Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 52

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 52
52 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 var ástæðan augljós: þrjú Norður- landaríkjanna – Danmörk, Svíþjóð og Finnland – voru þegar gengin í ESB og á leið inn í Schengen. Nor- ræna vegabréfasambandið frá 1954 var eitt af því sem aukið hafði sam- kennd norrænna þjóða í áratugi og það var í hættu. Finna varð lausn. Ekki síst óaði Norðmenn við því að taka upp vegabréfaeftirlit á geysi- lega löngum landamærunum að Sví- þjóð. ESB-ríkin, sem upphaflega stofn- uðu Schengen, samþykktu að veita Norðmönnum og Íslendingum aðild og þessar tvær þjóðir tóku því að sér hluta af ytri landamærum Evrópu- sambandsins. Um sama leyti og þrefað var um þessi mál varð Schengen, sem í upphafi var ótengt ESB og stýrt af sérstakri fram- kvæmdanefnd, fellt undir stofnanir ESB. Þetta gerðist 1999, en sama ár voru samningar um aðild Íslands undirritaðir. Þótt Schengen sé form- lega undir yfirstjórn ráðherraráðs ESB, helstu valdastofnunar sam- bandsins, merkir það ekki að landa- mæraeftirlit Íslendinga og Norð- manna sé ekki lengur á þeirra hendi heldur ESB. Sama á við um aðra út- verði Schengen. Sjálfstæð ríki afsala sér ekki hljóðalaust svo mikilvægum þætti í sjálfstæði þjóðarinnar. Sameiginleg landa- mæralögregla? Um haustið urðu hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september til þess að farið var að huga mun meira að öryggismálum í Evrópu. Eitt af því sem rætt var um sumarið 2002 var sameiginleg landamæralögregla fyrir Schengen-svæðið. Þáverandi dómsmálaráðherra, Sólveig Péturs- dóttir, sem tók við 1999, sagði hreint út að Ísland myndi ekki taka þátt í slíku samstarfi, erlendir aðilar gætu ekki „af bæði pólitískum og stjórn- skipunarlegum ástæðum“ tekið að sér mikilvæga þætti eins og landa- mæragæslu á Íslandi. Formaður Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, var hlynntur aðild Íslands að ESB og sama sinnis voru að sjálf- sögðu leiðtogar þeirra flokka sem mynduðu Samfylkinguna árið 1999. Aðild Íslands að Schengen, sem margir litu á sem stökkpall að ESB-aðild, eins kon- ar Trójuhest aukinnar Evrópusam- vinnu, var frá upphafi mjög umdeild og aðrir flokkar klofnuðu sumir í málinu. Einnig var nefnt að það myndi kosta Ísland aukalega 500- 900 milljónir króna vegna ráðstaf- ana við Leifsstöð að ganga í Schen- gen. Víða lýstu íslenskir lögreglu- menn algerri andstöðu við hugmyndirnar og fylgdu þar í kjöl- far kollega sinna í mörgum ESB- löndum, þ. á m. Þýskalandi. En Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra studdi Schengen og sama gerði meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Margir sjálf- stæðismenn vildu að Ísland ætti gott samstarf við aðrar Evrópu- þjóðir og töldu m.a. mikinn ávinning að samstarfi við lögregluyfirvöld í grannríkjum okkar í baráttu gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi og sam- vinnu um flóttamannavanda. Halldór Ásgrímsson beitti sér mjög í þingumræðunum um Schengen 1997-99. Hann sagði m.a. að þótt vissulega ríkti þegar ferða- frelsi í álfunni væru ferðalög tíma- frekari og óþægilegri en ella væru ríkin utan samstarfsins. Hann dró í efa að kostnaðurinn væri jafn mikill og fullyrt væri og spurði á móti hvað það myndi kosta okkur að standa utan við Schengen. Halldór sagðist ekki efast um réttmæti þeirra orða Steingríms J. Sigfússonar að Schengen-aðild myndi gera okkur auðveldara að ganga í ESB. „En ég held því hik- laust fram að það muni jafnframt auðvelda okkur að vera þar fyrir ut- an ef við kjósum það,“ sagði ráð- herrann. Mesta áherslu lagði Halldór samt á að með inngöngu í Schengen væri tryggt að norræna vegabréfa- samstarfið héldist óbreytt. Valgerður Sverrisdóttir sagðist álíta Schengen koma sér vel fyrir ferðaþjónustuna, hampaminna yrði fyrir flesta að fara hingað. „Það eru þægindi að geta gengið um flug- hafnir í allri Evrópu – eftir nokkur ár, segi ég, í allri Evrópu – án þess að þurfa að standa í biðröðum. Það eru þægindi,“ sagði Valgerður og bætti við að Bretar og Írar yrðu komnir í Schengen eftir nokkur ár. Persónuupplýsingar og útgjöld Ögmundur Jónasson, Einar Guð- finnsson og fleiri þingmenn gagn- rýndu harkalega að ekki væri nægi- lega vel gætt að persónuvernd við söfnun upplýsinga um farþega í tengslum við Schengen. Ögmundur sagði kostnað vegna aðildarinnar verða ómældan og margt annað væri athugavert við frumvarpið um aðild þegar kom til lokaafgreiðslu 1999. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og þáverandi for- sætisráðherra (og núverandi rit- stjóri Morgunblaðsins), sagði á fundi í Lögfræðingafélaginu árið 2002 að tryggð við Norðurlöndin og norræna vegabréfasamstarfið hefði orðið til þess að „flytja eftirlit með landamærum okkar frá Keflavík alla leið til Mílanó, Madrid og My- konos, svo að dæmi séu tekin, svo traustvekjandi sem það kann ann- ars að þykja“. Ferð án fyrirheits – og biðraða  Schengen-samstarfið virðist hanga á bláþræði en hart var deilt um aðild Íslands að því Morgunblaðið/Þórður Vegabréfaeftirlit Deilt er nú um það hvort Schengen-samstarfið eigi sér framtíð. Nýlega tóku Þýskaland og Aust- urríki upp vegabréfaeftirlit á landamærum að öðrum Schengen-ríkjum. Inni eða úti » Sumar hrakspár andstæð- inga Schengen-aðildar Íslands rættust ekki. Óhætt er að full- yrða að áhrif á ferðaþjónustu hafi ekki verið neikvæð. » Erfitt er að meta kosti og galla þess fyrir Ísland að slíta samstarfinu og taka á ný upp hefðbundið landamæraeftirlit eins og Bretar og Írar. En óhjá- kvæmilegt virðist að útgjöldin yrðu meiri en nú. » Samstarfið við Europol er sagt vera í hættu ef Ísland hætti í Schengen. En þess ber að geta að Interpol, sem Ísland á aðild að, og Europol eiga mikið samstarf og hljóta að deila gögnum sín í milli. BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Deilt er nú um það hvort Schengen-samstarfið eigi sér fram- tíð. Nýlega tóku Þýskaland og Austurríki upp vegabréfaeftirlit á landamærum að öðrum Schengen- ríkjum og báru því við að ella væri útilokað að hafa stjórn á straumi farand- og flóttafólks til landanna. Slíkar ráðstafanir eru heimilaðar í reglum samstarfsins en aðeins tíma- bundið. Þær hafa ekki fyrr verið notaðar í 20 ára sögu samstarfsins, sem nú nær til alls 26 ríkja, þar á meðal Íslands og hinna þriggja ríkjanna í EFTA. Innanríkisráðherra Þýskalands gaf í skyn að vegabréfaeftirlitinu yrði aflétt um leið og fólksstraum- inum frá Balkanskaga og Miðjarðar- hafslöndunum færi að linna. Flest bendir hins vegar til þess að sá tími sé langt undan. Margir stuðnings- menn Evrópusambandsins óttast að sambandið sjálft geti hrunið ef Schengen leggi í reynd upp laupana. Ferðalög fólks milli landa urðu auðveldari eftir að vegabréfsskoðun var lögð af, en eftir sem áður þarf ferðalangurinn auðvitað að vera með vegabréfið sitt í vasanum til vonar og vara. Ekki er nóg að hafa á sér ökuskírteinið eins og sumir aðdáendur Schengen fullyrtu í upp- hafi. Lögreglan gæti þurft að ræða við ferðalanginn og þá er vissara að geta sýnt traust, alþjóðleg skilríki. En frelsistilfinningin var meiri eftir Schengen, fannst flestum. Síðustu árin hefur hins vegar fjar- að undan evrópskri samvinnu, mis- klíð hefur aukist og innflytjendamál valdið hörðum deilum. Ekki bæta hryðjuverkin úr skák. Öryggið sem Schengen átti að veita, meðal ann- ars gagnvart ferðum hermdarverka- manna, hefur reynst tálsýn. Boð- skiptin milli aðildarríkjanna hafa ekki verið sem skyldi, menn skiptast ekki alltaf á gögnum, ef til vill vegna hirðuleysis. Og það hefur árum sam- an verið opinbert leyndarmál að eftirlit á svonefndum ytri landa- mærum samstarfsins, einkum í Grikklandi og á Ítalíu, er oft í mol- um. Sjá eftir landamærunum Þessir gallar hafa síðan aukið áhuga margra þjóða á að taka aftur upp virkt landamæraeftirlit eins og tíðkast í Bretlandi og á Írlandi, tveim ESB-löndum sem ekki gengu í Schengen. Harðir andstæðingar ESB hafa fengið ný vopn í hendur. Þegar Íslendingar fóru að huga að inngöngu í Schengen árið 1997 Samstarf Evrópuríkja á sviði landamæraeftirlits og löggæslu byggist á Schengen-samningnum sem tók gildi 1995 eftir aðdrag- anda sem stóð í áratug. Oft er nefnt að með samningnum sé tryggð frjáls för milli aðildarríkja Schengen en það var hún að sjálf- sögðu þegar. Markmið samstarfs- ins er hins vegar að gera ferðir íbúa svæðisins enn auðveldari með því að afnema vegabréfaskoðun á innri landamærum þess en styrkja jafnframt eftirlitið á sameig- inlegum ytri landamærum svæð- isins. Áritun gefin út í einu aðild- arríki gildir í þeim öllum. Eftir sem áður verður fólk þó að hafa vegabréf meðferðis vegna þess að flugfélög og fleiri aðilar geta þurft að ganga úr skugga um það hver sé á ferð. Einn þáttur sam- starfsins felst í aukinni lögreglu- samvinnu ríkjanna til þess að berjast gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi, m.a. fikniefnasmygli. Til þess var Schengen-upplýsingakerfið, SIS, sett á fót en lögregla í öllum aðild- arríkjum hefur aðgang að því og geymir það upplýsingar um eft- irlýsta einstaklinga. Norðurlöndin áttu áður með sér samstarf, Norræna vegabréfa- sambandið, um afnám vegabréfa- skoðunar, frá árinu 1954. Það er nú hluti Schengen. Landamæraeftirlit gagnvart löndum utan Evrópu er á hendi sérhvers aðildarríkis, sætir ekki yfirþjóðlegri stjórn ESB. Lengi hefur samt verið ljóst að ESB vildi taka að sér yfirstjórnina á ytri landamærum Schengen og ring- ulreiðin vegna straums farand- og flóttafólks og skorts á eftirliti á suðurlandamærunum hefur ýtt undir þá viðleitni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, sagði þannig í stefnuræðu sinni í september að fyrir áramót yrðu kynnt skref í átt að „evrópskri landamæralögreglu og strandgæslu“. kjon@mbl.is ESB vill yfirstjórn ytri landamæra Schengen Jean-Claude Juncker
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.