Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Skúli Halldórsson
Anna Marsibil Clausen
Hundruð manns komu saman síðdeg-
is í gær fyrir utan lögreglustöðina við
Hverfisgötu til að mótmæla þeirri
ákvörðun lögreglunnar, að krefjast
ekki gæsluvarðhalds yfir tveimur
mönnum sem kærðir voru fyrir kyn-
ferðisbrot í síðasta mánuði.
Í kjölfar umfjöllunar á forsíðu
Fréttablaðsins, þar sem íbúð, sem
annar mannanna er með til umráða,
var sögð hafa verið útbúin til nauðg-
ana, sköpuðust miklar umræður á
samfélagsmiðlum. Dró lögreglan það
síðan til baka að íbúðin hefði verið
sérlega útbúin til nauðgana.
Annar farinn af landi brott
Deildu margir á lögreglu, einkum
vegna þess að ekki var farið fram á
gæsluvarðhald yfir mönnunum
tveimur, en annar þeirra hefur verið
kærður í báðum þeim málum sem um
ræðir. Virðist þar að auki liggja ljóst
fyrir að annar mannanna hafi farið af
landi brott í gærdag.
Spurð hvort ekki hefði átt að krefj-
ast gæsluvarðhalds yfir mönnunum
segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yf-
irlögfræðingur lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, að rökstuddur
grunur um að sakborningur gæti flú-
ið land þurfi að liggja fyrir þegar
matið fer fram.
„Hefði lögreglunni borist til eyrna
að þessi möguleiki hefði verið fyrir
hendi þá hefði verið hægt að skoða
það betur,“ segir Alda í samtali við
Morgunblaðið.
Þarf jafnan fleiri en tvö brot
Í 95. grein sakamálalaga er vikið
að skilyrðum fyrir gæsluvarðhaldi.
Þar kemur meðal annars fram að
sakborningur verði aðeins úrskurð-
aður í gæsluvarðhald sé fram kominn
rökstuddur grunur um að hann hafi
gerst sekur um háttsemi sem fang-
elsisrefsing er lögð við, og að ætla
megi að hann muni halda áfram brot-
um meðan máli hans er ólokið.
Spurð hvort lögregla hafi ekki haft
ástæðu til að ætla að mennirnir
myndu halda áfram brotum, sér í lagi
þar sem annar þeirra er kærður í
tveimur aðskildum málum, segir
Alda að jafnan hafi þurft fleiri en tvö
brot svo að hægt sé að tala um
síbrot.
„Almennt hefur þurft fleiri en tvö
brot en auðvitað fer það eftir eðli
brotanna. Þetta er alltaf spurning,
eru tvö meint kynferðsbrot næg til að
farið sé fram á gæsluvarðhald vegna
síbrota?“ segir Alda. Þá segir hún að
efni standi jafnvel til að endurmeta
hvað felst í hugtakinu „almanna-
hagsmunir“.
„Það sama á við um hugtakið
„sterk rök“. Þetta er eitt af þeim
málum sem við þurfum að rýna í til
að læra af,“ segir hún og bendir á að
mögulega sé ástæða til að láta oftar
reyna á mál sem þessi fyrir dóm-
stólum.
„Við þurfum alltaf að eiga eitthvert
mat, til þess að gæta hlutlægni og
fara ekki með eitthvað af stað sem á
ekki heima þar. En það kann vel að
vera og við þurfum að vera í stöðugri
rýningu á því.“
Gera greinarmun á ofbeldi
Hún segist telja að innan lögregl-
unnar sé ákveðinn greinarmunur
ennþá gerður á ofbeldi annars vegar
og kynferðisofbeldi hins vegar. „Já
ég hugsa það, svo ég skjóti svolítið
kalt á það. Að einhverju leyti út frá
sönnunarstöðunni, þar sem til að
mynda eru oftast færri vitni að kyn-
ferðisbrotum auk þess sem sönn-
unarbyrðin er erfiðari,“ segir Alda og
bætir við að sú gagnrýni sem fram
hefur komið sé lögreglunni holl.
„Eins sorglegt og það er, að þetta
skuli vera í þessum farvegi, þá er að
sama skapi virkilega hollt að fá þessa
gagnrýni til að geta rýnt betur í okk-
ar ferli. Það er mjög skýrt ákall frá
fólkinu í samfélaginu um að það vilji
breytingar.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mótmælafundur Mikið fjölmenni var fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær, þar sem meðferð lögreglu í málum mannanna tveggja var mótmælt.
Mótmæltu aðferðum lögreglu
Nokkur hundruð manns komu saman fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu Mótmæltu
því að lögregla hefði ekki krafist gæsluvarðhalds yfir meintum gerendum í kynferðisbrotamáli
Rannsókn málanna
» Seinna málið, sem lögreglan
hefur til rannsóknar, var kært
fyrst. Eru báðir mennirnir
sagðir tengjast því.
» Í framhaldinu barst önnur
kæra sem tengist aðeins öðr-
um þeirra.
» Báðir voru handteknir, hafð-
ir í haldi í tæpan sólarhring og
húsleit framkvæmd.
» Ekki þótti ástæða til að fara
fram á gæsluvarðhald og var
mönnunum sleppt úr haldi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórn Ríkisútvarpsins ohf. fékk höf-
unda nýrrar skýrslu um félagið á sinn
fund í gær. Guðlaugur G. Sverrisson,
starfandi formað-
ur stjórnar Ríkis-
útvarpsins, sagði
að á fundinum
hefði verið spurt
hvassra spurn-
inga og þeim svar-
að af hreinskilni.
„Stjórnarmenn
fóru yfir þetta út
frá sínum sjónar-
miðum. Skýrslu-
höfundar sátu fyrir svörum og svör-
uðu því sem að þeim var beint. Það
var ágætt að fá þetta samtal,“ sagði
Guðlaugur. Hann sagði að talsvert
hefði verið spáð í forsendur skýrsl-
unnar, sérstaklega viðmiðanir við
önnur lönd og aðra fjölmiðla. Guð-
laugur kvaðst vera ánægður yfir að
hafa haldið fundinn og farið yfir málin
með skýrsluhöfundum. Annar fundur
með höfundum skýrslunnar er ekki á
dagskrá.
„Nú þurfum við að horfa fram á
veginn og byggja á því sem mennta-
málaráðherra bað um með skýrsl-
unni. Byggja upp framtíð RÚV og
nota skýrsluna sem viðmið eins og
meiningin var hjá ráðherranum. Við
munum reyna að verða við þeim ósk-
um,“ sagði Guðlaugur. Hann sagði að
í skýrslunni væru miklar upplýsingar
um rekstur félagsins og fleira sem
gott væri að hafa á einum stað.
Fá þarf niðurstöðu um gjaldið
Guðlaugur sagði að í næsta mánuði
þyrfti Ríkisútvarpið að skila sam-
þykktri rekstraráætlun fyrir næsta
ár. Þar skipti miklu hvaða afnotagjöld
félagið fær. Hann sagði að mennta-
málaráðherra hefði lýst því yfir að
hann vildi sækja 17.800 kr. afnota-
gjald fyrir félagið en í útvarpslögum
sé kveðið á um 16.400 krónur. Fá
þyrfti niðurstöðu í það mál.
Einnig þarf Ríkisútvarpið að gera
nýjan þjónustusamning við mennta-
og menningarmálaráðuneytið í stað
samnings sem rennur út um næstu
áramót. Guðlaugur sagði að gerð
rekstraráætlunar og nýs þjónustu-
samnings þyrfti að haldast í hendur.
Hreinskiptar viðræður
Höfundar skýrslu um RÚV mættu á fund stjórnar félagsins Hvassra spurn-
inga var spurt Stjórnarformaðurinn segir að nú þurfi að horfa fram á veginn
Guðlaugur
Sverrisson
Morgunblaðið/Eva Björk
Ríkisútvarpið Skýrsluhöfundarnir mættu á fund stjórnar félagsins í gær.
Mikill hiti var í mótmælendum
við lögreglustöðina í gær.
Stigu tugir í pontu, jafnt karl-
ar sem konur, þolendur, for-
eldrar þolenda og aðrir sem
ekki hafa reynt kynferðisbrot
á eigin skinni. Börðust margir
við tárin á meðan aðrir leyfðu
þeim að flæða frjálst.
Sigríður Björk Guðjóns-
dóttir lögreglustjóri steig
einnig í pontu og sagði mikil-
vægt að finna fyrir samstöð-
unni og að lögreglan myndi
gera sitt besta til að vinna
betur. Var því svarað af mann-
fjöldanum með þeim orðum að það væri ekki nóg og var púað á lög-
reglustjórann þar til hún steig úr pontu. Eitt áhrifamesta augnablik mót-
mælanna átti sér hins vegar stað nokkru fyrr þegar ung kona steig í
pontu og færði mótmælendum þakkir, sem þolandi kynferðisofbeldis.
„Ég er komin úr gæsluvarðhaldi heiman frá mér og það er ykkur að
þakka.“
„Ég er komin úr gæsluvarð-
haldi heiman frá mér“
STERK SAMSTAÐA Á MÓTMÆLAFUNDINUM
Löggæsla Sigríður Björk og Alda Hrönn voru
báðar viðstaddar mótmælin lengi framan af.
„Það var far-
ið yfir efni
skýrslunnar
og ýmsar
spurningar.
Ég held að
þetta hafi
skýrst fyrir
mörgum og
gott að fá
tækifæri til
að fara yfir efnisatriðin sem eru
nokkuð skýr,“ sagði Eyþór Arn-
alds, formaður nefndar sem
samdi skýrslu um rekstur
Ríkisútvarpsins ohf. frá 2007.
Stjórnarfundur RÚV var fjöl-
sóttur. Auk stjórnarmanna voru
mættir starfsmenn. Eyþór sagði
ljóst að mönnum þætti vænt um
stofnunina. „Við teljum að það
sé mikilvægt að stjórnin sé upp-
lýst um vandann og í hverju
hann liggur,“ sagði Eyþór.
Farið yfir efni
skýrslunnar
FJÖLSÓTTUR FUNDUR
Eyþór Arnalds