Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
„Við viljum að spítalanum sé tryggt
nægt fjármagn til að sinna hlutverki
sínu þannig að það komi alls ekki til
þess að veiku fólki sé vísað frá,“ seg-
ir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Geðhjálpar, en
samtökin sendu heilbrigðisráðherra
opið bréf fyrir helgi þar sem skorað
var á stjórnvöld að tryggja not-
endum geðsviðs Landspítalans
fyrsta flokks þjónustu og stuðning
til að ná bata og aðlagast samfélag-
inu á nýjan leik að loknum veik-
indum.
Brotalamir séu á heilbrigðiskerf-
inu sem valdi því að andlega veikir
einstaklingar fá ekki aðstoð við hæfi
sem getur haft alvarlegar afleið-
ingar. „Í okkar huga er eitthvað
verulega rangt og öfugsnúið þegar
manneskja viti sínu fjær af ótta við
að vinna sjálfri sér mein kemur og
biður um hjálp og er dáin tveimur
dögum seinna án þess að hafa fengið
hana,“ segir í fylgigögnum opna
bréfsins þar sem lesa má skriflegar
athugasemdir sem lýsa raunum ein-
staklinga í geðheilbrigðiskerfinu.
Betri þjónustu á báðum endum
„Það þarf að tryggja betri þjón-
ustu á báðum endum en bæta þarf
fyrsta stigs þjónustu þar sem tryggt
er aðgengi að sálfræðingum í gegn-
um skóla og heilsugæslu. Þannig
minnkar vandinn og álagið á spít-
alann í kjölfarið,“ segir Anna Gunn-
hildur en einnig þurfi að auka við
fjárveitingu til spítalans ásamt
mannafla á geðsviði og plássi fyrir
þá sem leggjast þurfi inn.
Þá þurfi einnig að tryggja eftir-
fylgni í framhaldi af útskrift af spít-
alanum. „Setja þarf á fót skjólshús,
sem er hvíldarúrræði fyrir fólk sem
kemur út af spítala. Styrkja þarf líka
einstaklingsbundna þjónustu, til
dæmis þjónustu heim og geðheilsu-
teymi fyrir alla Reykjavíkurborg,“
tiltekur Anna Gunnhildur.
Þörfin fyrir þjónustu á geðsviði
hafi vaxið mikið á sama tíma og nið-
urskurðarkrafa hafi legið á öllum
sviðum spítalans, að sögn Önnu
Gunnhildar.
Mikil aukning varð til að mynda á
sjálfsvígssímtölum í hjálparsímann
og aðsókn í ráðgjafaviðtöl hjá Geð-
hjálp í kjölfar átaksins „Út með
það“, þar sem ungir karlmenn voru
hvattir til að tala um tilfinningar sín-
ar. „Við sjáum því stigvaxandi aukn-
ingu sem veldur sérstaklega miklu
álagi núna.“
Skref í rétta átt en þarf meira
Ánægjulegt sé þó að sjá ákveðna
vitundarvakningu í samfélaginu en
það verði til þess að fleiri leiti sér
hjálpar. Geðheilbrigðisstefna og að-
gerðaáætlun heilbrigðisráðherra
sem kynnt var á dögunum sé góðra
gjalda verð en það þurfi meira.
„Við erum glöð yfir hverju skrefi
og þetta er vissulega skref í rétta
átt,“ segir hún en gera þurfi heild-
stæðari stefnu til lengri tíma.
Morgunblaðið/Ómar
Hjálp Geðhjálp var með ákall til ráðherra vegna stöðu geðheilbrigðismála.
Vísi ekki veikum frá vegna fjárskorts
Geðhjálp vill
betri þjónustu á
geðsviði LSH
„Þörfin er mikil allt árið um kring en
þó allra mest um jólin,“ segir Anna
H. Pétursdóttir, formaður Mæðra-
styrksnefndar Reykjavíkur, en ár-
legri úthlutun matar til þeirra sem
aðstoðar þurfa við yfir jólahátíðina
verður bráðlega ýtt úr vör.
Formenn aðildarfélaga Mæðra-
styrksnefndar hittust á fundi í gær-
dag til að samræma aðgerðir vegna
úthlutunarinnar en tekið verður við
umsóknum mánudagana 16., 23. og
30. nóvember á milli kl. 10 og 14 í
húsnæði Mæðrastyrksnefndar í Há-
túni 12b. Til að hljóta úthlutun verð-
ur viðkomandi að hafa skráð sig og
staðfest þörf sína með skattframtali.
„Það hefur enginn neitt á móti því og
þetta gengur vel,“ segir Anna.
Úthlutanirnar fara svo fram dag-
ana 17., 18., 19. og 21. desember í
Hátúninu. Búist er við á þriðja þús-
und umsækjenda um mataraðstoð.
Mæðrastyrksnefnd stólar á frjáls
framlög en Anna reiknar með að
kostnaðurinn fyrir komandi jól verði
um 40 milljónir. „Öll framlög eru því
vel þegin,“ en bankareikningur
nefndarinnar er nr. 101-26-35021 og
kennitala 470269-1140. laufey@mbl.is
Mæðrastyrksnefnd
undirbýr úthlutun
Þörf fyrir aðstoð allra mest yfir jólin
Aðstoð Formenn aðildarfélaga Mæðrastyrksnefndar skipulögðu jólatíðina.
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16
Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
FASTUS býður upp á mikið
úrval af stuðningshlífum
frá Sporlastic.
Vandaðar vörur á góðu verði.
Sporlastic vörurnar fást
einnig í flestum apótekum.
NJÓTTU
LÍFSINS
Eftir sölu á
Neyðarkalli
björgunarsveita
nú um helgina
fékk Landsbjörg
ábendingar um
að á einstaka
kalli væri drif-
skaftið, sem
karlinn heldur á,
ekki nógu vel
límt og gæti
losnað við lítið
átak.
„Slysavarnafélagið Landsbjörg
hvetur styrktaraðila sína til þess
að gæta þess að litlir fingur leiki
sér ekki með Neyðarkallinn enda
er hann ekki seldur sem leikfang
heldur lyklakippa. Komi til þess að
Neyðarkallinn missi drifskaftið
geta eigendur hans haft samband
við skrifstofu félagsins og fengið
nýjan í skiptum fyrir þann sem
missti,“ segir í fréttatilkynningu
sem Landsbjörg sendi til fjölmiðla
í gær.
Neyðarkallinn hefur
misst drifskaftið
Neyðarkall björg-
unarsveita í ár.