Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 23

Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Mál hjúkrunarfræð- ingsins á Landspít- alanum, sem hefur ver- ið í fréttum síðustu daga, hefur sótt með auknum þunga á hug minn og nú svo, að ég hlýt að setja hugsanir mínar á blað. Ég veit ekki hver þessi kona er, þekki ekki nafn hennar, veit það eitt, að hún er systir mín og hlýtur að eiga mjög erf- itt. Hún hefur verið ákærð fyrir „manndráp af gáleysi“. Þetta eru hræðileg orð, ægileg ásökun. Mér skilst á fréttum af þessum atburði að aðstæður hafi verið hinar erfiðustu; undirmönnuð deild, konan að bæta við sig aukavakt og þurfti þess utan að sinna kalli frá tveimur öðrum deildum, sinni í hvorum enda hússins. Það vill svo til, að ég þekki sjálfur vel slíkar aðstæður og hef þurft að horfast í augu við afleiðingarnar, mis- tök í starfi vegna of mikils vinnuá- lags. Sem betur fer voru mannslíf ekki í hættu. Starf prestsins er yfir- leitt ekki þannig. En hefði ég verið hjúkrunarfræðingur er eins víst að álagið hefði valdið alvarlegu slysi. Hjá mér fólst þetta í athöfnum, sem ég var að vinna fyrir fólk. Ég get ekki tíundað þá hluti. Þetta voru sárafá skipti, en ég hlaut að biðjast fyr- irgefningar og var svo lánsamur að fá hana ætíð með miklum kærleika. Þegar ég horfi á þetta mál, þá kem- ur strax upp spurningin: Hvernig getur spítali, háskólasjúkrahús, boðið starfsmanni upp á slík- ar aðstæður? Þarna eru kröfurnar ómann- eskjulegar. Þær bein- línis kalla á yfirsjónir, enda hefur spítalinn einnig verið kærður. En hvers vegna er álagið svona mikið? Ég nefndi undirmönnun. Hún er staðreynd. Og af hverju? Af því að spít- alanum er haldið í fjár- svelti. Alþingi neitar að greiða það fé, sem spít- alinn sýnir með rökum, að hann þarf. Frá því hefur verið sagt, að mikil þröng hafi verið í kringum sjúkling- inn. Okkar gamli spítali býður ekki upp á mannsæmandi aðstæður, hvorki fyrir starfsfólk sitt né sjúk- linga. Því hygg ég, að fáir starfsmenn hans muni neita Ég hef lengi óttast, að eitthvað þessu líkt kæmi fyrir. Ótal spurn- ingar fréttamanna um þetta sanna, að ég hef ekki verið einn um slíkar hugsanir. Nú er það orðið að stað- reynd, að fjárskortur hefur kostað mannslíf. Og svo er velmenntaðri, og, að ég ætla, duglegri og samvisku- samri konu kennt um og spítalanum einnig. Neyð spítalans rekur hann út í að leggja nánast ofurmannlegar kröfur á starfsfólk sitt, og þegar slys verður þá er það þetta þrautpínda starfsfólk, sem fær skellinn, í þetta sinn „manndráp af gáleysi“. Og spít- alinn, sem er haldið í spennitreyju misskilinnar sparsemi, fær stóralvar- lega kæru. Þegar við horfum á forgangsröðun verkefna á fjárlögum, þá má held ég finna æði margt, þar sem nauðsynin fölnar, þegar borið er saman við hina gífurlegu þörf Landspítalans, sem er jafnvel sett til hliðar vegna gæluverk- efna og kjördæmapots. Síðan virðist refsigleðin vera í há- marki, boðskapur skilnings, umburð- arlyndis og fyrirgefningar gleymdur og sjálfsgagnrýni kærandans, rík- isins, ekki til. Hugtakið „manndráp af gáleysi“ er til skammar í svona máli. Mér finnst menn hefðu átt að setj- ast yfir þetta dæmi og hugsa það miklu betur. Að því loknu hefði ég helst viljað sjá ríkisvaldið biðja að- standendur afsökunar á þeim mistök- um sem urðu, bjóða þeim sann- gjarnar bætur og veita síðan hjúkr- unarliðinu, sem að þessu kom, áfallahjálp og allan annan stuðning, sem hægt er að koma með í slíkum aðstæðum. Loks hefði ég viljað sjá Alþingi Íslendinga gyrða sig í brók og koma með verulega auknar fjár- veitingar spítalanum til handa til að reyna að fyrirbyggja framhald slíkra atburða. Hverjum heyrir sökin á Landspítalanum? Eftir Þóri Stephensen »Neyð spítalans rekur hann út í að leggja nánast ofurmannlegar kröfur á starfsfólk sitt, og þegar slys verður þá er það þetta þrautpínda starfsfólk, sem fær skellinn … Þórir Stephensen Höfundur er fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey. Á hverjum degi þörfnumst við fæðu. Við erum alin upp við mikilvægi þess að fá staðgóðan morgunmat. Hafragrautur er fyrsta val margra. Svo fylgja fleiri máltíðir og von- andi hlaðnar næring- arefnum ef aðstæður eru hagstæðar eins og hjá flestum okkar sem búum á Íslandi. Á hverjum degi þörfnumst við líka hvíldar. „Svefninn er besti læknirinn,“ sagði pabbi alltaf þegar eitthvað bjátaði á. Flestum okkar líður best ef við sofum sjö til átta klukkutíma. Dagleg hreyfing og útivera er þriðja atriðið sem oft er nefnt sem grundvallaratriði heilsu- samlegs lífernis, til dæmis að fá sér ferskt loft í hádeginu. Það þarf ekki að vera flókið að hlúa að heilsu sinni, einn dag í einu: Holl næring, hvíld, hreyfing. Allt þetta snertir mann- eskjuna alla, anda, sál og líkama. Andleg næring En meira þarf til. Við þurfum að nærast, hvílast, hreyfast á dýptina. Ég veit ekki með þig, lesandi góður, en mér er andleg næring, hvíld og hreyfing lífsnauðsynleg. Allt þetta finn ég í mínum daglega biblíulestri, samfléttuðum bæn. Á hverjum degi les ég einn Davíðssálm. Þar fæ ég næringu á dýptina, finn sálinni hvíld. Lesturinn hreyfir við mér, oft svo um munar, á sviði tilfinninga, viðhorfa og tengsla. Svo les ég einn kafla í öðru riti í Gamla testamentinu og nokkur vers í Nýja testamentinu. Gamla testamentisritin eru fjölbreytt, sum til dæmis full af dulúð og ljóðrænum sögnum, önnur miðla sögulegum fróðleik og spakmælum. Nýja testamentið geymir orð Jesú Krists og frásög- una af lífi hans og þess hóps kvenna og karla sem varð hin fyrsta kirkja. Heilnæmt lík- amanum Sammerkt eiga þessi rit að andlegir leynd- ardómar og trúarlegar tilvísanir eru yfir og allt um kring. Ég staldra við hvert orð, íhuga nærveru Guðs í Jesú Kristi sem ég fæ að sam- sama mig í gegn um orð ritninganna. Þannig nærist ég á hverjum degi af ást Guðs í Orðinu fyrir andann sem Guð gefur. Á hverjum degi þessa af- mælisárs Hins íslenska biblíufélags gleðst ég yfir því að eiga óheftan að- gang að Biblíunni sem miðlar návist Guðs sem nærir mig, hvílir og hreyfir við mér. Á hverjum degi leitast ég við að fylgja ráðleggingum ritninganna, treysta Drottni af öllu hjarta og forð- ast illt því það er heilnæmt líkama mínum og hressing beinum mínum (Orðskviðirnir 3. 5-8). Á hverjum degi Eftir Maríu Ágústsdóttur María Ágústsdóttir » Á hverjum degi gleðst ég yfir því að eiga aðgang að Biblí- unni sem miðlar návist Guðs sem nærir mig, hvílir og hreyfir við mér. Höfundur er prestur og áhugakona um biblíulega íhugun. MÁ BJÓÐA ÞÉR Í SJÓNMÆLINGU? — Með öllum gleraugum fylgir annað par af glerjum í sama styrk frítt með Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.