Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 „Þetta venst vel og er alltaf gaman þó að hvers- dagurinn sé tekinn við,“ segir Guðmundur Fr. Björgvinsson sem var valinn knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna sem fór fram um liðna helgi. Hann er knapi ársins í annað sinn á þremur árum. Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gærmorgun var hann á fullu að temja trippin, ungu hrossin, á Efri-Rauðalæk við Hellu þar sem hann býr og rekur tamningastöð ásamt konu sinni, Evu Dyröy, og ungum syni. Guðmundur hefur átt góðu gengi að fagna á árinu og var m.a. heimsmeistari í fjórgangi í sumar á Hrímni frá Ósi, en þeir félagar urðu einnig Íslandsmeist- arar í sömu grein á árinu. Þá hefur hann sýnt fjölda kynbótahrossa á árinu, t.d. Garúnu frá Árbæ, sem varð heimsmeistari í flokki sex vetra hryssna á heimsmeistaramótinu, og Ríkeyju frá Flekkudal, sem varð önnur í flokki fimm vetra hryssna. Guðmundur var einnig tilnefndur sem íþróttaknapi ársins í ár. Frábærir hestar og gott bakland, einkum þolinmóð kona, er það sem Guðmundur segir að búi að baki árangrinum. Guðmundur á titil að verja eftir tvö ár á heimsmeistaramótinu en enn sem komið er er hann ekki búinn að ákveða hvaða hestur verður fyrir valinu. Hann segist vera með marga efnilega hesta en til þess að fara alla leið þarf sterka og reynda hesta. Enn sem komið er er ekkert ákveðið. „Aldrei að gefast upp og trúa og treysta á sjálfan sig og hrossin sem maður er með,“ segir Guðmundur að sé lykillinn að árangrinum. Á uppskeruhátíðinni var einnig verðlaunað í fleiri flokkum: Íþróttaknapi ársins var Kristín Lárusdóttir, gæðingaknapi ársins Kári Steins- son, skeiðknapi ársins Teitur Árnason, efnileg- asti knapinn Jóhanna Margrét Snorradóttir og kynbótaknapi ársins Daníel Jónsson. Þá hlaut Sigurður Sæmundsson heiðurs- verðlaun Landssambands hestamannafélaga. Hrossaræktarbúið Ketilstaðir/Syðri-Gegnis- hólar, í eigu Bergs Jónssonar og Olil Amble, hlaut bæði verðlaun Landssambands hesta- mannafélaga sem ræktunarbú keppnishesta árið 2015 og sem ræktunarbú ársins frá Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins. thorunn@mbl.is „Treysta á sjálfan sig og hrossin“  Guðmundur Fr. Björgvinsson knapi ársins á uppskeruhátíð hestamanna Bú Olil og Bergur eigendur keppnishestabúsins 2015, Ketilstaða/Syðri-Gegnishóla. Viðskiptablaðið/hag Uppskeruhátíð hestamanna Knapar sem tilnefndir voru sem knapi ársins. Guðmundur Fr. Björgvinsson heldur á verðlaunagripnum fjórði frá vinstri. Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is MORA MMIX TILBOÐSDAGAR 25% afsláttur sturtuklefar og -hurðir 25% afsláttur IFÖ innréttingar 30% afsláttur Mora MMIX blöndunartæki 30%afsláttur Mora MMIX K5 eldhústæki 19.581 kr. verð áður 27.973 kr. Bandaríska flugfélagið Delta Air Lines hefur ákveðið að hefja flug milli Íslands og Minneapolis næsta sumar. Flogið verður daglega milli Keflavíkurflugvallar og Minneapol- is-St Paul alþjóðaflugvallarins (MSP). Fyrsta flugferðin verður 27. maí. Við þetta verður Delta með tvær daglegar ferðir til Bandaríkjanna yfir háannatímann, en félagið hefur flogið milli Íslands og New York frá 2011. Delta er eina bandaríska flugfélagið með áætlunarflug til Íslands, segir í til- kynningu. „Með þessari nýju flugleið býður Delta 14 flugferðir í viku milli Ís- lands og Bandaríkjanna næsta sumar. Þetta er stóraukin þjónusta fyrir viðskiptavini okkar á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ segir Nat Pieper, forstjóri Delta í Evrópu, í tilkynningunni. Líkt og á flugleiðinni til New York mun Delta notast við Boeing 757 þotu til Minneapolis. Um er að ræða 199 sæta flugvél. Fyrir skömmu tilkynnti Delta að áætl- unarflug milli Íslands og New York hæfist í febrúar og standa í sjö mánuði á næsta ári. Það er þremur mánuðum lengur en áður. Með fluginu til Minneapolis til viðbótar geta farþegar Delta valið um tengi- flug frá þessum borgum til 130 áfangastaða innan Bandaríkjanna, til Kanada og Suður-Ameríku. Ljósmynd/Delta Air Lines Keflavík Ein véla flugfélagsins á leiðinni vestur til New York. Delta bætir við flugleið  Beint flug héðan til Minneapolis Ferðamönnum fjölgar stöðugt og til að tryggja að þeir eigi völ á gist- ingu við hæfi hafa fyrirtæki og ein- staklingar ráðist í hótelbyggingar víða um land. Ný hótel hafa sprottið upp á skömmum tíma og unnið er við byggingu annarra, meðal ann- ars við Hverfisgötu í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Hótel á hótel ofan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.