Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ólafur Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), hefur undanfarin ár talað um það opinberlega að götur borgar- innar væru verr farnar ár eftir ár. Miklar rásir og holur væru í götum, gera þyrfti meiri kröfu til malbikun- ar við útboð og gera kröfu um ákveð- ið lágmarkshitastig malbiks. „Ég ræddi þetta síðast í janúar sl. í samtali við Morgunblaðið. Ég gerði hið sama í fyrra og árið þar áður, við afar takmarkaðar undirtektir,“ sagði Ólafur í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Svo gerist það allt í einu að borg- arstjórinn segir í Fréttablaðinu að ráðast þurfi í róttækar aðgerðir, en það er í fyrsta skipti sem Dagur B. Eggertsson segir slíkt opinberlega,“ sagði Ólafur. Uppsöfnuð þörf 40 kílómetrar Ólafur segir að að vísu hafi 250 milljónum króna verið bætt við mal- bikunarframkvæmdir í fyrra, þannig að malbikað hafi verið fyrir 690 milljónir króna. „Það var ekki nema helmingurinn af því sem ég var bú- inn að segja að þyrfti að gera, árlega í þrjú ár. Nú er það búið að lengjast í 4 ár. Ég hef reiknað út þörfina og það er lágmark að við malbikum 15 kílómetra á ári til þess að halda í horfinu, sem er það sem við gerðum fram að hruni, en kílómetrafjöldinn núna í malbikun á ári er kominn nið- ur í 8,9 hjá borginni. Uppsöfnuð þörf hjá borginni er þannig komin í 40 kílómetra og svo bætast alltaf við 15 á ári,“ sagði Ólafur. „Ef við gefum okkur það að við ætlum að hreinsa þetta upp á þrem- ur til fjórum árum, þá kostar þetta 1,3 milljarða króna á ári, bara hjá borginni og annað eins líklega hjá Vegagerðinni,“ sagði Ólafur. Vitlausir vagnar, vitlaust bik Hann segir að þeim mun fyrr sem brugðist verður við, þeim mun betra, vegna þess að skemmdirnar verði alltaf dýrari og dýrari. „Við erum komnir niður í burðarlagið á vegun- um og kostnaðurinn margfaldast af þeim sökum. Það er í raun allt að hjá okkur. Við erum með vitlausa vagna, vitlaust bik, við erum með alltof þunnt malbik og við höfum ekki eft- irlit með hitanum á malbikinu. Hit- inn þarf að vera í 140 gráðum þegar það kemur aftan úr malbikunarvél- inni og þegar hann er minni, þá myndast þessar holur. Hitatapið er gífurlegt frá malbikunarstöð að mal- bikunarstað. Vegna þess að borgin gerir engar kröfur um lágmarkshita malbiksins, þá er það bara þannig að sá sem er með lægsta tilboðið og versta verklagið, fær verkefnið, því borgin gerir ekki kröfur um gæði verksins,“ segir Ólafur. Ólafur segir að samkvæmt hans rannsóknum sé það skylda í Þýska- landi og allri Skandinavíu að mal- bikið sé að lágmarki 140 gráða heitt. Hann bendir á að malbikið á Reykjavíkurflugvelli sé stráheilt, þótt sama tíðarfar og álag sé þar, að undanskildum nöglum og á götum borgarinnar. „Flugvöllurinn var malbikaður árið 2000 með norsku kvarsi og þeir pössuðu upp á hitann á því. Það er ekki ein sprunga í flug- vellinum, samkvæmt því sem þeir hjá Isavia segja mér,“ segir Ólafur. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kannast ekki við að borgaryfirvöld hafi haldið því fram að ástand gatna í Reykjavík væri viðunandi. „Það hefur enginn sagt það fyrir hönd borgarinnar, að ástand gatna í Reykjavík væri viðunandi,“ sagði borgarstjóri í samtali við Morgun- blaðið í gær. Telja ástand gatna viðunandi Í frétt hér í Morgunblaðinu hinn 5. mars sl. sagði m.a. undir fyrir- sögninni „Telja ástand gatna í borg- inni viðunandi“: „Borgaryfirvöldum hefur tekist að halda götum Reykja- víkur í viðunandi horfi þrátt fyrir að þær komi nú margar illa undan slæmu tíðarfari í vetur. Þetta er mat Ámunda Brynjólfssonar, skrifstofu- stjóra framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg, í samtali við Morgunblaðið. Blaðamaður reyndi í gær (4. mars - innskot blm. (að fá viðbrögð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fréttum af holum og öðrum skemmdum á götum borgarinnar, tjóni á ökutækjum og hættu sem þetta skapar í umferðinni, en hann vildi ekki svara því hvað borgaryf- irvöld væru að gera í málinu og hvernig hann brygðist við gagnrýni sem fram hefði komið og vísaði á embættismanninn.“ – Dagur var spurður hvort ekki þyrftu að koma til háar og auknar fjárveitingar, til þess að geta ráðist í raunverulegar bætur á gatnakerf- inu: „Jú, tvímælalaust. Bæði sveit- arfélögin og ríkið verða að setja meiri peninga í þessar fram- kvæmdir, en ráð hefur verið fyrir gert. Það komu aukafjárveitingar frá öllum sveitarfélögunum og Vega- gerðinni í fyrra, með sérstakri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en aug- ljóslega þarf að huga að slíkum fjár- veitingum aftur nú í ár,“ sagði Dag- ur. Víðar þarf bætur en í Reykjavík Borgarstjóri segir að verkefnið sé stærra en það, að gera við götur Reykjavíkur, vegna þess að fregnir berist úr nágrannasveitarfélögum, eins og Mosfellsbæ, að þegar séu orðnar skemmdir á götum sem gert var við í fyrra. Samtölin sem hann hafi átt við vegamálastjóra og ná- grannasveitarfélögin gangi út það að lagt verði mat á þörfina, ekki bara fyrir þetta ár, og að áætlun verði gerð bæði um viðhald og endurnýjun gatnakerfisins, þannig að ekki verði um viðvarandi vandamál að ræða. Hann segir að á þessu stigi sé ekki hægt að leggja mat á hversu dýrt þetta muni reynast borginni, en það séu umtalsverðar fjárhæðir. Þörfin sé 1,3 milljarðar á ári  Varaformaður FÍB segir uppsafnaða malbikunarþörf í borginni vera 40 kílómetra  Borgarstjóri segir að auka þurfi fjárveitingar til malbikunar og holuviðgerða og ekki megi tjalda til einnar nætur Morgunblaðið/Eggert Holur Starfsmenn Reykjavíkurborgar við viðgerðir á holu- og malbiksskemmdum neðst á Hverfisgötu síðdegis í gær. Þeirra bíður viðlíka verkefni víða á götum Reykjavíkur. Borgarstjóri segir að stóraukið fjármagn þurfi íviðgerðir og endurnýjun gatnakerfisins. Sama gildi um nágrannasveitarfélögin. Ólafur Guðmundsson Dagur B. Eggertsson Ívar Ásgeirsson hjá MAX1 Bíla- vaktinni á Bíldshöfða segir að eftir að götur í Reykjavík fóru að koma undan snjó og klaka, með gífurlegum malbikunar- skemmdum og holum, hafi þeir hjá MAX1 klárlega orðið þess áskynja að ýmsar skemmdir á bifreiðum hafa aukist Öku- menn hafi óvart ekið ofan hol- ur eða yfir aðrar malbiks- skemmdir, eins og sprungur í malbiki. „Langalgengustu skemmd- irnar eru á hjólbörðum, sem eru þá iðulega skornir á hlið- um, en einnig hafa í mörgum tilvikum orðið skemmdir á felgum,“ sagði Ívar í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að þar að auki hafi það gerst að skemmdir hafi orðið á balansstangar- endum, fjöðrunargormum og dempurum. Skemmdir hafa aukist MAX1 BÍLAVAKTIN Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra fór hörðum orðum um trygg- ingafélögin á Alþingi í gær en trygg- ingafélögin boða sem kunnugt er hækkandi iðgjöld og milljarða arð- greiðslur. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði fjármála- ráðherra út í greiðslurnar í óundir- búnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Sagði Bjarni að tryggingafélögin væru undir sömu sök seld og önnur atvinnustarfsemi á landinu þegar kæmi að því að taka þátt í því með þinginu, vinnumarkaðnum, sveitar- félögunum og ríkisvaldinu að endur- heimta traust sem rofnaði hér á landi vegna hruns á fjármálamarkaði. „Maður kallar einfaldlega eftir því að tillögur sem þaðan berast um rekstraráform, um það hvernig ráð- stöfun hagnaðar eða eigna fer fram, séu í eðli- legum takti við það ákall sem við vitum að er enn í samfélaginu. Ég get ekki annað en tekið undir með þingmanninum að það hlýtur að hljóma illa í eyr- um allra landsmanna að menn boði iðgjaldahækkanir en ætli á sama tíma að taka út arð sem er langt um- fram hagnað síðastliðins árs. Þetta er fyrir mig eiginlega alveg óskilj- anlegt. En menn sitja þá bara uppi með skömmina af því,“ sagði Bjarni. Hann telur þó ekki lagagrundvöll fyrir ríkið að skerast í leikinn. Helgi kom aftur í ræðustól og benti Bjarna á að eigendurnir sætu uppi með skömmina en almenningur með reikninginn. Þá sagðist Helgi hafa heimildir fyrir því að tveir milljarðar af arðgreiðslum í einu trygginga- félagi væru fjármagnaðir með lán- tökum. Bjarni sagði þá að þrátt fyrir arð- greiðslurnar væru vátrygginga- félögin fjárhagslega sterkar stofnan- ir. „Það breytir því ekki að okkur er misboðið þegar menn ganga svona fram gagnvart neytendum og sér- staklega er það þannig þegar um er að ræða lögboðnar tryggingar, tryggingar sem við ákveðum með lögum að fólk þurfi að taka.“ benedikt@mbl.is „Okkur er misboðið“  Bjarni Benediktsson harðorður í garð tryggingafélaga  Segir eigendur sitja uppi með skömmina af arðgreiðslum Bjarni Benediktsson GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is Á R N A S Y N IR Kíkið á verðin eftir tollalækkun Æfingapeysa, hálfrennd 6.990 kr. íþróttafatnaður stærðir 36-46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.