Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Úför móðursyst-
ur minnar, Geir-
þrúðar Stefánsdótt-
ur, sem andaðist í
Reykjavík 31. október sl., réttra
95 ára fór fram í gær. Ég á ein-
ungis góðar minningar um Geir-
þrúði, eða Dúddu eins og hún var
alltaf kölluð.
Hún var aðeins um einu ári
yngri en móðir mín, sem féll frá
fyrir mörgum áratugum.
Dúdda var fædd og uppalin í
fagurri og blómlegri sveit,
Blönduhlíð í Skagafirði, nánar til
tekið á bænum Hjaltastöðum,
þar sem foreldrar hennar bjuggu
alllengi.
Hún átti fjögur systkini, tvær
systur og tvo bræður, sem öll eru
nú fallin frá.
Hún hleypti heimdraganum
þegar hún hafði aldur til, kynnt-
ist ágætum manni, Aðalsteini
Guðmundssyni, sem hún átti
samleið með í Reykjavík þar til
leiðir þeirra skildi við andlát hans
fyrir mörgum árum. Þau áttu
fjögur myndarleg börn, tvo syni
og tvær dætur, og afkomendurn-
ir eru nú orðnir margir.
Ég ólst upp á Sauðárkróki, á
heimili móður minnar og afa
míns og ömmu, foreldra Dúddu,
og héldu þau alltaf góðu sam-
bandi við hana meðan þeim entist
líf.
Með þeim hætti hafði ég alltaf
spurnir af henni og hennar hög-
um á æskuárum mínum, þótt ég
sæi hana ef til vill ekki nema einu
sinni á ári, þegar hún og Alli,
maður hennar, komu norður
ásamt börnum sínum til að vitja
ættmenna og vina.
Var hún mér ætíð afar góð og
hlý, allt frá fyrstu kynnum – og
svo hefur reyndar verið allar göt-
ur síðan.
Öðru hvoru kom ég til
Reykjavíur á uppvaxtarárum
mínum og naut þess þá að gista
hjá Dúddu og Alla við góðar mót-
tökur. Var alltaf einstaklega
gaman að ræða við hana um
hvaðeina, sem á góma bar, hvort
heldur sem voru furður höfuð-
borgarinnar (í augum lands-
byggðardrengs) eða minningar
hennar um sveitina góðu fyrir
norðan og um fjölda gamalla vina
og ættmenna á þeim slóðum.
Fann ég þá glöggt, hvað hún
var minnug og ræktarsöm. Hún
var afar hæglát kona, prúð og
orðvör og var ekki gjarnt að fjasa
um hlutina en hafði ágætt skop-
skyn.
Eftir að ég var fluttur til
Reykjavíkur, á námsárum mín-
um í háskóla, heimsótti ég hana
alloft og ræddum við þá um alla
heima og geima. Eins og eðlilegt
er varð henni þá tíðrætt um
börnin sín en einnig um mörg
ættmenni okkar, bæði lífs og lið-
in, en vildi einnig vita allt sem
máli skipti um mína hagi. Alltaf
var viðmót hennar í minn garð
hið sama, hlýtt og gefandi.
Eftir að ég stofnaði fjölskyldu
lét hún sér einnig annt um konu
mína og börn og fylgdist vel með
högum okkar allra.
Vissulega má segja að heim-
sóknir af okkar hálfu til hennar
hefðu mátt vera fleiri, eftir að
aldur færðist yfir hana, en svo
vill stundum verða í annríki dag-
anna.
Auk annars var Dúdda gædd
mjög góðum myndlistarhæfileik-
um eins og sum önnur ættmenni
hennar og bar hún gæfu til að
rækta þann garð um langt skeið.
Sótti hún meðal annars góð og
Geirþrúður
Stefánsdóttir
✝ GeirþrúðurStefánsdóttir
fæddist 31. október
1920. Hún lést 31.
október 2015.
Útför Geirþrúð-
ar fór fram 9. nóv-
ember 2015.
löng námskeið í list-
málun, málaði einn-
ig mikið heima og
tók þátt í samsýn-
ingum listhneigðra
eldri borgara, þar
sem myndir hennar
vöktu athygli.
Við hjónin þökk-
um Dúddu fyrir allt
það góða, sem hún
gaf af sér, og vott-
um börnum hennar,
barnabörnum og öðrum nánum
aðstandendum samhryggð okkar
vegna andláts hennar. Megi hún
hvíla í friði.
Páll Sigurðsson.
Hér kveð ég kæra frænku
mína, Geirþrúði Stefánsdóttur,
sem andaðist að morgni 31. októ-
ber níutíu og fimm ára að aldri.
Við vorum systkinadætur og bár-
um sama nafn og gælunafn en
hún þrettán árum eldri. Ég
minnist hennar sem ungrar og
fallegrar stúlku norður á Sauð-
árkróki, frænku sem ég var mjög
stolt af.
Svo skildi leiðir um stund. Við
eignuðumst báðar fjölskyldur en
hittumst þó af og til. Seinni árin
höfum við átt gott samband. Mér
finnst ákaflega dýrmætt að hafa
kynnst henni aftur og betur.
Dúdda frænka var að mörgu
leyti alveg einstök. Aldurinn virt-
ist ekki hrína á henni þó að heils-
an væri ekki góð. Hún las mikið
og fylgdist vel með. Hún vann í
höndunum og síðast en ekki síst
málaði hún, var í klúbbi sem
stundaði listmálun. Ef hún hefði
verið ung í dag þá hefði hún náð
langt á því sviði. Ég á mynd eftir
hana af litlu blómi sem vex upp
úr grjóturð, ótrúlega fallega og
vel gerða.
Dúdda bjó í lítilli íbúð vestur á
Seltjarnarnesi og annaðist heim-
ilisstörf sjálf að mestu leyti.
Ég man eftir að hún sagði að
ef maður hætti einhverju af sín-
um daglegu störfum, tæki maður
þau aldrei upp aftur, þess vegna
héldi hún sínu striki.
Það gerði hún svo sannarlega,
tók á móti gestum með glæsibrag
og góðum veitingum. En hún
naut líka dyggrar aðstoðar barna
sinna. Hún átti stóra fjölskyldu
sem hún var stolt af og þau
studdu hana líka með ráðum og
dáð.
Ég veit að ég á eftir að sakna
frænku minnar mikið, hún tengdi
mig við fortíðina með minningum
úr Skagafirðinum. Ég var stödd í
Blönduhlíðinni á leið suður þegar
dóttir hennar hringdi og tilkynnti
mér andlátið. Blönduhlíðin er
staður sem okkur var báðum
kær. Svo þakka ég þér, Dúdda
mín, allar þær stundir sem við
áttum saman og ég sendi fjöl-
skyldu þinni mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Geirþrúður Kr.
Kristjánsdóttir.
Kær frænka, Geirþrúður móð-
ursystir okkar, er látin 95 ára að
aldri. Hún var næstelst í sam-
heldnum systkinahópi móður
okkur og sú síðasta þeirra til að
kveðja þetta jarðlíf. Dúdda, eins
og hún var ávallt kölluð, var sú
eina af systkinunum sem lengst
af bjó fjarri átthögunum í Skaga-
firði.
Engu að síður bar hún ávallt
ríkar tilfinningar til fjarðarins
fagra og var alla tíð trú uppruna
sínum.
Við systkinin minnumst góðra
sumardaga þegar Dúdda og fjöl-
skylda komu í heimsókn á Krók-
inn.
Þá var safnast saman á Suður-
götunni og slegið á létta strengi
þar til kvöldsólin stóð í hánorðri
yfir eyjunum úti á firðinum.
Hnöttur sólar rennur rjóður
Ránar yfir skyggndan hyl.
Hvílík fegurð! Guð minn góður!
Gaman er að vera til.
(Stefán Vagnsson)
Dúdda lét sér ávallt annt um
okkur systkinin og fjölskyldur
okkar. Hún sýndi viðfangsefnum
okkur áhuga en naut þess líka að
segja okkur fréttir af niðjum sín-
um.
Dúdda hafði góða frásagnar-
gáfu og var minnug á menn og
málefni. Hún var greind kona,
vel lesin og listræn. Myndlistar-
hæfileikum sínum sinnti hún af
krafti á efri árum og hafði næmt
auga fyrir náttúrunni og lit-
brigðum hennar. Hún var gjaf-
mild á myndirnar sem hún mál-
aði og nutum við systkinin þess.
Þrátt fyrir að vera orðin há-
öldruð hélt Dúdda ávallt reisn
sinni. Hugurinn var ungur og
kvikur og maður kom ávallt rík-
ari af hennar fundi. Samskiptin
við Dúddu voru mannbætandi.
Hún var hæglát og hæversk
en hafði líka til að bera glettni og
góðan húmor. Hún kunni það
sem fólk í dag þarf að læra á
námskeiðum, þ.e. að lifa í núinu
og njóta þess sem maður hefur.
Við kveðjum Dúddu frænku
okkar með virðingu og hlýju og
þökkum henni góða samfylgd.
Ómar Bragi, Hjördís
og Stefán Vagn.
Kær vinkona, Geirþrúður
Stefánsdóttir, er látin 95 ára að
aldri. Við félagar þínir í málara-
akademíunni á Aflagranda héld-
um að þú yrðir eilíf hér á jörð, en
svo reyndist ekki. Við sitjum eft-
ir með sárt ennið og hálfklárað
málverk þitt af fögrum blóma-
vasa. Þú varst góður listmálari,
með langan feril reynslu að baki.
Eftir þig liggja ótal listaverk,
sem sýna fjölbreytt mótíf og eru
mikið augnayndi. Þú leitaðir
fanga í íslenskri og útlendri nátt-
úru, landslagi og mannlífi.
Penslar og litir léku í höndum
þér. Þú varst áræðin í myndlist-
inni, fljót að koma þér niður á
viðfangsefnin og hefja verkið,
svo brátt sá maður myndina full-
skapaða.
Þú tókst þátt í ýmsum mynd-
listarsýningum, svo sem vorsýn-
ingunum í Félagsmiðstöðvunum
á Aflagranda og Skólabraut,
myndlistarsýningu Akademí-
unnar í Ráðhúsi Reykjavíkur
2011. Þú hefur bæði selt myndir
og gefið. Í Seltjarnarneskirkju
hangir til dæmis málverk eftir
þig frá Gróttu.
Við höfum flest í málarahópn-
um á Aflagranda átt samleið
með þér liðin 10-15 ár. Ýmislegt
hefur borið á góma á þessari
vegferð. Vináttuböndin orðið
sterk. Við höfum notið góðs af
vináttu þinni, gestrisni og örlæti.
Þú varst víðlesin og minnug,
fylgdist vel með þjóðfélagsmál-
um. Þú varst alæta á bækur.
Þegar rætt var um nýútkomnar
bækur varstu annaðhvort búin
að lesa þær eða farin að leggja
drög að lestri þeirra.
Við kveðjum þig með söknuði
og þökkum þér frábær kynni.
Fyrir hönd félaganna í aka-
demíunni,
Svava Stefánsdóttir
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
...
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgrímsson)
Blessuð sé minning þín, kæra
Dúdda.
Samúðarkveðja til fjölskyld-
unnar og til annarra ástvina,
Ásdís Bragadóttir.
Engum vörnum
fæ ég við komið gegn
tímanum.
(Hannes Pétursson.)
Með Guðmundi Þorkelssyni
bókbindara er horfinn af sviði, í
hárri elli, næsta sérstæður sam-
ferðamaður, hagvirkur snillingur í
sinni stétt og fágætur öðlingur í
mannlegu samneyti. Að baki eru
hálfrar aldar kynni okkar. Við átt-
um samleið um tuttugu ára skeið í
starfi við safnadeild Seðlabank-
ans, en þar hafði hann unnið ann-
an eins tíma þegar mig bar að. Við
létum þar báðir af starfi fyrir rétt-
um ellefu árum.
Nærvera Guðmundar Þorkels-
sonar, þrotlaus iðni og óbrigðul
hlutvendni var okkur starfsfélög-
um hans stöðug fyrirmynd. Hann
var hiklaust einn mestur iðjumað-
ur sem ég hef kynnst; honum féll
aldrei verk úr hendi. Reglusemi
og venjufesta voru rík einkenni á
daglegu atferli hans. Hann vann
langan vinnudag og lengdi hverja
vinnuviku um helgar því að marg-
ir urðu til að falast eftir hand-
bragði hans og vildu njóta þess.
Í bandi bókar eru mörg hand-
tök fólgin og getur hvert og eitt
þeirra ráðið miklu um lokasvipinn.
Fæst verður tekið upp aftur. Frán
augu vandlátra bókavina greina
minnsta afvik í saumum, skekkju í
skurði eða hallandi gyllingu. Í
hverri hreyfingu býr áhætta. Þá
reynir á styrka hönd og næmt
auga. Guðmundi var hvort tveggja
léð. Handbragð hans var því eft-
irsótt og þess sér stað í ritakosti
margra metnaðarfullra safnara
sem vildu gera vel við bækur sín-
ar.
Margbreytni handverksins
veldur því að oft er auðvelt að
tengja það höfundi sínum. Band
Guðmundar dylst ekki kunnug-
um; það er sniðfast, yfirbragð
þess bæði klassískt og traust og
haganlega frá öllu gengið. Val á
efnisföngum, pappír, skinni og
öðru, vandaði hann einkar vel og
sýndi mikla fyrirhyggju og þraut-
seigju í aðdráttum.
Verklag hans er til marks um
augljósa virðingu fyrir því sem
hann bjó um hverju sinni og kem-
ur meðal annars fram í sam-
ræmdu efnisvali, litlum pappírs-
skurði, stundum aðeins söxuðum
örkum, og viðgerð á pappír. Mér
er í minni hve fljótur hann var að
tileinka sér þá nýjung að draga úr
notkun líms, en auka þess í stað
saum í frágangi ystu arka. Hann
fylgdist vel með þeim nýjungum í
verklagi er til bóta horfðu.
Guðmundur var einkar háttvís
maður í dagfari öllu, fráhverfur
neysluhyggju og hagvaxtartrú,
skapvær og öfgalaus í tali, íhugull,
en fjarri því að vera fálátur.
Í vinnuhléum var hann einatt
glaðvær og ræðinn og lagði þá
gott til allra efna. Í þjóðmálum
hafði hann víða sýn, ræddi þau
helst undir fá augu og jafnan af
mikilli stillingu, minntist vanda
þeirra sem sæta dagdómum, en
lét sér fátt um hvalablástur tíðar-
andans.
Myndlist var Guðmundi mikið
eftirlæti og lífsfylling. Hann hafði
glöggt auga fyrir góðu málverki,
átti úrval mynda eftir íslensku
meistarana og fylgdist vel með
sýningum þeirra og sölutorgi.
Hann las eigin augum á þann
talnalausa kvarða sem greinir sí-
gilda list frá öðru því sem stund-
legra reynist.
Ég þakka Guðmundi Þorkels-
syni af alhug löng og lærdómsrík
Guðmundur
Þorkelsson
✝ GuðmundurÞorkelsson
fæddist 28. júlí
1922. Hann lést 29.
október 2015.
Útför Guð-
mundar fór fram 9.
nóvember 2015.
kynni. Megi hann
hvíla í friði þess al-
valds sem stýrir
stjarnaher og
stjórnar veröldinni.
Ólafur
Pálmason.
Einstakur maður
er fallinn frá.
Guðmundur var
einn af föðurbræðr-
um Siggu vinkonu sem ég hafði
hitt í boðum sem unglingur. Eftir
að ég flutti heim eftir langa veru
erlendis, fyrir 15 árum, kynntist
ég þessum einstaka manni sem
jafningja og eignaðist einstakan
vin. Upphaflega var það áhugi á
myndlist sem gerði það að við hitt-
umst reglulega á myndlistarupp-
boðum en Guðmundur hafði mik-
inn áhuga á og bjó yfir mikilli
þekkingu á myndlist. Úr varð
traust vinátta. Það var auðvelt að
vera vinur Guðmundar, tærari sál
hef ég ekki fyrirhitt. Guðmundur
var léttur í lund, áhugasamur um
menn og málefni, alltaf jákvæður
og tók því sem lífið úthlutaði hon-
um af æðruleysi og sætti sig við
orðinn hlut. Aldrei heyrði ég hann
hallmæla neinum, aldrei. Þegar
heilsan fór að gefa sig tók hann því
af sömu yfirvegun og öðru sem líf-
ið gaf. Með hrakandi heilsu heim-
sótti ég hann og Gunnar bróður
hans oftar, en Guðmundur átti við
slæmt fótamein að etja sem þurfti
umönnun reglulega, stundum oft í
viku. Að heimsækja þá bræður er
eins og fara aftur í tímann í tíma-
vél, heimilið hefur ekki breyst í ár-
anna rás og amstur og streita
hversdagsins hverfur þegar þang-
að er komið. Nægjusemi og hóf-
semi þeirra bræðra gefur and-
rými og meðvitund um stund frá
kapphlaupinu um gerviþarfir of-
gnóttarsamfélagsins. Það er mikil
gæfa að hafa kynnst því og fengið
að meðtaka það. Þeir bræður voru
höfðingjar heim að sækja, þegar
læknismati og meðferð lauk var
sest í eldhúsið með kaffi og með-
læti og rætt vítt og breitt um
myndlist, málefni dagsins og ekki
síst fjölskyldumál. Að lokinni
kaffidrykkju fluttum við okkur
um set inn í stofu, Guðmundur
settist á rúmkantinn og rabbið
hélt áfram. Þegar heilsunni hrak-
aði enn frekar var Guðmundur svo
lánsamur að fá vist í Sóltúni. Þar
leið honum vel og þar var afskap-
lega vel um hann hugsað. Líkam-
legri heilsu hrakaði en hann var
andlega við góða heilsu þar til
kallið kom og alltaf var jafn gam-
an og gott og andlega heilsubæt-
andi að sækja hann heim.
Ég votta ættingjum og vinum
samúð mína, sérstaklega eftirlif-
andi bróður hans og góðum vini,
Helga Gunnari, og bróðurdóttur
hans, Sigríði Helgu, og fjölskyldu
hennar.
Mér er mikið þakklæti í huga,
að hafa verið svo lánsöm að kynn-
ast Guðmundi Þorkelssyni og
eignast svo góðan og traustan vin.
Minningarnar um tæra sál og
ómetanlegan vinskap lifa áfram.
Blessuð sé minning þessa ein-
staka manns.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Það er ómetanlegt að eiga akk-
eri í lífinu. Einhvern fastan punkt
í tilverunni sem hægt er að reiða
sig á og finna jarðtengingu í öllum
hamaganginum sem einkennir nú-
tímalíf. Á heimili afabræðra
minna í Barmahlíð 51 hefur slíkt
akkeri ávallt verið að finna. Á ein-
hvern einstakan hátt er líkt og
tíminn standi í stað í Barmahlíð-
inni. En á sama tíma og frænd-
urnir fylgjast af ofurnákvæmni
með öllu sem er um að vera hvílir
yfir þeim yfirvegun og værð sem
ekki verður lýst með orðum. Þann
anda tókst Guðmundi frænda að
færa með sér á milli staða eftir að
heilsunni tók að hraka sökum
hárrar elli með tilheyrandi þörf
fyrir aukna aðstoð, nú síðast í Sól-
túni. Þar naut hann eins góðrar
aðhlynningar og hugsast getur
síðasta eina og hálfa árið í höndum
frábærs starfsfólks hjúkrunar-
heimilisins.
Með mikilli hlýju hefur hugur-
inn leitað til Guðmundar frænda
síðustu daga og í þeim þankagangi
kemur sagan um hérann og
skjaldbökuna, sem um árabil hef-
ur verið sögð til að kenna börnum
að dramb er falli næst, oft upp í
hugann. Hérinn var vissulega
hraður og snöggur í tilsvörum en í
algleymingi hroka og yfirlætis
gerðist hann sekur um kæruleysi
sem endaði með verðskulduðum
og áreynslulausum sigri skjald-
bökunnar.
Það er ekki að ástæðulausu
sem þessi einfalda dæmisaga
kemur upp í hugann þegar komið
er að kveðjustund Guðmundar
frænda míns. Þó er ekki svo að
skilja að hann hafi tekið þátt í því
kapphlaupi þar sem mörg okkar
missa sjónar á því sem raunveru-
lega skiptir máli í lengri eða
skemmri tíma, en líklega er eina
leiðin til að sigra það kapphlaup að
taka ekki þátt í því. Og það var ná-
kvæmlega það sem ástkær frændi
minn gerði á sinni löngu og far-
sælu lífsleið. Hann var hógværðin
uppmáluð, nægjusamur og ekki
alltaf maður margra orða. Ein-
staklega skýr og glöggur fram á
síðasta dag, geðgóður með ein-
dæmum, skarpgreindur og með
sérlega gott auga fyrir myndlist
og annarri menningu. Auðmjúkur
og þakklátur kvartaði hann aldrei
yfir nokkrum sköpuðum hlut og
ætíð var stutt í hláturinn. Í stað
þess að æsa sig og skammast þá
hafði hann lag á því að hrósa ein-
læglega fyrir það sem vel var gert
og þannig átti hann mikilvægan
þátt í uppeldi mínu á sinn
áreynslulausa og fallega hátt.
Undir hæglátu yfirborðinu leynd-
ist andlegur risi sem hefur alltaf
verið til staðar og stutt mig og
fjölskylduna alla með ráðum og
dáð svo lengi sem ég man. Fyrir
það verð ég ævinlega þakklátur.
Guðmundur Kristján
Jónsson.
Okkar bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð,
vinskap og hjálpsemi í veikindum og við
andlát okkar yndislegu
HRAFNHILDAR EYSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fá MND-teymi
Landspítalans, starfsfólk á B2,
MND-félagsmenn og líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
.
Jónas Ragnarsson,
Katrín Sæmundsdóttir,
Anna Sjöfn Jónasdóttir, Einar Guðmundsson,
Ragnar Þ. Jónasson, Guðrún I. Karlsdóttir,
Katrín H. Jónasdóttir, Maríus Óskarsson,
Hrönn Jónasdóttir,
Edda R. Jónasdóttir,
Eysteinn Jónasson, Björg Halldórsdóttir
og barnabörn.