Morgunblaðið - 10.11.2015, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 30 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Glæsilegir sólskálar sem lengja sumarið
og gera sælureitinn ómótstæðilegan
Yfir 40 litir í boði!
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Sólskálar
- sælureitur innan seilingar
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Fyrirtækið Thorsil, sem nú vinnur
að uppbyggingu kísilmálmverk-
smiðju í Helguvík, mun greiða um
40 Bandaríkjadali fyrir hverja
megavattstund sem fyrirtækið
kaupir til framleiðslu sinnar. Þetta
herma áreiðanlegar heimildir Morg-
unblaðsins. Thorsil hefur gert
samninga við HS-orku og Lands-
virkjun um orkuöflunina í tengslum
við uppbyggingu verksmiðjunnar.
Ofan á kaupverðið bætist að auki
kostnaður við orkuflutninginn og
mun hann nema um sex til sjö döl-
um á hverja megavattstund. Er
hann greiddur á grundvelli samn-
inga við Landsnet sem einkarétt
hefur á flutningi orkunnar.
Hærra verð en iðnaðurinn
Orkuverðið sem Thorsil greiðir
er mun hærra en það meðalverð
sem iðnaðurinn í landinu greiðir
fyrir raforku frá Landsvirkjun.
Þannig kemur fram í ársskýrslu
fyrirtækisins að meðalverð til iðn-
aðar hafi á árinu verið 25,9 dalir á
hverja megavattstund og að það
hafi hækkað frá árinu 2013 um 10
sent. Í tölunum sem Landsvirkjun
hefur birt er meðalverðið reiknað
með flutningskostnaði.
Af þessum sökum má gera ráð
fyrir því, sé miðað við lægra viðmið
flutningskostnaðar eða 6 dollara á
hverja megavattstund, að Thorsil
greiði ríflega tvöfalt hærra verð
fyrir orkuna en iðnaðurinn í landinu
geri að jafnaði.
Enn lægra hjá álverum
Tvö álveranna sem starfrækt eru
hérlendis, þau sem Alcoa rekur á
Reyðarfirði og Century Aluminium
rekur á Grundartanga, greiða mun
lægra verð fyrir raforku sína en
iðnaðurinn gerir almennt. Það stað-
festir Ketill Sigurjónsson, ráðgjafi á
sviði orkumála.
„Álverin á Reyðarfirði og Grund-
artanga greiða á bilinu 10-15
Bandaríkjadali á hverja megavatt-
stund nú um stundir. Það skýrist
ekki síst af því hversu lágt heims-
markaðsverðið á áli er nú. Staðan
er allt önnur í Straumsvík en þar er
verðið nær 30 dölum, enda tekur
samningur þeirra við orkuframleið-
endur ekki mið af álverði,“ segir
Ketill. Hann tekur fram að umrætt
verið sé án flutningskostnaðar.
Sé mið tekið af fyrrnefndu orku-
verði, sem Thorsil mun greiða í
tengslum við framleiðslu sína á kís-
ilmálmi í Helguvík, er ljóst að það
verð er 170-300% hærra en verðið
sem álverin á Reyðarfirði og
Grundartanga greiða um þessar
mundir.
Lengst af voru öll álverin sem
starfrækt eru hérlendis með ákvæði
í orkukaupasamningum sínum að
orkuverð tæki mið af heimsmark-
aðsverði á áli. Nokkur breyting
varð þar á árið 2009 þegar Rio
Tinto Alcan, sem rekur álverið í
Straumsvík, gerði samning við
Landsvirkjun sem nær til ársins
2036 en þar var tengingin við ál-
verðið afnumin. Frá árinu 2009 hef-
ur því hlutfall þeirra tekna Lands-
virkjunar sem hafa tengingu við
álverð lækkað úr 51% í 31%.
Margfalt hærra
verð fyrir orkuna
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Orka Landsnet vinnur nú að því að tryggja raforkuflutning til Helguvíkur.
Thorsil mun greiða 40 dollara fyrir hverja megavattstund
Orkuþörf Thorsil
» Verksmiðjan mun framleiða
54 þúsund tonn af kísilmálmi á
ári.
» Til þess þarf hún 87 MW af
raforku á klukkustund.
» Árleg orkuþörf mun nema
730 gígavattstundum.
» Miðað við að fyrirtækið
greiði 40 dali fyrir hverja
megavattstund munu raforku-
kaup þess nema allt að 4 millj-
örðum á ári.
Arion banka að enn ríkir óvissa
vegna losunar gjaldeyrishafta, tak-
markaðir möguleikar séu á heima-
markaði til þess að skapa fjölbreyti-
leika í tekjum og eignum, auk þess
sem töluverðar sveiflur séu enn í af-
komu bankans vegna stórra ein-
skiptisliða.
Alþjóðlega matsfyrirtækið Stand-
ard & Poor’s hefur staðfest BBB-
lánshæfiseinkunn Arion banka til
langs tíma. Einkunn fyrir skamm-
tímaskuldbindingar er A-3. Horfur
lánshæfiseinkunnanna eru stöð-
ugar að mati Standard & Poor’s.
Helstu styrkleikum Arion banka
skiptir matsfyrirtækið í þrjá liði. Í
fyrsta lagi sterk eiginfjárstaða og
hagstæð vogunarhlutföll, í öðru
lagi traust markaðsstaða sem bygg-
ist jafnt á þjónustu við einstaklinga
og fyrirtæki, og í þriðja lagi rífleg
lausafjárstaða til að mæta væntu
útflæði innstæðna í tengslum við af-
léttingu fjármagnshafta.
Á hinn bóginn metur Standard &
Poor’s það til veikingar á lánshæfi
Lánshæfismat
Arion óbreytt
S&P staðfestir
einkunnina BBB-
Morgunblaðið/Eggert
Lánshæfi Óvissa vegna losunar
hafta hefur áhrif á einkunn S&P.
● Eik fasteignafélag hefur undirritað
nýja leigusamninga við Heimilistæki
en síðarnefnda fyrirtækið hyggst opna
tvær nýjar verslanir á Glerártorgi í ríf-
lega 1.000 fermetra rými. Verslanirnar
tvær verða opnaðar undir nafni Heim-
ilistækja og Tölvulistans. Stefnt er að
því að þær verði opnaðar um mitt
næsta ár. Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar, segir að verslunar-
miðstöðin á Glerártorgi sé í sókn og að
undirritun samningsins staðfesti það.
Fleiri verslanir bætast í
hópinn á Glerártorgi
!"
#!$
#$
% !
%
"
""
#$
$
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
"!
#"
##
%!
%
%%$
!"
$%
"
!
#$%
###!
%"
%$"
"
%#%
#%
$
!!""
Í nýrri saman-
tekt Hagstof-
unnar kemur
fram að í kjölfar
hrunsins hafi
fjölgaði ört á
leigumarkaði. Á
síðasta ári bjó
21% í leigu-
húsnæði, 12%
leigðu á almennum markaði og 8%
eftir öðrum leiðum eins og fé-
lagsbústaði, stúdentagarða eða á
lækkuðu verði af nákomnum. Í sam-
anburði leigðu 13% húsnæði sitt árið
2008, 7% leigðu þá á almennum
markaði og 6% leigðu eftir öðrum
leiðum. Á síðasta ári leigðu 36%
fólks á aldrinum 25-34 ára húsnæði
sitt en 8% bjuggu í skuldlausu eigin
húsnæði. Á sama tíma voru 10%
fólks 65 ára og eldri í leiguhúsnæði
en 48% í skuldlausu eigin húsnæði.
Fjölgar á
leigumarkaði
21% er í leigu-
húsnæði en voru 13%
● Heildarvelta á
millibankamarkaði
með gjaldeyri var
38,3 milljarðar
króna í október og
dróst nokkuð sam-
an annan mán-
uðinn í röð. Þetta
kemur fram í tölum
í Hagsjá Lands-
bankans um gjald-
eyrismarkaðinn.
Verð á evru lækkaði um 0,9% í októ-
ber, Bandaríkjadalur hækkaði um 0,8%
og sterlingspundið um 1,8%. Gengis-
vísitalan lækkaði um 0,7% sem endur-
speglar styrkingu krónunnar. Raun-
gengið hækkaði um 1,2% milli mánaða í
október og er árshækkunin orðin 9%.
Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir
154 milljónir evra, sem jafngildir 21,7
milljörðum króna, í októbermánuði. Það
samsvarar 57% af veltu mánaðarins.
Kaup Seðlabankans frá byrjun árs 2011
nema 2,4 milljörðum evra.
Landsbankinn vekur athygli á því að í
byrjun októbermánaðar hafi Seðlabank-
inn fyrirframgreitt eftirstöðvar láns frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem tekið
var í tengslum við efnahagsáætlun
stjórnvalda og AGS í kjölfar banka-
hrunsins 2008. Áður hafi Seðlabankinn
fyrirframgreitt lán frá vinaþjóðum
okkar.
Velta dregst saman á
gjaldeyrismarkaði
STUTTAR FRÉTTIR ...