Morgunblaðið - 10.11.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) verður haldin í París, höf- uðborg Frakklands, dagana 30. nóv- ember til 11. desember, en miklar væntingar eru gerðar til ráðstefn- unnar. Er vonast til þess að þjóðir heims undirriti nýjan rammasamn- ing SÞ vegna loftslagsbreytinga og ráðstefnan festi í sessi breytta hug- myndafræði viðvíkjandi baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Búist er við að um 40 þúsund þátt- takendur mæti á loftslagsráðstefn- una og hefur Reykjavíkurborg í hyggju að senda þangað 12 fulltrúa. Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni eru það Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, S. Björn Blöndal, for- maður borgarráðs, Sóley Tóm- asdóttir, forseti borgarstjórnar, Pét- ur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, Ellý Katrín Guð- mundsdóttir borgarritari, Ólöf Örv- arsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, Hall- dór Halldórsson, oddviti Sjálfstæð- isflokksins, Guðfinna Jóhanna Guð- mundsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina, Halldór Auðar Svans- son, oddviti Pírata, Hjálmar Sveins- son, borgarfulltrúi Samfylkingar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Munu þau sækja ráðstefnuna dag- ana 2. til 6. desember, en kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er 260.000 kr., eða samtals yfir 3,1 milljón kr. Borgir gegna lykilhlutverki „Reykjavíkurborg hefur mjög metnaðarfull áform í þessum efnum en á fundinum verður stór vett- vangur sveitarstjórna sem láta sig málefnið varða,“ segir m.a. í svari borgarinnar við fyrirspurn Morgun- blaðsins, en þar er einnig bent á að borgir gegni „lykilhlutverki“ þegar kemur að því að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, en fyrsta vika loftslagsráðstefnunnar verður helguð sveitarfélögum. Næstkomandi mánudag munu yfir 60 fyrirtæki skrifa undir yfirlýsingu um loftslagsmál í Höfða, en með því skuldbinda þau sig til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka um leið myndun úrgangs. Í hópi þessara fyrirtækja má, sam- kvæmt upplýsingum frá borginni, finna flest stærstu fyrirtæki lands- ins og stofnanir á borð við háskóla. Verður yfirlýsing þessi lögð fram á ráðstefnunni í París. Þá hefur Reykjavíkurborg einnig verið boðið að halda kynningu á verkefninu „Torg í biðstöðu“ á TAP- hluta ráðstefnunnar ásamt Malmö og Bristol hinn 30. nóvember nk. Samkvæmt upplýsingum frá borg- inni eru Malmö og Bristol fram- arlega á sviði umhverfismála og er það því „mikill heiður fyrir Reykja- víkurborg að fá tækifæri til að kynna verkefni sín við hlið þeirra“, en Ólöf Örvardóttir mun annast kynninguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Komi aftur með þekkingu Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir mik- ilvægt að tryggja góða dreifingu ís- lensku fulltrúanna á þá fyrirlestra sem í boði verða á ráðstefnunni í París. „Ég á eftir að fara betur yfir það hvernig ráðstefnan mun gagnast Reykjavík mest, en ég tel mjög mik- ilvægt að við komum til baka með eins mikla þekkingu og mögulegt er,“ segir hann. AFP Loftslagsmál Fjölmargir þjóðarleiðtogar munu mæta á ráðstefnuna en utanríkisráðherra Frakklands stýrir henni. Miklar vonir bundnar við fundinn í París  Reykjavíkurborg sendir 12 fulltrúa á loftslagsráðstefnuna Stjórn Björgunarbátasjóðs Vest- fjarða, sem rekur björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði, býð- ur stjórnvöldum aðstoð, bæði mannskap og skip, til þess að ná upp flakinu af Jóni Hákoni BA. „Óvissan sem fylgir því hvers vegna gúmmíbjörgunarbátar blésu ekki upp er ólíðandi en slíkir bátar eru helsta öryggistæki sjómanna og því mjög mikilvægt að fá botn í hvernig á þessu stendur,“ segir í til- kynningu frá stjórninni. Einnig skorar stjórnin á stjórnvöld að bæta fjarskipti austan við Straumnes og austur fyrir Strandir. gudni@mbl.is Ljósmynd/Jón Páll Jakobsson Jón Hákon BA Báturinn sökk í júlí sl. Einn fórst en þrír björguðust af kili bátsins. Bjóða aðstoð við að ná Jóni Hákoni upp Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar náði enn á ný nýjum hæðum í fyrra, en Alþjóðaveður- fræðistofnunin (e. World Meteoro- logical Organization) greindi í gær frá niðurstöðum mælinga sinna á styrk gróðurhúsalofttegunda í and- rúmsloftinu fyrir árið 2014. Kemur þar einkum fram að koltví- sýringur er nú um 143% meiri en fyrir iðnbyltingu, þ.e. áður en byrjað var að dæla miklu magni af gróður- húsalofttegundinni út í lofthjúpinn með bruna á jarðefnaeldsneyti, en styrkur hans er 397,7 hlutar af millj- ón (ppm). Greina frá meti á hverju ári Michel Jarraud, forstöðumaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir íbúa jarðar brátt koma til með að „lifa við meðaltalsstyrk koltvísýr- ings upp á rúmlega 400 ppm sem varanlegan veruleika“, en svo hár hefur styrkurinn ekki verið í millj- ónir ára. Margir vísindamenn telja styrk koltvísýrings þurfa að vera nær 350 ppm til þess að forðast hættulega hlýnun jarðar. „Við greinum frá nýju meti í losun gróðurhúsalofttegunda hvert ein- asta ár,“ segir Jarraud í tilkynningu sem birt er á heimasíðu stofnunar- innar. „Ár hvert greinum við frá því að tími okkar er að renna út. Við verðum að bregðast við núna og minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda eigum við að eiga færi á að ráða við hækkandi hitastig.“ Í skýrslunni er einnig dregið fram samband vatnsgufu, sem telst til gróðurhúsalofttegunda, og koltví- sýrings, en samhliða hækkandi hita- stigi eykst vatnsgufa í lofthjúpnum. „Hlýtt loft hefur að geyma meiri raka og því mun aukið hitastig á jörðu niðri, sem orsakast af koltví- sýringi, leiða til aukinnar vatnsgufu sem eykur enn á þær afleiðingar sem fylgja gróðurhúsalofttegundum.“ „Við sjáum ekki koltvísýring. Þetta er ósýnileg ógn en mjög raun- veruleg. Hún þýðir hærra hitastig jarðar, fleiri öfgakennd veðurfyrir- brigði á borð við hitabylgjur og flóð, bráðnun íss, hækkun sjávarborðs og frekari súrnun sjávar. Þetta á sér stað núna og við færumst nú á ógn- vekjandi hraða inn á ókannað svæði,“ segir Jarraud. Horfum fram á nýjan veruleika  Styrkur gróðurhúsalofttegunda slær öll met  Ósýnileg en raunveruleg ógn Áframhaldandi hlýnun jarðar gæti, samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða- bankans (e. World Bank Group), valdið fátækt hjá um 100 milljónum manna um heim allan fyrir árið 2030. Fréttaveita AFP greinir frá því að haldi hlýnun jarðar áfram á þeim hraða sem nú er, þ.e. fjögurra gráða hækkun á meðalhitastigi í heim- inum, muni hækkun yfirborðs sjáv- ar hrifsa til sín landsvæði sem yfir 600 milljónir manna búa á. Er búist við að svæði innan landamæra Kína verði þá einna verst úti, en um 145 milljónir búa nú á hættusvæðum. Undir lok þessa mánaðar hefst al- þjóðleg ráðstefna um loftslagsmál, svonefnd COP21, í París í Frakk- landi. Í henni taka þátt fulltrúar 146 ríkja, en vonir standa til að samið verði um lagalega bindandi alþjóð- legan samning sem koma mun í veg fyrir að meðalhitastig hækki um meira en tvær gráður. Vísindamenn vestanhafs benda hins vegar á að slíkt sé e.t.v. ekki nóg og að heimili 280 milljóna manna séu í hættu þrátt fyrir hugsanlegan samning. AFP Gríma Mikil loftmengun mælist nú í Kína og þarf fólk að hylja vit sín. Heimili 600 milljóna manna sögð í hættu Breyttu heimilinu með gluggatjöldum frá okkur Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.