Morgunblaðið - 07.01.2016, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 2016
Reykjavíkurvegi 64, Hfj,
s. 555 1515, enjo.is
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• 6 x hreinna - betri þrif
• Vinnuvistvænt
• Minni vatnsnotkun
Nýja ENJO vörulínan er
komin á markað
Ferskari, líflegri og enn meiri gæði
Komið í verslun okkar
og sjáið úrvalið
Opið kl. 11-18 alla virka daga
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á fiskmörkuðum voru á nýliðnu ári
seld rúmlega 104 þúsund tonn og þar
af fóru rúmlega 42 þúsund tonn af
þorski í gegnum markaðina. Sölu-
verðmæti þessa afla nam alls 27,4
milljörðum króna og er árið meðal
þeirra stærstu hvort sem litið er á
magn eða verðmæti.
Heildarveltan í gegnum Reikni-
stofu fiskmarkaða, RSF, var yfir 30
milljarðar í fyrra en þar eru 3 ½
stöðugildi. Alls eru fiskmarkaðirnir
með 26 starfsstöðvar víða um land,
sem seldu afla frá 57 höfnum í fyrra.
Fiskmarkaður Suðurnesja og Fisk-
markaður Íslands eru stærstu fyr-
irtækin, en markaðirnir tengjast í
gegnum RSF í eitt uppboðsnet.
Eyjólfur Þór Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Reiknistofunnar, seg-
ir að magnið hafi aukist um 1,20% á
milli ára, verðmætið hækkað um
1,65% í fyrra og meðalverðið um
0,44%. Á nýliðnu ári hafi meðalverð
fyrir kíló af óslægðum þorski verið
297,95 krónur, 332,13 krónur fyrir
slægðan og 305,87 kr. hafi að með-
altali fengist fyrir kíló af óslægðri
ýsu.
Sveiflur eru í framboði á fiski á
mörkuðum þar sem ótíð til sjávarins
hefur mikil áhrif og sömuleiðis fjöldi
hátíðisdaga. Þetta hefur eðlilega
áhrif á verðið sem fæst fyrir aflann
og þannig fór meðalverðið fyrir kíló
af óslægðum þorski hæst í fyrra í um
um 440 kr. einn daginn, en lægst
varð dagsverðið um 200 krónur að
meðaltali fyrir kíló af óslægðum
þorski.
„Þó svo að árið hafi verið með
þeim stærri hjá okkur, erum við ekki
alls kostar sáttir,“ segir Eyjólfur.
„Kvóti hefur verið aukinn og hlut-
fallslega höfum við misst þorsk, ýsu
og ufsa út af mörkuðunum, þar sem
viðskiptin eru gagnsæ. Á síðasta
fiskveiðiári seldum við 16-17% af
lönduðum þorski, en kvótaárið 2013/
14 vorum við með 17% og 2012/13
með 18% af lönduðum þorski. Sam-
drátturinn er svipaður í ýsu og ufsa.“
Stjórnvaldsaðgerðir
og bein viðskipti
Spurður um ástæður þessa segir
Eyjólfur að margir sæki í bein við-
skipti og svo hafi stjórnvaldsaðgerð-
ir haft sín áhrif. Hann nefnir t.d. að
ekki megi selja byggðakvóta á mörk-
uðum og útgerð sem veiði byggða-
kvóta verði að setja jafn mikið á móti
af eigin kvóta í sömu fiskvinnslu.
Þessi afli verði að fara til vinnslu á
svæðinu, en hefði hugsanlega annars
farið á markað.
Sala á fiskmörkuðum
Heimild: Reiknistofa fiskmarkaða hf.
19
92
19
93
19
94
19
95
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
20
11
20
12
20
13
TonnMilljónir
20
14
20
15
Verðmæti í milljónum kr. Magn (í tonnum)
120.000
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
Selt fyrir 27,4 milljarða
á fiskmörkuðum í fyrra
Síðasta ár meðal þeirra stærstu Hafa misst hlutdeild í
þorski, ýsu og ufsa Litlar verðbreytingar á milli ára
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Algengt hefur verið að undanförnu
að bílasalar kaupi notuð ökutæki frá
útlöndum, tveggja til fimm ára gamla
bíla, til þess að mæta þörf markaðar-
ins. Lítið framboð er á bílum af ár-
gerðunum 2009 til 2012, enda var
bílainnflutningur í lágmarki fyrstu
þrjú til fjögur árin eftir hrunið, segir
Marinó Björnsson, bílasali hjá MB-
bílum við Klettsháls í Reykjavík.
Fyrstu misserin eftir að bankarnir
féllu haustið 2008 voru það helst bíla-
leigurnar sem keyptu nýja bíla. Þær
áttu þá stundum í sex mánuði í sam-
ræmi við tollareglur sem þá giltu.
Innflutningur var þá langt undir því
sem venjan væri í meðalári. „Þegar
fólk leitar eftir góðum, notuðum
fárra ára gömlum bílum eru þeir ekki
alltaf auðfengnir. Því hafa menn
reynt að bregðast við með innflutn-
ingi, til dæmis frá Póllandi, Belgíu og
Þýskalandi,“ segir Marinó og bætir
við að bílasala hjá sér á nýju ári fari
vel af stað.
Ágæt kaup í bíleigubílum
„Í þessari fyrstu viku ársins höfum
við þegar selt fimm bíla og það lofar
góðu. Í fyrra fóru hér í gegn um 470
bílar og það var um 35% aukning
borið saman við 2014 sem var fyrsta
starfsárið hér,“ segir Marinó. „Árið
2014 flutti ég inn um það bil 30 not-
aða Hyundai-bíla frá Danmörku og
tek sennilega annan skammt í ár.
Síðustu misserin hefur innflutningur
á nýjum bílum raunar verið það sem
taldist getur eðlilegt ástand. Smátt
og smátt myndast jafnvægi,“ segir
Marinó. Bætir við að alltaf sé eftir-
spurn eftir tveggja til þriggja ára
gömlum bílum sem þá eru tiltölulega
lítið eknir og kosta kannski þrjár til
fjórar milljónir króna. Og það eru
einmitt slíkir bílar sem hafa í nokkr-
um mæli verið fluttir inn og ekki hef-
ur veitt af.
Kaupgeta almennings er meiri
„Fyrstu misserin eftir hrunið hafði
fólk almennt lítið svigrúm til bíla-
kaupa. Af því leiddi að umboð og inn-
flytjendur fóru sér hægt og innflutn-
ingurinn var mjög lítill.
Bílaleigurnar voru í raun einu aðil-
arnir sem keyptu nýja bíla á þeim
tíma. Ef bílarnir voru seldir aftur
innan sex mánaða gátu leigurnar af-
skrifað vörugjöld. Regla þessi, sem
gilti í nokkur misseri, hélt bílamark-
aðnum eiginlega gangandi. Nú hefur
þessi frestur verið lengdur í fimmtán
mánuði og oft má gera ágæt kaup í
bílaleigubílum sem notaðir hafa verið
tvö sumur. Við finnum líka að kaup-
geta almennings er orðin verulega
meiri en var til skamms tíma,“ segir
Marinó sem starfað hefur við bíla-
sölu í áratugi
Innflutningur notaðra bíla
hefur færst stórlega í vöxt
Bílasalar bregðast við ládeyðu á markaði sem var fyrst eftir efnahagshrunið
Nýskráningar fólks-
bifreiða frá 2011-2015*
* Heimild: Samgöngustofa
Notaðir Nýjir
2011 357 5.045
2012 443 7.886
2013 777 7.243
2014 943 9.471
2015 1.175 14.004
Morgunblaðið/Eggert
Notaðir Alltaf er eftirspurn eftir nýlegum bílum sem eru tiltölulega lítið
eknir og kosta ekki mikið í samanburði við þá sem eru nýir úr kassanum.
Um leið og
sala á einka-
bílum, nýjum
sem not-
uðum, eykst
eru sömu-
leiðis aukin
umsvif í sölu
á atvinnubíl-
um, til dæm-
is sendi-
ferðabílum
og skutlum af ýmsum stærðum
og gerðum. Sá markaður fór al-
gjörlega í baklás á sínum tíma og
var lengi. Nú rofar heldur betur
til.
„Þessi markaður tók alveg
kipp þegar karlinn með ham-
arinn fór aftur á stjá, en svo kalla
ég iðnaðarmennina sem þurfa
trausta bíla í útgerð sína. Þegar
ekkert var að gera hjá til dæmis
smiðum, pípurum, rafvirkjum og
öðrum slíkum var sala á þessum
bílum í algjöru frosti en nú er
hún lífleg, sem helst í hendur við
að nú er mikið að gera í bygging-
ariðnaði við allskonar fram-
kvæmdir. Áður freistuðust fyr-
irtækjaeigendur til að keyra
sendibílana sína út og urðu raun-
ar að fresta endurnýjun þar til
betur áraði og nú er sá tími runn-
inn upp eins og allir sjá,“ segir
Marinó að síðustu.
Iðnaðarmenn
aftur á stjá
SALA ATVINNUBÍLA EYKST
Marinó
Björnsson
Gengið verður úr skugga um það á
næstunni hversu mikið af síld er í
Kolgrafafirði. Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri nytjasviðs Hafrannsókna-
stofnunar, segir að það komi ekki á
óvart að vart hafi orðið síldar í firð-
inum undanfarið. Þar geti verið nokk-
ur þúsund tonn, en hann segist telja
óhugsandi að mikið magn sé á ferð-
inni. Fregnir hafa borist af miklu og
fjölbreyttu fuglalífi innan við brú í
firðinum undanfarið, en Þorsteinn
hefur eftir heimildamönnum sínum
vestra að á því sé verulegur daga-
munur.
Veturinn 2012-13 er talið að um 50
þúsund tonn af síld hafi drepist í
Kolgrafafirði í tveimur umhverfis-
slysum, en stór hluti stofns íslensku
sumargotssíldarinnar hafði þar vet-
ursetu. Síldar-
dauðinn er rakinn
til súrefnisskorts,
sem varð í sjónum
í logni og köldu
veðri. Undanfarið
hafa sambæri-
legar aðstæður
ekki skapast því
blásið hefur flesta
daga.
Smásíld mældist í litlum mæli í
síldarleiðangri í Breiðafirði í október,
en stærri síldar í veiðanlegu magni
hefur hins vegar ekki orðið vart þar í
vetur. Stóru uppsjávarskipin hafa
einkum verið að veiðum í Jökuldýpi
og Kollugrunni í haust og vetur. Í
vikubyrjun fékkst ágætur afli djúpt
vestur af Faxaflóa. aij@mbl.is
Ekki líklegt að
mikið sé af síld
í Kolgrafafirði