Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016
Hreinn og Kristín eru samrýnd
hjón: „Kennsla og kennslufræði hafa
verið okkur báðum afar hugleikin í
gegnum tíðina. Auk þess hefur leik-
listin verið sameiginlegt áhugamál
okkar. Við kynntumst gegnum leik-
listina, tókum virkan þátt í uppsetn-
ingu leikrita með leikhópnum.hér
fyrir austan og nutum virkilega
þessara verkefna og samvinnu við
góða félaga.
Við höfum einnig sinnt ýmsum
störfum fyrir kirkjuna okkar, sungið
bæði í samkór Hornafjarðar og þeg-
ar við létum af störfum tókum við að
okkur að kortleggja og skrásetja
leiði í kirkjugarðinum við Laxá í
Nesjum og í framhaldinu í fleiri
kirkjugörðum. Þetta er upplagt
áhugamál sem sameinar útivist og
rannsóknir á mannlífi og kynslóðum
fyrri tíma.“
Og Hreinn og Kristín hafa einnig
verið vinsæl og vinamörg: „Við höf-
um alltaf lagt áherslu á að rækta
vinahópinn og frændgarðinn enda
eru samhent fjölskylda og góðir vin-
ir, gulli betri.
Fjöldi nemenda okkar hefur hald-
ið góðu sambandi og minnist náms-
áranna með hlýhug. Það minnir
mann á að ævistarfið hafi ekki verið
tilgangslaust.
Nú erum við „söguafi“ og „sögu-
amma“ við skólann, einu sinni í viku,
og skemmtum okkur engu síður en
blessuð börnin.“
Fjölskylda
Hreinn kvæntist 1956 Ragnheiði
Hjartardóttur, f. 21.3. 1936, hús-
freyju. Þau skildu.
Hreinn kvæntist 24.10. 1964
Kristínu Gísladóttur, f. 29.7. 1940,
kennara og síðar skólastjóra Nesja-
skóla. Hún er dóttir Gísla Björns-
sonar, rafveitustjóra á Hornafirði,
og k.h., Regínu Stefánsdóttur hús-
freyju.
Börn Hreins og Ragnheiðar eru
Eiríkur, f. 27.11. 1957, bifreiðarstjóri
í Hafnarfirði, kvæntur Þórunni Þor-
steinsdóttur og eiga þau tvær dæt-
ur; Steinar, f. 26.8. 1960, d. 30.9.
1961; Sigrún Helga, f. 29.7. 1962,
húsfreyja í Hafnarfirði, gift Héðni
Ólafssyni og eiga þau þrjár dætur.
Börn Hreins og Kristínar eru
Regína, f. 26.10. 1966, landfræðingur
og þjóðgarðsvörður í Skaftafelli en
sambýlismaður hennar er Klaus
Kretzer og á hún tvo syni; Stein-
gerður, f. 24.7. 1970, MSc í alþjóða-
samskiptum og MBA frá HR og úti-
bússtjóri Arion banka í Hveragerði,
gift Reyni Guðmundssyni fjár-
málastjóra og á hún tvö börn og
hann þrjú; sveinbarn, f. 2.8. 1971, d.
3.8. 1971; Pálmar, f. 18.11. 1974,
íþróttakennari og þrekþjálfari í Sví-
þjóð en kona hans er Linda Gutt-
ormsdóttir og eiga þau tvö börn.
Systkini Hreins: Benedikt, f. 20.4.
1914, d. 10.8. 2002, var búsettur á
Höfn og kvæntur Hallgerði Jóns-
dóttur; Sigurður, f. 21.7. 1918, d.
28.5. 2006, var búsettur á Höfn og
kvæntur Ásu Finnsdóttur; Sigur-
björg, f. 16.9. 1922, d. 29.3. 2011, var
búsett á Stórulág í Hornafirði og gift
Sigfinni Pálssyni; Rafn, f. 15.8. 1924,
d. 13.4. 2002, var búsettur í Reykja-
vík og kvæntur Ástu Karlsdóttur.
Foreldrar Hreins voru Eiríkur
Sigurðsson, f. 16.8. 1879, d. 15.3.
1937, bóndi í Miðskeri, og Steinunn
Sigurðardóttir, f. 7.8. 1884, d. 13.5.
1975, húsfreyja.
Úr frændgarði Hreins Eiríkssonar
Hreinn
Eiríksson
Guðrún Jónsdóttir
húsfr. í Flatey
Auðbjörg Eiríksdóttir
húsfr. í Holtaseli á Mýrum
Sigurður Eiríksson
b. í Holtaseli á Mýrum
Eiríkur Sigurðsson
húsm. í Bjarnanesi,
síðar b. á Miðskeri
Guðrún Sigurðardóttir
húsfr. í Holtum
Eiríkur Árnason
b. í Holtum á Mýrum
Rafn Eiríksson
skólastjóri við
Nesjaskóla
Benedikt
Eiríksson b.
á Miðskeri
Sigurður
Eiríksson b.
á Sauðnesi
Karl Eysteinn
Rafnsson
hótelstjóri á
Kanaríeyjum
Jón
Benediktsson
hótelhaldari í
Freysnesi
Eiríkur
Sigurðsson
fyrrv.
mjólkurbús-
stjóri á Höfn
Guðný Benediktsdóttir
húsfr. í Gamla-Garði í
Suðursveit
Borghildur
Einarsdóttir
húsfr. á Eskifirði
Einar Bragi
skáld
Benedikt Stefáns-
son stjórnarráðs-
fulltr. í Rvík
Ragnar Stefánsson
þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli
Stefán Benediktsson
arkitekt og fyrrv.
þjóðgarðsvörður í
Skaftafelli og fyrrv.
alþm.
Meistari Þórbergur
Þórðarson
Steinþór Þórðarson
b. á Hala
Steinunn Finnbogadóttir
húsfr. á Meðalfelli og á Háhóli
Jón Jónsson
b. á Meðalfelli og á
Háhóli í Nesjum
Guðlaug Jónsdóttir
húsfr. á Ánastöðum
og á Miðskeri
Sigurður Hallsson
b. á Ánastöðum í
Breiðdal og á Miðskeri
Steinunn Sigurðardóttir
húsfr. á Miðskeri í Nesjum
Guðbjörg Magnúsdóttir
húsfr. á Stapa
Hallur Sigurðsson
b. á Stapa í Nesjum
Anna Benediktsdóttir
húsfreyja á Hala
Stefán
Benediktsson
b. í Skaftafelli
Eiríkur Einarsson
b. í Flatey og í Holtaseli á Mýrum
Guðný Einarsdóttir
húsfr. á Hala í Suðursveit
Benedikt
Einarsson
b. á Brunnum
Rúnar fæddist í Reykjavík 10.3.1947 og ólst upp við Skóla-vörðustíginn. Foreldrar hans
voru Gunnar A. Magnússon, kaup-
maður í Reykjavík, og k.h., Þórunn
Eva Eiðsdóttir.
Systkini Rúnars: Tryggvi kennari;
Stefán Gylfi læknir; Margrét, lést á
fyrsta ári, og Ásta Berglind, rithöf-
undur og bókavörður.
Kærasta Rúnars var Sigrún Jón-
atansdóttir og eignuðust þau soninn
Þórarin Gunnar, f. 1966.
Rúnar var í fremstu röð popp-
hljómlistarmanna hér á landi á Bítla-
árunum. Hann stofnaði, ásamt Hilm-
ari Kristjánsson, hljómsveitina Dáta,
árið 1965, og söng með henni og lék á
rythmagítar.
Dátar voru með vinsælustu Bítla-
hljómsveitunum, gáfu út tvær fjög-
urra laga plötur, en á þeirri seinni
eru öll lögin eftir Rúnar: Fyrir þig;
Hvers vegna; Konur og Gvendur á
eyrinni sem sló í gegn og er einn af
gullmolum íslenskra dægurlaga.
Hljómsveitirnar Hljómar og Flo-
wers léku einnig lög eftir Rúnar inn á
plötur, t.d. Peninga á fyrstu stóru
plötu Hljóma og Gluggann með Flo-
wers sem er síðan sígilt dægurlag.
Eftir að Dátar hættu gekk Rúnar
til liðs við Sextett Ólafs Gauks og var
þar bassaleikari og söngvari.
Sextett Ólafs Gauks gerði vinsæla
sjónvarpsþætti um þetta leyti, sendi
frá sér tvær fjögurra laga plötur en
auk þess stóra plötu, 1968, þar sem
Rúnar og Svanhildur Jakobsdóttir
sungu fjórtán Vestmannaeyjalög eft-
ir Oddgeir Kristjánsson. Sú plata er
ein vinsælusta dægurlagaplatna sem
komið hefur út hér á landi.
Rúnar hætti í Sextett Ólafs Gauks
árið 1969, söng eftir það m.a. með
hljómsveitunum Haukum, Opus 4,
Hljómsveit Elvars Berg en eirði
hvergi. Þá átti hann orðið við andlega
vanheilsu að stríða og lést 5.12. 1972.
Þremur árum eftir andlát Rúnars
gáfu SG-hljómplötur út eins konar
safnplötu með lögum hans, og 1996
kom út svipað safn á vegum Spors.
Þá hafa mörg laga hans komið út á
safnplötum sem tileinkaðar eru sjö-
unda áratugnum.
Merkir Íslendingar
Rúnar
Gunnarsson
95 ára
Hulda Jónsdóttir
Lilja Jónsdóttir
90 ára
Alma Ásbjarnardóttir
85 ára
Hreinn Eiríksson
Sigvaldi Loftsson
80 ára
Ottó Þorgilsson
Þóra Þ. Björnsdóttir
Ögmundur Karvelsson
75 ára
Gunnar Benediktsson
Sigrún Karin Holdahl
Sigurbjörg Jóhannsdóttir
Stefán Óskarsson
Sveinbjörn Guðmundsson
Viktoría Guðmundsdóttir
Þorkell Þorkelsson
70 ára
Elsebeth Susanna Midjord
Guðmundur R. Brynjarsson
Guðrún R. Ingibergsdóttir
Halldóra Jóhannsdóttir
Jónína Hlíðar
Sigrún Siggeirsdóttir
Steinunn Karlsdóttir
Valur Harðarson
60 ára
Auður Traustadóttir
Davíð Eysteinn Sölvason
Dragan Tomovic
Fjóla Björgvinsdóttir
Guðný Gunnþóra Miolla
Guðríður Erna Jónsdóttir
Gunnar Indriði Baldvinsson
Gunnar Páll Guðbjörnsson
Hrafnhildur H. Sverrisdóttir
Ingibjörg Á. Hjálmarsdóttir
Ingólfur Narfason
Jórunn Linda Jónsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
Sigurður Þ. Sigurðsson
Vytautas Atutis
Þórarinn Már
Þorbjörnsson
50 ára
Arndís Einarsdóttir
Eyjólfur Gíslason
Guðmundur Unnarsson
Jóhanna S. Þórhallsdóttir
Kristján G.H. Daníelsson
Ljubica Medic
Ragnar Ernesto
Miguelsson
Sigríður Birna Björnsdóttir
Svala Rós Loftsdóttir
40 ára
Amphai Bunthian
Bergur Arnarson
Eva Lind Ingadóttir
Fanney S. Friðfinnsdóttir
Hrafnkell Pálmarsson
Ingvi Snær Einarsson
Jakob H. Hermannsson
Jónas Stefánsson
Karl Jóhann Granz
Marek Guzewicz
Pálmar Guðmundsson
Sigurður Þorsteinn
Þorsteinsson
Vignir Kjartansson
Þorsteinn Arnar Hallsson
30 ára
Auður Dögg Bjarnadóttir
Besar Zogaj
Björn Freyr Björnsson
Einar Orri Kristjánsson
Eva Sólveig Þórðardóttir
Halldór Örn Guðmundsson
Hrefna Hallgrímsdóttir
Karim Atli Djermoun
Natalia Mosiej
Theódór Gunnar Smith
Unnur A. Unnsteinsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Unnur ólst upp á
Neðri-Þverá, býr í Mos-
fellsbæ, er að ljúka námi í
viðskiptafræði við HA og
starfar hjá Vís.
Maki: Einar Örn Rafns-
son, f. 1985, starfsmaður
hjá Hval ehf.
Börn: Aðalheiður Dís, f.
2013, og Jökull Steinn, f.
2015.
Foreldrar: Ásdís Erika
Arnardóttir, f. 1953, og
Unnsteinn Björnsson, f.
1925, d. 2003.
Unnur A.
Unnsteinsdóttir
30 ára Halldór ólst upp á
Ísafirði, Hafnarfirði og í
Kópavogi, býr í Kópavogi,
lauk sveinsprófi í bíla-
málun, er að ljúka meist-
araréttindum og starfar
hjá Bifreiðaverkstæði
Björns Pálmasonar.
Maki: Steinunn Diljá
Högnadóttir, f. 1989, mat-
reiðslumaður.
Foreldrar: Elín Snæ-
björnsdóttir, f. 1961, og
Guðmundur Halldórsson,
f. 1959.
Halldór Örn
Guðmundsson
30 ára Björn ólst upp í
Reykjavík, býr í Kópavogi,
lauk meistaraprófi í lög-
fræði frá HÍ og starfar í
innanríkisráðuneytinu.
Maki: Jóna Margrét
Harðardóttir, f. 1989, lög-
fræðingur frá HÍ.
Dóttir: Heiðrún Birna
Björnsdóttir, f. 2014.
Foreldrar: Björn Björns-
son, f. 1952, endurskoð-
andi og bókari, og Heið-
rún Jóhannsdóttir, f.
1954, verslunarmaður.
Björn Freyr
Björnsson