Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Um síðustu helgi var haldiðjóga-hlédrag við Laxá íKjós sem Margrét ArnaArnardóttir og Sólbjört Guðmundsdóttir stóðu fyrir. Báðar eru þær kundalini-jógakennarar. Margrét Arna rekur jógastöðina B yoga, Nethyl 2 og Sólbjört rekur Ljósheima í Borgartúni 3. Þær eru báðar reyndir kennarar, samanlagt með áratuga reynslu af margskonar kennslu. Síðustu misseri hafa þær haldið lengri og skemmri námskeið saman og segist Arna elska töfrana sem myndast þegar þær sameina krafta sína. Í janúar halda þær áfram með nýtt námskeið og annað hlédrag er strax komið í pípurnar en hún segir það verða í vor. Töfrar þegar þær kenna „Við erum virkilega glaðar með helgina og virtust þátttakendur vera það líka. Flestir töluðu um að hafa losað sig við mikla streitu og færu endurnærðir heim. Yfirskrift hlé- dragsins að þessu sinni var „nær- andi og umbreytandi helgi í sveita- sælunni í Kjós“. Áherslan var á að koma jafnvægi á huga, líkama og sál og vinna með ákveðnar orkustöðvar. Við gerðum kundalini-jóga, hug- leiddum, dönsuðum, vorum með gong-slökun, listsköpun og ýmislegt fleira. Sólbjört hefur víðtæka reynslu í andlegri vinnu og kennslu og leiddi hún hópinn meðal annars í djúpa vinnu með orkustöðvarnar. Að sjálfsögðu nýttum við okkur nátt- úrufegurðina í Kjósinni sem skartaði sínu fegursta um helgina. Við meðal annars hugleiddum úti við Laxána. Kjós er fallegur staður og það er Líkaminn núllstilltur á hlédragi í Kjósinni Uppselt var um liðna helgi í svokallað jóga-hlédrag sem haldið var í Kjósinni. Með þátttöku í hlédragi gefst fólki tækifæri til að fá frí frá erli hversdagsins og einnig gott ráðrúm til að sinna sjálfu sér og hlaða batteríin. Þátttakendur breyttu veiðihúsi í Kjós í jógamiðstöð og símarnir voru skildir eftir heima. Kennarar Arna og Sólbjört brostu sínu breiðasta um helgina. Þær eru báðar mjög reyndir kennarar með áratuga reynslu af margskonar kennslu. Hugleitt Þetta var fyrsta hlédragið sem þær Arna og Sólbjört halda saman en yfirskrift helgarinnar var: Nærandi og umbreytandi jógahelgi. Hvernig má skipuleggja borg fyrir börn og unglinga? – er spurning sem glímt er við í fundaröð sem umhverf- is- og skipulagssvið Reykjavíkur- borgar stendur fyrir ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn er í kvöld kl. 20 á Kjarvalsstöðum og eru allir velkomnir. Borg, börn og unglingar verða í öndvegi á fundinum sem er bæði fyrir áhuga- og fagfólk um vinsamlega borg. Auk Hjálmars taka til máls Hall- dóra Hrólfsdóttir skipulagsfræð- ingur, Dagný Bjarnadóttir landslags- arkitekt og Trausti Jónsson, tóm- stunda- og félagsmálafræðingur, en þau hafa öll reynslu af og þekkingu á því að taka þátt í að móta umhverfið út frá þörfum barna og ungmenna. Markmiðið er að efla umræðu um málið og safna sjónarmiðum. Vefsíðan www.reykjavik.is Morgunblaðið/Golli Góð borg fyrir alla Aðbúnaður barna og unglinga er gott viðmið í borgum. Barnvæn borg í brennidepli Lögfræðingafélag Íslands efnir til hádegisverðarfundar í dag frá 12-13 í Nauthól. Þar verður farið yfir málefni flóttamanna í Evr- ópu og Schengen-samstarfið. Framsögumaður er Erna Kristín Blöndal, lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu og doktorsnemi í lögfræði. Atli Við- ar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, mun svo segja í stuttu máli frá þeim verkefnum sem hjálparstofnanir standa frammi fyrir í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Fundarstjóri er Kol- brún Sævarsdóttir héraðsdóm- ari. Endilega … … Fræðist um málefni flóttafólks AFP Þau voru heldur betur kát, Karl Breta- prins og eiginkona hans Camilla, her- togaynja af Cornwall, þegar þau heim- sóttu Turangawaewae Marae á Nýja-Sjálandi á dögunum. Þau eru núna í tveggja vikna heimsóknarferð um Nýja-Sjáland og Ástralíu og koma víða við. Lítt virtist þeim bregða þegar Maórar, frumbyggjar Nýja-Sjálands, tóku á móti þeim sem fáklæddir og helhúðflúraðir stríðsmenn og tóku til við að dansa af miklum móð af fornum sið, reka út úr sér tunguna, öskra, gretta sig og glenna. Þau eru greini- lega öllu vön þessi heiðurshjón, en væntanlega hefur þeim líka verið kennt frá frumbernsku að bregða ekki svip hvað sem á gengur. Konunglegir fulltrúar landsins þurfa að kunna sig á opinberum vettvangi, það er næsta víst, en vonandi eru þau ófeimin við að sprella í einrúmi. Klæðalitlir og kröftugir fóru stríðsmenn á kostum Húðflúraðir frumbyggjar dönsuðu fyrir Karl og Camillu AFP Seremónía Skinnum hafði verið kastað yfir Karl og Camillu sem er hluti af hefðinni, og hér njóta þau þess að sjá fáklæddan frumbyggja sýna „haka“. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.