Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 66

Morgunblaðið - 26.11.2015, Page 66
66 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 2015 AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. • Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Notkun jurta er teljast til svokallaðra fæðubótarefna til lækninga á margs konar kvillum hefur farið vaxandi að und- anförnu eins og kunn- ugt er. Þessar vörur eru gjarnan auglýstar sem náttúruleg efni án aukaverkana eða milliverkana (víxl- verkana) við lyf og önnur efni. Þetta er þó fjarri öllum sanni, enda hvílir lyfjafræðin að miklu leyti á plöntuefnafræðilegum grunni, og því er full þörf á fagleg- um upplýsingum hér að lútandi. Slíkar upplýsingar hafa þó ekki legið á lausu hér á landi og er þessum greinum ætlað að ráða þar nokkra bót á. Fyrri greinar birtust í Morgunblaðinu 7. ágúst og 30. október 2015. Þessi skrif eru stuttorð en von- andi gagnorð og sæmilega auð- skilin bæði almenningi og heil- brigðisstéttum. Ekki er tekin ábyrgð á villum eða missögnum. Sumar af þeim jurtum, sem hér eru teknar fyrir eru ekki á mark- aði hérlendis en eru auðfáanlegar víða erlendis. Fjallað er um jurt- irnar í röð af handahófi. Freyspálmi – Serenoa repens – Saw palmetto: Notaður plöntuhluti: Ávöxtur (ber). Innihaldsefni: Ilm- olíur og olíur (fitusýrur, svo sem kaprín-, lárín- og palmitínsýra, langkeðju (long-chain) alkóhólar, glýseríð, plöntu(phyto)sterólar), fjölsykrur, flavónóíð. Virk efni: Ekki vitað með vissu, sjá Inni- haldsefni. Notkun: Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils, blöðru- bólga. Aukaverkanir: Sjá Varúð. Greint hefur verið frá svima, höf- uðverk, ógleði, uppköstum, hægða- tregðu og niðurgangi hjá sumum einstaklingum. Milliverkanir: Minnkar áhrif estrógena (kven- hormóna), andrógena (karlhorm- óna), andrógenlyfja og getnaðar- varnalyfja. Varúð: Freyspálmi getur dulið (masked) einkenni krabbameins í blöðruhálskirtli og því ætti ætíð að úti- loka þann möguleika fyrir notkun. Þung- aðar konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota freyspálma. Rauðsmári – Trif- olium pratense – Red clover: Notaður plöntuhluti: Blóm- karfa. Innihaldsefni: Ísóflavónar (genistein, afrormósín, bíókanín A, daídzein, formón- ónetín, pratensein, kalýkónín, sýndar(pseudo)babtígenín, oróból, írílón, trífosíð), kúmestanar og kúmarínar (kúmestról, medíkagól, kúmarín), flavónóíð (pektólínarín, kempferól). Virk efni: Sjá Notkun og Milliverkanir. Notkun: Innvort- is: Meltingartregða, kólesteról- hækkun, kíghósti, astmi, berkju- bólga, kynsjúkdómar (STDs), krabbameinsvörn, brjóstaverkur, fyrirtíðaspenna, einkenni við tíða- hvörf, t.d. hitakóf (hot flashes). Út- vortis: Húðkrabbi, húðsærindi, bruni, exem, sóri (psoriasis). Rauðsmári er þannig notaður við mörgum sjúkdómum/einkennum en rannsóknir vantar til þess að hægt sé að skera úr um hvort hann komi að einhverju gagni. Ísóflavónarnir og kúmestanarnir eru svokallaðir jurta(phyto)kvenhormónar, en virkni þeirra er mjög lítil miðað við ekta kvenhormóna. Aukaverkanir: Sjá Varúð. Greint hefur verið frá útbrotum, vöðvaverk, höfuðverk, ógleði og leggangablæðingu (spott- ing). Milliverkanir: Minnkar áhrif kvenhormónalyfja og getnðar- varnalyfja. Eykur áhrif amitriptýl- íns (geðdeyfðarlyf), halóperídóls (geðlyf), ondansetróns (uppsölulyf), própranólóls (hjartalyf), teófýllíns (astmalyf), verapamíls (hjartalyf), ómeprazóls (magalyf), lansóprazóls (magalyf), díazepams (róandi lyf), karísópródóls (slakandi lyf), nelf- ínavírs (eyðnilyf), selekoxíbs (sýklalyf), glípízíðs (sykursýkilyf), losartans (hjartalyf), lóvastatíns (blóðfitulyf), ketókónazóls (sveppa- lyf), ítrakónazóls (sveppalyf), fexófenadíns (ofnæmislyf), tríazó- lams (svefnlyf), tamoxífens (krabbalyf). Vegna innihalds af kúmarínum eykur rauðsmári virkni blóðþynningarlyfja og blóðflögu- hemjandi áhrif bólgueyðandi gigt- arlyfja (NSAIDs), svo sem warf- aríns, heparíns, dalteparíns, enoxaparíns, aspiríns, díklófenaks, íbúprófens og naproxens og þar með hættu á blæðingum. Varúð: Þungaðar konur og konur með börn á brjósti ættu ekki að nota rauðsmára. Spænskur pipar – Capsicum annuum – Cayenne: Notaður plönt- hluti: Ávöxtur. Innihaldsefni: Kapsaísínóíð (kapsaísín, díhýdró- kapsaísín, nordíhýdrókapsaísín, hó- módíhýdrókapsaísín), karótenóíð (kapsantín, karóten, lýkófen), C- vítamín, B-vítamín. Virkt efni: Kapsaísín. Notkun: Innvortis: Ýmsar meltingartruflanir. Útvort- is: Verkir af völdum liðabólgu, slit- gigtar, sóra (psoriasis) og ristils. Taugaverkir vegna sykursýki. Aukaverkanir: Sjá Varúð. Innvort- is: Erting í maga, sviti, roði, nef- rennsli. Útvortis: Erting í húð, bruni, kláði. Mjög ertandi fyrir augu, nef og háls. Milliverkanir: Innvortis: Eykur virkni lyfja, sem seinka blóðstorknun, svo sem aspiríns, díklófenaks, íbúprófens, naproxens, dalteparíns, enoxapar- íns, heparíns, warfaríns og þar með hættu á blæðingum. Eykur virkni teófyllíns (astmalyf). Varúð: Innvortis: Þungaðar konur og kon- ur með börn á brjósti ættu ekki að nota spænskan pipar. Freyspálmi, rauðsmári og spænskur pipar Eftir Reyni Eyjólfsson » Lyfjafræðin hvílir að miklu leyti á plöntu- efnafræðilegum grunni, og því er full þörf á fag- legum upplýsingum hér að lútandi. Reynir Eyjólfsson Höfundur er doktor í lyfjafræði. Umræðan um flug- völl fyrir innanlands- flug er komin á und- arlegan stað. Við höfum flugvöll í Kefla- vík og við höfum flug- völl í Reykjavík. Valdaöfl í Reykjavík vilja ekki hafa völlinn þar sem hann er, en vilja samt hafa hann nær sér en Keflavík- urflugvöllur er. Sú tillaga liggur á borðinu að reisa nýjan flugvöll við hliðina á Keflavíkurflugvelli til þess að koma á móts við þau sjónarmið. Slík lausn kæmi að mínu mati að- eins til greina ef við ættum og mund- um í framtíðinni alltaf eiga yfrið nóg af peningum og þyrftum aldrei að huga að hagkvæmri landnotkun á þessu svæði. Því er ekki þannig var- ið. Ýmsir hafa bent á að í raun eru að- eins tveir kostir raunhæfir. Annars vegar að hafa flugvöll áfram á sama stað í Reykjavík eða að færa innan- landsflugið til Keflavíkur. Þar á Reykjavíkurborg í raun, eins og mál- um er nú háttað í raun, valið. Haldi borgaryfirvöld fast í þá skoðun að Reykjavíkurflugvöllur fari verður svo að vera. En eins og málum er háttað verður það ekki það eina sem breytist. Reykjavík verður þá minni samgöngumiðstöð fyrir landið en annars. Ísland, sem er mjög mið- stýrt samfélag, er þannig byggt upp að allir landsmenn þurfa að reka sín erindi í Reykjavík og margir mjög oft. Það verður að koma til móts við þá landsmenn sem búa utan höf- uðborgarsvæðisins og færa miðlæg- ar stofnanir nær flugvellinum. Brýnt álitamál væri t.d. hvort ekki ætti að færa fyrirhugaða byggingu hátækni- sjúkrahúss á Vífilsstaðasvæðið. Aðra framtíðaruppbyggingu stofnana, sem þjóna öllum landsmönnum þyrfti þá líka að staðsetja nær flug- vellinum en Reykjavík getur boðið upp á. Reykjavík verður að átta sig á að þau áhrif, sem samgöngumiðstöð hefur á þróun samfélagsins, koma fram annars staðar en í Reykjavík, þegar höf- uðborgin hýsir ekki slíka miðstöð. Borgir byggjast upp í kringum samgöngu- miðstöðvar. Góðar sam- göngur greiða fyrir við- skiptum og samskiptum á milli fólks. Góðar sam- göngur og samskipta- miðstöðvar eru því borgum, sem taka hlut- verk sitt alvarlega, mjög mikilvægar. Það er því nokkuð undarleg sú stefna ráðamanna í Reykjavík að vilja borginni ekki að þessu leyti sambærilegt hlutverk og aðrar höfuðborgir hafa en þeir hafa sjálfsagt sínar ástæður til þess. Verðmæt lóð er nefnd en ég hef aldr- ei heyrt talað um að flytja aðaljárn- brautarstöðina í Kaupmannahöfn vegna þess hve lóðin þar sé verðmæt – og er hún þó sennilega mun verð- mætari en Vatnsmýrin okkar. En kannski verðum við að búa okkur undir að miðja stjórnsýslu- svæðis okkar færist lengra út á Reykjanesskagann. Það þarf kannski ekkert að gráta það en þá er gott til þess að vita fyrir okkur, sem vilja hag Reykjavíkur sem mestan, að meirihluti borgarbúa og meiri- hluti landsmanna virðist algjörlega ósammála núverandi ráðamönnum í Reykjavík. Kannski verður vald- stjórnin í Reykjavík orðin lýðræð- islega sinnuð áður en það verður of seint. Flugvöllurinn samgöngumiðstöð Eftir Pétur Bjarnason Pétur Bjarnason » Samgöngumið- stöðvar eru borgum mikilvægar. Það er því undarleg sú stefna ráða- manna í Reykjavík að vilja borginni ekki hlut- verk eins og höfuðborg- ir hafa. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og áhugamaður um þróun Reykjavík- ur. Miklar og furðulegar umræður hafa verið um þá einstaklinga sem hafa ákveðið að drýgja tekjurnar með því að leigja herbergi eða íbúðir sínar út til ferðamanna. Flestir leigja út tímabundið til að hjálpa til við að borga reikningana og halda við íbúð- arhúsnæði sínu en það er ekki auð- velt fyrir venjulegt fólk eins og flest- ir vita, þar sem bankar fá óheft að stunda okurlánastarfsemi. Nýlega kom út mjög furðuleg skýrsla frá Háskólananum á Bifröst þar sem fullyrt var að allt þetta fólk væri að svíkja undan skatti af því að það hefði ekki öll þessi fjölmörgu mis- munandi leyfi og hreint sakavottort sem þarf til að leyfa ferðamönnum að sofa í íbúðinni sinni. Ríkisskatt- stjóri hefur sem betur fer leiðrétt þetta rugl, en flestir sem leigja út gera grein fyrir tekjunum þó að þeir hafi ekki haft fyrir því að hlaupa út um alla borg í leit að leyfum. Leyf- um, sem eru alveg út í hött, því það að leigja heilu fjölskyldunum íbúð í lengri tíma íbúð krefst engra leyfa. Talsmenn Ferðaþjónustunnar tala mikið um svarta atvinnustarfsemi í tenglsum við airbnb, en sem betur fer eru ekki allir eins og óþarfi að ætla öðrum skattsvik þó að slíkt tíðkist innan greinarinnar. Höfund- ar þessarar furðuskýrslu tala um að Reykjavíkurborg sé að missa af hundruðum milljóna af því að það má áttfalda fasteignagjöld þeirra sem voga sér að leigja út til ferða- mann. Áttfalda! Það er verst að Dag- ur er vís til þess að framkvæma þessa klikkuðu hugmynd enda er borgarsjóður nánast kominn á haus- inn undir hans stjórn. Maður spyr sig, má ekkert á Íslandi? Má venju- legt fólk virkilega ekki fá örlitla hlutdeild í góðærinu sem er að skap- ast vegna komu ferðamanna? Þarf að eyðileggja það líka og skattleggja allt alveg í drep og þá helst bæði af ríki og borg? Er venjulegt fólk alltaf dæmt til að vera á hausnum alveg sama hvað og ef það reynir að bjarga sér þá skal það drepið helst í fæð- ingu? Maður spyr sig. Húsmóðir í Vesturbænum. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Má ekkert á Íslandi? Leiga Má venjulegt fólk ekki fá hlutdeild í góðærinu sem skapast vegna komu ferðamanna?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.