Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 35
1966. Hún hlaut síðar þriggja mánaða
styrk frá Menntamálaráðuneytinu til
að fylgjast með uppsetningum á óp-
erum hjá Parísaróperunni 1985.
Þórunn var fastráðin leikkona við
Þjóðleikhúsið á árunum 1966-92, lék
þar á annað hundrað hlutverk og
kenndi jafnframt við Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins. Hún var leikari og
þýðandi við Ríkisútvarpið og leikari
við Sjónvarpið. Hún hefur auk þess
verið leikstjóri og sett upp fjölda leik-
verka hjá áhugamannaleikhópum um
allt land. Þá hefur hún verið leikstjóri
í Færeyjum og hjá Leikfélagi Akur-
eyrar og lék með leikhópi Banda-
manna í tuttugu ár sem þá fór í leik-
ferðir í þrjár heimsálfur.
Þórunn sendi frá sér ljóðabókina
Morgunregn, útg. 1962, og barnabók-
ina Sögur og ævintýri, útg. 1962.
Hún hefur leikið í fjölda kvik-
mynda s.s. í Mýrinni, Roklandi og
Dansinum.
Þórunn starfaði með Félagi ís-
lenskra leikara á meðan hún starfaði
hjá Þjóðleikhúsinu.
Þórunn starfar nú með kvenna-
hópnum Leiklistarkonur 50 plús:
„Ætli megi ekki orða þetta svo að
þetta sé skemmtilegur hópur yndis-
legra kvenna sem hafa unnið við leik-
hús um árabil og sem aðrir telja vera
komnar yfir síðasta söludag. Þegar
maður er ungur og þegar maður eld-
ist þýðir ekkert að sitja við símann og
bíða eftir því að manni bjóðist verk-
efni. Ef maður vill hafa eitthvað
skemmtilegt fyrir stafni verður að
skapa verkefnin sjálfur. Þetta höfum
við verið að gera og haft gaman af.
Við höfum sett upp þrjár ljóða-
dagskrár, með ljóðum Steinunnar
Sigurðardóttur, Vilborgar Dag-
bjartsdóttur og okkar ljóðum, eftir
mig, Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur
og Vilborgu Halldórsdóttur. Við höf-
um líka leiklesið verk eftir Sellu Páls
og Hlín Agnarsdóttur og í febrúar
verðum við með ljóðaprógram, ásamt
tónlist, við ljóð Nínu Bjarkar Árna-
dóttur.“
Af öðrum áhugamálum Þorunnar
má nefna ræktun og þá einkum tóm-
ata- og paprikurækt og loks kettina
hennar: „Það kom til mín villilæða
sem var hér um hríð og færði mér
þrjá kellinga, Mímí, Mómó og
Moppu. Svo er hér ungur svartur
fress sem er nú reyndar mikið á
flakki svo hann er hálfgerður kost-
gangari og heldur sér í eldhúsinu
þegar hann stoppar við.
Ég hef alltaf verið veik fyrir kött-
um, enda þrifnustu dýrum á jarðríki
og yfirleitt bráðgreindir. Ég held að
það sé engin tilviljun að Egyptar tóku
þá í guðatölu.“
Fjölskylda
Börn Þórunnar eru Tora Victoria,
f. 5.3. 1967, listamaður í Reykjavík,
og Steinar Örn, f. 10.10. 1970, verka-
maður í Reykjavík.
Barnabörnin eru Elías Þórsson og
Axel, Arnar, Daníel og Sigrún
Steinarsbörn.
Systkini Þórunnar eru Ari Magn-
ússon, f. 12.12. 1954, skipstjóri og
fyrrv. kaupmaður, búsettur í Kópa-
vogi; Guðrún Bergmann, 1.9. 1958,
fyrrv. verslunarmaður og nú leið-
sögumaður í Kópavogi, og Kristján
Bergmann, f. 5.5. 1966, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík.
Foreldrar Þórunnar: Magnea
Bergmann, f. 29.5. 1927, fyrrv. kaup-
maður í Antikmunum í Reykjavík, og
Árni Magnús Ólafur Vilmundarsson,
f. 17.10. 1918, d. 29.4. 1988, vagnstjóri
hjá SVR og leigubílstjóri.
Úr frændgarði Þórunnar Magneu Magnúsdóttur
Þórunn Magnea
Magnúsdóttir
Árni Jónsson
b. á Húsatóftum í Grindavík
Vilborg Guðmundsdóttir
húsfr. í Húsatóftum
Vilmundur Árnason
b. í Rvík
Guðrún Jónsdóttir
húsfr.í Rvík
Árni Magnús Ólafur
Vilmundarson
Hildur Filippusdóttir
húsfr. í Stærra-Bæ og í Hlíð
Jón Guðmundsson
b. á Stærra-Bæ, síðar í Hlíð í Grímsnesi
Ari Bergþór Antonson
verkstj. Í Rvík
Guðríður Magnea
Bergmann
húsfr. í Rvík
Frans Ágúst Arason
sjóm. í Rvík
Þórunn Sigríður Stefánsdóttir
húsfr. í Rvík
Magnea Fransiska
Bergmann Fransdóttir
kaupm. í Rvík
Stefán Bjarni Kristjánsson
sjóm. í Stykkishólmi og
Ólafsvík
Guðbjörg Hannesdóttir
húsfr. á Fossi í Suðurfjarðarhr.
Tjarnarbíó 1962 Sem Júlía í Rómeó
og Júlíu hjá Leikhúsi æskunnar.
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
106 ára
Jensína Andrésdóttir
85 ára
Edel Marie Madsen
80 ára
Helga Jóhannsdóttir
Helgi Ólafur Björnsson
Hildur Jónsdóttir
Sveinn Óli Jónsson
Sveinn Þórarinsson
Valdís Helgadóttir
75 ára
Auðlín Hanna Hannesdóttir
Birgir Ólafsson
Guðlaug Bergþórsdóttir
Guðný Sturludóttir
Guðrún Flosadóttir
Katrín Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir
Kristín Guðlaugsdóttir
Pétur Vilhjálmsson
Sigurður Bjarnason
Þorfinnur S. Finnsson
70 ára
Einar Nikulásson
Georg A. Hauksson
Ingibergur Sigurjónsson
Þorbjörg J.
Guðmundsdóttir
Þráinn Arthúrsson
60 ára
Borgar Lúðvík Jónsson
Egill Kristján Bjarnason
Elínbjörg Kristjánsdóttir
Elín Þóra Rafnsdóttir
Magnús Ingi Hannesson
Reynir Pálsson
Sigríður Valsdóttir
Sigvaldi Geir Þórðarson
50 ára
Benedikt Ólafsson
Franz Eiríksson
Guðríður Sigurðardóttir
Guðríður Traustadóttir
Helgi Rafnsson
Hulda Haflína Snorradóttir
Sigrún Harpa Eiðsdóttir
Sigurður Sigurðsson
Waraporn Chaisuwan
40 ára
Anna Mjöll Guðmundsdóttir
Anný Björg Pálmadóttir
Arnar Steinn Valdimarsson
Elva Dögg Guðmundsdóttir
Evelyn Hipertor
Jóhannsson
Eydís Dögg Sigurðardóttir
Friðbjörn Ívar Níelsson
Gunnlaugur Torfason
Helga Rakel Rafnsdóttir
Inga Hólmfríður
Gunnarsdóttir
Jónas Jón Níelsson
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir
Kristján Rúnar Gylfason
Olga Líndal Hinriksdóttir
Ólafur Ólafsson
Óskar Jakob Þórisson
30 ára
Guðmundur Jónsson
Haukur Óttar Hilmisson
Heiða Jónsdóttir
Hrafnkell Hjörleifsson
Jun Jiet Liew
Óli Jóhann Friðriksson
Ragnar Sigurðsson
Silja Katrín Agnarsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Bergdís býr í
Kópavogi, lauk kennara-
prófi og er í fæðingar-
orlofi.
Maki: Sveinn Magnússon,
f. 1987, fjármálastjóri.
Dóttir: Ragnheiður Borg,
f. 2015.
Systur: Berglind Ellý,
1981; Ásdís, f. 1988, og
Heiðdís, f. 1994.
Foreldrar: Geir Þórðar-
son, f. 1953, og Huldís Ás-
geirsdóttir, f. 1954.
Bergdís
Geirsdóttir
30 ára Sigurður býr í
Grindavík, lauk stúdents-
prófi frá FS, prófi í sjúkra-
flutningum frá FSA, er
húsasmíðameistari,
sjúkraflutningamaður hjá
HSS og umsjónarmaður
fasteigna Grindavíkur-
bæjar.
Maki: Ágústa Mist Gunn-
arsdóttir, f. 1991, fiskverk-
unarkona.
Foreldrar: Karl Júlíusson,
f. 1933, og Sigrún Guð-
mundsdóttir, f. 1943.
Sigurður Rúnar
Karlsson
30 ára Grétar Örn ólst
upp í Kópavogi, býr þar,
lauk sveinsprófi í rafvirkj-
un og stundar nám í
flugvirkjun.
Maki: Nanna Bryndís
Snorradóttir, f. 1988,
hjúkrunarfræðingur.
Sonur: Arnar Dagur, f.
2013.
Foreldrar: Sigurður Þór
Sigurðsson, f. 1959, graf-
ískur hönnuður, og Sigrún
Inga Magnúsdóttir, f.
1959, fjármálastjóri.
Grétar Örn
Sigurðsson
Sævar Ingþórsson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í líf- og læknavísindum
er nefnist: Hlutverk EGFR-viðtakafjöl-
skyldunnar í eðlilegum og illkynja
brjóstkirtli (Modeling the role of the
EGFR receptor family in the normal
and malignant breast gland). Sameig-
inlegir leiðbeinendur og umsjónar-
kennarar í verkefninu voru dr. Magnús
Karl Magnússon, prófessor og deild-
arforseti Læknadeildar Háskóla Ís-
lands, og dr. Þórarinn Guðjónsson,
prófessor við sömu deild.
Stofnfrumur í brjóstkirtlinum,
ásamt samskiptum við nærliggjandi
bandvef, gera honum kleift að ganga í
gegnum endurtekna hringrás frumu-
fjölgunar, sérhæfingar og frumudauða
sem tengist meðgöngu og mjólkur-
framleiðslu. Stofnfrumur í brjóstkirtli
hafa á undanförnum árum verið
tengdar myndun brjóstakrabbameina.
EGFR-viðtakafjölskyldan gegnir mik-
ilvægu hlutverki í eðlilegum brjóst-
kirtli, en einnig í krabbameinsmyndun.
Lokastig krabbameins-framvindu er
myndun meinvarpa, þar sem frumur
losna frá æxlinu og mynda meinvörp í
öðrum líffærum. Nokkrar rannsóknir
hafa sýnt fram á beint hlutverk æða-
þels í þroskun, meðal annars með því
að ýta undir
bandvefs-
ummyndun
þekjufruma
(epithelial to
mesenchymal
transition,
EMT). Markmið
þessa doktors-
verkefnis var að
þróa þrívítt
ræktunarlíkan
til að kanna samspil æðaþels og þek-
juvefjar í brjóstkirtli. Ennfremur var
markmiðið að nota þetta ræktunar-
líkan til að kanna hlutverk EGFR og
ErbB2 í þroskun og sérhæfingu eðli-
legra og illkynja brjóstaþekjufruma.
Niðurstaða verkefnisins er að æðaþel
getur haft mikil áhrif á svipgerð þekju-
vefsfruma í þrívíðri rækt, ennfremur
að EGF viðtakafjölskyldan, sérstaklega
EGFR gegnir mjög mismunandi hlut-
verkum í frumum, og getur jafnvel
þjónað hlutverki krabbameinsbælipró-
teins, en hingað til hefur EGFR verið
álitinn hvetja krabbameinsmyndun.
Líkanið sem við höfum þróað má nota
til áframhaldandi rannsókna á sam-
spili þessara viðtaka í klínísku sam-
hengi.
Sævar Ingþórsson
Sævar Ingþórsson er fæddur árið 1981 og er uppalinn Selfyssingur. Hann lauk
stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2001 og BS-gráðu í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 2006. Sævar lauk MS-gráðu í líf- og læknavísindum frá
Læknadeild Háskóla Íslands þremur árum síðar og innritaðist í doktorsnám
sama ár, 2009. Sævar er búsettur í Reykjavík og á eina sjö ára dóttur, Bogeyju
Sigríði.
Doktor
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Árin segja sitt1979-2015
Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans
Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás.
Laugarásvegi 1
104 Reykjavík • laugaas.is
)553 1620
Verið velkominn
Lauga-ás hefur frá 1979
boðið viðskiptavinum
sínum uppá úrval af
réttum þar sem hráefni,
þekking og íslenskar
hefðir hafa verið hafðar
að leiðarljósi.