Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Við betri helmingurinngengum inn í Vinabæ ogfundum um leið að viðværum komin í djúpu bingólaugina. Sem betur fer kom í ljós að starfsfólk Vinabæjar er al- vant því að fá svona nýgræðinga, og var boðið og búið að aðstoða okkur við að kaupa miða og einn penna, þegar í ljós kom að við höfðum gleymt okkar heima. Við gengum inn í salinn, sem áður hýsti Tónabíó og fundum okk- ur sæti í honum miðjum. Eftir á að hyggja hefði líklega verið betra að sitja uppi við vegginn, svona til þess að fá betri yfirsýn yfir bingó- ið, en það kom ekki að sök. Við ákveðum að spyrja Hrefnu, eina afgreiðslukonuna, hvernig venjuleg umferð fari fram og hún sýnir okkur það með glæsi- brag. Á hverju bingóspjaldi eru þrír rammar og í hverjum þeirra raðast upp tölurnar frá Bjarna 1 og upp í Odd 75. Í fyrstu lotu hverrar umferðar er spilað þannig að fylla þarf eina lárétta línu eða fjórar tölur sem mynda lítið eða stórt horn í ramm- anum. Í næstu lotu eru hornatöl- urnar ekki hafðar með heldur fæst bingó einfaldlega með því að fylla út tvær láréttar línur í sama ramma. Í þriðju lotu er beðið um þrjár útfylltar láréttar línur og þannig koll af kolli þangað til einn ramm- inn af þeim þremur sem eru á spjaldinu er fylltur, og næsta um- ferð hefst. Happatölur og límstifti Hrefna tekur sér sæti við tölv- una sem sér um útdráttinn. Hún er bingóstjórinn í fyrstu umferð. „Happatalan er Bjarni 10!“ Við vit- um ekki einu sinni hvað það þýðir. Fyrsta umferðin hefst rólega. Við hjónin höfum sitthvort bingóspjald- ið, en ljóst er að margir kaupa mörg spjöld fyrir hverja umferð. Þar sem eitt spjald kostar að jafn- aði 100 krónur er ekki hægt að segja að þetta séu mikil fjárútlát á spjald, en safnast þegar saman kemur. Límstifti eru rétt fram og til baka um salinn og margir kjósa að líma spjöldin sín saman, þannig að auðveldara sé að fylgjast með hverri umferð fyrir sig. Sumir eru meira að segja með sérstaka Fætinum dýft í djúpu bingólaugina „Bingó í Vinabæ, bingó í Vinabæ,“ hljómaði gjarnan í skjáauglýsingum Sjón- varpsins á fyrri tíð. En hvernig er stemningin á dæmigerðu bingókvöldi? Stefán Gunnar Sveinsson freistaði gæfunnar í Vinabæ og komst að því að það er margt sem hann á ólært um bingólistina. Regnbogi Bingóspjöldin eru í öllum regnbogans litum. Klassík Tromlan er til vara ef tölv- an bilar, sem hefur ekki gerst enn. Sleðahundaklúbbur Íslands heldur Ís- landsmót sitt á sleða & skijöring á Mývatni dagana um helgina, 12.-13. mars. Keppt er í Neslandavík, bíla- stæði, og mæting er við fuglasafnið. Báða daga hefst keppni á sleðum klukkan ellefu og skijöring er svo eft- ir hádegishlé en keppni ætti að vera lokið um fjögurleytið báða daga. Sextíu þátttakendur hafa verið skráðir til leiks og eru keppendur á aldrinum 8-65 ára og hundarnir vel yfir eitt hundrað. Það má því búast við miklu stuði og góðri skemmtun og enginn ætti að vera svikinn af því að kíkja á þetta áhugaverða mót. Sleðahundaklúbbur Íslands var stofnaður árið 2010. Markmiðið er að efla iðkun sleðahundasports á Íslandi og vera vettvangur fræðslu. Allir hundar eru velkomnir í allt starf klúbbsins, af hvaða kyni, stærð eða uppruna sem þeir eru. Til að ganga í klúbbinn er þó ekki nauðsynlegt að eiga hund, segir á vefsíðu Sleða- hundaklúbbs Íslands. Vefsíðan www.sledahundar.is Sleðahundar Yfir eitt hundrað hundar mæta til leiks á Íslandsmótið. Sleðahundakeppni á Mývatni Námskeiðin Börn og umhverfi eru 12 tíma námskeið sem haldin eru víða um landið á vegum deilda Rauða krossins á næstunni. Á námskeið- unum, sem ætluð eru 12 ára og eldri, er farið í ýmsa þætti sem varða um- gengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysa- hættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins. Nánari upplýsingar: www.raudi- krossinn.is Námskeið Rauða krossins fyrir 12 ára og eldri víða um land Börn og umhverfi Morgunblaðið/Kristinn Námskeið Á námskeiðinu er lögð áhersla á slysavarnir og slysahættur. Fyrir áhugasama bókasafnsgesti get- ur verið úr vöndu að ráða um fimm- og sexleytið í dag. Annars vegar geta þeir farið í Borgarbókasafnið í Árbæ til að bæta færni sína í förðun. Hins vegar tekið þátt í kringlukasti með því að skella sér í bókmenntagöngu í Kringlunni og skoðað hvaða bók- menntir þar leynast. Kl. 17.15 fjallar Frigg Thorlacius förðunarfræðingur um ýmsar teg- undir förðunar, tækni, áhöld og snyrtivörur í erindi sínu í Borgar- bókasafninu í Árbæ. Hún sýnir myndir, lýsir hvernig best sé að bera sig að við förðunina og gefur góð ráð. Gestir eru hvattir til að spyrja og spjalla. Skömmu síðar, eða kl. 18.30, býð- ur Borgarbókasafnið í Kringlunni upp á bókmenntagöngu í versl- unarmiðstöðinni undir leiðsögn Guttorms Þorsteinssonar. Það vill svo skemmtilega til að sögusvið margra bóka er í Kringlunni eins og Guttormur mun greina frá. Förðun eða bókmenntaganga? Hvort tveggja ókeypis og allir velkomnir. Fjölbreytt fimmtudagsdagskrá í borgarbókasöfnum Bókmenntaganga í Kringlunni og förðunarráð í Árbænum Bókaganga Guttormur Þorsteinsson fjallar um bókmenntir í Kringlunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.