Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Ragnheiður Haraldsdóttir lætur af
störfum sem forstjóri Krabba-
meinsfélags Íslands í janúar eftir
rúmlega sex ára starf en hún tekur
við formennsku norrænna samtaka
krabbameinsfélaga. Auk hennar
hverfa fjármálastjóri, markaðs-
stjóri og yfirlækir krabbameins-
skrár frá störfum á næstu mán-
uðum.
Í samtali við mbl.is segir Ragn-
heiður að hún láti af störfum til að
taka að sér fleiri verkefni sem
tengjast formennsku Íslendinga í
norrænum samtökum krabba-
meinsfélaga. Formennskunni gegn-
ir hún fyrir hönd Krabbameins-
félagsins. Kristján Oddsson,
sviðsstjóri leitarstöðvar félagsins,
hafi fallist á að taka við stöðu for-
stjóra tímabundið þar til ný stjórn
sem verður kosin á aðalfundi fé-
lagsins í vor hefur ráðið nýjan.
Markaðsstjóri og fjármálastjóri
félagsins hafa einnig sagt störfum
sínum lausum og hverfa til annarra
starfa á næstu mánuðum. Auk þess
lætur yfirlæknir hjá krabbameins-
skrá félagsins af störfum en hann
var í 20% starfi.
Fjórir yfir-
menn láta
af störfum
Breytingar hjá
Krabbameinsfélagi
Morgunblaðið/Ómar
Hættir Ragnheiður Haraldsdóttir
hverfur til annarra starfa.
Illugi Gunnarsson mennta- og
menningarmálaráðherra veitti í
gær verkefninu „Vinsamlegt sam-
félag“ hvatningarverðlaun Dags
gegn einelti 2015.
Nanna N. Christiansen, verk-
efnastjóri á fagskrifstofu skóla- og
frístundasviðs og formaður starfs-
hópsins um Vinsamlegt samfélag,
tók við verðlaununum við athöfn
sem Menntamálastofnun og Kópa-
vogsbær stóðu fyrir í leikskólanum
Álfaheiði. Viðurkenningin sem
starfshópurinn fékk er listaverk
eftir Koggu sem heitir Egg snjó-
fuglsins.
Verkefnið, sem er á vegum
Reykjavíkurborgar, varð fyrir val-
inu þar sem það hefur sannað sig
sem góður samstarfsvettvangur
gegn einelti þar sem öllum hags-
munaaðilum er stefnt saman með
það markmið í huga að berjast
gegn einelti. Verkefnið teygir anga
sína langt út fyrir skólann eða frí-
stundasviðið og sameinar gríðar-
legan fjölda fólks undir sama mark-
miði, segir í tilkynningu frá
Menntamálastofnun. „Vinsamlegt
samfélag er samfélag sem við vilj-
um öll búa í. Samfélag sem er með-
vitað um einelti og vinnur statt og
stöðugt gegn því en bregst einnig
skjótt og rétt við ef slík mál koma
upp. Samfélag sem vinnur saman
og stendur saman,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Í fyrra voru það Magnús Stefáns-
son og Páll Óskar Hjálmtýsson sem
fengu viðurkenninguna vegna já-
kvæðra skilaboða gegn einelti til
samfélagsins.
Vettvangur gegn einelti
Ljósmynd/Menntamálastofnun
Verðlaun Starfshópur um vinsamlegt samfélag ásamt ráðherra.
Verkefnið Vinsamlegt samfélag hlaut verðlaun
Í tilefni af 15 ára afmæli Janusar
endurhæfingar verður efnt til ráð-
stefnunnar „Starfsendurhæfing í
nútíð og framtíð“ á Grand hóteli
fimmtudaginn 12. nóvember kl. 8:30-
12:00.
Kristinn Tómasson, dr. med. geð-
og embættislæknir, opnar ráðstefn-
una og því næst flytur Styrmir
Gunnarsson, fv. ritstjóri, ávarp.
Erindi flytja: Kristín Siggeirs-
dóttir hjá Janusi, Ómar Hjaltason
geðlæknir, Gyða Eyjólfsdóttir sál-
fræðingur, Brynjar Ólafsson, upp-
eldis- og menntunarfræðingur, og
Brynjólfur Y. Jónsson bækl-
unarlæknir.
Aðgangur ókeypis og allir vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Nauðsynlegt er að skrá sig á
www.janus.is.
Ráðstefna
um starfsend-
urhæfingu
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Moggaklúbburinn mun í vetur bjóða meðlimum sínum
upp á afsláttarkjör á valda leiksýningu í hverjum mánuði í
samvinnu við leikhúsin í landinu. Í nóvember býður
Þjóðleikhúsið afslátt á „Heimkomuna“ eftir Harold Pinter
Teddy snýr heim á æskuheimili sitt í London með eiginkonu sinni Ruth,
eftir sex ára fjarveru. Ruth uppgötvar óþekktar hliðar á eiginmanni
sínum þegar hún kynnist fjölskyldu hans: föður hans, föðurbróður og
bræðrum hans tveimur. Þessir óhefluðu karlmenn taka að bítast um
athygli Ruthar og samskiptin á heimilinu verða sífellt ofsafengnari.
Leikrit Harolds Pinters hafa mörg hver allt að því hversdagslegt yfir-
bragð, en í þeim býr óvenjulegur kraftur, og undir yfirborðinu leynast
heiftúðug átök, kynferðisleg spenna, kúgun og ótti.
Heimkoman var frumflutt árið 1965, hlaut Tonyverðlaunin sem besta
leikrit ársins og er af mörgum talið magnaðasta verk Pinters.
MOGGAKLÚBBURINN
30% AFSLÁTTUR Á LEIKRITIÐ
„HEIMKOMUNA“ Í ÞJÓÐ-
LEIKHÚSINU Í NÓVEMBER
Hvernig fæ ég afsláttinn?
Hægt er að kaupa miða með afslætti með því að framvísa
Moggaklúbbskortinu í miðasölu Þjóðleikhússins.
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að
skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
„Byrjum á umgjörðinni. Hún er framúrskarandi.
Frumleg og óvænt, en líka hárrétt og viðeigandi
hjá Berki Jónssyni.“
Þorgeir Tryggvason
MORGUNBLAÐIÐ
Almennt miðaverð 4.500 kr.
Moggaklúbbsverð 3.465 kr.