Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Washington. AFP. | Tæpt ár er nú
þar til Bandaríkjamenn kjósa eftir-
mann Baracks Obama forseta og
demókratar vona að þeim takist þá
að sigra í þriðju forsetakosning-
unum í röð. Eftirfarandi menn sækj-
ast eftir því að verða forsetaefni
flokkanna tveggja, raðað eftir fylgi í
skoðanakönnunum:
Þrír demókratar
Hillary Clinton er eiginkona Bills,
fyrrverandi forseta, sat í öldunga-
deild þingsins fyrir New York, var
utanríkisráðherra í stjórn Baracks
Obama eftir að hafa beðið ósigur fyr-
ir honum í forkosningum demókrata
2008. Fylgi hennar minnkaði fyrr á
árinu en hún hefur nú náð forystunni
aftur.
Bernie Sanders situr í öldunga-
deildinni sem óflokksbundinn þing-
maður fyrir Vermont. Hann lýsir sér
sem lýðræðislegum sósíalista og hef-
ur hvatt til „pólitískrar byltingar“ í
Bandaríkjunum. Nýtur mikilla vin-
sælda meðal vinstrimanna í flokki
demókrata, hefur gagnrýnt auðsöfn-
un kaupsýslumanna og meðal ann-
ars krafist breytinga á fjármálakerf-
inu.
Martin O’Malley er fyrrverandi
borgarstjóri Baltimore og ríkisstjóri
Maryland. Hann segir að þörf sé á
„nýju blóði“ í bandarískum stjórn-
málum og að tvær fjölskyldur eigi
ekki að skiptast á um að stjórna
landinu, með skírskotun til Clinton-
hjónanna og Bush-fjölskyldunnar.
Fimmtán repúblikanar
Donald Trump hefur notið mests
stuðnings meðal frambjóðenda í for-
kosningum repúblikana en hefur
reitt forystumenn flokksins til reiði
með umdeildum yfirlýsingum sínum,
meðal annars um innflytjendur frá
Rómönsku Ameríku.
Ben Carson er taugaskurðlæknir
og eins og Trump er hann óreyndur í
stjórnmálum. Hann er eini blökku-
maðurinn á meðal frambjóðendanna,
hefur boðað umburðarlyndi en verið
gagnrýndur fyrir nokkrar umdeild-
ar yfirlýsingar, m.a. um samkyn-
hneigða, nasista og þrælahald.
Marco Rubio er sonur innflytj-
enda frá Kúbu, situr í öldungadeild-
inni fyrir Flórída og vonast til þess
að fara fyrir næstu kynslóð íhalds-
manna í forystu repúblikana.
Ted Cruz er einnig öldunga-
deildarþingmaður og ættaður frá
Kúbu. Hann þykir góður ræðumað-
ur, er íhaldssamur og hefur oft verið
í andstöðu við forystu flokksins.
Jeb Bush er fyrrverandi ríkis-
stjóri Flórída, faðir hans og bróðir
hafa gegnt forsetaembættinu. Var
lengi talinn sigurstranglegur, safn-
aði miklu fé í kosningasjóð sinn en
hefur ekki fengið mikið fylgi.
Carly Fiorina er fyrrverandi for-
stjóri Hewlett-Packard og beið ósig-
ur í kosningum til öldungadeildar-
innar árið 2010. Er eina konan í
framboði í forkosningum repúblik-
ana.
John Kasich er ríkisstjóri Ohio,
íhaldssamur í ríkisfjármálum og
miðjumaður í samfélagsmálum. Sat í
átján ár í fulltrúadeild Bandaríkja-
þings, sat þá allan tímann í her-
málanefnd hennar.
Rand Paul á sæti í öldungadeild-
inni fyrir Kentucky og aðhyllist
frjálshyggju. Er augnlæknir að
mennt, hefur hvatt til umbóta á
réttarkerfinu og er andvígur því að
skuldaþak ríkissjóðs Bandaríkjanna
verði hækkað.
Mike Huckabee er fyrrverandi
ríkisstjóri Arkansas og sækist eftir
forsetaembættinu í annað skipti.
Nýtur einkum stuðnings meðal
kristinna kjósenda í dreifbýlinu.
Chris Christie er ríkisstjóri New
Jersey, hefur boðað umbætur á
skattakerfinu og breytingar á orku-
stefnunni og kveðst vilja auka áhrif
Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi.
Fimm aðrir framjóðendur í for-
kosningum repúblikana eru með
minna fylgi:
Rick Santorum, fyrrverandi öld-
ungadeildarmaður, Bobby Jindal,
ríkisstjóri Louisiana, Lindsey Gra-
ham, þingmaður í öldungadeildinni,
George Pataki, fyrrverandi ríkis-
stjóri New York, og Jim Gilmore,
fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu.
DEMÓKRATAR
Frambjóðendur í forkosningunum í Bandaríkjunum
REPÚBLIKANAR
Hillary CLINTON
Aldur: 68 ára
Fyrrv. utanríkisráðherra,
fyrrv. öldungadeildarþing-
maður og fyrrv. forsetafrú
Ted CRUZ
Aldur: 44 ára
Ríkisstjóri Texas, fyrrv.
lögmaður, faðir hans fæddist
á Kúbu, íhaldssamur
Rand PAUL
Aldur: 52 ára
Í öldungadeildinni fyrir
Kentucky, augnlæknir,
aðhyllist frjálshyggju
Chris CHRISTIE
Aldur: 53 ára
Ríkisstjóri New Jersey,
fyrrv. saksóknari,
boðar umbætur
í skattamálum
John KASICH
Aldur: 63 ára
Ríkisstjóri Ohio,
miðjumaður í sam-
félags- og fjármálum
Donald TRUMP
Aldur: 69 ára
Auðkýfingur,
þekktur sjónvarps-
maður
Jeb BUSH
Aldur: 62 ára
Sonur forseta, bróðir
annars forseta, fyrrv.
ríkisstjóri Flórída
Marco RUBIO
Aldur: 44 ára
Situr í öldungadeildinni,
sonur innflytjenda frá
Kúbu, íhaldssamur
Ben CARSON
Aldur: 63 ára
Taugaskurðlæknir,
íhaldssamur
Mike HUCKABEE
Aldur: 60 ára
Fyrrv. ríkisstjóri
Arkansas, predikari
Carly FIORINA
Aldur: 61 árs
Fyrrv. forstjóri
Hewlett
Packard
Bernie SANDERS
Aldur: 74 ára
Óflokksbundinn öldunga-
deildarþingmaður og
„lýðræðislegur
sósíalisti“
Martin O'MALLEY
Aldur: 52 ára
Fyrrv. borgarstjóri
Baltimore, fyrrv.
ríkisstjóri
Maryland
Forsetakosningarnar verða 8. nóvember á næsta ári og forsetaefni demókrata og repúblikana verða
valin í forkosningum sem hefjast í Iowa 1. febrúar.
Fimm fylgisminni repúblikanar eru einnig í framboði:
Rick SANTORUM, Bobby JINDAL, Lindsey GRAHAM, George PATAKI, Jim GILMORE
Átján sækjast eftir for-
setaembættinu vestra
Nokkrir af þekktustu fótbolta-
mönnum Bretlands eru sagðir
hafa tapað miklu fé á fjárfest-
ingum í fasteigna- og kvikmynda-
verkefnum, að sögn breskra fjöl-
miðla. Á meðal fótboltakappanna
eru Rio Ferdinand, fyrrverandi
varnarmaður Manchester United,
Kevin Campbell, fyrrverandi
sóknarmaður Arsenal, Everton og
West Bromwich Albion, Andy
Cole, fyrrverandi sóknarmaður
Manchester United, og þrír fyrr-
verandi fótboltamenn sem hafa
haslað sér völl í sjónvarpi, þeir
Martin Keown, Danny Murphy og
Robbie Savage. The Telegraph
segir að talið sé að alls hafi um
100 fyrrverandi atvinnumenn í
fótbolta tapað fé
á fjárfestingum
fyrir milligöngu
fyrirtækisins
Kingsbridge
Asset Manage-
ment og að
nokkrir þeirra
standi jafnvel
frammi fyrir
gjaldþroti. Áætl-
að er að tap þeirra nemi alls 100
milljónum punda, sem svarar tæp-
um 20 milljörðum króna, að sögn
blaðsins.
BRETLAND
Gamlir fótboltakappar sagðir hafa tapað miklu fé
Rio Ferdinand Danny MurphyKevin Campbell
Stuðningsmenn flokks Aungs San
Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnar-
andstöðunnar í Búrma, fögnuðu í
gær fyrstu tölum í þingkosningum
sem fram fóru á sunnudaginn var.
Talsmaður flokks Suu Kyi, Þjóðar-
bandalags um lýðræði, kvaðst vera
vongóður um að hann hefði farið
með sigur af hólmi í kosningunum.
Fréttaveitan AFP hafði eftir tals-
manninum að fyrstu kjörtölur
bentu til þess að stjórnarandstaðan
hefði fengið meira en 70% þingsæt-
anna. Þjóðarbandalag um lýðræði
stefndi að því að fá 67% sætanna á
þinginu til að geta valið forseta og
myndað næstu ríkisstjórn. 25%
þingsætanna verða skipuð ókjörn-
um fulltrúum hersins sem hefur
stjórnað landinu með harðri hendi í
áratugi. Helsti andstæðingur Þjóð-
arbandalags um lýðræði er flokk-
urinn USDP sem styður herinn.
Yfirvöld í Búrma segja að bráða-
birgðatölur verði birtar á næstu
dögum en lokaúrslit kosninganna
kunni að liggja fyrir eftir tíu daga.
Á myndinni fagna stuðningsmenn
flokks Suu Kyi fyrstu kjörtölum í
Rangoon. bogi@mbl.is
AFP
Stuðningsmenn flokks
Suu Kyi vongóðir um sigur
Þing Katalóníu samþykkti í gær
þingsályktunartillögu um að hefja
undirbúning aðskilnaðar héraðsins
frá Spáni til að það geti fengið sjálf-
stæði ekki síðar en árið 2017. Til-
lagan var samþykkt með atkvæðum
72 þingmanna, eða allra þeirra
flokka sem aðhyllast sjálfstæði
Katalóníu, en 63 voru á móti henni.
Mariano Rajoy, forsætisráðherra
Spánar og leiðtogi Þjóðarflokksins
(PP), sagði að stjórnin hygðist skjóta
málinu til stjórnlagadómstóls lands-
ins og óska eftir því að hann ógilti
þingsályktunina þegar í stað. Flutn-
ingsmenn tillögunnar höfðu búist við
þessum viðbrögðum og í þings-
ályktuninni segir að undirbúningur
aðskilnaðarins sé ekki háður sam-
þykki spænskra stofnana, meðal
annars stjórnlagadómstólsins.
Katalóníumenn reyndu að efna til
bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um
sjálfstæði í fyrra en stjórnlagadóm-
stóllinn komst að þeirri niðurstöðu
að hún bryti í bága við stjórnar-
skrána. Stjórnvöld í Katalóníu efndu
samt til þjóðaratkvæðis og 80%
þeirra sem greiddu atkvæði voru
hlynnt sjálfstæði héraðsins.
Fái sjálfstæði innan 18 mánaða
Flokkar aðskilnaðarsinna fengu
meirihluta þingsæta í kosningum í
Katalóníu í september en þeim tókst
ekki að fá meirihluta atkvæða eins
þeir höfðu stefnt að til að styrkja
stöðu sína í baráttunni fyrir bindandi
þjóðaratkvæði um sjálfstæði.
Samkvæmt ályktuninni á þingið
að setja lög innan 30 daga um að
koma á fót sérstöku almannatrygg-
ingakerfi og fjármálaráðuneyti í
Katalóníu með það að markmiði að
sjálfstjórnarhéraðið fái fullt sjálf-
stæði innan eins og hálfs árs.
Sósíalistaflokkur Spánar og
miðju- og hægriflokkurinn Cuidad-
anos styðja stefnu stjórnar Þjóðar-
flokksins í deilunni. bogi@mbl.is
Katalónía und-
irbýr sjálfstæði
Rajoy leitar til stjórnlagadómstóls
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla