Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Landsfundirtveggjastjórn-
málaflokka, sem
fram fóru fyrir
skömmu, veltu
fyrir sér framtíðar-
skipan íslenskra banka. Ekkert
er skrítið við það nema síður sé.
Sjö ár eru síðan bankar féllu
með brestum um allan heim en
mörgum var bjargað með því að
skattgreiðendur lögðu óspurðir
fram ógrynni fjár, seðlaprent-
un var aukin og vextir lækkaðir
og það jafnvel niður fyrir núllið.
Þrátt fyrir að tekist hafi að
bjarga mörgum bönkum með
þessum aðferðum eru margir
órólegir og fá ekki fyllilega
skilið stöðuna. Sumir halda því
fram að bankauppgjörið hafi
enn ekki farið fram. Því hafi
verið frestað. Og margir spyrja
sem svo: Peningar hafa verið
ókeypis eða borgað með þeim í
sjö ár. Olíuverð hefur lækkað
um 50% og stórkarlaleg seðla-
prentun hefur farið fram hjá
fjölmörgum öflugum seðla-
bönkum í sjö ár eftir banka-
áföllin, (seðla„prentunin“ er að
vísu einkum rafræn) en samt er
hagvöxtur í skötulíki og sáralít-
ið líf hefur færst í efnahagslífið.
Hvað veldur þessum undrum?
Ekkert einhlítt svar hefur
verið gefið við þessari spurn-
ingu, þótt hundrað þúsund hag-
fræðingar hafi hugsað hana
upphátt. Peningaprentun
seðlabankanna hefur verið
beint að hallarhliðum fjármála-
lífsins. Þeir sem hafast fyrir
handan hengibrúarinnar í þeim
köstulum hafa fóðrað alla sína
vasa með fé. Hlutabréf kaup-
hallanna hafa hækkað mikið í
verði. Þeir sem eru svo flinkir
að selja á réttu verði áður en
bólan springur verða ríkir
menn í marga ættliði eftir það.
En þetta fé hefur ekki skilað
sér þangað sem seðlabanka-
stjórarnir hafa sjálfsagt í upp-
hafi ætlað því að fara: Inn í
hringrás veltunnar, styrkjandi
væntingar vinnandi fólks og
þær svo ýtt undir kaupgleði
þeirra, fjárfestingarvilja og
hæfilega áhættusókn. Ekkert
af því hefur gerst. Mjög er í
tísku að hæðast að hugmyndum
uppþornaða marxistans
Jeremys Corbyns, sem fékk
leiðtogatauma Verkamanna-
flokksins í hendur með afger-
andi kosningu. Það er ekki
nema von að glott sé út í annað,
því að leiðtoginn hefur verið að
dusta rykið af ýmsum útjösk-
uðum hugmyndum sem vond
reynsla er fyrir löngu komin af.
En það er ekki þar með sagt að
allt sé ómögulegt sem Corbyn
nefnir. Engum er alls varnað.
Corbyn hefur t.d. aðra sýn á
pengingaprentunina sem seðla-
bankastjórarnir gáfu það dul-
arfulla nafn „QE“ og „QE 2“
(magnmildun, svo þeir yrðu
ekki gerðir að
heiðursfélögum í
prentarafélögum
hundrað landa).
Corbyn segist ekki
vilja útiloka að pen-
ingaspýting af
þessu tagi verði brúkuð aftur,
næst þegar bankakerfið hrynji.
En hann vill ekki að þá verði
aftur farin Krýsuvíkurleið að
markmiðinu. Prentuðu pen-
ingana eigi að senda beint í
vasa launþega, en ekki þeirra
sem kollsigldu bankakerfið.
Hlegið er góðlátlega að þessu í
von um að yfirlætið sjáist ekki.
En þá er minnt á, að erki-
frjálshyggjupresturinn Milton
Friedman hafi verið á þessum
nótum. Telji menn sig neydda
til að fara þessa leið taldi hann
best að fljúga með búntin af ný-
prentuðum peningum í þyrlum
og dreifa þeim þaðan yfir
fjöldann (Egilsskallagríms-
varíanturinn).
Á fyrrnefndum landsfundum
verður ekki sagt að umræðan
um hvað ætti að gera við bank-
ana hafi náð langt né að línur
væru lagðar. Hjá sjálfstæðis-
mönnum hreyfði formaðurinn
því í ræðu að einhverju af and-
virði banka, t.d. 5%, yrði dreift í
jöfnum hlut eftir þjóðskránni.
Nefndi hann í leiðinni að slík
aðgerð gæti verið góð aðferð til
að tryggja dreifða eignaraðild.
En það hlyti þó væntanlega að
fara að mestu eftir því hvernig
afgangurinn, 95%, legðist.
Á landsfundi VG beindist
umræðan að nauðsyn þess, að
einn bankinn a.m.k. yrði „sam-
félagsbanki“. Flestir verða
ósjálfrátt varir um sig þegar
slíkum blíðmælum er klínt á til-
vonandi opinbera stofnun. En
auðvitað er ekkert að því í lýð-
ræðisríki að viðra svona hug-
myndir og fylgja þeim. Vænt-
anlega felst það í hinu göfuga
heiti að arðsemiskröfur séu aft-
arlega á meri þess konar banka.
Því sé sjálfsagt að lýðræðislega
kjörnir fulltrúar stjórni honum,
enda mun „samfélagslegt mat“
verða lagt til grundvallar
ákvörðunum.
Menn muna stofnanir eins og
Framkvæmdastofnun, Byggða-
stofnun, nýsköpunarsjóði og
svo framvegis. Ýmsir nefna
Íbúðalánasjóð sem „samfélags-
stofnun“ en stjórnendum hans
er þó gert að hafa fjárhagsleg
sjónarmið ofarlega á blaði.
Hefur nokkur stofnun borið út
fleira fólk en sá sjóður? Engin
stofnun á nú fleiri tómar íbúðir
en hann á meðan skortur er á
leiguíbúðum. Eru ekki bankar
aftur farnir að bjóða betri lána-
kjör en Íbúðalánasjóður?
Þannig að velviljaðir stjórn-
málamenn ættu ekki að ganga
fram af sér í góðgerðaskyni við
almenning. En sem sagt þá er
bankaumræðan hafin, en hún er
komin skammt á veg.
Það er ekki útilokað
að bankaumræðan
komist upp úr
hjólförunum}
Bankaumræða er hafin
Þ
að var verulega klókt hjá Björk
Guðmundsdóttur og Andra Snæ
Magnasyni að sæta færis meðan á
Iceland Airwaves stóð að efna til
blaðamannafundar til að vekja at-
hygli á verndun hálendisins á Íslandi. Megnið
af þeim erlendu blaðamönnum sem hátíðina
sóttu heim voru jú líklegir að stökkva til og
hlýða á þennan frægasta sendiherra okkar Ís-
lendinga á erlendri grund, fyrr og síðar, og
heyra þarfan boðskapinn. Hálendi Íslands er í
senn náttúruperla, aðdráttarafl og auðlind, og
um það verður að standa vörð. Háspennulín-
ur, virkjanir og önnur mannanna spjöll eiga
þar ekkert erindi og málstaðurinn er þess
virði að vekja á honum athygli og afla honum
fylgis. Hálendið ber að gera að þjóðgarði og
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, segir á Facebook-síðu sinni: „Ég held að
báðar séum við unnendur íslenskrar náttúru og viljum
framtíð landsins okkar og þjóðar sem allra besta.“ Við
þessi orð þarf ráðherra nú að standa og taka sér varð-
stöðu um náttúru hálendisins, svo ljóst sé að hún meini
það sem hún skrifar. Það getur vel verið að Ragnheiði
Elínu svíði sú tilhugsun að erlenda pressan, einkum sval-
heitaboltar á borð við David Fricke hjá tímaritinu Roll-
ing Stone sem stóð og fylgdist með blaðamannafundi
Bjarkar og Andra, hugsi með háði og fyrirlitningu um
stjórnvöld sem hafi það í huga að spilla hálendinu. En þá
hefur ráðherra það líka í hendi sér að stíga fram, taka af
skarið og mæla fyrir um að hálendið verði
lýst þjóðgarður sem allra fyrst, áður en það
er um seinan. Hér þarf hugur að fylgja máli.
Það er hins vegar skiljanlegt að pólitík-
usinn Ragnheiður Elín eigi erfitt með að
standa með sjálfri sér og sannfæringu sinni,
þeirri sem kemur fram á Facebook-síðu
hennar; nóg er af tækifærissinnum sem láta
stjórnast af persónulegum hagsmunum og
hugsa aðeins til skamms tíma. Athugasemd-
irnar við fréttina á mbl.is sýndi að það er ekki
logið á málefnalegan málflutning virkra á
þeim vettvangi:
“Hvaða furðulega höfuðfat er Björk eig-
inlega með?“
“Henni væri nær að hún borgaði skatta hér
á landi áður en hún fer að rífa kjaft.“
“Haltu þig við tónlistina, góða; þar veistu
að minnsta kosti hvað þú ert að tala um.“
Það var og. Þó Björk hefði mætt í jólasveinabúning
með regnbogahárkollu væri málstaður hennar jafngóður
og áríðandi fyrir því. Í þessu sambandi skiptir ekki
nokkru máli hvar Björk greiðir skatta. Hennar listræna
framlag síðasta aldarfjórðung er langstærsta ástæða
þess að erlendir einstaklingar frá hinum ýmsu þjóðum
heims hafa yfirleitt hugmynd um að Ísland er til. Af-
leiddar gjaldeyristekjur af tónlist hennar eru slíkar að
öll önnur átaksverkefni blikna og blána í samanburði.
Að lokum legg ég svo til að hálendið verði gert að þjóð-
garði hið fyrsta. jonagnar@mbl.is
Jón Agnar
Ólason
Pistill
Björkin blífur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Líta má á þróun umferðar ávegum landsins sem eins-konar hitamæli á umsvifiní samfélaginu. Ef hann
mælir rétt þá hafa umskiptin í sam-
anburði við fyrri ár orðið í sumar. Á
völdum mælistöðvum á hringveg-
inum varð breytingin í júní og hefur
flesta mánuði síðan verið yfir fyrra
meti eða alveg við það. Umferðin um
Hvalfjarðargöng hefur á sama tíma
verið meiri en nokkru sinni.
Umferðin í 16 lykilsniðum
Vegagerðarinnar á hringveginum
hefur aukist um 5,4% á árinu, miðað
við sama tíma í fyrra. Vegagerðin
telur allar líkur benda til þess að um-
ferðin aukist um 5,5% á árinu í heild,
miðað við árið 2014. Aukningin er
heldur hægari á höfuðborgarsvæð-
inu en úti á landi. Tölur frá Speli sem
rekur Hvalfjarðargöngin benda til
heldur meiri aukningar, eða um 6%.
Gangi það eftir munu um 2.050 þús-
und bílar fara um göngin á öllu árinu
og er það meira en nokkru sinni.
Metið til þessa er árið fræga, 2007,
þegar 2.030 þúsund bílar brunuðu í
gegn.
Umskiptin urðu í júní
„Ég tel að frumástæðan sé auk-
in umsvif í atvinnulífinu, aukinn hag-
vöxtur. Við höfum bent á að það er
alger fylgni á milli þess og þróunar
umferðar. Það er einnig reynslan er-
lendis. Umferðin er góður rauntíma-
mælikvarði á það hvernig þjóðfélag
gengur,“ segir Friðleifur Ingi Brynj-
arsson, verkefnastjóri hjá Vegagerð-
inni, sem heldur utan um upplýs-
ingar um umferðina. Hann bendir á
að umsvifin komi fram mun seinna í
hinum viðurkenndu tækjum sem
hagfræðingar nota.
Fyrstu mánuði ársins var um-
ferðin minni en á árunum 2007 til
2010 þegar hún var einna mest. Ef
umferðin mælir hagsveifluna þá hef-
ur hagkerfið náð fyrri styrk eftir nið-
ursveifluna sem hófst 2008. Það
mark náðist í júní. Þann mánuð sló
hún öll met, bæði á hringveginum og
í Hvalfjarðargöngum, og hefur hald-
ið sig á þeim slóðum síðan.
Umferð eykst á hverju ári
vegna fjölgunar fólks og fjölgunar
ökutækja. Það skýrir ekki nema lít-
inn hluta þróunarinnar. Spurður um
aðra sértækari áhrifaþætti segir
Friðleifur Ingi að lækkun bens-
ínverðs kunni að hafa áhrif til
skamms tíma litið. Áhrifin geti kom-
ið fram innan ársins. Reynslan sýni
hins vegar að verð á bensíni ráði ekki
ferðahegðun fólks til lengri tíma.
Fólk sé mest á ferðinni af nauðsyn.
Almenningur þurfi að sækja sér
þjónustu og verktakar þurfi að flytja
vörur. Þótt einhver „ónauðsynleg“
einkaneysla komi einnig fram telur
hann að hún jafnist út. Fólk skeri
væntanlega ekki alveg niður heim-
sóknir til ættingja í öðrum lands-
hlutum þótt olíuverð sé hátt. Þá
bendir Friðleifur Ingi á að kaup-
máttur hafi yfirleitt fylgt olíuverði,
svo það ætti ekki að hafa mikil áhrif.
Fjölgun ferðafólks
Margföldun á heimsóknum
ferðamanna á örfáum árum hefur
vafalaust einnig áhrif á aukningu
umferðar. Þau áhrif hafa ekki verið
metin. Athuganir fyrir nokkrum
árum bentu til að um 10% um-
ferðarinnar á ársgrundvelli
væri vegna erlends ferðafólks.
Áhrifin koma fram með mis-
munandi þunga. Ferðafólk
hefur ekki mikil áhrif á um-
ferðartölur við höfuðborg-
arsvæðið en þeim mun
meiri við vinsæla
ferðamannastaði á
Suðurlandi.
Umferðin er hita-
mælir á umsvifin
Morgunblaðið/Ómar
Suðurlandsvegur Útlit er fyrir 5,5% aukningu á hringveginum í ár, miðað
við síðasta ár, og allt að 6% aukningu á umferð um Hvalfjarðargöng.
„Svo lengi sem fjármagn fylgir
aukinni umferð getum við mætt
þessu,“ segir Friðleifur Ingi
Brynjarsson, verkefnastjóri hjá
Vegagerðinni, um áhrif aukinnar
umferðar á vegakerfið.
„Ef umferðin eykst ár eftir ár
í langan tíma umfram það sem
við náum að byggja upp er eðli-
lega hætt við að vegunum verði
ekki haldið nógu vel við og slys-
um fjölgi,“ segir Friðleifur. Hann
segir best að árleg aukning um-
ferðar fari ekki yfir 2-5% til að
hægt sé að ráða við hana. Aukn-
ingin í ár verður augljóslega á
ytri mörkunum.
Aukningin er misjöfn eft-
ir landshlutum. Austurland
sker sig úr með nærri
14% aukningu. Tekið er
fram að lítil umferð sé
þar og Friðleifur Ingi
bendir á að veður og
færð geti sveiflað
tölum til.
Slysum gæti
fjölgað
OF MIKIL AUKNING
Friðleifur
Ingi Brynjarsson