Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 1
Bingó hefur verið haldið í
Vinabæ í 26 ár og er sívinsælt.
Sigríður er fastagestur í Vinabæ
en hún hefur spilað bingó í
hvert einasta skipti frá
því það hóf göngu
sína þar. Hún þekk-
ir starfsfólkið
með nafni og seg-
ist eiga marga vini
í salnum.
Félagsskapurinn er
það sem dregur Sigríði í
Vinabæ tvisvar í viku en
bingó er spilað þar á
hverju miðvikudags- og
sunnudagskvöldi. Alla jafna mæta
um 200 manns á hverju kvöldi.
Blaðamaður Morgunblaðsins
freistaði gæfunnar í Vinabæ
en komst að því að hann
á margt ólært um
bingólistina enda lítt
reyndur á þessu
sviði. Reynsluleysi er
engin fyrirstaða í að
spila bingó því allir
geta tekið þátt, auk
þess er starfsfólk Vina-
bæjar alvant að leiða
fólk fyrstu skrefin inn í
bingóheiminn. » 12
Fastagestur í 26 ár á bingókvöldum
F I M M T U D A G U R 1 0. M A R S 2 0 1 6
Stofnað 1913 58. tölublað 104. árgangur
ALLT UM HÖNN-
UNARMARS Í 24
SÍÐNA SÉRBLAÐI
KARNIVAL
KYNJANNA
Í NJÁLU
VERÐMÆTI ÚR
ÚTRUNNUM
BLÓÐFLÖGUM
HUGVÍSINDAÞING 20 ÁRA 38 VIÐSKIPTAMOGGINNVIÐBURÐIR OG VIÐTÖL
„Miðbærinn er í rauninni bara
að breytast í túristaverslanir og
veitingastaði,“ segir Ragnar
Símonarson gullsmiður en skart-
gripaverslunin Jón Sigmundsson
hverfur af Laugaveginum í
Reykjavík í maí eftir að hafa ver-
ið starfandi þar í rúma öld. Fyrst
á Laugavegi 8 en síðar 5. Fyrir-
tækið er eitt elsta fyrirtæki
landsins sem enn er starfandi en
það var sett á laggirnar árið
1904.
Tilboð barst í húsnæði skart-
gripaverslunarinnar með skömm-
um fyrirvara að sögn Ragnars og
fyrir vikið liggur ekki fyrir hvert
verslunin flytur. En líklega verð-
ur annaðhvort um að ræða
Kringluna eða Smáralind. „Við
fengum það gott tilboð í hús-
næðið okkar að við gátum ekki
hafnað því,“ segir Ragnar en
ferðamannaverslun verður opnuð
í húsnæðinu. Lokun Laugaveg-
arins fyrir bílaumferð á sumrin
hafi einnig haft áhrif á ákvörð-
unina að hans sögn. » 10
Laugavegur Þekkt verslun hverfur.
Verslunin segir skil-
ið við Laugaveginn
eftir rúma öld
Ólafur Guðmundsson, varaformaður FÍB, segir uppsafnaða malbik-
unarþörf á götum Reykjavíkur vera orðna 40 kílómetra. Við bætist 15 kíló-
metrar á ári. Það muni kosta um 1,3 milljarða króna ár hvert, næstu þrjú
árin, að hreinsa þetta upp. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir nauð-
synlegt að ráðast í viðhald og endurgerð gatnakerfis borgarinnar og í ná-
grannasveitarfélögunum til frambúðar. Til þess þurfi mikla fjármuni. Unn-
ið var við holufyllingar í Grafarvogi og víðar í borginni í gær. »6
Morgunblaðið/Golli
Þarf mikla fjármuni
Hafa ekki undan að fylla í holur
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, segir að það hafi ekki
komið sér á óvart að sjá fyrirtæki
sitt á lista innan úr Arion banka sem
gengið hefur undir heitinu „dauða-
listinn“. Listinn, sem hefur að geyma
nöfn 40 félaga og fyrirtækja í eigu
þeirra, var fyrst gerður opinber í
Morgunblaðinu í febrúar síðastliðn-
um.
„Við vissum alltaf af því að við vor-
um á þessum lista og framganga
bankans gagn-
vart okkur í kjöl-
far hrunsins stað-
festi það allt.“
Segir hann
bankann hafa
gengið eins langt
og honum var
unnt í þeirri við-
leitni að hrifsa til
sín eignir af þá-
verandi hluthöf-
um fyrirtækisins.
„Ölgerðin lenti aldrei í vanskilum
með sín lán enda er fjárstreymi hjá
fyrirtækinu mjög sterkt. Hins vegar
urðu skuldirnar mjög miklar enda
voru þær allar í erlendum gjaldeyri.
Bankinn nýtti þar tækifærið, tók
20% í fyrirtækinu sjálfur og knúði
inn nýtt hlutafé.“
Tóku fasteignirnar
Spurður út í það af hverju bankinn
hafi ekki tekið allt fyrirtækið yfir
segir Andri að bankinn hafi metið
það svo að honum hafi ekki verið
stætt á að reka fyrirtækið án áfram-
haldandi þátttöku þáverandi stjórn-
enda.
Annað dæmi um hörkuna sem
fyrirtækinu var sýnd segir Andri
Þór hafa birst í því að fasteignir
þess hafi endað að öllu leyti í eigu
bankans.
„Við áttum félag utan um fast-
eignir Ölgerðarinnar. Það var að
51% hluta í eigu fyrirtækisins og
49% hluta í eigu Arion banka. Við
hina svokölluðu endurskipulagn-
ingu tók bankinn allan hlut fyrir-
tækisins yfir. Þar færðust miklar
eignir yfir til bankans.“
Vissu af „dauðalistanum“
Forstjóri Ölgerðarinnar segir að Arion banki hafi hrifsað til sín milljarða eignir
Kom forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki á óvart að sjá það á umræddum lista
Andri Þór
Guðmundsson
MViðskiptamogginn »8-9
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vegna versnandi samkeppnisstöðu
gætu mörg íslensk matvælafyrir-
tæki neyðst til að flytja framleiðslu
sína úr landi á næstu árum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formað-
ur Samtaka iðnaðarins, segir sam-
keppnisstöðuna hafa veikst mikið á
síðustu mánuðum.
Háir verndartollar á mjólkurduft,
egg og smjör séu dæmi um tolla
sem komi hart niður á innlendri
framleiðslu á ís, kökum og öðrum
matvörum. Á sama tíma hafi tollar
á innfluttar vörur í sömu flokkum
verið lækkaðir mikið, í kjölfar
samnings Íslands og ESB um tolla
á matvörur í haust. Þessi þróun
veiki samkeppnisstöðuna hjá sæl-
gætisframleiðendum, ísgerðum,
bakaríum og fleiri matvælafram-
leiðendum. Vegna hárra tolla á
smjör séu til dæmis aðeins fjórir
bakarar að baka croissant, eða
smjörhorn, á Íslandi. Hinir flytji inn
frosið deig og baki það. Þessi þróun
snerti hundruð starfa. Hún tekur
fram að iðnaðurinn sé að biðja um
jafnræði, ekki sérmeðferð. Málið
verði rætt á iðnþingi SI í dag.
Valdimar Hafsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Kjöríss, segir að inn-
an fárra ára kunni að borga sig að
flytja framleiðslu Kjöríss úr landi.
»Viðskiptamogginn
Iðnaður gæti
farið úr landi
Formaður Samtaka iðaðarins ugg-
andi um framtíð matvælaframleiðslu
Guðrún
Hafsteinsdóttir
Valdimar
Hafsteinsson
Salan á veitingastöðum Lagardére
Travel Retail (LTR) á Keflavíkur-
flugvelli er mun meiri í ársbyrjun en
sömu mánuði í fyrra. Fyrirtækið
auglýsir nú eftir 50 starfsmönnum
og áætlar Margrét Mekkín, fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs LTR,
að 200 manns muni starfa hjá félag-
inu í sumar.
Sömu sögu er að segja frá Elko og
Joe & the Juice. Þar hefur salan líka
aukist mikið á fyrstu mánuðum árs-
ins frá fyrra ári. »4
Stóraukin
veitingasala
í Leifsstöð
Leifsstöð Mikil fjölgun ferða-
manna hefur áhrif í veitingasölunni.