Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 27
yndislegan bróður og mág,
frænda og kæran vin sem mark-
aði djúp spor í líf okkar.
Elsku Sólveig, Pétur Gylfi,
Björn Hallgrímur, Herborg og
börn og Emilía Sjöfn, missir ykk-
ar er mikill. Megi góður Guð
styrkja ykkur á þessari erfiðu
stundu.
Góði Guð, varðveittu Kristin
Björnsson og blessaðu minningu
hans.
Sigurður Sigfússon,
Sjöfn Björnsdóttir.
Í fyrstu minningunni sem kem-
ur upp í hugann þegar ég hugsa
um Kristin frænda er hann yfir-
gnæfandi hnarreistur með stórt
bros á vör að heilsa mér í ein-
hverju þeirra ótal fjölskylduboða
sem við hittumst í. Staurbein út-
rétt höndin með þétt handtak og
alltaf sama innilega kveðjan:
blessaður frændi. Mér þótti alltaf
gaman að hitta Kristin, í hvaða að-
stæðum sem það var, enda bar
hann með sér hressileika og þægi-
lega nærveru. Ég leit mikið upp til
hans, í mínum huga var hann
gæddur sömu persónueiginleik-
um og afi minn, Björn, sem var
mér mikil fyrirmynd. Dýrmæt-
ustu minningarnar á ég af honum
að segja sínar sögur í boðum.
Hann var frábær sögumaður sem
fangaði athyglina hjá öllum við-
stöddum. Í hvert sinn sem hann
sagði sögur fylgdist maður
spenntur með. Ég man þær ótal
stundir þegar Kristinn var kom-
inn í sögugírinn og byrjaður að
leika mismunandi senur sem án
undantekninga framkölluðu hlát-
ursköst viðstaddra. Þegar Krist-
inn talaði veittu allir honum at-
hygli, hvort sem hann var að fara
með gamanmál eða alvarlegri
mál.
Sem lítill krakki hlakkaði ég
mikið til að hitta hann á áramót-
unum, þá mætti hann iðulega dag-
inn fyrr til þess að undirbúa þann
aragrúa af flugeldum sem hann
hugðist koma með daginn eftir.
Skothylkjum var komið fyrir til
þess að hýsa stærri flugelda en
barn gat ímyndað sér. Í mínum
huga var ekki hægt að toppa ára-
mótin hjá minni fjölskyldu og átti
Kristinn frændi stærstan hlut í
því.
Á seinni árum tók hann upp á
því að spila golf af miklu kappi.
Mér þótti virkilega gaman að
spila með honum, hann hafði
mjúka sveiflu og var virkilega
lunkinn. Mér þótti alltaf mikið til
þess koma hversu fljótt hann náði
tökum á golfinu þrátt fyrir að hafa
ekki spilað það af kappi fyrr en á
seinni árum. Það verður mikill
missir að Kristni í öllum okkar
fjölmörgu golfmótum sem haldin
eru ár hvert með fjölskyldu og
vinum.
Kristinn átti alveg sérstakan
stað í hjarta mínu af mörgum
ástæðum, stærsta ástæðan var sú
væntumþykja sem hann sýndi
litlu systur sinni og móður minni,
Emilíu Björgu. Hann tók stóra-
bróðurhlutverkið alvarlega og
passaði að við bræðurnir sæjum
alveg örugglega vel um litlu syst-
ur hans. Ég veit það fyrir víst að
hann lofaði föður sínum að sjá um
litlu systur sína sem og hann gerði
innilega meðan heilsa gafst til. Nú
tökum við bræður við hlutverkinu
og pössum upp á hana fyrir þig,
Kristinn minn og afi. Kristinn hef-
ur verið fastur punktur í lífi mínu,
stórt bjarg í fjallinu sem er fjöl-
skyldan mín. Það er mjög sárt að
horfa á eftir honum svona
snemma. Ég hugga mig við það að
eiga góðar minningar af yndisleg-
um manni.
Elsku Sólveig, Pétur Gylfi,
Björn og Herborg ásamt börnum
og Sjöfn, við Anna og Signý Lilja
sendum okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Haraldur Gísli Sigfússon.
Það er eitthvað svo óraunveru-
legt að við séum að kveðja elsku
Kristin, mér finnst vera svo stutt
síðan ég sá hann á Fjólugötunni.
Kristinn var svo lífsglaður og dug-
legur, tíminn hans með okkur var
allt of stuttur. Mér þótti Kristinn
svo skemmtilegur, hann gat alltaf
komið manni til að brosa og hlæja.
Hláturinn hans var einlægur og
brosið hans yljaði manni ávallt um
hjartarætur.
Kristinn var ætíð samkvæmur
sjálfum sér, bæði var hann
dásamlega hnyttinn og glettinn í
tilsvörum en auk þess var hann
mikill fjölskyldumaður og hann
hugsaði vel um sitt fólk og bar hag
þess fyrir brjósti.
Kristinn var einstaklega
traustur og umhyggjusamur og
þau Sólveig frænka mín hugsuðu
svo vel um mig og tóku mér opn-
um örmum inn á heimili sitt. Ég lít
á Sjöfn dóttur þeirra fremur sem
systur en frænku enda var mikill
samgangur milli heimila okkar,
foreldrar okkar miklir vinir og
fjölskyldurnar samhentar alla tíð.
Ég kynntist því Kristni bæði sem
yndislegum föður frændsystkina
minna og sem dýrmætum fjöl-
skylduvini sem spilaði stóran þátt
í lífi okkar.
Kristinn var góðhjartaður og
ég er þakklát fyrir að hafa haft
eins frábæran frænda og Kristin í
lífi mínu. Eins er ég endalaust
þakklát fyrir allar fallegu minn-
ingarnar sem ég á af Kristni, þær
mun ég ætíð varðveita
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Elsku Kristinn, þú kvaddir
okkur langt fyrir aldur fram og
þín verður sárt saknað. Blessuð sé
minning þín.
Þórunn.
Það er þungbært að kveðja
hinstu kveðju Kristin Björnsson
náfrænda minn, vin okkar og fé-
laga í meir en 60 ár.
Við erum bræðrasynir í sam-
rýndri fjölskyldu. Utan fjölskyld-
unnar áttum við líka samleið,
fyrst í laganámi við Háskóla Ís-
lands, þar sem Kristinn hitti lífs-
förunaut sinn og besta vin, Sól-
veigu Pétursdóttur, síðar
ráðherra og forseta Alþingis. Í
lagadeildinni urðu líka til önnur
vináttubönd fyrir lífstíð þótt góðir
vinir úr þessum hópi hafi kvatt
þennan heim fyrir aldur fram. Að
loknu laganámi störfuðum við
frændurnir svo saman í nokkur ár
við lögmennsku með vini okkar úr
lagadeildinni, Gesti Jónssyni
hæstaréttarlögmanni.
Á þessum árum innsiglaðist
ævilöng vinátta okkar Öbbu, konu
minnar, og Sólveigar og Kristins
og barnanna okkar. Við vorum ná-
grannar á Seltjarnarnesi, heima-
gangar hvert hjá öðru og grilluð-
um saman á góðviðrisdögum. Við
ferðuðumst með börnunum um
landið og eigum líka ljúfar minn-
ingar frá ferðalögum erlendis. Ár-
in liðu, börnin uxu úr grasi en
áfram áttum við verðmætar sam-
verustundir, m.a. í sælureit þeirra
hjóna við Þingvallavatn eða kvöld-
stund á Vesturbrún, í Fossvogin-
um eða Fjólugötu.
Kristinn, Sólveig og börnin
gerðu sér fallegt heimili að Fjólu-
götu 1 í glæsilegu húsi sem afi
okkar Kristins og amma reistu á
öndverðri síðustu öld. Foreldrar
Kristins áttu þar heimili þar til
Kristinn og Sólveig tóku við og
gerðu húsið upp í upprunalegt
horf með vönduðum og smekkleg-
um hætti. Á Fjólugötunni tóku
Kristinn og Sólveig upp merki
foreldra Kristins og buðu stórfjöl-
skyldunni til fagnaðar ár hvert á
stofndegi H. Benediktsson hf.,
þar sem eldri og yngri kynslóðir
blönduðu geði.
Kristinn frændi minn var glað-
vær, hlýr og kurteis maður með
mikla nærveru. Hann var hár og
myndarlegur á velli og hafði til að
bera festu og reisn sem sumir
misskildu sem hroka. Kristinn var
mikill húmoristi og skemmtilegur
sögumaður og hrókur alls fagnað-
ar þegar svo bar undir. Hann var
víðlesinn, vel ritfær og ljóðelskur
og gat farið með ljóð uppáhalds-
ljóðskálda sinna utanbókar. Auk
þess að vera mikill fjölskyldumað-
ur var frændi mikill vinur vina
sinna. Hann var ófeiminn að taka
málstað þeirra hvar og hvenær
sem var. Stundum fannst mér
hann vera meiri stuðningsmaður
föður míns, föðurbróður síns
stjórnmálamannsins Geirs Hall-
grímssonar, heldur en ég sjálfur
enda var þeim alla tíð vel til vina.
Um vináttuna sagði Kristinn
sjálfur í minningargrein um Jón
Kr. Sólnes, sameiginlegan vin
okkar og skólafélaga: „Hvað mig
varðar þá varir þannig vinátta að
eilífu eða alla vega þar til báðir
eru horfnir úr þessu jarðlífi.“
Kristinn og Sólveig voru sam-
hent hjón og glæsileg. Þau störf-
uðu hvort um sig á ólíkum vett-
vangi við krefjandi störf en stóðu
þétt saman og studdu hvort annað
með ráðum og dáð alla tíð. Með
hetjulund og æðruleysi tókust þau
svo með börnum sínum á við þau
veikindi sem báru Kristin að lok-
um ofurliði. Með mikilli hryggð og
djúpum söknuði kveðjum við kær-
an vin og frænda og þökkum hon-
um samfylgdina en deilum með
Sólveigu og fjölskyldunni minn-
ingunni um ljúfan sómadreng.
Hallgrímur B.
Geirsson og Aðalbjörg
Jakobsdóttir.
Í dag kveðjum við móðurbróð-
ur minn, Kristin Björnsson, og
eru hjörtun okkar þyngri, lífið
öðruvísi og verður svo sannarlega
ekki aftur eins, enda Kristinn höf-
uð fjölskyldunar.
Það hefur myndast tómur stað-
ur í okkar lífi og við munum öll
vinna saman í að gera tómið bæri-
legra með því að fylla það af góð-
um minningum, umhyggju hvert
fyrir öðru með því að minnast þín
fyrir það sem þú varst og ert í
okkar hjörtum. Þú ert svo falleg
og vönduð sál, kærleikur þinn
teygði anga sína langt og eru
margir sem munu minnast þín
með hlýjum hug alla ævi. Takk
fyrir að hafa deilt þessu ferðalagi,
sem lífið er, með okkur.
Ég man eftir Kristni sem kær-
leiksríkum manni, sem fannst
gaman að hlæja með fjölskyldunni
sinni og segja skemmtilegar sög-
ur. Gamlárskvöld var mikið til-
hlökkunarefni; mamma, Stóra og
Kristinn skiptust á að halda ára-
mót og var alltaf jafn mikil spenna
að sprengja upp, aðallega hjá
Kristni! Hann kom alltaf með
mest af sprengjum og gerði allt
vitlaust í hverfinu og næstu hverf-
um í kring.
Kristinn var mikill höfðingi
heim að sækja, hann og Sólveig
héldu alltaf svo falleg boð, hlýjan
streymdi á móti manni um leið og
dyrnar opnuðust, allt eins og
klippt út úr tímariti. Kristinn var
alltaf með allt upp á tíu, flottur í
tauginu og bros á vör. „Hæ Emó,“
heyrðist alltaf og fór eins og eld-
ing beint í hjartastað; þú ert sá
eini sem kallaðir okkur það og um
leið fékk maður koss á kinn.
Ég er þakklát fyrir það að þú,
mamma og Stóra hafið átt svona
yndislega ferð í maí saman til Ítal-
íu með pabba og Sólveigu, þið er-
uð fyrirmynd okkar allra í því
hvernig vinskapur og systkini eigi
að vera sem bestu vinir, umkringd
börnum sínum og fjölskyldum.
Við áttum það sameiginlegt að
vera bæði aðdáendur fallegs kveð-
skapar, ljóða og málshátta, þú
kunnir mörg utan að, enda varstu
þekktur fyrir að vera stór-
skemmtilega mælskur.
Ég ákvað, þér til heiðurs, að
skrifa ljóð til þín:
Himinninn í ljóma lá.
Máni spilar stjörnur á
sem speglast í hafsins djúpu blá.
Þú ert nú englum hjá.
Þó hjartað brotna megi
við minnumst þín á hverjum degi.
Uppi á himna háu hömrum,
þú vakir yfir þínum mönnum,
heyrir hvert hjartaslag,
verndar okkur hvern dag.
Þegar ylur vefur hjartarætur
eða jafnvel þegar maður grætur,
hvernig sem lífið fer
við vitum að þú ert alltaf hér.
Sorgin seint úr hjarta dvín,
en styrkur okkar er minning þín.
Minnumst þín, við munum skála
fyrir hinum elskaða og dáða.
Þú ert fyrirmynd okkar allra,
ég vona að ég og fleiri verðum eins
og þú, því þá væri heimurinn betri
staður, að hjálpa öðrum og vera til
staðar fyrir alla, þetta einkenndi
þig og aðrir ættu að taka þig til
fyrirmyndar. Þú varst og ert stór-
kostlegur.
Ég vil að lokum votta Sólveigu,
Pétri, Sjöfn, Birni, Herborgu og
börnum og systrum þínum samúð
mína. Ég veit að amma og afi
munu veita okkur styrk í gegnum
þessa erfiðu tíma, svo munum við
öll hittast aftur að lokum, elsku
KB, við elskum þig til himinsins
og tilbaka.
Þín systurdóttir með sérstök-
um kærleikskveðjum frá Sigurði
Birni,
Emilía Björg Sigurðardóttir.
Í dag kveðjum við Kristin
Björnsson sem jarðaður er á af-
mælisdegi móður minnar, Ingi-
leifar Hallgrímsdóttur. Hún var
föðursystir Kristins og við því
systkinabörn. Þennan dag árið
1989 var hann veislustjóri í sjö-
tugsafmæli hennar. Það starf
leysti hann mjög vel af hendi enda
orðheppinn maður með afbrigð-
um og vanur stjórnarstörfum.
Eftir að Kristinn og Sólveig
fluttu á heimili afa og ömmu hélt
hann þeirri hefð á lofti að kalla
stórfjölskylduna saman í nóvem-
ber ár hvert. Þetta voru sérstak-
lega skemmtileg boð sem við
systkinabörnin vorum þakklát
fyrir og fengu allir ættliðir að
fljóta með.
Kristinn var myndarlegur
maður sem bar sig vel og kunni
flestum betur að segja sögur. En
undir snaggaralegu yfirbragði
hans leyndist viðkvæmur streng-
ur og kom það í ljós undir tveggja
manna tali.
Hann skrifaði einkar fallega
minningargrein um Pál bróður
minn og reyndist honum einnig
vel í veikindum hans.
Kristinn gegndi forstjórastarfi
hjá Nóa-Síríusi um níu ára skeið.
Hann var hugmyndaríkur og dríf-
andi í framgangi fyrirtækisins og
hugsaði til lengri framtíðar. Eftir
að forstjóratíð hans lauk sat hann
í stjórn fyrirtækisins til hinstu
stundar. Stjórn Nóa-Síríusar
þakkar honum vel unnin störf og
vottar fjölskyldunni allri innilega
samúð.
Áslaug Gunnarsdóttir.
Ég sá Kristni frænda mínum
síðast bregða fyrir á göngum
Landspítalans nú að áliðnu sumri,
hann var rúmliggjandi og mjög
var af honum dregið en hann reis
upp við dogg til að heilsa hressi-
lega eins og hans var von og vísa. Í
minningu minni stendur hann
hins vegar enn hnarreistur og
fattur, snöggur upp á lagið og með
gamanyrði á vör. Það var engin
lognmolla í kringum Kristin, hann
var fljótur til svars og lét engan
eiga inni hjá sér. Í fjölskylduboð-
um á Fjólugötu var það viðtekin
venja að við frændsystkinin söfn-
uðust saman í herbergi hans og
þar var mikið hlegið því honum
var lagið að segja skemmtilega frá
og sjá spaugilegu hliðina á öllu.
Björn faðir hans hafði verið fjör-
kálfurinn í sínum systkinahópi og
átti til að stríða systkinum sínum
fram eftir öllum aldri. Sama
mynstur virtist erfast því við
frændsystkinin höfðum sjaldnast
roð við Kristni og hinum glaðværu
systrum hans þegar kom að gam-
anmálum.
Mér er ekki síður minnisstætt
hversu mjög mér fannst til hans
koma þegar við hittumst ungling-
ar í Kaupmannahöfn og hann
pantaði gosdrykki á línuna upp á
hótelherbergi og gaf þjóninum
rausnarlegt þjórfé. Þar kom
þriggja ára aldursmunur glögg-
lega í ljós, hann heimsmaður en
ég heimóttarlegur. Ég var aðeins
meira á heimavelli þegar þau
systkini heimsóttu mig til Parísar,
snemma á níunda áratugnum. Þar
fórum við saman út að borða á
veitingahús sem fylgdi hinni nýju
frönsku línu. Svo naumt var
skammtað að Kristinn þurfti að
fara beint að lokinni máltíð á
næsta skyndibitastað til að sefa
sárasta hungrið. Slíku þyrfti hins
vegar ekki að kvíða hér í Berlín en
vonir mínar stóðu til þess að fá
Kristin og Sólveigu hingað til mín
í heimsókn en því miður varð ekki
af því.
Það skipti Kristin miklu máli að
flytja inn á ættaróðalið á Fjólu-
götu og lagði hann hart að sér til
að gera það eins glæsilega úr
garði og hægt var. Hann var ætt-
rækinn, hélt uppteknum hætti frá
föður sínum og kallaði fjölskyld-
una saman á afmælisdegi H. Ben í
lok nóvember ár hvert. Ég átti
þess kost að koma heim fyrir
réttu ári og njóta þar, sem oft áð-
ur, gestrisni Kristins og Sólveig-
ar, árgangssystur og samstúdents
míns. Mig tekur sárt að geta ekki
fylgt Kristni síðasta spölinn en
sendi Sólveigu og börnunum mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Gunnar Snorri Gunnarsson.
Stórhuga, kraftmikill,
skemmtilegur og höfðingi heim að
sækja, þannig minnist ég helst
Kristins frænda míns. Í fjöl-
skylduboðum var hann yfirleitt
hrókur alls fagnaðar, fyrst á
heimili foreldra sinna og seinna
meir á heimili hans og Sólveigar,
en þau stóðu fyrir rausnarlegum
árlegum boðum fyrir stórfjöl-
skylduna. Og á vettvangi við-
skiptalífsins, þar sem leiðir okkar
lágu oft saman, var Kristinn alltaf
áberandi, átti auðvelt með að
greina aðalatriði máls og lá ekki á
skoðunum sínum. Yfirleitt var
húmorinn skammt undan og átti
hann einstaklega auðvelt með að
sjá spaugilegar hliðar máls. Það
var hvorki lognmolla né leiðinlegt
í návist Kristins. Ég tók við góðu
búi fjölskyldufyrirtækisins Nóa
Síríusar úr höndum Kristins árið
1990, en hann hafði stýrt því frá
árinu 1982. Á þeim tíma var nýbú-
ið að aflétta höftum á innflutningi
sælgætis og við blasti óheft og
grimm samkeppni við erlend risa-
fyrirtæki. Kristinn áttaði sig strax
á nauðsyn þess að bregðast við af
fullum krafti og þess nýtur Nói Sí-
ríus enn þann dag í dag. Alla tíð
síðan hefur Kristinn setið í stjórn
fyrirtækisins þar sem hann hefur
sýnt mikinn metnað fyrir þess
hönd og veitt góð ráð. Það var gott
að eiga Kristin að og þá sérstak-
lega þegar taka þurfti mikilvægar
ákvarðanir. Hans verður sárt
saknað.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu og vina
Kristins og óska þeim alls hins
besta.
Finnur.
Það er skrítið að setjast niður
og skrifa minningargrein um
frænda sinn sem fellur frá á besta
aldri eftir óvænt veikindi. Við
Kristinn vorum systrasynir og
hétum eftir afa okkar, Kristni Júl-
íusi Markússyni, kaupmanni í
Geysi. Ég á ljósmynd sem mér
þykir afar vænt um en hún var
tekin af okkur nöfnunum þremur
rétt fyrir andlát afa árið 1973.
Hún varð okkur frændum ætíð til-
efni til að minnast afa okkar þegar
við hittumst enda vorum við stolt-
ir af honum. Við vorum ekki síður
stoltir af fjölskyldunni í heild, af-
komendum systranna frá Stýró
sem áttu einstaklega náið og kær-
leiksríkt samband alla tíð.
Margar minningar á ég frá
þeim tíma er ég bjó hjá foreldrum
Kristins, þeim Birni og Sjöfn
frænku, á heimili þeirra í Fjólu-
götu 1 þegar ég var við nám í
Verzlunarskólanum. Þangað kom
Kristinn stundum í hádeginu og
þá voru málin iðulega krufin við
eldhúsborðið og alltaf stutt í
gleðina og hláturinn.
Kristinn frændi er okkur
systkinunum í Brautarholti minn-
isstæður, eins og sjálfsagt öllum
sem honum kynntust; hár og
glæsilegur, alltaf hress og glaður
og jákvæður á fólk og málefni.
Kristinn var vinnumaður hjá
bræðrunum í Brautarholti fyrir
tæpum 50 árum síðan og var alltaf
hlýtt til Brautarholts. Hann
minntist oft þessa tíma með gleði
þar sem margt ungt og fjörugt
fólk kom saman í vinnu og leik.
Kristinn fékk snemma áhuga á
viðskiptum eins og hann átti kyn
til og eftir að hafa starfað í nokkur
ár við málaflutningsstörf sneri
hann sér að viðskiptum. Rúmlega
þrítugur var hann orðinn forstjóri
hjá Nóa-Síríus. Ég tel að fram-
sýni og þrautseigja hafi einkennt
Kristinn í störfum sínum auk þess
að hafa gott starfsfólk með sér,
enda vegnaði þeim fyrirtækjum
vel sem hann veitti forstöðu á
starfsferli sínum.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Kristni vináttuna og frændsemi í
gegnum tíðina og allar þær stund-
ir sem við áttum saman tveir að
ræða málefni líðandi stundar og
þá sérstaklega viðskipti og stjórn-
mál og síðan fjölskyldu okkar og
forfeður. Kristinn er okkur öllum
harmdauði en eftir situr minning
og arfleifð góðs manns. Fyrir
hönd okkar systkinanna í Braut-
arholti og fjölskyldna okkar votta
ég Sólveigu, börnum þeirra,
tengdadóttur, barnabörnum og
systrum Kristins okkar innileg-
ustu samúð.
Kristinn Gylfi Jónsson.
Kristinn Björnsson var óvenju
skemmtilegur. Hann var vel gerð-
ur maður með einstaka frásagn-
argáfu. Ekki skemmdi fyrir hve
minnugur hann var á vísur. Virtist
ekki þurfa að heyra vísu nema
einu sinni til þess að læra hana.
Og svo gat hann sungið. Góð
stund varð alltaf skemmtilegri
þegar Kristinn mætti til leiks.
Við Kristinn kynntumst í laga-
deild HÍ. Komum hvor úr sinni
áttinni. Hann var miðbæjaríhald
úr MR en ég þóttist róttækur
enda úr Kópavoginum og MH. Við
urðum góðir vinir þótt því færi
fjarri að við værum alltaf sam-
mála.
Árin 1976 til 1982 rákum við
saman lögmannsstofu, fyrst tveir
saman en síðar í samvinnu við
Hallgrím Geirsson. Þetta voru
frábær ár góðrar vináttu, mikilla
anna og góðs gengis í starfi þar
sem nýútskrifaðir lögfræðingar
breyttust í ábyrga lögmenn og
fjölskyldufeður með krakkahópa.
Kristinn var góður lögmaður.
Persónutöfrar hans nutu sín vel í
starfinu. Eðli máls samkvæmt
geta ekki öll mál fengið þá nið-
urstöðu sem maður kysi. Enginn
vandi er að umgangast viðskipta-
vini sem ná sínum markmiðum.
Málið verður snúnara þegar það
gagnstæða gerist. Jafnvel þeir
sem urðu fyrir vonbrigðum
kvöddu Kristin með bros á vör.
Hann hafði ótrúlegan hæfileika til
þess að fá fólk til þess að líta á það
jákvæða fremur en að dvelja við
það sem ekki náðist.
Í lagadeildinni hófst saga spila-
klúbbsins okkar. Þeirri sögu er
ekki lokið þótt stórt skarð sé nú
fyrir skildi. Spiluðum brids á
mánudagskvöldum hvað sem
tautaði og raulaði. Spilamennskan
gekk fyrir öðru.
Spilaklúbburinn færði út kví-
arnar og gerðist öðrum þræði
ferðaklúbbur. Á vetrum voru
farnar helgarferðir með mökum
til helstu borga Evrópu en á
sumrin nokkurra daga jeppaferð-
ir um landið með fjölskyldunum.
Talstöð var í hverjum bíl og tengt
á milli. Með í för var ógrynni bóka
með alls kyns fróðleik. Oftast ók
SJÁ SÍÐU 28
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015