Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli Vinabær Bingóið er haldið á hverju miðvikudags- og sunnudagskvöldi í Vinabæ í Skipholti, gamla Tónabíói. bingóstimpla. Hrefna syngur töl- urnar þegar þær eru dregnar út. Ég er heillaður af þessari aðferð, en það dugir ekki til. „Þú hefur marga hæfileika, en bingó er ekki einn þeirra,“ segir konan mín hlæj- andi við mig, eftir að fyrstu tíu töl- urnar sem lesnar eru upp dreifast fram og til baka um allt spjaldið. „Bingó“ heyrist á hverju einasta borði í kringum okkur, en ég er alltaf einni röð á eftir. Önnur umferð gengur svipað „vel“. Ég er farinn að hugsa um það sem amma mín sagði mér um heppni í spilum og ástum. Ég get einfaldlega ekki verið svona hepp- inn í hvoru tveggja. Hvers vegna konan mín vinnur ekki neitt er hins vegar ofar mínum skilningi. Svikinn af eigin tölu Í þriðju umferð æsast leikar. Nú er spilað upp á tíu línur, eða tvo heila ramma, og spjaldið kostar 200 krónur. „Vinningur í þriðju umferð fyrir tíu línur er 50.000 krónur,“ gellur í hljómkerfinu. Það er ekkert annað. Ég verð að við- urkenna að ég verð ögn spenntur yfir tilhugsuninni að vinna þann sjóð. Vonin dvínar hins vegar þegar fyrstu tölurnar eru lesnar. Enn og aftur drögumst við hjónin aftur úr, þar sem tölurnar lenda bara ekki á réttum reitum á bingóspjaldinu. Ég er rétt kominn með fjórar tölur í röð þegar einhver hrópar bingó, ein lína farin. Tvær línur og þrjár fylgja fljótt í kjölfarið, og áður en ég veit af er einhver búinn að fylla heilan reit. Sagan er þó ekki öll. Allt í einu fara tölurnar „mínar“ að koma, og fyrr en varir er ég mjög ólíklega kominn í „bullandi séns“ á Bingó! Ég á tvær tölur eftir þegar Hrefna les upp aðra þeirra. „Nikulás fjörutíu og tveir! Nikulás fjörutíu og tveir!“ syngur hún. „Jess!“ Nú skal það takast. „Bingó!“ gellur í einu horninu. „Æ, nei,“ hugsa ég. Svikinn af minni eigin tölu. Ég átti aldrei séns. Í ljós kemur að nú eru þrír saman með bingó, og deila þeir vinningnum stóra á milli sín. Stórfengleg sjón í salnum Eftir þriðju umferðina er snöggt salernishlé, en á meðan er spilað svokallað „hraðbingó“. Ég hef engan miða í það, þannig að ég nýti tækifærið til þess að rétta úr fótunum. Þegar ég sný aftur í sal- inn blasir við mér stórfengleg sjón: Upp undir 200 sálir af öllum stærð- um og gerðum, tengdar saman um eitt áhugamál: Bingó. Andrúms- loftið er töfrum líkast. Í bíómyndunum er hinn dæmi- gerði bingóspilari miðaldra kona með rúllur í hárinu. Og vissulega er silfurliturinn áberandi í salnum. Því fer hins vegar algjörlega fjarri að steríótýpan sé rétt. Í salnum eru ungir sem aldnir, vinahópar, fjölskyldur, pör og einstæðingar. Við eitt borðið eru þrjár kynslóðir saman að spila bingó. Samveru- stund fjölskyldunnar getur vart orðið betri en þetta. Eftirminnileg kvöldstund Við hjónin spilum þrjár um- ferðir í viðbót, en á venjulegu bingókvöldi eru umferðirnar allt að því tólf. Ekkert gengur frekar en fyrri daginn, en það skiptir ekki lengur máli. Kvöldið sem slíkt er þegar orðið að eftirminnilegri stund með konunni minni, sem ég væri meira en til í að endurtaka. Áður en blaðamaður fer vind- ur hann sér að einum fastagest- inum, Sigríði, og kemst að því að hún hefur mætt í bingóið í hvert einasta skipti sem það hafi verið haldið síðan það hófst í Vinabæ, eða í 26 ár. Sigríður þekkir starfs- fólkið allt með nafni og segir mér að hún eigi fullt af vinafólki í saln- um, sem hún hafi kynnst í gegnum bingóið. Ég spyr hana hvert að- dráttarafl bingósins sé. Sigríður svarar án þess að depla auga. „Það er félagsskapurinn.“ Jafnvel þó að ég þekki ekki neinn þarna inni skil ég nákvæmlega hvað hún meinar. Vinabær stendur nefnilega fyllilega undir nafni. Bingókvöld eru í Vinabæ á miðvikudags- og sunnudags- kvöldum og hefjast kl. 19.15. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Bingó á rætur að rekja til ítalskra lottóspila á 16. öld. Upphaf nútíma- bingós má hins vegar rekja til ársins 1929 í Bandaríkjunum, þegar leik- fangasölumaðurinn Edwin Lowe sá sirkusfólk spila útgáfu af lottói sem kallaðist „Beano“. Lowe þróaði sína eigin útgáfu, en nafnið „Bingo!“ festist við spilið þegar kona ein mis- mælti sig af spenningi þegar hún ætlaði að hrópa „Beano!“ Nýlegt spil með fornar rætur BINGÓ! Bingó Spilið á rætur að rekja til Ítalíu. ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara á meginlandi Evrópu.* E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTTmeð í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Chrome Hearts umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir Gleraugu: Chrome Hearts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.