Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 19
Innflytjendur á Ítalíu sem eiga uppruna sinn utan Evrópusambands- ins standa undir sem nemur 600.000 ítölskum lífeyrisþegum, miðað við það sem þeir greiða nú til velferðarkerfis landsins. Innflytjendurnir hafa einn- ig stofnað eitt af hverjum fimm skráðum fyrirtækjum á Ítalíu. Þetta kemur fram í fyrirtækjaskrá lands- ins fyrir 2015 sem birt verður í dag. Þá komst Roberto Garofoli, einn ritstjóri skrárinnar, að því að inn- flytjendurnir höfðu lagt til um 8 billjón evrur til velferðarkerfisins en aðeins tekið þrjár billjónir aftur út í formi lífeyris eða bóta. ÍTALÍA Halda uppi 600.000 lífeyrisþegum FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Forritið AlphaGo, sem tölvurisinn Google hefur þróað, bætti í gær einni rós enn í hnappagatið þegar það náði að leggja að velli Lee Sedol, sem talinn er vera fremsti Go- spilaði heimsins í dag. Áður hafði forritið sigrað ríkjandi Evrópumeistara í borðspilinu í fimm leikja viðureign. Go er ævafornt kínverskt borðspil, sem talið er meðal þeirra flóknari sem þróuð hafa verið. Spilið gengur út á að leikmenn setja niður hvítar og svartar steinvölur til skiptis og reyna að helga sér landsvæði og „drepa“ menn andstæðingsins með því að króa þá af. Flækjustig spils- ins er mikið, og var talið að það myndi taka alltént annan áratug áður en hægt yrði að þróa forrit með nægilegum styrk til þess að leggja sterkustu Go-spilara heims að velli. Minnir afrek AlphaGo á það þegar skáktölvan Dimmblá náði að leggja þáverandi heimsmeistara, Garrí Kasparov, að velli í einvígi árið 1997. „Þetta kom mér á óvart, því ég hélt ekki að ég myndi tapa. Mistök í byrjuninni hjá mér höfðu áhrif á alla við- ureignina,“ sagði Lee sem hefur átján sinnum orðið heimsmeistari frá því að hann hóf atvinnumannaferil sinn í Go, tólf ára að aldri. Hrósaði hann AlphaGo fyrir góðan leik og útsjónarsemi. Forritarar Google segja að galdurinn liggi í því að for- ritið geti spilað við sjálft sig og lært af mistökum sínum. Þá geti það einnig séð fyrir langtímaafleiðingar af hverj- um leik fyrir sig betur en önnur sambærileg forrit. Fjór- ar viðureignir eru eftir af einvíginu og á því enn eftir að koma í ljós hvort ósigur Sedols hafi verið óheppni, eða hvort Google hafi tekist að þróa forrit sem geti unnið bestu spilara heims í löngu einvígi. Tölvan hafði betur  Heimsmeistari í Go tapaði fyrstu viðureign sinni við tölvuforritið AlphaGo  Fjórar viðureignir eftir AFP Óvæntur ósigur Demis Hassabis, einn af hönnuðum AlphaGo tekur í höndina á Lee Sedol, besta Go-spilara heims, sem situr með dóttur sinni fyrir viðureignina. Um fimm þúsund aðgerðum hefur verið frestað á enskum sjúkra- húsum vegna þriðja og viða- mesta verkfalls unglækna fram að þessu. Þeir mótmæla nýjum vinnuskilmálum og taxta fyrir að vinna á ókristilegum tímum. Verkfallið á að standa yfir í tvo sólarhringa og aðeins neyðar- tilfellum sinnt á meðan. Ágreiningur læknanna og stjórn- valda er hvort telja eigi laugardaga sem virkan dag og borga fyrir vinnu í samræmi við það. David Cameron, forsætisráðherra Breta, telur breytingarnar nauðsynlegar. BRETLAND Unglæknar fara í viðamikið verkfall Íranir skutu tveimur langdrægum skotflaugum á loft í gær til höfuðs Bandaríkjunum vegna refsiaðgerðanna sem kynntar voru í janúar vegna eldflaugaáætlunar landsins. Nýlega vöruðu Bandaríkjamenn Írani við því að ef þeir létu ekki af hernaðartilraunum sem þessum yrði málið tek- ið upp í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og gripið yrði til frekari aðgerða gegn þeim. „Eftir því sem óvinir okkar auka við refsiaðgerðir sínar í okkar garð þá bregðumst við aðeins við af meiri ákafa,“ sagði hershöfðingi í íranska hernum, samkvæmt AFP. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði aðgerðir þeirra þó ekki tengjast nýlegum samningi Írans og stórveldanna um kjarnorku. ÍRAN ÖGRAR BANDARÍKJUNUM Íranir hóta að bregðast við af meiri ákafa Leið flóttamanna frá Grikklandi til norðurhluta Evrópu var lokað í gær. Ríki á vestanverðum Balkanskaga lokuðu landamærum sínum og settu þannig þrýsting á Evrópusambandið og Tyrki að ná samkomulagi til að draga úr alvarlegu ástandi við landa- mæri Makedóníu þar sem 13.000 flóttamenn bíða. Þetta kemur fram á AFP. Slóvenía reið á vaðið og lokaði landamærum sínum í fyrradag fyrir öllum flóttamönnum nema hælisleit- endum og þeim sem falla undir mannúðarákvæði Schengen-landa- mærasamstarfsins. „Leið ólöglegra flóttamanna um Balkanskagan er ekki lengur til,“ sagði Miro Cerar, forsætisráðherra Slóveníu. Króatía og Makedónía hafa gert slíkt hið sama en um löndin tvö hafa flætt hundruð þúsunda flóttamanna síðastliðið ár. Vlaho Orepic, innan- ríkisráðherra Króatíu, segir þetta upphafið á nýjum kafla í lausn flótta- mannavandans. Þessar aðgerðir koma í kjölfar ákvörðunar Austurríkis í febrúar að loka landamærum sínum fyrir flótta- mönnum. Forsætisráðherra Austur- ríkis, Sebastian Kurz, sagði þetta hið eina rétta í stöðunni og það þyrfti að binda enda á óhindrað flæði flótta- manna um Evrópu. Mótmæli brutust út í gær á meðal þeirra þúsunda flóttamanna sem bíða nú í Grikklandi við landamæri Makedóníu vegna lokananna. laufey@mbl.is Loka leiðinni um Balkanskaga  Þrýstingur á Evrópusambandið AFP Fastir Flóttamenn mótmæla lok- unum og vilja fara til Þýskalands. Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is Flott gjöf í fermingarpakkann Componibili Verð frá 16.500,- Hönnun: Anna Castelli Ferrieri á fallegum, notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. ERFIDRYKKJA Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.