Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 9
Rafbækur » Rúmlega 700 íslenskar raf- bækur hafa verið gefnar út. Lítill hluti þeirra eru nýjar eða nýlegar bækur. » Aðeins rúmlega 200 titlar eru til sölu á Amazon. Þeim fer þó mjög fjölgandi, ekki síst á vegum Forlagsins. » Þúsundir eða tugir þús- unda lesbretta eru til hér á landi, auk snjallsíma og spjaldtölva. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Um 70 titlar íslenskra rafbóka sem Forlagið gefur út eru nú fá- anlegir fyrir Kindle-lesbretti hjá Amazon-netbókabúðinni og þeim fjölgar vikulega. Þar á meðal eru nýjar og eldri bækur sem útgáfan hefur áður gefið út rafrænt. Út- gáfan stefnir að því að koma nýj- um bókum sem gefnar eru út í jólabókaflóðinu jafnóðum inn á Amazon. Forlagið gerði nýlega sam- komulag við Amazon um tekjuskiptingu sem gerir það að verkum að út- gáfan sér grund- völl til þess að gefa út fjölda titla fyrir Kindle-lesbretti Amazon-verslunarinnar. „Við er- um fyrst núna að kynna þessar bækur til leiks inni í Amazon- versluninni. Við munum sjá á næstu vikum hvort ekki sé eftir- spurn eftir íslenskum bókum inn á Kindle-lesbrettin. Miðað við þá eftirspurn sem við höfum greint til þessa, erum við bjartsýn á að það muni stækka íslenskan raf- bókamarkað verulega,“ segir Egill Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Forlagsins. Ófáanlegar bækur koma út Stefna Forlagsins er að fjölga verulega rafbókum. Það verður bæði gert með því að nýjar bækur koma út á svipuðum tíma í rafbókarformi og á prenti. Eins verður, að sögn Egils Arnar, sótt verulega fram í því að gera eldri bækur fáanlegar á rafrænu formi, jafnvel bækur sem hafa verið ófá- anlegar um hríð. Horft verður til bókmenntasögunnar, titla sem gefnir voru út undir lok síðustu aldar. Það mun gera úrvalið fjöl- breyttara. „Það er mikilvægt að framboðið aukist til að íslenskur rafbókamarkaður dafni. Ég tel að eftirspurnin komi í þessu tilviki á eftir framboðinu,“ segir hann. Forlagið heldur áfram að gefa út rafbækur á eigin vegum. Út- gáfuformunum hefur fjölgað veru- lega. Margar nýjar bækur koma nú út í fimm útgáfum, að sögn Eg- ils Arnar, það er að segja tveimur rafbókaútgáfum, prentaðri inn- bundinni bók, pappírskilju og hljóðbók. Verðlagningin gagnrýnd Borið hefur á gagnrýni á verð rafbóka, meðal annars á Amazon. Lesandi sem hafði samband við blaðið velti því fyrir sér af hverju íslenskar rafbækur þurfi að kosta yfir 3.000 krónur þegar ekki þurfi að prenta þær í prentsmiðju, binda inn, pakka, flytja, liggja með á lager og selja út úr búð. Hann segist hafa séð íslenskar rafbækur verðlagðar á yfir 3.000 krónur en hægt hafi verið að kaupa á innan við 2.000 krónur sem pappírskilju í bókabúð. Verðið á bókunum á Amazon er ákaflega breytilegt. Sem dæmi um nýútkomna bók sem kemur út samhliða á pappír og rafrænu formi má nefna bókina Sjóveikur eftir Hallgrím Helgason. Rafbókin kostar 34,23 Bandaríkjadali eða sem svarar 4.470 íslenskum krón- um. Heimska eftir Eirík Örn Norðdahl kostar á Amazon 28,88 dollara sem samsvarar 3.770 krónum íslenskum. Egill segir að stefna Forlagsins sé sú að rafbókin sé yfirleitt held- ur ódýrari en ódýrasta útgáfa af prentuðu bókinni. Hann bendir á að prentkostnaður er 20-25% af kostnaði við útgáfu verks. Ekki megi gleyma því að ýmis kostn- aður fylgi útgáfu rafbókar. Um- brot þurfi að gera á hin ýmsu form, hýsing kosti sitt sem og dreifing. Verð lækkar á mörgum titlum „Mér finnst að Amazon hafi að einhverju leyti kastað ryki í augu rafbókakaupenda með því að gefa í skyn að bækurnar þurfi ekki að kosta neitt. Athyglisvert er að skoða það í ljósi þess að rafbækur á metsölulistum eru yfirleitt dýr- ari en ódýrasta prentaða útgáfan. Því er öfugt farið hjá íslenskum bókaútgefendum,“ segir Egill Örn. Hann lætur þess jafnframt getið að í tengslum við þann mikla fjölda rafbóka sem Forlagið býður nú til sölu á netinu hafi verð verið lækkað á fjölmörgum titlum. Jólabækurnar koma jafnóðum út sem rafbækur á Amazon  Forlagið hefur gefið út 70 titla sem rafbækur fyrir Kindle-lesbretti Amazon Morgunblaðið/Sigurgeir Lestur Kindle-lesbrettið er vinsælasta lestölvan hér á landi. Vantað hefur íslenskar rafbækur til að auka hlut íslenskunnar. Egill Örn Jóhannsson FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Blússur Verð 9.800 str. s-xxxl Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. Silfurhúðum gamla muni Tryggvagötu 18 - 552 0160 Gjöfin sem vermir Hún var löng biðröðin í strætisvagn á leið 1 með Strætó í Lækjargötu í gær, er ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Nemendur voru þar fjölmennastir og þeir hefðu eflaust getað sungið í huganum lagið Allir með strætó, allir með strætó, enginn með Steindóri, en lík- lega voru flestir með eigið lagaval í heyrnartólunum. Morgunblaðið/Eva Björk Allir með strætó, allir með strætó … Óvenjumikið var um reiðhjólaslys á höfuðborgarsvæðinu í gær. Um kl. hálfþrjú var tilkynnt um að ekið hefði verið á barn á reiðhjóli á Hofsvallagötu. Einnig var tilkynnt skömmu eftir klukkan fjögur að ek- ið hefði verið á reiðhjólamann á Snorrabraut. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu mun í báðum til- fellum hafa verið um minniháttar slys að ræða. Ennfremur barst tilkynning skömmu fyrir klukkan tvö um reið- hjólamann sem hafði fallið af hjóli sínu og slasast. Sótti sjúkrabifreið hann og flutti á slysadeild. Rekja má flest óhöppin til hálku og þess að sterk sól var lágt á lofti. Þrjár tilkynningar um reiðhjólaslys Fiskimjölsverksmiðja HB Granda á Vopnafirði hefur tekið á móti um 2.600 tonnum af kolmunna til bræðslu það sem af er vetri. Í frétt HB Granda er vitnað í Sveinbjörn Sigmundsson verk- smiðjustjóra sem er ánægður með kolmunnann og segir hann vera gæðahráefni. Hann greinir frá því að Venus NS hafi landað einu sinni tæplega 1.700 tonnum og svo aftur um 900 tonnum um síðustu helgi. Þá var komin bræla á miðunum og var skipið því kallað inn. Sveinbjörn sagði að kolmunninn væri mun betra hráefni nú en það sem þeir fengu í vor. Fiskurinn er bæði feitari og stærri og nú er fituprósentan um 4%. Kolmunninn hefur veiðst utar- lega í svonefndum Rósagarði aust- ur undir miðlínunni á milli Íslands og Færeyja. Þar hefur verið þokka- legasta veiði í rúmar tvær vikur. Venus NS er farin á síld líkt og Faxi RE sem landaði 700 tonnum í gær. Lundey NS er á kolmunna. Ljósmynd/Viðar Sigurðsson Venus NS Skipið hefur landað góðum kol- munna á Vopnafirði en er nú farið á síld. Mikið að gera á Vopnafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.