klappaði á öxlina á við-
komandi og hrósaði. Þetta
muna þeir vel sem fengu hrósið
frá honum.
Jakob hafði mikið yndi af
fótbolta og ekki síst enska bolt-
anum. Hann sat í stjórn Knatt-
spyrnudeildar UMFG og spil-
aði með Grindavík fram yfir
fertugt og sá einnig um dóm-
gæslu á Grindavíkurvelli þar
sem hann var fyrsti umsjón-
armaður vallarins 1977, fyrstu
árin launalaust.
Malarvöllinn gerði Kobbi að
einum besta malarvelli á land-
inu með sinni uppskrift, hann
malaði saman leir sem hann
sótti út á Reykjanes og fínan
hraunsand sem hann fékk aust-
ur á Hrauni svo úr varð ein-
staktur malarvöllur sem hann
var iðinn að slóðdraga og vökva
fyrir leiki.
Jakob Eyfjörð
Jónsson
✝ Jakob EyfjörðJónsson fædd-
ist 25. júlí 1934.
Hann lést 31. októ-
ber 2015.
Jarðarför Jakobs
fór fram 9. nóvem-
ber 2015.
Það var einstakt
að mæta til leiks
þegar hann var bú-
inn að slóðadraga
og merkja völlinn.
Hann sá einnig
um að draga upp
íslenska fánann að
morgni hvers leik-
dags til að minna á
að það væri leikur
á Grindavíkurvelli.
Kobbi var vall-
arstjóri þegar við lögðum
fyrsta grasvöllinn í Grindavík
1986, þar naut hann sín einnig
með sína þekkingu á grasteg-
undum og nákvæmni. Hann lét
setja loðnunætur yfir völlinn á
vorin til að flýta fyrir að völl-
urinn yrði tilbúinn í fyrsta leik
í Íslandsmóti.
Kobbi var einnig liðtækur í
golfi og blaki. Það er gaman að
rifja það upp hér þegar stór
hópur mætti vikulega á veturna
í gamla íþróttasalinn við grunn-
skólann til að spila blak en þar
veitti Kobbi góð ráð um tækni-
leg atriði eins og móttöku og
hvernig ætti að smassa boltann
yfir netið. Því varð úr alvöru
íþróttakeppni með frábærum
félögum og þar var Kobbi
fremstur meðal jafningja.
Jakob var gerður að heið-
ursfélaga Knattspyrnudeildar
UMFG 2014 og hlaut einnig
viðurkenningu frá KSÍ fyrir
störf sín.
Eftir lifir minning um góðan
dreng sem fórnaði sér fyrir
hugsjón sína og okkur hin, á
meðan hann hafði heilsu til. Að
leiðarlokum þökkum við sam-
fylgdina og vottum fjölskyldu
Kobba dýpstu samúð.
Jónas Karl Þórhallsson,
formaður Knattspyrnu-
deildar UMFG.