Morgunblaðið - 10.03.2016, Page 4

Morgunblaðið - 10.03.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is Tekin verður ákvörðun um það á næstu dögum hverjar arðgreiðslur hjá tryggingafélaginu Verði verða vegna síðasta árs að sögn Guðmund- ar Jónssonar, forstjóra félagsins, en aðalfundur félagsins verður haldinn 18. mars. Færeyski bankinn Bank- Nordik, sem á allt hlutafé í Verði, hefur ekki gefið upp fyrirætlanir sín- ar að sögn Guðmundar en hann seg- ist eiga von á að það liggi fyrir í allra síðasta lagi í næstu viku. Mikil umræða hefur verið að und- anförnu um arðgreiðslur trygginga- félaga en þau þrjú tryggingafélög sem skráð eru á markað, það er Sjóvá, VÍS og TM hafa lagt fram til- lögur að arðgreiðslum upp á samtals 9,6 milljarða króna. VÍS hyggst greiða hæsta arðinn eða um 5 milljarða króna en hjá Sjóvá er talan 3,1 milljarður. Guðmundur segir að Vörður hafi greitt arð upp á 300 milljón- ir vegna ársins 2014 og 209 milljónir vegna 2013 en það hafi verið í einu skiptin á undanförnum níu árum sem greiddur hafi verið arður út úr félag- inu. Það samsvari um 10% vöxtum á eigin fé Varðar bæði árin. „Við erum í sjálfu sér á allt öðrum stað með þetta fyrirtæki. Við höfum unnið að uppbyggingu þess á síðustu níu árum,“ segir Guðmundur. Félag- ið liggi þannig ekki á neinum göml- um sjóðum eins og samkeppnisaðil- arnir. Markmiðið hjá Verði hafi verið að styrkja rekstur félagsins sem hafi gengið bærilega vel. Greiðslurnar vonandi hóflegar Spurður hvort búast megi við því að arðgreiðslur úr Verði verið þá í hóflegri kantinum miðað við þær töl- ur sem rætt hafi verið um annars staðar segist Guðmundur binda við það vonir. Skrifað var undir samning um sölu Varðar síðasta haust. Kaupandinn er Arion banki en salan er enn til skoð- unar hjá þar til bærum opinberum aðilum. Þar til salan gengur endan- lega í gegn fer BankNordik fyrir vik- ið með forræði þess. Óvíst með greiðslurnar  Ákvörðun tekin um arðgreiðslur Varðar á næstu dögum Guðmundur Jónsson Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sala á veitingum og varningi á Kefla- víkurflugvelli í byrjun árs er mun meiri en sömu mánuði í fyrra. Samkvæmt vefsíðu Isavia fjölgaði farþegum um 25,8% milli ára í jan- úar og um 40,8% í febrúar. Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Elko, segir söluna á fyrstu mánuðum ársins vera umfram spár fyrirtækisins í fyrra. Salan sé bæði að aukast til erlendra og innlendra ferðamanna. Veltuaukningin sé þó ekki jafn mikil og fjölgun farþega. Meðal fyrirtækja sem starfa á Keflavíkurflugvelli er Lagardére Travel Retail (LTR). Undir rekstur LTR heyrir m.a. rekstur Pure Food Hall, Nord, Segafredo, Mathúss, Mathúss suður og Loksins bars. Á vefsíðu félagsins er m.a. auglýst eftir kokkum, aðstoðarkokkum, bar- og kaffibarþjónum, fólki í eldhús, starfsfólki í framleiðslu og fólki í þjónustu- og afgreiðslustörf. Margrét Mekkin, framkvæmda- stjóri rekstrarsviðs LTR, segir um 50 störf í boði. Um 200 manns muni starfa hjá félaginu í sumar. Hún segir Suðurnesjamenn hafa sýnt störfunum áhuga. Hins vegar hafi borist fáar umsóknir frá höfuð- borgarsvæðinu. Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. Spurð hvort leitað verði að starfs- fólki í útlöndum segir Margrét það ekki til skoðunar að sinni. Nærri sjö milljónir farþega Samkvæmt uppfærðri spá Isavia, sem birt var um mánaðamótin, munu 6,66 milljónir farþega fara um Kefla- víkurflugvöll árið 2016, sem yrði 37% aukning milli ára. Margrét segir LTR finna vel fyrir þessari aukningu. Umsvifin haldist í hendur við tugprósenta fjölgun far- þega í janúar og febrúar. Spurð hvort veitingaþjónustan á Keflavíkurflugvelli muni anna væntanlegri fjölgun ferðamanna segir Margrét ljóst að stækka þurfi flugstöðina. Hún harmar neikvæða umræðu um flugvöllinn. „Allir eru að reyna sitt besta. Mér finnst þessi neikvæða umræða oft á tíðum óverðskulduð. Það er verið að vinna að því að stækka, laga og bæta til að taka á móti öllum þessum fjölda ferðamanna. Margir eru að ferðast á sama tíma á morgnana. Álagið á flugstöðinni er misjafnt yfir daginn. Gagnrýnin á Isavia er að mínu mati óverðskulduð,“ segir hún. Daníel Kári Stefánsson, fram- kvæmdastjóri Joe & the Juice á Ís- landi, segir að í febrúar hafi verið ár liðið frá opnun veitingastaðar keðj- unnar á neðri hæð flugstöðvarinnar. Veltuaukningin á þeim stað í febrúar sé veruleg og nálgist 40% fjölgun farþega í mánuðinum. Aukningin í sölu á efri hæðinni komi ekki í ljós fyrr en í apríl, þegar ár verður liðið frá opnun veitingastaðar Joe & the Juice á hæðinni. Daníel Kári áætlar að um 60 manns muni starfa hjá Joe & the Juice á flugvellinum í sumar. Það sé hámarksfjöldi sem núverandi fyrirkomulag bjóði upp á. Komið sé að þolmörkum í því efni. Mikil söluaukning á flugvellinum  Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LTR segir veitingasölu hafa aukist um tugi prósenta í upphafi árs  Verða með 200 manns í vinnu í sumar  Salan hjá Elko er meiri en fyrirtækið áætlaði á síðasta ári Morgunblaðið/Þórður Á Keflavíkurflugvelli Farþegum á vellinum fjölgar ár frá ári. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íbúar við Kennaraháskólareitinn við Stakkahlíð lýstu óánægju sinni með nýtt skipulag svæðisins á kynningarfundi á vegum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur- borgar, sem haldinn var í húsa- kynnum borgarinnar í Borgartúni í gær. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, var á fundinum og segir fólk fyrst og fremst hafa áhyggjur af byggingarmagni sem fyrirhugað er á svæðinu. „Þetta var nokkuð fjölmennur fundur en ég mætti á hann fyrst og fremst sem skólastjóri Háteigsskóla enda snertir uppbygging á svæðinu skólalóðina okkar og einnig okkar nánasta umhverfi. Byggingar- magnið er töluvert og fólk hafði áhyggjur af því og við í Háteigs- skóla deilum þeim áhyggjum.“ Aukin umferð og fá bílastæði Með nýrri byggð á svæðinu eykst enn umferð á því en fyrir eru stórir vinnustaðir á borð við Háskóla Ís- lands, sem rekur þær byggingar sem áður voru hluti af Kennarahá- skólanum, Tækniskólinn, Ísaks- skóli, 365 miðlar og að sjálfsögðu Háteigsskóli. „Umferðartopparnir við upphaf og lok dags valda íbúum áhyggjum og við teljum t.d. háska við Ísaksskóla og á horninu við 365 þegar umferð er sem mest á svæð- inu. Íbúar eru því eðlilega áhyggju- fullir yfir því að bæta eigi við jafn mörgum íbúum og raun ber vitni,“ segir Ásgeir en samkvæmt tillögu A2F arkitekta felur uppbygging á svæðinu í sér allt að 60 íbúðir fyrir eldri borgara og 100 íbúðir fyrir námsmenn. „Gert er ráð fyrir því að það verði eitt bílastæði fyrir hverjar fimm stúdentaíbúðir á svæðinu en eitthvað fleiri fyrir íbúðir eldri borgara. Þá eiga stúdentar að geta samnýtt bílastæði með háskólan- um.“ Ásgeir segir að einhverjir íbúar hafi gengið um svæðið fyrir fundinn og talið fjölda bíla og bílastæða. Það hafi verið ályktun þeirra að nýtt skipulag gerði ráð fyrir of fáum bílastæðum. Háteigsskóli þarf að stækka Spurður hvort stækka þurfi Há- teigsskóla vegna fyrirhugaðrar þéttingar á svæðinu segir Ásgeir svo ekki vera. „Við þurfum að stækka skólann en ekki vegna þessara fram- kvæmda. Stúdentaíbúum fylgja allt- af einhver börn, en ekki svo mikill fjöldi að skólinn ráði ekki við það. Heldur myndi ég halda að byggð í Þverholti kalli á frekari stækkun. Skólinn nýtir nú þegar hvern fer- metra mjög vel enda fermetrar á hvern nemenda þeir næstfæstu í borginni.“ Áætlað er að nemendafjöldinn fari vaxandi á næstu árum og vonar Ásgeir að áætlanir um stækkun skólans gangi eftir. „Miðað við það skipulag sem okk- ur var kynnt á ekki að ganga á skólalóðina og það er gott að vita af því að skólinn getur stækkað til vesturs en það hefur legið fyrir að stækka skólann og hönnunarferlið ætti að hefjast aftur árið 2017 um fyrirhugaða stækkun skólans.“ Ekki endanlegt skipulag Fundurinn í gær var kynningar- fundur fyrir íbúa svæðisins og segir Ásgeir góðu fréttirnar þær að skipulagið sé ekki endanlegt sem verið var að kynna. „Næsta skref er að setja þetta skipulag í auglýsingu og þá gefst fólki færi á að senda inn athuga- semdir. Það geta því enn orðið breytingar á þessu skipulagi. Við höfum t.d. gert okkur vonir um að miðsvæðið vestan við skólalóðina okkar yrði stærra sameiginlegt opið svæði,“ segir Ásgeir. Íbúar óánægðir með byggingarmagn  Fjölsóttur kynningarfundur um deiliskipulagstillögu við Kennaraháskólareitinn við Stakkahlíð  Íbúar lýstu óánægju sinni á fundinum  Óttast bílastæðavanda og stóraukna umferð í hverfinu Tölvumynd/A2f arkitektar Byggð 160 nýjar íbúðir verða reistar við gamla Kennaraháskólann. Hér er tillaga að þéttingu byggðar, eins og sýnd var í bréfi til íbúa hverfisins. Morgunblaðið/Golli Kynning Fjöldi íbúa mætti til kynn- ingarfundarins í Borgartúni í gær. Ómissandi á pizzuna, í ofn- og pastaréttina, á tortillurnar og salatið. Er nú á tilboði Heimilis RIFINN OSTUR ÍSLENSKUR OSTUR 100% 370 g

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.