Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.11.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 2015 „Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Þessi orð eiga svo vel við er ég kveð góðan vin og félaga, Stefán Jóhann Sigurðsson, og hugsa til baka til liðinna stunda. Við vorum búnir að vera vinir og samherjar í áratugi eða frá því fljótlega eftir að ég fluttist til Ólafsvíkur. Við vorum saman í pólitíkinni, báðir framsóknarmenn alla tíð, saman í margs konar félagsmálum og lengi saman í Rótarýklúbbi Ólafsvíkur, en þar var hann stofnfélagi. Síðast en ekki síst vorum við félagar í Kirkjukór Ólafsvíkur í langan tíma. Þar verður hans sárt saknað af kór- félögum en hann var með afar góða tenórrödd. Stefán Jóhann var svo mörg- um kostum gæddur. Hann var já- kvæður, glaðlyndur, umhyggju- samur og traustur maður. Vildi öllum vel og var góður vinur vina sinna og það þekkti ég vel. Hann var lykilmaður í svo mörgum störfum í bæjarfélaginu sem að félagsmálum sneru, en of langt mál yrði upp að telja. Hann var með allt á hreinu varðandi þau mál og var jafnan í forystu í því sem hann kom nálægt. Hann var vel máli farinn og flutti mál sitt þannig að allir skildu. Stefán Jó- hann var m.a. í mörg ár í hrepps- nefnd Ólafsvíkur og seinna í bæj- arstjórn Ólafsvíkur og var hann fyrsti forseti bæjarstjórnar. Í Rótarýklúbbnum var hann með góða pistla, alltaf vel upp- byggða og jákvæða. Oftast með efni úr bæjarfélaginu. Hann var vel lesinn og fróður um menn og málefni, kunni vel að segja frá. Stefán Jóhann lagði mikið á sig síðastliðið haust til þess að koma með Kirkjukór Ólafsvíkur í söng- ferðalag til Þýskalands, en þá voru veikindin farin að segja til sín. Í ferðinni stóð hann sig sem hetja og maður dáðist að styrk hans. Hann var okkur hinum fé- lögunum mikil fyrirmynd. Maður kynnist margs konar fólki á lífsins leið og þá lærist manni að meta fólk eftir þau kynni. Stefán Jóhann var einn af þeim sem maður kunni sannar- lega að meta. Öllum er afmörkuð stund og hann vissi um sinn tíma. Hann var tilbúinn að fara en það hafði hann oft rætt um. Ég vil að leiðarlokum þakka Stefáni Jó- hanni allt samstarf okkar og sanna vináttu á liðnum árum. Missir Guðrúnar, eiginkonu Stef- áns Jóhanns, er mikill. Hún hefur staðið sig vel og annast hann í veikindum hans ásamt fjölskyld- unni allri. Við Gunna sendum þeim innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Stefáns Jó- hanns Sigurðssonar. Pétur Steinar Jóhannsson. Í dag kveðjum við vin okkar og kórfélaga til margra ára, Stefán Jóhann Sigurðsson, eða Jóa eins og við kölluðum hann. Jói byrjaði í Kirkjukór Ólafsvíkur árið 1978 og hefur verið í honum síðan. Hann söng tenór af mikilli snilld og kölluðum við hann oft hetju- tenórinn okkar enda hafði hann sérstaklega háa og skæra rödd. Það verður erfitt að fylla í skarðið því enginn fer í fötin hans í þess- um efnum. Stefán Jóhann Sigurðsson ✝ Stefán Jóhannfæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1937. Hann lést 28. október 2015. Útför Stefáns Jó- hanns fór fram 7. nóvember 2015. Stefán Jóhann var einstök persóna sem vildi öllum vel, var svo glaður og vildi alltaf fara sáttaleiðina í þeim ýmsu málum sem upp komu. Hann kom vel fyrir sig orði og gat staðið upp hvar sem var og talað frá eigin brjósti. Oft kom þetta sér vel fyrir kirkjukórinn. Þau hjónin bæði voru mjög sam- viskusöm með mætingar í athafn- ir kirkjunnar og alltaf var hægt að treysta á þau. Gjarnan var leit- að til hans með að vera forsöngv- ari fyrir kórinn ásamt því að hafa það hlutverk að hringja kirkju- klukkunum í lok útfara. Kirkjukórinn hefur í gegnum árin farið í ferðir bæði innanlands og utan og í allar þessar ferðir hafa þau hjónin, Jói og Gunna, farið með okkur. Hægt væri að telja upp fjöldamörg skemmtileg atvik eins og t.d. töfrabrögð á Ak- ureyri þegar bindið sem Jói var með var klippt í sundur, þá leist konunni hans ekki meira en svo á blikuna. Gjáarsöngurinn í Fær- eyjum hljómaði líka mjög vel hjá karlaröddum kórsins. Þó stendur upp úr ferðin til Parísar 2012 og ferðin nú í september til Þýska- lands en í þá ferð fór hann meira af vilja en mætti. Í Parísarferð- inni var farið í siglingu á Signu og þar var Stefán Jóhann með atriði þar sem hann stóð og söng lagið Kvöld við Signu. Kvöldið er kyrrlátt og fagurt hvíslar sín ómþýðu ljóð. Signa er við bakkana bylgjast blikandi fer sína slóð. Sól er að síga til viðar senn verður allt kyrrt og hljótt. Nálgast í hrífandi húmi heillandi Parísarnótt. Það er sælt að sitja og dreyma út við Signu kvöldin löng. Það er auðvelt öllu að gleyma við óm af hennar söng. Þegar hún niðar, niðar, niðar, niðar blítt við steina og sand. Þar sem Signa áfram iðar þar á ég mitt draumaland. (Helgi Jónasson) Já, við erum heppin að hafa kynnst manni eins og Stefáni Jó- hanni. Um leið og við þökkum honum fyrir samveruna öll þessi ár viljum við votta fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Minning hans lifir í hjörtum okk- ar. F.h. Kirkjukórs Ólafsvíkur, Gréta og Steiney. Ég var einstaklega heppin þegar ég nældi mér í Hilmar, afa- strákinn hans Jóa, fyrir rúmum fjórum árum. Frá upphafi var okkur Ragnari mínum tekið opn- um örmum, ég eignaðist góðan vin og Ragnar eignaðist langafa sem var honum mikill félagi og vinur. Það var alltaf gleði og gaman þar sem Jói var, hann var frábær sögumaður og hafði ein- stakt lag á að gæða allt lífi í kringum sig. Jói var alltaf tilbúin að miðla af þekkingu sinni og aðstoða okkur fjölskylduna í einu og öllu. Þegar hann var í sínum reglulegu heim- sóknum í Reykjavík vorum við dugleg að hittast og komu þá jafnan Jói og Gunna til okkar í mat og áttum við góðar stundir saman, það var alltaf jafn nota- legt að sjá hversu vel þeim leið hjá okkur. Það samband sem Hilmar hefur átt alla tíð við ömmu sína og afa er alveg ein- stakt og hafa þau verið honum mikil fyrirmynd í lífinu og milli þeirra ríkt gagnkvæm væntum- þykja og virðing. Ragnar og Stefán Þór halda mikið upp á langafa sinn, hann var duglegur að eyða með þeim tíma þegar við komum vestur og eru gönguferðirnar með afa of- arlega í minningunni sem og sundferðirnar. Þegar við sögðum Ragnari að nú væri afi Jói dáinn brast sá stutti í grát og sagði: „en mamma við erum búin að gera svo mikið skemmtilegt saman.“ Þessi orð Ragnars segja allt um þeirra samband og hversu vel Ragnar naut þeirra stunda sem hann átti með afa Jóa. Ég hef alltaf dáðst að þeim hjónum, þau kunnu svo sannarlega að njóta hvers augnabliks, alltaf jafn ást- fangin og glöð með hvort annað, þau orð sem upp koma í huga minn þegar ég hugsa um þau tvö leiðast eftir götunni eru ást, kær- leikur og væntumþykja. Jói fékk mig alltaf til að brosa og faðmlag hans sagði meira en þúsund orð. Mikið hefði ég viljað eiga fleiri ár með Jóa en hér skilja leiðir um sinn en eftir sitja margar ljúfar minningar sem ég verð ævinlega þakklát fyrir. Ég veit að hann mun fylgjast með okkur og gæta okkar eins vel og hann getur, minningin um afa Jóa á fastan stað í hjörtum okkar allra. Ellý Tómasdóttir. Það var traust handtak og vin- gjarnlegt viðmót sem tók á móti mér þegar ég kom fyrst til starfa sem forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga árið 2006. Stefán Jóhann var þá skrif- stofustjóri stofnunarinnar og fann ég fljótt að þar fengi ég traustan samstarfsmann og átt- um við farsæla samleið þann tíma sem ég starfaði fyrir vestan. Stef- án Jóhann var einstaklega sam- viskusamur starfsmaður sem var jafnframt umhugað um gott orð- spor stofnunarinnar, eins og reyndar alls samfélagsins á Snæ- fellsnesi, það skynjaði ég vel. Það er krefjandi að bera ábyrgð á viðkæmum málaflokk- um eins og barnavernd og öðrum málefnum sem snerta beint per- sónulega hagi íbúanna og þá er ekki verra að þekkja vel til ein- staklinga og jafnframt aðstæður fólks. Það leið ekki langur tími þar til ég áttaði mig á að ég gat leitað til Stefáns Jóhanns með upplýsingar um ólíkustu mál hvar sem var á starfssvæðinu. Oft var um að ræða upplýsingar sem ekki voru nákvæmlega skráðar í gögnum en mikilvægt að halda til haga við úrlausn mála. Þá kom sér vel þessi yf- irgripsmikla þekking hans og óhætt var að treysta leiðsögn hans fullkomlega í þeim efnum. Á litlum vinnustað, þar sem takast þarf á við verkefni eins og að framan er lýst, skiptir máli að samvinnan sé góð og traust ríki milli starfsfólks því við úrlausn mála þarf oft að taka tillit til mis- munandi aðstæðna fólks þar sem viðkvæmir hagsmunir geta verið undir um leið og leysa þarf úr þeim á faglegan hátt. Slík mál eru alltaf vandmeð- farin en einmitt við þær aðstæður fannst mér Stefán Jóhann reyn- ast vel enda einkenndist viðhorf hans til náungans af umhyggju fyrir velferð samborgaranna. Fyrir einstaklega gott samstarf á Stefán Jóhann þakklæti mitt óskipt. Áhugamál okkar voru svipuð og samstarfið þróaðist í vinskap. Þegar hann fann að ég var áhuga- samur um umhverfið og málefni svæðisins var hann óþreytandi að fræða mig og upplýsa um stað- hætti, sögu, atburði fyrr og nú, menn og málefni. Ekki get ég minnst á vináttu okkar án þess að nefna Guðrúnu, hans góðu konu. Við Ásta verðum ævinlega þakklát fyrir þá vin- semd og ræktarsemi sem þau hjón sýndu okkur meðan við bjuggum fyrir vestan. Við rædd- um stundum saman í síma eftir að við fluttum aftur austur og ár- lega litum við inn til þeirra fyrir vestan og alltaf var sama hlýlega viðmótið sem mætti okkur og ein- hver sérstök umhyggjusemi sem við fundum svo vel fyrir þessi ár. Vinátta þeirra hjóna var okkur dýrmæt og átti mikinn þátt í hvað okkur leið vel á Snæfellsnesi og eigum þaðan góðar og notalegar minningar sem sífellt eru að minna á sig. Já, við vorum „hjá góðu fólki“ á Snæfellsnesi. Það er bjart yfir minningu Stefáns Jóhanns og megi guð blessa minningu góðs drengs. Til Guðrúnar, barna hennar og fjölskyldna þeirra leitar nú hug- urinn með óskum um guðsbless- un og styrk þeim til handa á erf- iðri kveðjustund. Albert Eymundsson. Stefán Jóhann Sigurðsson, okkar góði nágranni og vinur til margra ára, er látinn. Að eiga góðan nágranna kem- ur næst því að eiga góða fjöl- skyldu. Jói, eins og hann var oftast kallaður, var hæglátur og traust- ur maður sem gott var að leita til, bóngóður ræðinn og hæfileika- ríkur. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og tónlist og var einn- ig mikill félagsmálamaður. Við fjölskyldurnar höfum búið hlið við hlið í Engihlíð í Ólafsvík, í áratugi og alla tíð átt góð sam- skipti sem við metum mikils Það er með virðingu og þökk sem við kveðjum þennan góða mann. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, Þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Sendum Guðrúnu og fjöl- skyldu, okkar innilegustu samúð- arkveðju. Gunnar, Ester og fjölskylda. ✝ Guðrún Sveins-dóttir fæddist í Kelduvík á Skaga 29. mars1923. Hún lést 27. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Rannveig Krist- mundsdóttir, f. á Ketu þann 2. októ- ber 1897, d. 18. júní 1967, og Sveinn Mikael Sveinsson frá Hrauni, f. 29. september 1890, d. 6. apríl 1932. Guðrún var fimmta í röðinni af tíu systk- inum. Þau eru í aldursröð: María (látin), Þorgeir Mikael, Guðbjörg (látin), Sigrún Ingi- björg (látin), Sigurlaug Ásgerð- ur, Pétur Mikael (látinn), óskírt sveinbarn, lést skömmu eftir fæðingu, Steinn Mikael og Sveinn Guðberg. Þann 10. júní 1950 giftist Guðrún Árna Rafni Kristbjörns- syni járnsmið, f. 11. ágúst 1920, d. 27. júlí 1990. Sonur þeirra var Sveinn Mikael Árnason, f. 23. janúar 1952, d. 24. júní 2012. Eftirlifandi eiginkona hans er María Gréta Guðjóns- dóttir, f. 3. febrúar 1955. Börn Sveins og Maríu eru 1) Guðrún Halla, f. 10. desember 1976, maki hennar er Sturla Hall- dórsson, f. 25. júní 1978. Börn Guð- rúnar Höllu og Sturlu eru a) Ás- gerður, f. 4. febr- úar 2005, b) Gunn- hildur, f. 14. júlí 2008, og c) Sveinn, f. 22. febrúar 2013. 2) Guðjón Már, f. 19. mars 1982, maki hans er Hulda Hrafnkelsdóttir, f. 15. desember 1983. Dóttir Guð- jóns og Huldu er Dóra María, f. 12. nóvember 2013. 3) Arna Gréta Sveinsdóttir, f. 31. mars 1990, maki hennar er Eiður Ar- on Arnarson, f. 5. október 1991. Guðrún fluttist nýfædd með fjölskyldu sinni að Tjörn á Skaga þar sem hún bjó til 17 ára aldurs. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1944-45 en fluttist síð- an til Reykjavíkur. Hún og Árni bjuggu lengst af í Hamrahlíð 25 í Reykjavík, en 2008 fluttist Guðrún á dvalarheimilið Skjól- brekku í Kópavogi, síðar Hrafn- istu í Boðaþingi. Guðrún var húsmóðir en vann ýmis verka- kvennastörf, við ræstingar, heimilishjálp og aðhlynningu aldraðra. Útför Guðrúnar fór fram 4. nóvember 2015. Elsku Gunna okkar. Takk fyr- ir samveruna og alla vettlingana og sokkana og elsku Guð, pass- aðu Gunnu fyrir okkur. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Kveðja, Embla Rún, Sölvi Hrafn, Bríet Dóra og Kolbrún Ýr. Dagurinn styttist, úrsvali í lofti og litadýrð haustsins er á förum. Marglit laufin þekja gönguleiðir og íbúar norðurhjara búa sig undir vetur. Með síðustu haustlaufunum kvaddi Guðrún Sveinsdóttir, frænka mín, þenn- an heim, eftir langa og farsæla ævi. Þrátt fyrir að hafa átt sitt líf og starf í borg var hún barn ís- lensku sveitanna. Fáir voru áhugasamari en Gunna þegar landbúnaður og sveitirnar voru til umræðu. Hún fylgdist alltaf vel með framvindu búskapar á Tjörn þar sem rætur hennar lágu og vissi allt um árstíðabundna starfshætti til sveita. Þegar jörð losnaði úr ábúð á Skaga norður fyrir margt löngu, vildi hún ákveðið að við hjónin færum þangað. Ég taldi nokkur tor- merki á, Skaginn hrjóstrugur, veðurfar erfitt og staðurinn ekki í alfaraleið. „Það er mörg matar- holan á Skaga, frænka mín,“ sagði Gunna og hló dátt eins og henni einni var lagið. Gunna átti sitt heimili lengst af í Hamrahlíð 25. Stutt var á milli okkar á árum áður og leið mín lá oft í Hamrahlíðina. Þar bjó hún fjölskyldu sinni fallegt heimili, þangað var gott að koma og lágu til þess ýmsar ástæður. Einkenn- andi fyrir skaphöfn frænku minn- ar var léttleiki og sálarró og gaf hún ómælt af sér. Þess vegna var mannbætandi að koma í Hamra- hlíðina. Þar á bæ var gestrisni og alúð í fyrirrúmi og prúðmennsk- an fastagestur. Og ekki er hægt að nefna Gunnu svo Árna sé ekki minnst, svo samhent voru þau hjón við að láta fólki líða vel. Eitt sinn bar að garði þeirra ungan, úrræðalausan og veikan flæking, húsbóndinn lét eftir rúm sitt fyrir hann og flækingnum ekki sleppt fyrr en búið var að telja í hann kjarkinn til að takast á við hvers- daginn á nýjan leik. Þannig var þetta fólk. Þegjandi var ekki setið við eld- húsborðið hjá Gunnu frænku. Þau hjón kunnu skil á mörgu, bæði mönnum og málefnum. Um- ræðan var lífleg og margt bar á góma, allt frá lífsgátunni torráðu til síðustu átaka í landsmálum. Þau höfðu vissulega skoðanir en féllu ekki í þá gildru að reyna að þröngva þeim upp á aðra, hver fékk að hafa sitt í friði. Gunna frænka þurfti ekki síð- ur en margur annar að glíma við harm og missi. Hún tókst á við það með því æðruleysi og ró sem henni var eiginleg. Far þú í friði frænka mín, friður Guðs þig blessi og hafðu þökk fyrir sam- ferðina. Ég og fjölskylda mín sendum Maríu og börnum hennar einlæg- ar samúðarkveðjur. Anna Dóra Antonsdóttir. Ég minnist einstakrar konu, Guðrúnar Sveinsdóttur, sem lést 27. október. Okkar kynni hófust fyrir 54 ár- um, þegar ég eignaðist tvíbura. Fyrir áttum við hjónin tvo syni, 19 mánaða og 7 ára. Tengdaföður mínum þótti ég hafa meira en nóg að gera og bað hann Guðrúnu að aðstoða mig. Þessi samskipti þró- uðust með tímanum í vináttu. Guðrún var glaðlynd að eðlisfari og umburðarlynd í samskiptum sínum við fólk. Hún var greind, bókhneigð og listræn. Ávallt tilbúinað rétta hjálparhönd. Guð- rún var gæfumanneskja, átti góð- an eigimmann, son, tengdadótt- ur, barnabörn og langömmubörn. Hún missti eiginmann og son á góðum aldri. Hún kvartaði aldrei yfir því sem á hana var lagt og tók því með æðruleysi eins og henni var einni lagið. Börnum okkar sýndi hún velvilja og hlýju og þannig minnast þau hennar. Guðrún mín, ég þakka sam- leiðina. Það voru forréttindi að hafa þig að vini og fyrirmynd. Guðlaug Ágústa Hannesdóttir. Guðrún Sveinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.