Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.02.2016, Qupperneq 21
Juhl og Børge Mogensen, og hafa einbeitt sér að stólahönnun og hefur Hjalti Geir sjálfur hannað marga stóla. Hvert er aðdráttaraflið við að hanna stóla? „Ég hef stundum sagt að stóllinn fyrir hús- gagnaarkitektinn sé eins og súpan fyrir kokk- inn,“ segir hann. „Það er mikill vandi að útbúa stól. Þegar ég var að þróa þennan þá hef ég ábyggilega búið til ég veit ekki hvað mörg ein- tök áður en lokaútgáfan varð til. Það þurfti að stækka þetta og breikka hitt. Það þarf mikla yfirvegun þangað til að það er komið í þetta form eins og hér er,“ segir hann um stólinn sem nú er í framleiðslu. Hann rifjar upp söguna af SAS Royal- hótelinu í Kaupmannahöfn sem Arne Jacobsen hannaði marga sína frægustu gripi í. „Öll hús- gögnin lifa enn,“ segir hann en þeirra á meðal eru Eggið og Svanurinn. Hann segir að þess vegna sé gaman að því að hótel sem verið sé að byggja í dag notist við íslenska hönnun, bæði gamla og nýja. Þetta geti vakið enn meiri athygli á hönn- uninni. Vill fleiri í iðnnám Ættu fyrirtæki og aðrir að huga enn meira að þessum þætti? „Það sem opinberir aðilar og aðrir eiga að gera er að hvetja fólk til að fara í iðnnám,“ seg- ir Hjalti Geir, sem finnst iðnnám hafa setið á hakanum. „Það eru örfáir að læra húsgagnasmíði og örfáir sem eru að læra bólstrun. Það vantar meiri kraft í iðnnámið og meiri hvatningu.“ Víst er að margir eru sammála honum og í mörgum iðngreinum eru miklir atvinnumögu- leikar. „Eftir að ég kláraði Verzlunarskólann fór ég og lærði húsgagnasmíði hjá pabba,“ segir hann en það veitti honum ákveðið forskot í náminu. „Ég var árinu skemur í Sviss af því að ég var með þennan bakgrunn. Þá hefur maður meiri tilfinningu fyrir efninu.“ Hjalti Geir rifjar upp þegar hann hélt sjálf- ur út til náms en hann lærði húsgagna- arkitektúr í Zürich. „Það var gott að fara til Sviss árið 1948 því þeir höfðu lítið skaðast af stríðinu. Þýskaland var ekki um að ræða,“ segir hann. „Á leiðinni heim var ég eitt ár í Konstfack í Stokkhólmi því mig langaði að komast inn í þennan skandinavíska rytma. Síðan fór ég og vann á teiknistofu í Nyköping eftir þetta,“ seg- ir hann en allt þetta nám og tengslin sem sköpuðust á þessum tíma áttu eftir að nýtast honum vel. Þegar hann flutti heim var eins og áður sagði mikið blómaskeið framundan í íslenskri hönnun og framleiðslu. „Þetta voru grósku- miklir tímar,“ segir hann. Erfitt hefur þó reynst fyrir íslenska fram- leiðslu að keppa við erlenda. „Við reyndum að taka þátt í sýningum erlendis og sýna þar hús- gögn sem við höfðum teiknað en við gátum ekki verið samkeppnishæfir hvað varðar verð,“ segir hann og svo minnir alltaf á sig reglan um að markaðurinn verði að vera stærri en minni. Framleiðsla feðganna flutti af Smiðju- stígnum í Lágmúla og svo á Hestháls. Sam- keppnin var mikil. „Þá sameinuðum við þrjú fyrirtæki, Gamla kompaníið, Stálhús- gagnagerð Steinars og Kristján Siggeirsson. Við sameinuðum það í fyrirtæki sem enn er í framleiðslu og heitir GKS og er mikið í inn- réttingum. Við ákváðum að þetta gengi ekki lengur og snerum bökum saman,“ segir hann en GKS er nú við Funahöfða. Ræktar líkama og huga oft í viku Þó að hann líti ekki út fyrir það staðfestir Þjóðskrá að Hjalti Geir fagnar stórafmæli næsta sumar en þá verður hann níræður. „Tíminn líður svo hratt! Gæfan, það er heils- an númer eitt, tvö og þrjú. Hvað gerir maður til að halda heilsu? Ég veit það ekki en ég held það sé að hreyfa sig mikið. Við förum svona þrisvar í viku í World Class úti á Nesi að gera æfingar og synda,“ segir hann og á þar við sig og eiginkonu sína. „Svo fer ég tvisvar í viku í qi qong. Gunnar Eyjólfsson leikari byrjaði á þessu, við vorum saman í Verzlunarskólanum og erum miklir vinir. Ég er búinn að vera í þessu í 20-25 ár. Þetta er svona viss hugleiðsla og djúpöndun.“ Hann hefur ennfremur stundað líkamsrækt í áratugi með eiginkonu sinni. „Við vorum fyrst alltaf í sundi í Vesturbæjarlauginni en þegar tækin bættust við fórum við að fara á Nesið,“ segir Hjalti Geir, sem er líka viss um að göngutúrar hafi mikið að segja. „Ég held að göngur séu betri en hlaup.“ Var aðalræðismaður Sviss Athygli vekur að svissneska aðalræðismanns- skrifstofan er til húsa við Laugaveg 13, nánar tiltekið í skrifstofu Hjalta Geirs. „Ég var í ein tólf, fimmtán ár ræðismaður. Sveinn Björnsson var ræðismaður fyrir Sviss en svo kom að því að hann hætti en þeir vilja ekki hafa menn eldri en sjötuga. Við þekkt- umst vel og hann bendir á mig og það verður til þess að ég tek við. Svo kom að því að ég varð sjötugur líka. Þá segir sendiherrann, sem kom og var lengi að hugsa sig um: Kristjánsson, því miður er þetta í lögum í Sviss að við getum ekki haft ræðismenn eldri en sjötuga. Ég get engu ráðið með þetta en ég er samt með hug- mynd. Jóhanna Vigdís dóttir þín hefur oft að- stoðað okkur ef eitthvað hefur verið. Af hverju gerum við ekki bara hana að ræðismanni fyrst þú ert að hætta? Jæja, allt í lagi með það. Þetta er sama skrifstofan og sami síminn nema hvað það er nýr ræðismaður og ég er orðinn ritari hjá henni,“ segir hann og hlær en svo vill til að báðar dætur hans, Jóhanna Vigdís fréttamað- ur og Ragnhildur lögfræðingur eru menntaðar í Sviss eins og faðirinn. Stigagangurinn í húsinu við Laugaveg 13 er einstaklega fallegur. „Faðir minn byggði þetta á sínum tíma. Panellinn á veggjunum var gerður upphaflega þegar húsið var byggt árið 1955 og svo höfum við bara haldið þessu vel við,“ segir hann. „Það er mikilvægt að vanda til verka í upphafi.“ Morgunblaðið/RAX Í sýningarbás Kristjáns Siggeirssonar hf. á sýningunni Húsgögn 1960. Þarna má sjá listmálarann Jón Stefánsson og Hjalta Geir en húsgögnin á myndinni eru öll hönnun hans. ’ Ég hef stundum sagt aðstóllinn fyrir húsgagna-arkitektinn sé eins og súpanfyrir kokkinn. 28.2. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Á nýju hóteli Icelandair hótela við svo- kallaðan Hljómalindarreit verða ís- lenskri list gerð ítarleg skil með marg- víslegum hætti. Fyrirtækið segir að leitast sé við að versla við innlenda birgja þegar því verður við komið og liður í því er að nú hefur félagið pantað 170 sérsmíðaða stóla af Hjalta Geir Kristjánssyni. Sunnudagsblaðið hafði samband við Icelandair hótels og segir fyrirtækið að þeim sé mikils virði að geta haft til sýn- is hönnun íslenskra frumkvöðla með þessum hætti. Nýja hótelið, sem verður opnað í maí næstkomandi, verður það fyrsta sem er opnað undir nýju lífsstíls- vörumerki Hilton International, sem nefnist Canopy og heitir hótelið Ca- nopy Reykjavík. Lykiláhersla við hönnun Canopy hót- elanna er lögð á tengingu við nær- umhverfi þeirra og samvinnu við birgja hvers svæðis. Á Canopy Reykjavík verður sterk skírskotun í menningu Reykjavíkur, myndlist, hönnun og jafn- vel tónlist innan hótelsins. Í Hjarta- garði Hljómalindarreitsins var áður mikið um graffitíverk á veggjum, og fá sum þeirra að ganga í endurnýjun líf- daga innan veggja hótelsins. CANOPY REYKJAVÍK VERÐUR OPNAÐ Í MAÍ Tenging við nærumhverfið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.