Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls greiddu 1.155 lögaðilar eða einstaklingar veiðigjöld á síðasta fiskveiðiári og eru þeir á 75 stöðum á landinu. Gjöld útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja námu alls 7,7 milljörðum og nema allt frá nokkrum krónum upp í tæplega 1.100 milljónir króna samkvæmt því sem lesa má út úr gögnum sem birt eru á heimasíðu Fiskistofu. Öflug fyrirtæki í Fjarðabyggð Ef veiðigjöldum útgerðarfyrirtækja í Nes- kaupstað fyrir fiskveiðiárið 2014/15 væri deilt á íbúa staðarins koma tæplega 483 þúsund krón- ur í hlut hvers þeirra 1.515 íbúa sem skráðir voru þar í byrjun apríl. Það skal þó tekið fram að fyrirtækin greiða gjöldin, en ekki íbúarnir. Samkvæmt yfirliti Fiskistofu eiga fyrirtæki í Neskaupstað að greiða 731 milljón í fyrrnefnd göld og ber Síldarvinnslan bróðurpart þeirrar upphæðar, tæplega 729 milljónir, en fyrirtækið greiðir næsthæst veiðigjöld allra fyrirtækja í landinu. Alls var fyrirtækjum í Fjarðabyggð gert að greiða 1.289 milljónir króna í veiðigjöld á síð- asta fiskveiðiári. Ef veiðigjöldum útgerðar- fyrirtækja í Fjarðabyggð er skipt niður á alla íbúa sveitarfélagsins koma rúmlega 272 þús- und krónur í hlut hvers íbúa. Miðað er við að íbúar séu 4.730 eins og þeir voru í byrjun apríl í ár. Auk Síldarvinnslunnar eru Eskja á Eski- firði og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði meðal öflugustu sjávarútvegsfyrirtækja landsins. Einnig tilheyra Mjóifjörður, Reyðarfjörður og Stöðvarfjörður sveitarfélaginu og útgerð- arfyrirtækin eru fleiri en hér hafa verið nefnd. Fyrirtæki í Reykjavík greiða 1.597 millj- ónir í veiðigjöld og þegar álögð veiðigjöld eru greind eftir sveitarfélögum greiða fyrirtæki í borginni mest. HB Grandi greiðir tæplega 1,1 milljarð og er það fyrirtæki landsins sem greiðir hæst veiðigjöld. Önnur stór út- gerðarfyrirtæki skráð í Reykjavík eru meðal annars Brim hf. með 191 milljón í veiðigjöld, Gjögur hf. með 180 milljónir og Ögurvík með 66 milljónir. Miðað við að íbúar í Reykjavík séu um 118 þúsund talsins og að veiðigjöldum fyrirtækja skráðum í borginni væri jafnað á íbúana myndi hver íbúi bera rúmlega 13.500 krónur. 357 þúsund í hlut hvers íbúa í Eyjum Fyrirtæki í Vestmannaeyjum greiða tæp- lega 1,5 milljarða í veiðigjöld. Fjöldi útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja er í Vestmannaeyjum, en þeirra stærst eru Ísfélagið með 680 millj- ónir í veiðigjöld og Vinnslustöðin með 504 milljónir. Miðað við að íbúar í Vestmannaeyj- um séu um 4.200 kæmu um 357 þúsund í hlut hvers íbúa. Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði er í sjötta sæti greiðenda veiðigjalda með 448 millj- ónir króna. Fyrirtæki á Höfn bera alls 492 milljónir króna í veiðigjöld á síðasta fiskveiði- ári. Miðað við að 2.200 manns búi þar stendur hver íbúi á bak við 224 þúsund krónur í veiði- gjöld. Þessu til viðbótar má nefna að fyrirtæki í Grímsey bera tæplega 21 milljón króna af veiðigjöldum síðasta fiskveiðiárs. Það sam- svarar því að hver íbúi í Grímsey myndi greiða um 240 þúsund í veiðigjöld. Tæplega hálf milljón í veiðigjöld á íbúa  Fyrirtæki í Neskaupstað greiða 731 milljón í veiðigjöld  Hver íbúi á bak við 483 þúsund  Samsvarandi veiðigjöld hvers Reykvíkings 13.500 krónur  Gjöld útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja námu 7,7 milljörðum Vegna vandkvæða við uppsetningu tæknibúnaðar er búist við að frágangur nýs fangelsis á Hólmsheiði tefj- ist um nokkra mánuði. Áætlanir gerðu ráð fyrir að fangelsið yrði tekið í gagnið í janúar næstkomandi en nú lítur út fyrir að rekstur þess geti ekki hafist fyrr en í aprílmánuði. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að huga þurfi að mörgu við uppsetningu tæknibúnaðarins og að framkvæmdin sé að ýmsu leyti flókin. „Þetta átti að komast í gagnið í janúar en nú vonast ég til að við getum tekið við fyrstu föngunum í apríl ef allt gengur eftir. Það verður ekki fyrr en svo. Þangað til er unnið á fullum afköstum að því að klára bygg- inguna. Við höfum ekki gert þetta í nærri 150 ár og þetta tekur tíma,“ segir Páll og vísar þar til byggingar Hegningarhússins árið 1871, sem er síðasta fangelsið sem var hannað frá grunni hér á landi. „Hólmsheiðarfangelsið verður mjög tæknivætt og húsnæðið sem slíkt verður virkilega öruggt. Af þeim sökum er þetta kannski flóknara en við áttum von á.“ Morgunblaðið/RAX Tæknin tefur fyrir frágangi fangelsis Fangelsi reist handan augsýnar borgarbúa Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Forsvarsmenn Verkalýðsfélags Akraness afhentu í gær forseta Félagsdóms stefnu vegna Salek- samkomulagsins, sem félagið tel- ur að feli í sér brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, þar sem með því sé tekinn frjáls samningsréttur af stéttarfélögum. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, segir í samtali við Morg- unblaðið að félagið hafi ákveðið að stefna Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, sem er á meðal þeirra sem gerðu Salek-samkomulagið, en VLFA er þessa dagana í kjara- deilu við launanefnd sambandsins þar sem reynir á umdeilt atriði Salek-samkomulagsins. „En að sjálfsögðu erum við hér að tala um samkomulagið í heild sinni,“ segir hann. Vilhjálmur benti á í samtali við mbl.is í gær að þegar félagið mæti á samningafund með launanefnd- inni sé þeim sagt að til skiptanna til ársloka 2018 séu 32%, en að draga þurfi 11,4% frá þeirri tölu vegna fyrri samninga og svo 1,5% aukalega vegna iðgjalda í lífeyr- issjóð. „Hver samdi um þetta fyrir Verkalýðsfélag Akraness?“ spyr Vilhjálmur og segir engan hafa haft heimild til þess. „Það var bara búið að ákveða fyrirfram hverjar þessar hækkanir ættu að vera.“ Hefur hann haldið því fram að Salek-hópurinn ákveði fyrirfram með rammasamkomulaginu hverj- ar kostnaðarbreytingarnar mega vera til ársloka 2018 og skýrt komi fram að allir aðilar þess séu skuld- bundnir til að fylgja því eftir í hví- vetna. Því til viðbótar hafi aðilar rammasamkomulagsins skuldbund- ið sig til að láta það einnig gilda fyrir alla þá sem standa utan sam- komulagsins. Hrófla ekki við samningsrétti Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur í yfirlýsingu mótmælt mála- tilbúnaði VLFA og sagt ekkert í rammasamkomulagi Salek-hópsins brjóta í bága við ákvæði vinnulög- gjafarinnar né skerða samnings- rétt félagsins. Ekki sé hróflað við samningsrétti einstakra stétt- arfélaga. Þorsteinn Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, seg- ir að þessa dag- ana sé víða unnið að frágangi kjarasamninga, aðallega hjá hinu opinbera, á þeim grunni sem lagður hefur verið. Spurður um stefnu VLFA til Fé- lagsdóms vegna Salek-samkomu- lagsins segist Þorsteinn ekki fá séð hvaða lagalegi fótur sé fyrir þess- ari stefnu og Vilhjálmur virðist vera kominn á einhverjar villigöt- ur, sem erfitt sé að átta sig á. „Löggjöfin er mjög skýr. Samn- ingsréttur liggur hjá félögum og það eru á endanum þau sem ráða för, alveg óháð því hvað samtökin gera. Það bindur ekki hvert og eitt félag frekar en það kýs sjálft. Það er hins vegar rétt hjá Vilhjálmi að vinnuveitendahliðin hefur skuld- bundið sig í þessu samkomulagi til þess að semja innan þessa ramma en ég get ekki séð hvernig það á að brjóta á samningsrétti hans félags. Þetta er algerlega tilhæfulaus stefna og byggð á grundvallarmis- skilingi,“ segir hann. Stefnt fyrir að vilja ekki semja um það sem hann vill semja um Þorsteinn segir að SA hafi ekki verið birt nein stefna og ekki sé hægt að stefna Salek-hópnum sem slíkum því hann er ekki lögaðili. „Ég veit ekki hvernig hann [Vil- hjálmur] ætlar að stefna Samtök- um atvinnulífsins. Hann er þá í raun og veru að stefna Samtökum atvinnulífsins fyrir það að vilja ekki semja við hann um það sem hann vill semja um,“ segir Þor- steinn. Vilhjálmur segir að Félagsdóm- ur fari nú yfir hvort einhverjir annmarkar eru á stefnunni. Nið- urstaða þess verði ljós í dag eða á morgun. Í beinu framhaldi af því verði stefnan afhent þeim sem hún nái til. Dómstefna VLFA afhent  Stefnir sveitarfélögum vegna Salek  Tilhæfulaus stefna að mati SA og ASÍ Vilhjálmur Birgisson Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, sagði að sveitarfélög við sjávarsíðuna hefðu óskað eftir að fá hlut í veiðigjöldum til að geta betur hlúð að atvinnulífinu. „Ég blæs á hugmyndir um að það sé léttvægt að flytja fólk af landsbyggðinni fyrir peninga. Ef það yrði gert þá myndi Ísland allt tapa því þessi verðmæti yrðu ekki til. Það er þjóð- arhagur að fjár- festa í lands- byggðinni,“ sagði Páll. gudni@mbl.is Vilja fá hlut í veiðigjöldum FJÁRFESTING Í LANDSBYGGÐINNI Páll Björgvin Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.