Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 29

Morgunblaðið - 10.11.2015, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 ina sína í samkeppni við innflutn- ing. Ekki alveg ólík viðfangsefni biðu hans hjá Skeljungi hf. Síð- ustu 10 árin leiddi hann ásamt fé- laga sínum endurnýjun á einu elsta iðnfyrirtæki landsins, Mjólkurfélagi Reykjavíkur, nú Lífland. Hann var hugmyndarík- ur en aðgætinn og fastur fyrir bæði í sókn og vörn fyrir þá hags- muni sem honum var trúað fyrir. Um sumt var Kristinn íhalds- maður í bestu merkingu þess orðs og mótaður af þeim gildum sem foreldrar hans, ömmur og afar og annað frændfólk hafði alið með sér. Hann var ættrækinn og stolt- ur af frændgarði sínum og föður- húsum, hreinskiptinn maður og trygglyndur og lét helst ekki á sjá þótt eitthvað bagaði. Hann var vinfastur og traustur vinur vina sinna. Um það munu margir geta borið. Ég kynntist Kristni fyrst að marki þegar hann settist í fram- kvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambandsins en þar og síðar í stjórn SA sat hann í 15 ár. Hann sat í samningaráði VSÍ frá 1988- 1995. Þetta voru umbrotaár í efnahagslífi og á vinnumarkaði og efnahagslífið steypti stömpum í ólgusjó ytri áfalla og víxlverkunar launa og verðlags. Þá reyndi á samstöðu um viðbrögð. Ég get vitnað um hversu örlátur Kristinn og fleiri forsvarsmenn minni og stærri fyrirtækja voru þá á tíma sinn og hugmyndir, langt umfram venjulegar starfsskyldur. Þeir tóku sjálfir þátt í langvinnum við- ræðum við fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar en það tel ég hafa ráðið miklu um að sú samstaða náðist sem síðar var kölluð Þjóð- arsátt. Þeirra þátttaka undir- strikaði sameiginlega hagsmuni og talsamband sem ekki mætti slitna. Kristinn var fagurkeri og hafði glöggt auga fyrir því sem vel var gert, hvort heldur það voru smíð- ishlutir eða myndlist, iðnhönnun, góð tónlist eða texti. Hann var náttúruunnandi, naut þess að ferðast um landið, að renna fyrir fisk eða fara á skíði. Hann var fjöl- skyldumaður og bjó í gifturíku hjónabandi enda alla tíð afar náið með þeim Sólveigu. Við Ásdís vor- um svo lánsöm að njóta vinskapar við þau Kristin og Sólveigu um áratugaskeið og erum þakklát fyrir það. Það er með miklum trega sem ég sé á bak Kristni Björnssyni en hlýhug og þakklæti sem ég minn- ist hans. Þórarinn V. Þórarinsson. Vinur okkar Kristinn Björns- son er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Um nokkurra áratuga skeið höfum við nokkur vinahjón haft það að reglu að hittast á nýárs- dagskvöld til að halda upp á hvað lífið er skemmtilegt. Kristinn sýndi þar að hæfileik- ar hans voru á ólíkum sviðum því hann hafði einstakt auga fyrir skoplegum uppákomum úr dag- lega lífinu, var frábær eftirherma, söngvari og sögumaður. Þegar við hittumst í janúar á þessu ári, eftir nokkurt hlé á ný- árshátíðum, urðum við öll sam- mála um að lífið væri ennþá skemmtilegt og við hétum því að láta þessar árlegu samkomur ekki falla niður aftur. Kristinn var þar eins og ávallt hrókur alls fagnað- ar, mundi lagatextana sem við hin höfðum gleymt og bætti við nýj- um sögum sem höfðu bæst við frá því síðast var fundað. Hópurinn hefur mikils misst og ekkert verður eins og áður. Minn- ingin um góðan og skemmtilegan vin lifir þó áfram og sögur hans og gamanþættir verða lengi í minni. Við þökkum Kristni samfylgd- ina og vottum Sólveigu og börn- unum innilegustu samúð okkar. Áramótahópurinn, Ágústa, Friðrik, Guð- mundur, Dröfn, Hall- grímur, Aðalbjörg, Jón, María, Oddur, Katrín, Stefán og Ragnheiður. Kristinn Björnsson var einn af helstu forystumönnum þeirra kynslóðar sem haslaði sér völl í at- vinnulífinu á níunda áratug síð- ustu aldar. Hann stýrði fyrst fjöl- skyldufyrirtækinu Nóa-Síríusi og varð fljótlega virkur í starfi helstu samtaka atvinnulífsins, Verslun- arráðinu, Félagi íslenskra iðnrek- enda og Vinnuveitendasambandi Íslands. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst þétt saman í Verslunar- ráðinu þar sem hann sat í fram- kvæmdastjórn. Kristinn var hluti af forystusveit Vinnuveitenda- sambandsins sem gerði þjóðar- sáttarsamninganna og í Verslun- arráðinu var hann í liðinu sem leiddi hugmyndavinnu og fylgdi eftir þeim veigamiklu breytingum sem urðu í íslensku viðskiptalífi á tíunda áratug síðustu aldar og sköpuðu nýjar og betri forsendur fyrir árangri atvinnulífsins. Gaman og gefandi var að vinna með Kristni. Hann var góðum gáfum gæddur, greindi vel aðal- atriði frá aukaatriðum, var skemmtilegur samstarfsmaður, kappsamur og vildi ná árangri en síðast en ekki síst var hann mikill hugsjónamaður um framgang at- vinnulífsins og framfarir á Ís- landi. Hann lá ekki á skoðunum sínum og hélt vel á máli sínu án þess að sýna frekju eða yfirgang og alltaf tilbúinn til málamiðlana þegar þær skiluðu málunum áfram. Samvinna okkar og vinátta urðu ennþá nánari meðan við Sól- veig störfuðum líka saman á Al- þingi. Þau hjónin voru samrýmd og studdu hvort annað dyggilega þótt Kristinn gætti sín vel á að halda viðeigandi fjarlægð frá vafstri þingmannsins og þingmað- urinn sömuleiðis frá viðskiptum eiginmannsins. En Sólveig er ekki síður hugsjónamaður um fram- farir og velferð Íslendinga en Kristinn var og einlæg baráttu- kona fyrir sínum málstað. Sam- eiginlega voru þau sérstaklega tryggir vinir sem dugðu vel þegar á reyndi. Þau sýndu mikla um- hyggju þegar eitthvað var að hjá vinum þeirra og voru viðræðugóð um öll mál. Alltaf var gaman að vera með þeim hjónum á góðri stundu sem kom ósjaldan fyrir á vettvangi Verslunarráðsins og Alþingis. Þegar Kristinn lék á als oddi í góðum vinahópi voru gleðin og hláturinn ríkjandi. Ég minnist sérstaklega eins slíks kvölds fyrir tæpum tíu árum þegar nokkrir úr gamla Verslunarráðsliðinu hittust og rifjuðu upp gamla tíma. Þá voru flestir komnir í ný hlutverk í lífinu en eftir sat gagnkvæm virð- ing og vinátta ennþá óbreytt. Kristinn átti bæði ánægjulegar og erfiðar stundir á sínum starfs- ferli, eins og gengur. En hann bugaðist aldrei þótt á móti blési en hélt alltaf virðingu sinni og yf- irvegun. Öðru hverju áttum við þokkalega löng samtöl og tókum stöðuna á mönnum og málefnum. Alltaf var Kristinn að hugsa um framtíðina og það sem betur mætti fara. Það var sérlega ánægjulegt að fylgjast með því hvað hann naut sín vel á nýjum vettvangi á síðustu árum og að kappið til að sækja fram var ennþá á á sínum stað. Við Pála vottum Sólveigu og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og biðjum fyrir sálu Kristins með innilegu þakklæti fyrir allar sam- verustundirnar. Vilhjálmur Egilsson. Kristinn Björnsson er fallinn frá langt um aldur fram. Við kynntumst á vettvangi Félags ís- lenskra iðnrekenda í byrjun ní- unda áratugarins, þegar við störf- uðum báðir hjá iðnfyrirtækjum, hann hjá Nóa Síríusi og ég hjá Sápugerðinni Frigg. Tæpum áratug síðar, þegar Kristinn var nýlega kominn til starfa hjá Skeljungi og ég var á milli starfa, eftir að Frigg hafði verið seld nýjum eigendum sem tóku við stjórnun fyrirtækisins, þá hringdi Kristinn í mig og bað mig um að hitta sig. Var erindið að fá mig til að gera úttekt á hluta af starfsemi Skeljungs, sem ég tók að mér og átti ég uppbyggileg samskipti við hann og samstarfs- menn hans um málið meðan sú vinna fór fram. Síðustu fimm árin hefur sam- gangur okkar Kristins verið nokkuð mikill, þar sem starfs- stöðvar okkar hafa verið undir sama þaki, hjá Líflandi ehf. Þótt Kristinn sinnti ekki daglegri stjórnun fyrirtækisins, þá hafði hann mikinn áhuga á að fylgjast með því sem var að gerast hverju sinni á mörkuðum þess og fylgdist vel með stefnum og straumum sem urðu í umhverfi rekstrarins. Kristinn hafði langa starfsreynslu úr íslensku viðskiptalífi og hafði auk þess stundað sveitastörf á yngri árum. Hann hafði því ágæta jarðtengingu við þann markað sem fyrirtækið starfaði á. Kristinn var ljúfur maður í daglegri umgengni, gjarnan með einhverja glettni á vörum. Hann hafði gaman af því að segja sögur af mönnum og málefnum og ekki síður að hlusta á sögur, vísur og annað glens um líðandi stund. Gat hann oft hlegið dátt og lengi á slíkum stundum. Kristinn var glæsimenni á velli og ávallt vel klæddur. Bar hann sterkan svip foreldra sinna og hafði að nokkru leyti yfir sér aristókratískt yfir- bragð, sem hefði sómt sér vel meðal breskra hefðarmanna fyrri alda, bæði hvað varðar útlit og framgöngu. Að leiðarlokum þakka ég Kristni fyrir sérlega ljúf og heilsteypt samskipti og sendi fjölskyldu hans innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Björnssonar. Jón Þorsteinn Gunnarsson. Æskufélagi minn og bekkjar- bróðir er nú allur. Okkar fyrstu kynni voru í níu ára bekk í Mela- skólanum. Kennarinn okkar, Sig- rún Erla Sigurðardóttir, bað okk- ur þrjá, Kristin, mig og Sigvalda Ástvaldsson, að sitja eftir. Þetta var fyrsti skóladagur minn í nýj- um skóla, Melaskólanum. Ég hafði verið í Ísaksskóla í þrjú ár en var nú sestur á bekk í barna- skólanum á Melunum. Þegar aðrir nemendur bekkj- arins höfðu komið sér út lítur Sig- rún á þá Sigvalda og Kristin og segir: „Óli er nýr í þessum skóla, ég vil að þið lítið eftir honum og leikið við hann.“ Eftir á að hyggja var þessi stórkostlegi kennari og vinur að koma í veg fyrir einelti, ekki svo að við vissum þá hvað það var og sjálfsagt lítil hætta á að ég stæði það ekki af mér sjálfur. En svona var þetta nú. Þeir báðir tóku hlutverk sitt alvarlega og myndaðist ævilöng vinátta upp frá þessu. Sigvaldi féll frá 2013 og nú er Kristinn farinn. Hann var stór eftir aldri á þess- um árum og hávaxinn á fullorðins- árum, bar sig alltaf tígulega, beinn í baki og var snemma treyst fyrir mikilli ábyrgð og mannafor- ráðum. Hann var alla tíð vinsæll og vel metinn yfirmaður. Svo skemmtilega vildi til að ekki bara vorum við Kristinn bekkjarfélagar heldur líka tvær systur okkar, Magdalena og Ás- laug og Anna Helga og Sjöfn. Var því mikill samgangur á millum heimila okkar. Kristinn var kosinn til margra trúnaðarstarfa og var í forystu- sveit hvar sem hann kom. Í 50 ára útskriftarafmælishófi okkar árgangs sat okkar bekkur við sameiginlegt borð og hrókur alls fagnaðar var Kristinn. Hann var skemmtilegur og hnyttinn og vinsæll meðal bekkjarfélaga. Ég vil votta Sólveigu og afkom- endum þeirra alla mína samúð og bekkjarfélaga á þessari hryggð- arstundu en jafnframt þakka fyrir vináttu í samskiptum fjölskyldna okkar eftir lífsins vegi. Ólafur Magnús Schram. Foringinn er fallinn frá. Í mín- um huga hef ég aðeins kynnst ein- um sannkölluðum foringja, það var Kristinn Björnsson. Ég var svo lánsamur að kynnast Kristni í gegnum æskuvin minn, Þóri Har- aldsson, er þeir störfuðu hjá Nóa- Síríusi. Við og okkar fjölskyldur fórum saman í nokkrar jeppa- og snjósleðaferðir á þessum árum sem voru afar skemmtilegar. Eins og allir vita sem þekktu Kristin var hann mikill áhugamaður um bíla og það góða bíla. Mercedes Benz var að sjálfsögðu í mestu uppáhaldi hjá honum, enda átti fjölskylda hans á árum áður stór- an hlut í Ræsi sem þá var umboðs- aðili fyrir Mercedes Benz. Kristni fannst gaman að aka og það hratt, enda alltaf á góðum bílum. Það varð mér til happs að hann fór ör- lítið of hratt á leið til vinnustaðar síns snemma morguns um helgi, þannig að ég fékk að aka honum í þessar vikur sem hann varð að láta frá sér ökuskírteinið sitt. Eft- ir þann tíma var ég fenginn í alls- konar verkefni fyrir Skeljung og hann og hans fjölskyldu. Ég er óendanlega þakklátur fyrir það traust sem hann sýndi mér, með því að treysta mér fyrir sér og sín- um nánustu í langan tíma. Það var tekið eftir því að honum þótti ákaflega vænt um Skeljung er hann stýrði því fyrirtæki. Oft um helgar ók hann um bæinn og skoðaði bensínstöðvar Skeljungs og aðgætti hvort eitthvað mætti betur fara, t.d. hvort farnar væru ljósaperur og þessháttar. Ég hitti tvo starfsmenn Skeljungs eftir andlát Kristins sem starfað hafa þar í marga áratugi og voru þeir sammála um að það hefði enginn forstjóri verið eins góður stjórn- andi hjá Skeljungi og Kristinn Björnsson. Hann leit á sína starfs- menn eins og keðju og vissi að það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn. Ég hef aldrei kynnst öðru eins snyrtimenni og Kristinn var. Það var sama hvar á var litið, húsa- kynnin sem hann hafði með að gera, bílarnir og síðast en ekki síst hann sjálfur. Í síðasta skiptið sem ég hitti Kristin Björnsson sat hann við skrifborð sitt í Líflandi og við töluðum aðeins um lífið og tilveruna og ég man að hann sagði að lífið væri allt of stutt til að vera með einhver leiðindi og að góðan vinskap ætti að rækta en ekki slíta. Hann var afar vel tilhafður eins og alltaf, í skjannahvítri skyrtu með bindi og ermahnappa. Þannig mun ég minnast Kristins Björnssonar það sem ég á eftir ólifað. Ég votta Sólveigu, börnum þeirra og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Steindór Björnsson. Nærvera Kristins Björnssonar fór ekki fram hjá fólki. Hann var glæsimenni. Sé hann fyrir mér hávaxinn, ljóshærðan, með gler- augun og bros í augunum; um- kringdan fólki. Hann var með skemmtilegri mönnum, fyndinn, fljótur til svars og glöggur á menn og málefni. Í hugann kemur upp kvöld á Fjólugötu, æskuheimili þeirra systkina, hans, Emilíu vinkonu minnar, Sjafnar og Áslaugar. Það var veisla og þarna voru foreldrar þeirra, vinir og frændfólk. Þarna var Kristinn, nýútskrifaður lög- fræðingur ásamt Sólveigu sinni og frumburði þeirra. Árum saman hitti maður ekki eingöngu vini Emilíu í boðum, heldur einnig vini systkina hennar, frændfólk og foreldrana Sjöfn og Björn. Það er stór hópur af fólki sem þekkist í gegnum tengsl við þessa skemmtilegu og góðu fjölskyldu. Kristinn ólst upp með þremur glaðværum systrum og var aug- sýnilega náinn báðum foreldrum sínum. Hann var skírður eftir móðurafa sínum, Kristni, sem kenndur var við Geysi og Emilía sagði að hefði alltaf verið óaðfinn- anlegur í klæðaburði. Þannig var Kristinn. En hann var einnig mjög líkur föður sínum Birni, eins og Emilía, sem var svo sjarmer- andi, fyndinn og hlýr maður. Kristinn hitti oft naglann á höf- uðið og með eftirminnilegum hætti. Um Emilíu systur sína sagði Kristinn að hún sameinaði marga eftirsóknarverðustu kosti sem eina manneskju prýða. Hann hafði ýmsa þessa kosti sjálfur. Þar stendur upp úr trygglyndi. Þegar ég stofnaði útgáfufyrir- tæki í janúar 1986 til að gefa út tímaritið Heimsmynd fékk ég Kristin til að koma í stjórn ásamt nokkrum öðrum einstaklingum í viðskiptalífinu. Taldi að það myndi styrkja stöðu blaðsins á auglýsingamarkaði. Tíminn leiddi í ljós að því gagnrýnni sem skrif í blaðinu urðu því erfiðar átti það uppdráttar. Þrátt fyrir góðan hug stjórnarmanna var ekki auðvelt fyrir þá að sitja undir þrýstingi þegar greinar í tímaritinu voru farnar að ganga nærri jafnvel samstarfsaðilum þeirra í við- skiptalífi og pólitík. Leiðir hlaut að skilja en það var með þeim hætti að engan skugga bar á. Það er sjónarsviptir að Kristni Björnssyni. Hann var góður mað- ur. Oscar Wilde sagði beisklega að það væri fáránlegt að flokka fólk eftir því hvort það væri gott eða slæmt. Annaðhvort væri fólk sjarmerandi eða leiðinlegt. Krist- inn féll einnig þar í fyrri flokkinn. Votta Sólveigu, börnum, tengdadóttur og barnabörnum innilega samúð sem og Emilíu vinkonu minni og fjölskyldunni allri. Herdís Þorgeirsdóttir. Það er mikil eftirsjá að Kristni Björnssyni. Ekki hvarflaði það að mér að ég myndi kveðja hann rétt 65 ára. Á aldri sem í dag telst vera blómaskeið flestra. Þó var ljóst þegar fregnir bárust af veikindum hans nú í sumar að ekki væri ljóst um framvindu mála. Leiðir okkar Kristins lágu fyrst saman á vettvangi atvinnu- lífsins í störfum fyrir Félag ís- lenskra iðnrekenda. Þar kom hann til starfa í stjórn sem ungur forstjóri Nóa Síríusar rétt eftir að ég tók við formennsku í félaginu, síðar varð hann varaformaður FIÍ og skipaðist til margvíslegra starfa fyrir þess hönd. Hann var valinn til setu í fram- kvæmdastjórn VSÍ fyrir hönd fé- lagsins og sat þar í samningaráði VSÍ og sem varaformaður á mikl- um umbrotatímum í starfi VSÍ. Umbrota og breytingatímum sem leiddu til þeirra samninga sem nefndir hafa verið þjóðarsátt og Einar Oddur heitinn leiddi ásamt sinni stjórn í VSÍ fyrir vinnuveit- endur. Á þeim vettvangi sem og í störfum fyrir iðnrekendur var gott að njóta starfa Kristins. Hann lagði jafnan gott til mála, var gagnrýninn og varfærinn við málaundirbúning en jafnan fremstur í fylkingu til að fylgja málum eftir þegar ákvörðun var tekin. Það var gott að eiga samstarf við hann á þessum vettvangi, ekki síður þótti mér gott og var heiður að því að mega telja hann til vina minna. Það var gott að eiga hans vináttu. Það er sárt að kveðja góðan dreng langt um aldur fram. Eftir lifir minning um traustan mann með hlýja nærveru og sem gott var að eiga samskipti við. Við Kristín sendum Sólveigu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum og fjölskyldu Kristins allri, okkar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristins Björnssonar. Víglundur Þorsteinsson. Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum Fallinn er frá Kristinn Björns- son, góður og gegn sjálfstæðis- maður, ötull talsmaður frelsis, jafnréttis og framfara, forystu- maður í atvinnu- og viðskiptalífi. Kristinn gat sér á yngri árum gott orð sem lögfræðingur, en það var hins vegar eftir að hann gerð- ist virkur þátttakandi í fyrir- tækjarekstri, sem alþjóð veitti þessum sköruglega unga manni eftirtekt. Kristinn var 32 ára gamall þeg- ar hann varð forstjóri Nóa-Síríus- ar, en þess var ekki langt að bíða að hann settist í stjórn Félags ís- lenskra iðnrekenda og við tók ára- tugalangur farsæll ferill sem for- ystumaður í íslensku atvinnulífi. Ekki aðeins á vettvangi iðnrek- enda, heldur einnig hjá Verslun- arráðinu, Vinnuveitendasam- bandi Íslands og síðar Samtökum atvinnulífsins. Það segir sína sögu um Kristin, sem var glæsilegur maður að vall- arsýn, að þegar menn nefndu hann á nafn, fylgdi starfsheitið forstjóri jafnan með. Líka eftir að hann var löngu hættur sem for- stjóri! Það hæfði honum. Kristinn kom víða við í atvinnu- lífinu og sat þannig í stjórnum fjölda fyrirtækja um dagana. Má þar nefna Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, H. Ben., Sjóvá, Eimskip, Harald Böðvarsson hf., Hraðfrystihús Eskifjarðar, Hans Petersen, Plastprent, Straum fjárfestingabanka og Lífland. Hann eða stórfjölskylda hans áttu hagsmuna að gæta í þeim mörg- um, en Kristinn var kapítalisti af gamla skólanum þegar kom að eignarhaldi stjórnenda. Hann taldi sjálfgefið að stjórnendur sinntu störfum sínum betur ef þeir ættu eignarlegra hagsmuna að gæta; það væri bara lífsins gangur. Þess vegna var hann ein- dregið fylgjandi einkarekstri og taldi hann raunar hið eina rétta. Kristinn var framsýnn maður, var t.d. meðal hinna fyrstu til þess að koma auga á að upplýsinga- byltingin yfirvofandi myndi ekki aðeins breyta lager- og bókhalds- kerfum fyrirtækja eða skrifstofu- vinnunni, heldur einnig gerbylta yfirsýn stjórnenda, sem um leið gætu kynnt sér smæstu smátriði eftir þörfum. Það myndi óhjá- kvæmilega fækka í stjórnunar- þrepum og gera fyrirtæki skil- virkari. Hann var líka víðsýnn maður. Það mátti vel sjá á því, að þegar hann tók við sem forstjóri Skelj- ungs árið 1990, kynnti hann sér vandlega hvaða systurfélögum er- lendis vegnaði best, greindi af hverju það stafaði og hikaði ekki við að leita ráða um hvernig mætti koma sömu aðferðum við hér á landi. Kristinn átti frumkvæði að mikilli markaðssókn Skeljungs, sem skilaði sér í stórauknum hlut á eldsneytismarkaði. Til hans má einnig rekja þá þróun, að bens- ínstöðvar urðu umsvifamiklar á almennum smásölumarkaði, ekki aðeins með sælgæti og skyndi- bita, heldur einnig dagvöru og margvíslegan varning annan. Kristinn var vænn og vandaður maður. Drengur góður, hreinskil- inn og einlægur sem hafði gaman af að umgangast fólk og það var jafnan létt yfir honum. Sumir myndu segja að slíkir eðlisþættir hefðu nýst vel í stjórnmálum, en þótt að Kristinn væri pólitískur maður, þá hafði hann ekki áhuga á beinum stjórnmálaafskiptum. Á sínum yngri árum var Kristinn mjög virkur í starfi Sjálfstæðis- flokksins. Átti hann sæti í stjórn Heimdallar 1973-1975 og var í stjórn SUS 1983-1985. Kristinn var formaður Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi, árin 1979-1981 og for- maður fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna á Seltjarnarnesi 1983-1985. Þá var hann um skeið í fjármálaráði Sjálfstæðisflokksins og til hans mátti ævinlega leita ráða um hvaðeina, sem snerti at- vinnulíf og þjóðarhag. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokks- ins þakka ég Kristni störf hans öll í þágu flokksins og sendi frú Sól- veigu Pétursdóttur, fjölskyldu og öðrum aðstandendum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.