Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 2
Allir með! ...eða ekki Nú á dögum er vinsælt að tala um val. Við höfum víst alltaf val um hittog þetta. Val um viðhorf til lífsins, val um það hvort glasið er hálftómteða hálffullt og annað í þeim dúr. En svo kemur stundum að því að við stöndum frammi fyrir einhverju sem við höfum ekkert val um. Við höfum til dæmis ekki val um það hvort við skiptum við banka eða ekki. Við getum reyndar valið okkur banka, og höfum þar úr heil- um þremur að velja, en launin okkar skulu leggjast inn á banka og um það höf- um við ekkert val. Við höfum heldur ekki val um það hvort bankinn okkar greiðir topp- unum tugi milljóna í bónusgreiðslur. En við getum látið í okkur heyra og sagt, eins og ég ætla að segja hér: þetta er bara ekki í lagi. Þarf eitthvað að segja meira? Það er bara ekki í lagi að fjármála- forkólfar dragi fé út úr bönkunum til að nota í bónusgreiðslur toppanna ofan á himinhá laun. Það er engin ástæða til að flækja það eða orða á einhvern mildari hátt. En við skulum þó ekki efast um að á næstu vikum og mánuðum munum við sjá blaðagreinar og viðtöl þar sem talað er um að svona sé þetta nú „erlendis“, eins og það eigi að útskýra málið. Og svo eru notuð löng og flókin fjármálaorð til að við missum áhugann á lestrinum og förum að hugsa um eitthvað annað. Þá verðum við að muna að við megum nota okkar eigin orð, líka um fjármála- kerfið. Orðfærið þarf ekki að vera flúrað og þarf ekki að koma innan úr kerfinu. Það má bara alveg segja það og skrifa að það er ekkert eðlilegt við það að margmilljóna króna mánaðarlaun í fjármálakerfinu séu bara einhvers konar „lágmarkslaun“ sem topparnir fái fyrir að vinna bara vinnuna sína og klúðra ekkert mjög miklu. Síðan fái þeir tugmilljónir ofan á ef þeir nái að vinna vinn- una sína aðeins betur. Þetta er ekki í lagi og við höfum val um að finnast þetta ekki vera í lagi. „Skelli mér í bankann, enga bakþanka. Nú verð ég með og ég ætla að taka allan pakkann,“ söng Steindi Jr. í Skaupinu í laginu Allir með. En það þurfa ekki allir að vera með. Við höfum val um það hvort við erum með í að byggja hér upp fjármálakerfi með sama hugsanahætti og fyrir hrun eða hvort við hlustum á viðvörunarbjöllurnar sem óma í höfðum okkar margra núna við fréttir af bankabónusum og tugmilljarðahagnaði og hljóma einfaldlega svona: bíddu, vorum við ekki búin að ræða þetta? ’Við höfum ekki valum það hvort bankinnokkar greiðir toppunumtugi milljóna í bónusgreiðslur. Pistill Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Hvernig ganga sýningar á Pílu pínu? Ljómandi vel, þakka þér fyrir! Geturðu lýst sýningunni í tveimur setningum? Falleg hjartnæm saga sem á erindi til okkar og vekur spurningar. Og mikil skemmtun. Hverju geta áhorfendur búist við? Það sem er skemmtilegt er þessi ævintýrasaga Pílu pínu. Hún lendir í alls konar ævintýrum og hittir fyrir bæði menn og mýs og lendir í háska. Leikmyndin er að hluta til teiknimynd þannig þú dettur inn í æv- intýraheim. Þú finnur til og hlærð og grætur og allt þar á milli. Hvað getur litla hagamúsin Píla pína kennt okkur? Hún getur kennt okkur að gefast ekki upp. Að leita að draumum okkar og láta þá verða að veruleika. Hún getur kennt okkur að það geta allir „flogið“, líka pínulitlar mýs með stórt hjarta. Hvað er skemmtilegast við að leika/ syngja í þessum fjölskyldusöngleik? Ég er svo heppin að fá að syngja það lag sem flestir þekkja, Harmljóð Gínu mömmu. Það er svo fallega samið af Heiðdísi Norðfjörð og Ragnhildi Gísladótt- ur. Hljómagangurinn í laginu snertir einhverja strengi í mér. Það er voða gaman að syngja það. Mað- ur finnur alltaf hvað salurinn er þakklátur. Annars er bara allt skemmtilegt við Pílu pínu, þetta er sýning sem er skemmtileg að sýna. Áttu eitthvað sameiginlegt með þessari músamömmu? Já já og nei nei. Við erum mjög líkar að einhverju leyti og ólíkar að öðru. Við elskum börnin okkar rosalega mikið báðar tvær. Endar sagan vel? Má svara því? „Þú hlærð og grætur og allt þar á milli“ ÞÓRUNN LÁRUSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.2. 2016 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Kristín Hlöðversdóttir Mér finnst það svolítið skrítið en ég er ekki alveg nógu mikið inni í þessu. SPURNING DAGSINS Hvað finnst þér um að bankarnir séu að taka upp bónus- greiðslur að nýju? Daníel Kristinn Hilmarsson Ég er ekki búinn að kynna mér þetta nógu vel en mér finnst það hljóma mjög illa. Einar Gunnarsson Mér finnst ekkert óeðlilegt að einka- reknir bankar verðlauni starfsmenn með bónusum. Henný Bjarnadóttir Eins út í hött eins og margt annað í þessu blessaða landi. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Yaniv Cohen í Osló. Þórunn Lárusdóttir leikur og syngur um þessar mundir í fjöl- skyldusöngleiknum Pílu pínu sem sýndur er í Hofi á Akureyri. Þórunn er í hlutverki Gínu, móður Pílu pínu. Sýningin er fyrir alla aldurshópa. Hægt er að nálgast miða á www.tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.