Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Glæsilegt úrval af fallegum vörum fyrir heimilið aff.is Concept Í byrjun ágúst sl. var viðtal í Morgunblaðinu við Snorra Baldursson, þjóðgarðsvörð á vest- ursvæði Vatnajök- ulsþjóðgarðs, um Lakagíga og umferð ferðamanna þangað. Óhætt er að segja að margir hafi tekið eftir þeim orðum sem þar féllu og spurt sig hver sýn stjórnenda Vatna- jökulsþjóðgarðs er á þau svæði er undir þjóðgarðinn heyra. Sér- staklega vöktu athygli ummæli og nýjar upplýsingar um þrýsting sem Vatnajökulsþjóðgarður er að setja á Vegagerðina um vegabætur að Lakagígum og sú greining að ef sú vegagerð nær í gegn þá þurfi að grípa til róttækra ráða til að stýra umferð um Lakagíga. Flestir hefðu haldið að vegurinn eins og hann er í dag sé fyrirtaks umferðarstýring, ævintýraferðalag um villta náttúru sem þó er ekki útilokað fyrir neinn að takast á hend- ur þar sem auðvelt er að komast þangað á litlum jeppa og í boði eru ferðir bæði í breyttum jeppum sem og tiltölulega ódýrar rútuferðir. Stuttu eftir að við- talið við Snorra Bald- ursson birtist í Morg- unblaðinu setti ég nokkrar spurningar inn á fésbókarsíðu Vatnajökuls- þjóðgarðs en ekkert kom svarið. Var mér á öðrum vettvangi bent á það af starfsmanni þjóðgarðsins að fésbók- arsíða Vatnajökulsþjóðgarðs heyrði ekki beint undir þjóðgarðinn sjálfan, þótt hún væri starfrækt í hans nafni, heldur væri leið starfsmanna „á plani“ til að koma upplýsingum á framfæri. Ég gæti því ekki átt von á svari frá yfirmönnum þjóðgarðsins á þeim vettvangi og var mér bent á að senda þeim bréf eða rita opið bréf í fjölmiðil. Læt ég nú loks verða af því og vil í fyrsta lagi spyrja forsvarsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs hver ber ábyrgð á fésbókarsíðu þjóðgarðsins, t.d. ef fram koma þar villandi upp- lýsingar sem valda slysi? Eru það „starfsmenn á plani“? Í öðru lagi vil ég birta hér þær spurningar sem ég setti inn á fés- bókarsíðu Vatnajökulsþjóðgarðs, en forsvarsmenn þjóðgarðsins sáu ekki ástæðu til að svara á þeim vettvangi. Jafnvel þótt vera kunni að fésbók- arsíða Vatnajökulsþjóðgarðs heyri undir „starfsmenn á plani“ hefði mér ekki þótt úr vegi fyrir forsvarsmenn þjóðgarðsins að svara spurningum sem til þeirra er beint á þeim vett- vangi. En nú fá þeir tækifæri til að svara, spurningarnar eru nú birtar í þeim sama fjölmiðli og starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs tjáði sig við: Í tilefni orða Snorra Baldurs- sonar, þjóðgarðsvarðar á vest- ursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs í Morgunblaðinu í byrjun ágúst m.a. um að „í því (væri) fólgin ákveðin mismunun ef aðeins fólk sem á jeppa kemst upp að Laka,“ og: „Við (Vatnajökulsþjóðgarður) höfum lengi rætt við Vegagerðina um að bæta veginn en það hefur ekki geng- ið eftir,“ langar mig að beina eft- irfarandi spurningum til forsvars- manna Vatnajökulsþjóðgarðs: 1. Kemst aðeins fólk sem „á“ jeppa upp að Laka? 2. Kemur enginn í rútu upp að Laka? 3. Kemur enginn í bílaleigujeppa upp að Laka? 4. Kemur enginn í litlum bíla- leigujeppa upp að Laka, t.d. RAV eða svipuðum, líkt og þúsundir leigja sér og komast ágætlega á um hálendi Íslands? 5. Kemur enginn að Laka sem hefur keypt sér dagsferð í jeppa? 6. Eru til kannanir á því með hvaða farartækjum fólk kemur að Laka? 7. Er aðgengi að Lakagígum svo erfitt að einhver sem t.d. er tilbú- inn að gefa sér einn dag til að sjá þessar náttúruperlur og hefur um 7.000 kr. til umráða kemst ekki á svæðið? 8. Er það rétt haft eftir Snorra Baldurssyni að Vatnajökuls- þjóðgarður hafi verið að ræða við Vegagerðina um að bæta veginn að Lakagígum? 9. Ef svo er, á hvaða forsendum fara slíkar viðræður fram, þ.e. hvar er slík ákvörðun tekin af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs? 10. Er það stefna Vatnajökuls- þjóðgarðs að allir eigi að komast allt innan þjóðgarðsins, sama hvaða farartæki þeir hafa til um- ráða, svo hvergi sé til staðar „ákveðin mismunun,“ líkt og Snorri Baldursson segir? 11. Ef svo er, á þá ekki það sama við um aðra staði innan Vatnajökuls- þjóðgarðs? Þarf þá ekki að bæta vegi og brúa ár t.d. inn í Herðu- breiðarlindir, Öskju og að Holu- hrauni? 12. Endurspegla orð Snorra Bald- urssonar í Morgunblaðinu í byrj- un ágúst afstöðu forsvarmanna Vatnajökulsþjóðgarðs? Opið bréf til stjórnenda Vatnajökulsþjóðgarðs Eftir Steinar Þór Sveinsson » Flestir hefðu haldið að vegurinn eins og hann er í dag sé fyrir- taks umferðarstýring, ævintýraferðalag um villta náttúru sem þó er ekki útilokað fyrir neinn að takast á hendur … Steinar Þór Sveinsson Höfundur er leiðsögumaður. Í Morgunblaðinu 30. október sl. svarar Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnavernd- arstofu, grein minni frá 22. október sl. þar sem ég minnti á að fyrirmynd að barna- húsi á Íslandi var sótt til Children’s Advo- cacy Center (CAC) í Texas. Bragi segir að CAC í Bandaríkjunum hafi „vissu- lega verið hvatning og fyrirmynd Barnahúss“ en útfærslan hér á landi sé önnur í veigamiklum at- riðum. Bragi viðurkennir þannig réttmæti orða minna, en aðeins að hluta til. Umhugsunarvert er, mið- að við það sem hér fer á eftir, hvernig hann dregur í grein sinni úr frumkvöðuls- og brautryðjenda- hlutverki CAC við þróun barna- húsa og miklar íslensku útfærsl- una. Texasbúar stofnuðu barnahús 11-12 árum á undan Íslendingum, samkvæmt orðum Braga sjálfs í Morgunblaðinu 28. nóvember 1997:1) „Þar (í Houston) er elsta barnahús í Bandaríkjunum sem var stofnað 1986 og þjónar það 5.000 börnum árlega. Allir fag- menn sem koma að kynferðisof- beldi gagnvart börnum starfa að þeim málum sem upp koma undir einu og sama þaki. Bandaríkja- menn eru afskaplega stoltir af barnahúsinu í Texas“. Barnahús opnaði hér 1. nóvember 1998. Í DV grein 13. mars 2004 er fjallað um það hvernig mál Arons Pálma Ágústssonar (APÁ), sem sat barnungur árum saman í fang- elsi í Texas, tengist stofnun barnahúss á Íslandi.2) Segir þar að Bragi hafi verið sendur utan árið 1997 til að meta hvort hægt væri að fá APÁ lausan eða framseldan. Þá hafi Bragi komist í tengsl við barnahús í Texas sem hafi verið byggt upp af miklum krafti og þótt fyrirmynd stofnana af því tagi. Segir að forstöðumaður barnahússins í Hou- ston, Ellen Cokinos, hafi aðstoðað Braga í máli APÁ, og að hún hafi mikla reynslu af meðferð ungra kyn- ferðisbrotamanna og þolenda kynferð- isbrota. Þá reynslu hafði Bragi ekki. DV hafði þetta m.a. beint eftir Ellen: „Það eina jákvæða sem kom út úr þessu máli hans (APÁ) er sú staðreynd að það leiddi til stofn- unar barnahúss á Íslandi – barna- húss sem hefur skilað frábærum árangri“. Þessi orð Ellenar um til- urð íslenska barnahússins eru skýr og afgerandi. Um þetta hafði DV beint eftir Braga: „Mál Arons leiddi vissulega það góða af sér fyrir Ísland að barnahúsið í Hou- ston veitti okkur ráðgjöf við stofn- un barnahússins“. Í Morgunblaðsviðtalinu við Braga frá 1997 segir að til standi að halda starfsdag 2. desember og opinn fræðslufund 4. desember. Þar muni Ellen fræða um starf- semi barnahúss í Houston, ásamt þeim Maureen O’Connell sem sjái um meðferðarúrræðin og Dana Zakin sérfræðingi á sviði rann- sóknarviðtala. Á starfsdaginn var boðið starfsfólki barnavernd- arnefnda, lögreglu, starfsfólki heilbrigðisstétta sem málið varð- aði, starfsfólki ríkissaksóknara og öðru fólki sem kom nálægt kyn- ferðislegu ofbeldi barna. Opni fræðslufundurinn var um kyn- ferðisofbeldi gegn börnum, ein- kenni, meðferð og rannsókn slíkra mála. Þessa desemberdaga 1997 sögðu bandarísku sérfræðingarnir Ís- lendingum m.a. frá samstarfi CAC og dómstóla í Texas við máls- meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Þeir töluðu um aðferðir til að auðvelda börnunum rétt- arferlið, m.a. sérhæfð rannsókn- arviðtöl, tekin upp á myndband og sýnd á skjá, og um réttarlækn- isskoðun. Bragi upplýsti í viðtalinu 1997 að sérfræðingarnir frá CAC muni „skipuleggja innra starf barna- hússins með okkur og væntanlegt starfsfólk mun síðan í framhaldi fara til Houston í starfsþjálfun“. Aðspurður taldi Bragi aðstöðu fyrir börn á Íslandi sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á þessum tíma bágborna. Hann sagði: „Það hefur vantað alla heildstæða skipulagn- ingu á rannsókn kynferðislegs of- beldi gagnvart börnum. Þó margt hafi verið gert í þessum málum breytir það ekki því að úrræði hefur skort á sviði meðferðar og áfallahjálpar fyrir börnin. Okkur hefur skort þekkingu á þessu sviði og reynslu. Hvað rannsókn við- víkur hefur okkur skort sérhæf- ingu, sérstaklega á sviði rann- sóknarviðtala“. Miðað við þetta gátu vinnubrögð þá hérlendis vart talist til fyr- irmyndar öðrum þjóðum. Þörfin hér fyrir sérþekkingu og reynslu erlendis frá var mikil og eftir því sóttist Barnaverndarstofa undir forystu Braga. CAC veitti þessa sérhæfðu aðstoð örlátlega, ásamt leiðsögn og stuðningi við að koma á fót íslenska barnahúsinu. Það ber að virða og þakka fyrir. Nú virðist vera farið að rugla saman aðalatriðum og auka- atriðum í málinu, samanber þessi orð Braga: „Aðalatriðið er þó að tilhögun rannsóknarviðtala í Barnahúsi var frá upphafi hugsuð þannig að barn þyrfti ekki að þola frekari raun af skýrslugjöf við meðferð máls fyrir dómi, kæmi til ákæru í málinu á síðari stigum.“ Því sé umgjörðin önnur en þekkist vestan hafs. Orð Braga eru vill- andi því markmið CAC er einmitt að létta af börnum slíkum raunum en í ólíku lagaumhverfi. Þetta „að- alatriði“ Braga þykir mér vera smátt frumkvæði að barnahúsum og óviðeigandi í ljósi sögunnar að mikla það sem íslenskt frum- kvöðuls- og brautryðjenda- hlutverk. Eftir stendur óútskýrt hvað fólst í því meinta hlutverki. 1) Mbl. 28. nóvember 1997, bls. 8. 2) DV. 13. mars 204, bls. 11. Texas og barnahús Eftir Gunnar Hrafn Birgisson »Nú virðist vera farið að rugla saman aðal- atriðum og aukaatriðum í málinu... Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er sálfræðingur. Nú þegar síðustu samningalotu er nýlokið með gerð kjarasamninga vaknar sú spurning hvort við Íslend- ingar höfum ekkert lært af reynslu síðustu áratuga í kjarasamn- ingagerð. Danir og Norðmenn hafa þann háttinn á í gerð kjarasamninga að ekki er samið um meiri kaup- hækkanir en þjóðhagslegur grund- völlur er fyrir. Okkur hér á Íslandi gengur illa að feta þá slóð. Eftir þessa síðustu kjarasamningagerð hjá okkur liggur fyrir að verðbólga mun tvöfaldast á næsta ári. Einhver hafa nefnt að hún kunni að fara í allt að 11 prósent. Sama sagan virðist alltaf endurtaka sig. Hver starfs- hópur eltir hinn í kjarakröfum. Ef einn hópur semur um ríflega kaup- hækkun kemur allur skarinn hlaup- andi á eftir og hrópar: ég vil fá svona mikið líka. Ég held að meðan við Ís- lendingar getum ekki komið okkur á sama plan og Norðurlandaþjóðir í kjarasamningum sé alltaf hætta á aukinni verðbólgu með hækkun lána og auknu atvinnuleysi. Eðlilegt er þó að gera vel við mikilvægar stéttir eins og lækna og lögreglumenn. Sigurður Guðjón Haraldsson Trefill fannst Bómullartrefill fannst við Laug- ardalslaug. Upplýsingar í síma 8471507. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Samið um verðbólgu Verðbólga Gæta þarf þess að ekki sé sam- ið um meiri kauphækkanir en þjóðhags- legur grundvöllur er fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.