Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Íslensk börn og ungmenni, 14-24
ára, sem þjást af athyglisbresti með
ofvirkni (ADHD), eru líklegri en
önnur til að hafa brotið af sér, verið
yfirheyrð af lögreglu og veitt falska
játningu, segir í niðurstöðum nýrrar
faraldsfræðilegrar könnunar Gísla
Guðjónssonar og annarra vísinda-
manna. Markmiðið var að greina
áhættuþætti sem tengjast handtöku
og fölskum játningum. Einnig að
meta hvort hættan vex í takti við
það hve alvarlegt ADHD-heilkennið
er.
Varið er einni til tveim kennslu-
stundum í að svara spurningunum í
stórri lífsháttakönnun sem gerð er
reglulega í skólum landsins. Alls
skiluðu 21.260 svörum og af þeim
höfðu 4,9% eða 1.097 verið greindir
með ADHD, hátt í helmingur þeirra
var með athyglisbrest. Um 14%
allra þátttakenda í könnuninni eða
nær 3.000 sögðust einhvern tíma
hafa sætt yfirheyrslu á lögreglustöð.
Þar af voru 434 sem sögðust hafa
veitt falska játningu á afbroti, rösk-
lega helmingur þó aðeins einu sinni.
Eins og gera mátti ráð fyrir
reyndust 17-24 ára, eldri hópurinn
af tveim, mun líklegri en hinn til að
hafa verið yfirheyrður á lögreglu-
stöð. En sá yngri var á hinn bóginn
mun líklegri til að hafa veitt falska
játningu.
Mikil árásarhegðun (e. OB) eykur
eins og ADHD líkurnar á slíkri
falskri játningu, jafnt hjá ungum
sem fullorðnum. Karlkyns þátttak-
endur voru í meiri áhættu en kven-
kyns varðandi bæði atriðin og því al-
varlegra sem heilkennið var þeim
mun meiri var áhættan. Tekið er þó
fram að áhrif kynferðis séu enn
óviss vegna þess hve tiltölulega fáir
kvenkyns þátttakendur í eldri rann-
sóknum hafi veitt falskar játningar.
Athyglisbrestur einn og sér er
mjög líklegur til að hafa leitt til yf-
irheyrslu hjá lögreglu en óvíst hve
mikil áhrifin á tíðni falskra játninga
er hjá þeim hópi.
Auðskiljanlegar og hægt að
treysta svörunum
Gísli segir aðspurður að spurning-
arnar sem lagðar voru fyrir þátttak-
endur séu fremur auðveldar og því
lítil hætta á að þeir skilji þær ekki.
En þátttakendur þurfi að segja frá
brotinu, meintu eða raunverulegu.
Kostirnir við þessa stóru rann-
sókn séu að heildarhópurinn sé stór
og jafnframt hægt að bera saman
tvo unga hópa á ólíku aldursskeiði.
Niðurstöðurnar sýni að brýnt sé að
unglingar með ofvirkni og hegðun-
arvandamál fái aðstoð til að tryggja
að þeir fái sanngjarna meðferð í yf-
irheyrslum lögreglu.
„Ungir krakkar eru mun við-
kvæmari og líklegri til að játa á sig
afbrot en þeir eldri,“ segir Gísli.
„Þetta höfum við sýnt fram á áður,
aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á
að ungir krakkar eru við þessar að-
stæður viðkvæmari en fullorðnir.
En nú berum við saman unga
krakka við talsvert eldri krakka og í
ljós kemur að þeir ungu eru tvisvar
sinnum líklegri til að játa ranglega á
sig sök en þeir eldri.
Rannsóknin sýnir því enn betur
fram á áhrif áhættuþátta eins og
ungs aldurs og persónuleikaþátta,
einbeitingar- og ofvirknivanda, hjá
börnum og unglingum. Því sterkari
sem ADHD-einkennin eru þeim
mun öflugri eru afleiðingarnar í yf-
irheyrslum.
Og ef unglingur er með ADHD og
lyfin virka ekki er hann í miklum
vanda, ekki síst ef hann er líka með
hegðunarvandamál sem oft fer sam-
an en ekki alltaf.
Margt getur valdið fölskum játn-
ingum og tvennt þarf lögreglan að
hafa í huga. Töluvert er um að ung-
lingar taki á sig afbrot fyrir aðra,
vilji gera eitthvað fyrir vinina. Það
er sláandi, þetta er einn stærsti
þátturinn á bak við falskar játningar
unglinga. Hinn þátturinn er að þeir
þola ekki álagið á lögreglustöðinni
og alls ekki tilhugsunina um gæslu-
varðhald. Þess vegna játa þeir og
finnst það góð skammtímalausn.
Í langflestum tilfellum hugsar
fólk í yfirheyrslu ekki um langtíma-
afleiðingar af því að játa. Flestir
hugsa bara um það hvernig þeir geti
sloppið af lögreglustöðinni,“ segir
Gísli Guðjónsson.
Unglingar taka oft á
sig brot félaganna
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur kannar tíðni falskra
játninga meðal íslenskra barna og ungmenna
Í haldi Nær 3.000 af liðlega 21.000 börnum og ungmennum sem svöruðu
sögðust hafa einu sinni eða oftar sætt yfirheyrslu á lögreglustöð.
Auk Gísla voru í hópnum sem annaðist könnunina
þau Jón Friðrik Sigurðsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir,
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Rafael A. Gonzalez og
Susan Young. Liðlega 22 þúsund börn í 144 grunn-
skólum og ungmenni í öllum framhaldsskólum lands-
ins svöruðu undir nafnleynd spurningum sem m.a.
miðuðu að því að meta áhrif atferlisröskunar og
ADHD.
Spurt var m.a. hvort þau hefðu verið greind með
ADHD og hvort þau hefðu fengið lyf gegn heil-
kenninu. Um var að ræða tvo aldurshópa, 14-16 ára og 17-24 ára.
Gerðar eru reglulega kannanir á heilsufari og fleiri þáttum í lífi
grunnskóla- og framhaldsskólanemenda hérlendis og hefur Inga Dóra
umsjón með þeim. Gísli og Friðrik bættu hins vegar við spurningunum
um ADHD, yfirheyrslur og falskar játningar.
Um 22.000 börn og ungmenni
VIÐAMIKIL KÖNNUN Í NÆR 500 SKÓLUM
Gísli Guðjónsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Á morgun, miðvikudag, hefst
tveggja daga ráðstefna í höfuðborg
Möltu, Valetta, þar sem leiðtogar
flestra ESB-ríkjanna, eða 24 af 28,
koma saman til að fjalla um flótta-
mannavandann sem steðjar að Evr-
ópu. Þar verða jafnframt 34 leiðtog-
ar Afríkuríkja en reyna á að marka
sameiginlega stefnu og aðgerðaáætl-
un þessara fjölmörgu ríkja.
Auk ofangreindra verða fulltrúar
helstu hjálparsamtaka, eins og
Rauða krossins, Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
fulltrúar Interpol og Europol og fjöl-
margra annarra
samtaka við-
staddir ráð-
stefnuna.
Forsætisráð-
herra fer
Áheyrnar-
fulltrúar verða
auk þess leiðtog-
ar frá Íslandi,
Noregi, Sviss og
Alsír. Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, forsætisráðherra Íslands, verð-
ur áheyrnarfulltrú landsins á ráð-
stefnunni og í för með honum verður
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar-
maður forsætisráðherra.
Samkvæmt upplýsingum sendi-
ráðs Íslands í Brussel í Belgíu, fer
starfsmaður innanríkisráðuneytisins
í sendiráðinu í Brussel jafnframt til
Möltu.
Fram kemur í frétt AFP að leið-
togar ESB-ríkjanna 24 muni í kjölfar
ráðstefnunnar, sem lýkur síðdegis á
fimmtudag, koma saman til óform-
legs fundar á Möltu, þar sem farið
verður yfir helstu niðurstöður ráð-
stefnunnar og reynt að marka sam-
eiginlega viðbragðsáætlun ríkjanna,
gagnvart þessum mestu fólksflutn-
ingum í Evrópu síðan í seinni heims-
syrjöldinni.
Ekki náðist í forsætisráðherra við
vinnslu fréttarinnar.
Ræða flóttamannavanda
Ísland, Noregur, Sviss og Alsír með áheyrnarfulltrúa á
leiðtogaráðstefnu ESB-ríkja í Möltu á morgun
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Guðmundur í Nesi RE 13, skip Brims hf., var statt á hinu svokallaða Hamp-
iðjutorgi á Vestfjarðamiðum á grálúðuveiðum þegar Gunnþór Sigur-
geirsson, háseti um borð, smellti af þessari mynd.
Á myndinni er verið að gera klárt fyrir að láta trollið fara.
„Við erum 18 um borð og mórallinn er alltaf góður. Það er aldrei leiðin-
legt á sjó,“ segir Gunnþór en hann hefur verið á sjó í hartnær tvo áratugi.
Hann er þegar búinn að panta sér morgunflug hinn 20. norður á Húsavík
þar sem hann er fæddur og uppalinn. Þar bíða dóttir hans með útbreiddan
faðminn og vélsleðinn, tilbúinn fyrir veturinn.
„Við erum búnir að vera úti í rúmar þrjár vikur sem þýðir að það eru um
tvær vikur eftir. Við fórum út 15. október og stefnum að því að stíma heim
20. nóvember,“ segir Gunnþór, sem hlakkar til að koma heim, sjá Emelíu
dóttur sína og þeysast um á sleðanum – verði kominn nægur snjór. Alls
landaði Guðmundur í Nesi 415 tonnum í síðustu veiðiferð. benedikt@mbl.is
Guðmundur í Nesi RE 13 á Hampiðjutorginu
Ljósmynd/Gunnþór Sigurgeirsson
Hetjur hafsins í ólgusjó
gera klárt fyrir að kasta
Sogavegi við Réttarholtsveg
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | www.gardsapotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek