Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
✝ Ásta IngifríðurÍsberg fæddist í
Möðrufelli í Eyja-
firði 6. mars 1927.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund í Reykjavík
2. nóvember 2015.
Ásta var dóttir
hjónanna Árnínu
Hólmfríðar Jóns-
dóttur, f. 1898, d.
1941, og Guðbrands
Ísberg, f. 1893, d. 1984, sem þá
var bóndi og jafnframt lögmað-
ur á Akureyri. Ári síðar fluttist
fjölskyldan að Litla-Hvammi
sunnan Akureyrar, en faðir
hennar var þá orðinn fulltrúi
bæjarfógeta. Haustið 1932 flutt-
ist fjölskyldan til
Blönduóss, þegar
Guðbrandur var
skipaður sýslumað-
ur í Húnavatns-
sýslum.
Systkini Ástu: 1)
Gerður Ólöf, f.
1921, d. 2007, gift
Jóhannesi Halldórs-
syni. 2) Guðrún
Lilja, f. 1922, d.
2005, gift Þórði
Gunnarssyni. 3) Jón Magnús, f.
1924, d. 2009, kvæntur Þórhildi
Guðjónsdóttur. 4) Ari Guð-
brandur, f. 1925, d. 1999, kvænt-
ur Halldóru Kolka. 5) Nína Sig-
urlína, f. 1927, d. 2014. 6) Ævar
Hrafn, f. 1931, d. 1999, kvæntur
Vilborgu Jóhönnu Bremnes. 7)
Sigríður Kristín Svala, fædd og
dáin 1936. 8) Arngrímur Óttar, f.
1937, kvæntur Bergljótu Thor-
oddsen.
Ásta ólst upp á Blönduósi og
tók ásamt systrum sínum við
heimilisrekstri hjá föður sínum,
eftir andlát móður þeirra. Hún
gekk í skóla á Blönduósi en flutt-
ist síðan til Akureyrar og lærði
hárgreiðsluiðn. Hún rak um ára-
bil hárgreiðslustofu á Akureyri
ásamt Guðrúnu systur sinni.
Ásta fluttist til Reykjavíkur
undir lok sjöunda áratugarins.
Hún hóf störf hjá Pósti og síma
og starfaði þar uns hún lét af
störfum fyrir aldurs sakir.
Ásta var barnlaus og ógift.
Útför Ástu fer fram frá Sel-
tjarnarneskirkju í dag, 10. nóv-
ember 2015, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ásta frænka lést á dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 2. nóvember síðast-
liðinn, 88 ára að aldri. Við systk-
inin á Hrauntungunni höfum
alltaf átt hana að. Hún var úr
stórum systkinahópi eins og við
og kannaðist við lífsgleðina sem
slíkum fylgir. Hún var föður-
systir okkar og pabbi var litli
bróðir hennar. Það var alla tíð
ljóst að henni fannst undurvænt
um hann. Hann hjálpaði henni
með skattaskýrsluna og gerði
við bílana hennar. Að honum
látnum tóku synirnir við.
Við munum hana fyrst er hún
bjó á Akureyri og þangað var
ævintýri líkast að koma. Sólin
skein þar oftar og skærar en í
heimahögunum og þar var mikil
gróðursæld eins og í útlöndum.
Akureyringar áttu Lystigarðinn
og mjólkin var í öðruvísi umbúð-
um en fyrir sunnan. Í minning-
unni er staðurinn sérstakur og
talandi fólksins líka. Ásta bjó
einmitt nálægt Lystigarðinum
og vann á hárgreiðslustofu sem
hún rak ásamt Guðrúnu systur
sinni. Til þeirra var gaman að
koma og vel gert við litla gesti.
Svo flutti hún suður, starfaði
hjá Pósti og síma við Austurvöll
og samgangur við Kópavogs-
búana varð tíðari. Við vorum
sannfærð um að henni þætti við
mjög skemmtilegur og eftir-
sóknarverður félagsskapur.
Ásta var glaðvær og hress, hló
og spjallaði um alla heima og
geima. Kom í heimsókn og fékk
okkur í heimsókn, í Selvogs-
grunnið, Ljósheimana og Rauða-
lækinn. Passaði okkur, klippti og
greiddi. Hún kunni líka að
hlusta þegar þörf var á.
Ásta var fríð kona, rauðhærð
og spengileg. Barnlaus var hún
og einhleyp en afar sjálfstæð
alla tíð. Hún ferðaðist oft til út-
landa sem okkur fannst frábært
því við fengum póstkort og
minjagripi frá framandi stöðum.
Sumt eigum við enn í dag.
Minni hennar á afmælisdaga
stórfjölskyldunnar var viðbrugð-
ið. Hún mundi þetta fram á síð-
asta sumar, þá háöldruð og hafði
sem langafa- eða ömmusystir
bætt við yngstu kynslóðinni.
Hún var trygg sínum og sinnti
Nínu systur sinni af umhyggju
eftir að Nína flutti að hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ vegna öldr-
unarsjúkdóms. Þar var Ásta
fastagestur í áratug eða þangað
til Nína lést í desember síðast-
liðnum. Þá minnkaði heimur
Ástu frænku en heima bjó hún
fram í ágúst þar til heilsan
brást.
Við þökkum Ástu samfylgd-
ina, umhyggjuna og kærleikann
og kveðjum frænku okkar af
hlýhug og söknuði.
Svanborg, Jóhann, Árni,
Ásta, Ari, Guðrún og Ævar.
Ásta Ísberg
Leiðir okkar
Þórs lágu saman
fyrir um það bil
hálfri öld. Hann
var þá borgardómari í Reykja-
vík. Skömmu eftir að kynni
okkar hófust hvarf hann til
starfa við lagadeild Háskóla Ís-
lands er hann var skipaður pró-
fessor við deildina 31. janúar
1967.
Þessu fylgdi svo ferill hans
m.a. sem dómari við Hæstarétt
Íslands, við Mannréttindadóm-
stól Evrópu og við EFTA-dóm-
stólinn.
Ferill sem þessi er afar
óvenjulegur. Hann lýsir vel því
mikla trausti sem Þór naut í
opinberum störfum á innlend-
um og erlendum vettvangi. Að
auki ritaði hann mikið um lög-
fræðileg efni. Þar er mér efst í
huga rit hans Réttarfar I-III
og Um aðfarargerðir sem not-
aðar voru til kennslu við laga-
deild Háskóla Íslands í langan
tíma.
Það traust sem Þór naut á
þó ekki aðeins við um opinber
störf hans. Hann naut sín líka
vel í félagsstörfum og fáum hef
ég kynnst um ævina sem eru
jafn ráðagóðir og traustir sem
hann.
Til hans var ávallt unnt að
leita. Ráðleggingar hans
byggðust jafnan á víðsýni og
þekkingu. Smám saman urðum
við býsna nánir vinir. Hann vís-
aði mér veginn bæði er ég tók
við störfum af honum í háskól-
anum og síðar.
Hann bjó yfir yfirburðaþekk-
ingu og reynslu í lögfræði og
það var ekki síst á þeim vett-
vangi sem við nutum margra
samverustunda þar sem spjall-
að var um menn og málefni og
ýmsar flækjur leystar að því er
við töldum.
Þór hafði oftlega sterkar
pólitískar skoðanir, einkum á
fyrri hluta starfsævi sinnar.
Hann hafði þó gott rými fyrir
andstæðum skoðunum og því
meira eftir því sem á ævina
leið.
Hann var réttsýnn og yfir-
vegaður. Þá hafði hann einnig
gott skopskyn, stundum svo
mjög að hann vildi helst horfa á
alla hluti út frá slíkri nálgun.
Allir þessir eiginleikar gerðu
hann að ógleymanlegri per-
sónu.
Tíminn heldur áfram. Hann
stendur hvorki kyrr né fer aft-
ur á bak. Þór er genginn og
hann kemur ekki aftur með
sama hætti og áður var.
Minning um góðan dreng
mun hins vegar lifa um ókomna
framtíð.
Stefán Már Stefánsson.
Mér er ljúft að minnast læri-
föður míns við Lagadeild Há-
skóla Íslands árin 1968 til 1974,
Þórs Vilhjálmssonar. Það voru
þáttaskil í starfi lagadeildarinn-
ar á þessum árum með snörp-
um kynslóðaskiptum kennara.
Ný kynslóð kennara bar með
sér nýja kennslu- og starfs-
hætti og ferskir vindar blésu
um deildina. Af öðrum ólöst-
uðum nefni ég til sögunnar Þór
Vilhjálmsson og vin hans, Gauk
heitinn Jörundsson. Það var
unun að mæta í fyrirlestra
þeirra.
Þeir héldu uppi samræðum
við laganemana, spurðu spurn-
inga og svöruðu spurningum.
Þór Heimir
Vilhjálmsson
✝ Þór Heimir Vil-hjálmsson
fæddist 9. júní
1930. Hann lést 20.
október 2015.
Útför Þórs fór
fram 29. október
2015.
Voru meistarar
samtalsins og
einkar frjóir í
hugsun og ekki síð-
ur glettnir og
skemmtilegir. Þór
kenndi mér réttar-
far, leikreglur
dómskerfisins og
fleira. Nefni ég þar
sérstaklega mann-
réttindi sem hann
hafði bæði óbifandi
trú og djúpstæðan áhuga á.
Á árum áður komu mann-
réttindi vart til umræðu, nema
ákvæðin um eignarrétt og at-
vinnufrelsi. Þess er einnig að
minnast að Þór átti ríkan þátt í
lögfestingu Mannrétt-
indasáttmála Evrópu og að nýj-
um mannréttindaákvæðum
stjórnarskrárinnar á 10. áratug
síðust aldar.
Ég held að ég hafi sótt allar
kennslustundir Þórs, nema
veikindi stæðu í vegi og skilaði
úrlausnum í nær öllum raun-
hæfum verkefnum sem hann
lagði fyrir.
Það var ekki skylda á þeim
tíma. Þór leitaði víða fanga um
raunhæf verkefni. Eitt skiptið
lagði hann fyrir okkur lesenda-
bréf úr Velvakanda þar sem
bréfritaði kvartaði sáran yfir
því að Hitaveita Reykjavíkur
sendi honum reikning fyrir hita
í húsnæði sem skráð var á lát-
inn afa hans. Beindi hann því
til hitaveitunnar að senda
reikninginn í kirkjugarðinn við
Suðurgötu. Bréfritari leigði
húsnæðið og naut hitans. Ég
lagðist í mikla vinnu, „fact find-
ing“ o.fl. og skilaði úrlausn sem
Þór var ánægður með. Hann
var þó ekki ánægður með allt
og þrístrikaði með rauðu við
ýmsar málfars- og stílvillur
mínar.
Ég lærði mína lexíu. Í minn-
ingargreinum um Þór var hon-
um lýst sem fagurkera. Það var
hann í raun á öllum sviðum,
ekki síst á íslenska tungu.
Hann var mikill Orator og
vandaði mál sitt í hvívetna,
bæði í ræðu og riti.
Ég nam af Þór að enginn
verður bærilegur kennari,
fræðimaður, dómari eða lög-
maður nema að hafa íslenska
tungu á valdi sínu.
Já, Þór fór á kostum við
kennslu í lagadeildinni. Með
minnisstæðari kennslustundum
eru þegar hann fór yfir héraðs-
dóma sem hann dæmdi sem
borgardómari í bæjarþingi
Reykjavíkur en „missti“ eina
fimm í Hæstarétti. Þór var ekki
sáttur og studdi sín sjónarmið
sterkum rökum. Hvað sem um
þessa umfjöllun Þórs er að
segja er eitt deginum ljósara,
hún kenndi okkur í þaula gagn-
rýna hugsun.
Hann sagði okkur líka að
þegar lausna er ekki að leita í
réttarheimildum eða anda
þeirra ræður oftar en ekki hug-
lægt mat dómara. Og vel að
merkja, úrlausnir margra mála
vega salt á örmjóum, hárbeitt-
um hnífsoddi, má rökstyðja
sómasamlega tvær andstæðar
niðurstöður.
Þór lagði ávallt mikla
áherslu á að skoða til hlítar öll
rök að baki mismunandi nið-
urstöðum áður en til úrlausnar
eða málflutnings væri gengið.
Hann gaf mér ungum og
óreyndum afar dýrmætt vega-
nesti út í lífið og sýndi mér
ræktarsemi og vinskap síðar á
lífsleiðinni. Kærar þakkir.
Ég minnist Þórs af mikilli
virðingu og hlýhug og votta
eiginkonu hans, Ragnhildi
Helgadóttur og fjölskyldu ein-
læga samúð mína.
Atli Ingibjargar
Gíslason hrl.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
EINAR KRISTJÁNSSON,
fyrrverandi skólastjóri á Laugum
í Dalasýslu,
lést á Hrafnistu í Reykjavík hinn
31. október síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju
í Reykjavík föstudaginn 13. nóvember klukkan 13. Blóm og
kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
.
Tómas R. Einarsson, Ásta Svavarsdóttir,
Ingibjörg Kr. Einarsdóttir, Sigurður Rúnar Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
SVEINBJÖRN BLÖNDAL
bóndi,
Laugarholti, Bæjarsveit,
andaðist á Dvalarheimilinu Brákarhlíð
í Borgarnesi 6. nóvember síðastliðinn.
Útför hans fer fram í Bæjarkirkju
laugardaginn 14. nóvember klukkan 14.
.
Borghildur Garðarsdóttir,
Þórarinn Blöndal, Vera Guðmundsdóttir,
Þorvaldur Blöndal, Maren Albertsdóttir,
Þórmundur Blöndal, Brynja Björk Hinriksdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓHANNA SIGURBJÖRG
MARKÚSDÓTTIR
(Lilla),
Fensölum 6,
Kópavogi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
laugardaginn 7. nóvember.
.
Aldís Guðmundsdóttir, Bjarni Þormóðsson,
Gerður Guðmundsdóttir, Óskar Þorbergsson,
Már Guðmundsson, Björg Sigmundsdóttir,
Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Björnsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS FJALLDAL,
er látinn.
.
Aðstandendur.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR
MICHELSEN,
Ljósheimum 2,
verður jarðsungin frá Áskirkju
miðvikudaginn 11. nóvember klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en
þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess.
.
Anna Sigrún Björnsdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGVALDI VAL STURLAUGSSON
kennari,
Sólheimum 23,
lést sunnudaginn 25. október. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á A6 lungnadeild Landspítala í
Fossvogi fyrir alúð og umhyggju.
.
Ingveldur Stella Sveinsdóttir,
Sveinn Val Sigvaldason, Úlfhildur Guðmundsdóttir,
Steinar B. Val Sigvaldason, Inga Rún Ólafsdóttir,
Sigurlaug Á. Sigvaldadóttir, Páll Rúnar Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar