Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Elsku brósi minn. Þú og ég vorum óaðskiljanleg, alltaf þegar tækifæri var að fá að hitta þig gerði ég allt til að fá loksins að hitta þig. Þú kennd- ir mér svo margt. Ég man að þegar þú komst heim í hey- skap á sumrin sátum við og töluðum tímunum saman. Gat setið endalaust í traktornum hjá þér. Þú sýndir mér hvernig maður á að brosa á verstu tím- um og að falla ekki þótt allt í kringum okkur falli. Ein besta minning mín var þegar þú komst óvænt heim frá Reykja- vík. Þessar minningar eru það besta sem ég veit, og þær eru svo margar í viðbót. Verst er að þær verða ekki mikið fleiri. En eitt er víst; það sem þú kenndir mér er eitt það mik- ilvægasta sem ég kann í dag. Sævar Árni Jóhannsson ✝ Sævar Árni Jó-hannsson fæddist 21. febrúar 1987. Hann and- aðist 8. desember 2015. Útför hans fór fram 16. desember 2015. Ég gat alltaf leitað til þín sama hvað, sagði þér líka allt- af allt. Þú vildir alltaf passa upp á að mér liði vel, það var alltaf svo stutt í húmorinn hjá þér. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir að eiga bróð- ur eins og þig, brósi minn. En morguninn sem ég fékk að vita að þú hefðir veikst og værir inni á gjörgæslu á Akureyri vildi ég ekkert annað en að fara til þín og vera hjá þér þangað til þér batnaði. Það var svo gott að geta séð þér batna og batna smám saman. En að lokum þurfti ég að fara aftur í skólann. Svo stuttu seinna fékk ég þessar hörmulegu fréttir, allur heimurinn hrundi fyrir mér, það var eins og ljós- in hefðu bara slokknað. En ég veit og trúi að þú hafir það meira en fínt núna. Ég trúi að þú vakir yfir mér og fjölskyld- unni okkar, engillinn minn. Sofðu rótt, gullið mitt, elska þig. Þín systir, Sigríður Tara (Sigga Tara). Ég vil með fáum orðum minnast minnar góðu vin- konu, Þóru Magg, en við kynntumst á skólasetningu Verzló þegar við hófum skóla- göngu þar um miðja síðustu öld og hefur sá vinskapur staðið allar götur síðan. Við sátum saman alla okkar skólagöngu og í minningunni féll aldrei styggðaryrði á milli okkar. Við vorum duglegar að stunda fé- lagslífið í skólanum eins og svo margir aðrir og mættum á flestalla þá atburði sem í boði voru, má þar nefna dansæfingar og mælskulist og auðvitað fleiri atburði. Það var einnig mjög vinsælt að fara niður á tjörn á skauta, en Þóra var mjög góð á skautum. Eitt sinn þegar við áttum frí í einum tíma fórum við sem oftar niður á tjörn til að renna okkur, þó að við værum skauta- lausar. Það tókst ekki betur til en svo að ég datt í vök og stóð í vatni upp að höndum og það var mikið hlegið að mér þegar ég skröngl- aðist upp úr vökinni rennandi Þóra Magnúsdóttir ✝ Þóra Magn-úsdóttir fædd- ist 22. maí 1937. Hún lést 16. febr- úar 2016. Útför Þóru var gerð 26. febrúar 2016. blaut og illa lyktandi. Nú voru góð ráð dýr, en við enduðum heima hjá Þóru, þar sem Guðrún mamma hennar dreif mig í heitt bað og lánaði mér hrein föt til skiptanna. Hún var einstök kona og æv- inlega tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti. Vinkvennahópurinn stækkaði þegar leið á skólaárið og við vor- um orðnar fimm saman í hóp. Fyrir utan okkur tvær voru það þær Bergljót Ólafs, Ragna Þor- steins og Dóra Hjartar. Það hefur fækkað í hópnum okkar, Bergljót lést árið 2014 og nú hefur Þóra kvatt. Dóra hefur lengstum búið í Bandaríkjunum en hefur á seinni árum alltaf reynt að hitta okkur að minnsta kosti einu sinni á ári. En við fengum góða viðbót þegar Ragnheiður Hermannsdóttir, eða Kúrý, mágkona Þóru, gekk form- lega í saumaklúbbinn okkar. Við giftum okkur ungar og átt- um börn á svipuðum tíma. Fyrir utan þann tíma sem Þóra bjó í Borgarnesi var stutt á milli okkar og vorum við duglegar að fara með börnin í göngutúra og nota þá tímann til að spjalla. Ósjaldan enduðum við á Víði- melnum hjá Magnúsi og Guð- rúnu, foreldrum Þóru, í kaffi og meðlæti og vorum við alltaf hjart- anlega velkomnar með allan barnaskarann. Við héldum áfram að hittast þó að það væri ekki eins og reglulega og áður. Við vorum jú allar komn- ar með fjölskyldu sem tók tíma okkar og síðan vorum við nokkrar komnar út á hinn almenna vinnu- markað. Þóra vann lengstum hjá Sæv- ari Karli, þar sem áhugi hennar og þekking á tísku nýttist vel. Síð- an átti hún eftir að vinna hjá fleiri tískuverslunum. Árið 2006 dó Ingvi maður Þóru og hún keypti sér íbúð á Bræðra- borgarstíg 30, sem hún bjó í til dauðadags. Fyrir fáeinum árum kynntist Þóra Ásgeiri Guðmunds- syni og voru þau dugleg að ferðast í sólina til Tenerife. Nú er komið að leiðarlokum, elsku Þóra. Þín verður sárt sakn- að en minning um góða vinkonu stendur eftir og þakklæti fyrir samfylgdina öll þessi ár. Helga Sigfúsdóttir. Þóra Magnúsdóttir móðursyst- ir okkar Guðrúnar lést á líknar- deild Landspítalans þriðjudaginn 16. febrúar síðastliðinn. Hún hafði verið veik meira og minna allt síðastliðið ár en ávallt brött og fór í sína göngutúra. Þóra móðursystir, eða Þóra frænka eins og hún var kölluð á mínu heimili, var ekki bara frænka okkar. Við ólumst upp allar þrjár á heimili afa og ömmu að Vesturgötu 7. Þess vegna var hún meira eins og stóra systir frekar en eitthvað annað. Þóra frænka var stórglæsileg kona og vakti eftirtekt hvar sem hún fór. Hún var hávaxin, teinrétt og alltaf mjög vel tilhöfð. Svo glæsileg var hún að hún var valin fegurðardrottning í Versló. Þóra frænka var ung að árum þegar hún hitti Ingva Guðjónsson og fljótlega varð ljóst að leiðir þeirra myndu liggja saman. Þau giftu sig og eignuðust þrjú börn, þau Kristínu, Magnús og Katrínu. Í dag er ég sit við tölvuna mína og allt er hvítt úti og stór snjó- korn falla læt ég hugann reika aftur í tímann. Minningarnar vakna. Mitt fyrsta ábyrgðarhlut- verk í lífinu var þegar Þóra frænka treysti mér fyrir því að mata Kristínu dóttur þeirra Ingva. Á Vesturgötunni þegar gengið var inn í húsið var suðurstofan, sparistofan, á vinstri hönd og borðstofan til hægri. Ég man eins og það hefði gerst í gær þegar mér, sex ára gamalli, var treyst til þess að mata Kristínu þar sem hún sat í háum stól við vegginn í borðstofunni sem snéri að Vesturgötunni. Elsku Þóra frænka, mikið hef- ur verið gott að fá að heimsækja þig, vera hjá þér og tala við þig þessar síðustu vikur. Við Guðrún systir þökkum þér samfylgdina í gegnum öll árin. Þóra Hrönn. Kæra Ninna. Það gladdi mig mjög þegar ég sá mynd af þér í Heimilispóst- inum. Þá rifjaðist upp löngu liðin tíð þegar þú passaðir mig þriggja ára snáða. Þú hafðir aldrei horfið úr minni mínu. Ég var svo innilega glaður þegar þú hringdir í mig þá er ég sendi þér geisladiskinn með harmonikkuleik mínum. Það var eins og ekki hefði liðið dagur á milli okkar; þó hafði ég aðeins einu sinni hitt þig frá því að ég fór frá Eskifirði árið 1933. Það var þegar þú og Gunnhildur systir þín komuð í afmæli Magnúsar frænda ykk- ar frá Hrauni í Reyðarfirði. Jónína Sigurbjörg Eiríksdóttir ✝ Jónína Sigur-björg Eiríks- dóttir fæddist 5. mars 1921. Hún lést 18. janúar 2016. Útför Jónínu var gerð 29. janúar 2016. Þegar þú hringdir í mig og við fórum að rifja upp það sem ég mundi frá sumrinu 1933 stóð allt heima og man ég sérstaklega að við Hafskipa- bryggjuna neðan við „Björk“ var skip að leysa fest- ar og þegar það flautaði til brott- farar tókstu um eyrun á mér en mér fannst í minningunni þú taka fyrir augun á mér. Við rifjuðum líka upp útiskemmt- un inni í Bleiksárhlíð. Þar var dansað í tjaldi og efst uppi í túninu var tjald og þar var kaflinn á Grasafjallli úr Skugga-Sveini leikinn. Ýmis önnur smáatriði sem við rifjuðum upp pössuðu alveg saman hjá okkur. Að lokum vil ég kveðja þig hinstu kveðju og þakka þér fyrir að gefa mér þessar minningar um þig, kæra Ninna. Gísli Hjálmar Brynjólfsson. Elsku Magga frænka er dáin eftir löng og ströng veik- indi. Magga var mið- dóttirin af fimm dætrum Álfheið- ar og Gísla. Hún var móðursystir mín, kát, glöð og hlý frænka. Ég held að hún hafi fengið hláturinn frá ömmu. Þær hlógu báðar hátt, dátt og dillandi. Mest af öllu hló hún þó hátt. Hún var mikill tónlistarmaður, söng og spilaði á mörg hljóðfæri. Hrókur alls fagnaðar. Í Bjarkar- systrum var, og er, mikil fyrirferð. Það var alltaf mikið hlegið og gaman þegar þær hittust. Ég var svo heppin að fá að kynnast Möggu vel. Þegar við Magnhildur Gísladóttir ✝ MagnhildurGísladóttir fæddist 7. júlí 1946. Hún lést 25. febr- úar 2016. Útför Magnhild- ar fór fram 3. mars 2016. bjuggum á Höfn þá fékk ég stundum að gista hjá henni þeg- ar við brugðum okk- ur í bæjarferð. Ég er bara ári eldri en Hallur, einkasonur Möggu, og við gát- um leikið okkur saman. Eftir að við fluttum frá Horna- firði og í Garða- bæinn var ég áfram tíður gestur hjá Möggu og Þórólfi. Ég man fyrst eftir Eskihlíðinni, svo fluttu þau í Kópavoginn en þaðan lá leiðin á Álftanesið. Mér er sérstaklega minnisstæð ein skötuveislan á Álftanesinu. Dásamleg kvöldstund í yndisleg- um félagsskap. Eftir að Erna flutti á Höfn voru mamma og Magga einu systurnar á höfuðborgarsvæðinu og sam- gangurinn því mikill. Stundum dvaldi ég lengur eða skemur hjá Möggu og Þórólfi og mér leið allt- af vel hjá þeim. Magga hélt alltaf fallegt heimili og var snilldar- kokkur. Og þessi hlýja. Hún var alltaf góð við mig. Hún hafði lag á því að láta mig finna hvað henni þótti vænt um mig. Þegar hún heilsaði mér fann ég að ég skipti hana máli. Fann fyrir væntum- þykjunni. Vegna þessa fágæta eiginleika var Magga ein af fáum sem ég gat umgengist og umborið þegar ég veiktist. Magga veiktist alvarlega fyrir nokkrum árum og bar sitt barr ekki eftir það. Hún varð aldrei söm. Við bundum lengi vel miklar vonir við að hún myndi ná sér hægt og rólega en svo varð ekki. Það var svo sárgrætilegt þegar Möggu, konu á besta aldri, var í sviphendingu kippt út úr raun- veruleikanum og fór inn í veröld sem okkur hinum reynist erfitt að henda reiður á. Á aðfangadag kom svo annað stóráfall og hún kvaddi okkur öll nú í febrúar, rúmu ári eftir að móðir hennar lést. Ég er svo þakklát fyrir yndis- lega frænku og ekki síður fyrir fjölskylduna alla. Þessi oft stór- skrýtna, sprenghlægilega en allt- af góða fjölskylda. Elsku Magga frænka, takk fyrir allt og meira til. Hér er brot úr minningarljóði um Álfheiði Sigurðardóttur, for- móður okkar beggja: Og þó þú sért horfin héðan burt og hönd þín sé dauðakyrr, í ljósi þessu er líf þitt geymt, – það logar þar eins og fyrr. (Jóhannes úr Kötlum) Kveðjustundin. Nú er elsku Magga farin inn í eilífa sólskinið. Til ömmu. Ég veit að þær eru þar. Þar er hlýtt. Þar líður öllum vel. Þar brosa þær saman og hlæja. Elsku afi, almættið gefi þér styrk í gegnum dótturmissinn. Og elsku Þórólfur frændi minn. Þú stóðst eins og klettur í brotsjóum síðustu ára. Alltaf svo góður við Möggu. Bestu þakkir fyrir það og almættið veri með þér. Og elsku Hallur, allar góðar vættir fylgi þér, Ásdísi og stelpunum í gegn- um þessa erfiðu tíma. Álfheiður Eymarsdóttir. Kveðja frá Lionsklúbbnum Seylu Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Guð blessi minningu Magn- hildar Gísladóttur. Guðrún H. Össurardóttir. Elsku amma mín. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þú varst einstök kona með fallegt hjarta og minningin um þig mun lifa með mér alla tíð. Þegar ég baka pönnukökur, fer með faðirvorið eða reyni við handavinnu hugsa ég til þín. Allt þetta kenndir þú mér, elsku amma mín. Þín er sárt saknað. Steinþóra Guðlaugsdóttir ✝ Steinþóra Þor-björg Guð- laugsdóttir fæddist 15. júlí 1924. Hún lést 9. febrúar 2016. Útför Steinþóru fór fram 4. mars 2016. Ég man það sem barn að ég margsinnis lá og mændi út í þegjandi geiminn, og enn get ég verið að spyrja og spá, hvar sporin mín liggi yfir heiminn. En hvar sem þau verða mun hugurinn minn, við hlið þína marg- sinnis standa, og vel getur verið í síðasta sinn ég sofni við faðm þinn í anda. (Þorsteinn Erlingsson) Bið að heilsa honum afa, það er gott að hugsa til þess að hann hefur tekið vel á móti þér. Þín Alexandra (Alex). Hann var nátt- úrugreindur og næmari en gengur og gerist og sérlega vel af Guði gerður til hugsunar og heilla. Þeir annmarkar sem hann bjó við í lífsins melódí miðað við hversdagskröfur meðalsamfélags- ins okkar orkuðu mun minni en kostirnir sem lífsandi hans fylgdi. Sigurgeir Kristinsson frá Norðurgarði í Ofanbyggjara- byggð Vestmannaeyja var til moldar borinn um áttrætt frá Þorlákshafnarkirkju 27. feb. sl. Sigurgeir Kristinsson ✝ SigurgeirKristinsson fæddist 6. desem- ber 1935. Hann lést 18. febrúar 2016. Útför Sigurgeirs fór fram 27. febr- úar 2016. Geiri í Norðurgarði var dásamleg per- sóna, heill, traustur, tryggur, fjárbóndi, smiður og kvistur sem kryddaði til- veruna allt í kring. Hann átti þess ekki kost að stunda skólanám á sínum tíma og hafði stund- um orð á því að sér hefði þótt það mið- ur, en hins vegar velti maður því stundum fyrir sér hvort útfærsla hans á lífinu með tæru brjóstviti væri ekki meira virði en margt sem skólakerfið stimplar inn sem lausn á öllu. Geiri var forkur duglegur, hreinskiptinn og skemmtilega út- sjónarsamur. Lífskröfurnar voru skynsamlegar og varkárar. Þegar hann seldi síðasta bílinn, að verða áttræður, keypti hann sér vélhjól til þess að þeysa um og hitta mann og annan og auð- vitað var Geiri í Drullusokkun- um, heiðursfélagi vélhjólaklúbbs Vestmannaeyja. Hann lagði í út- rás um þrítugt frá Eyjum til Þor- lákshafnar. Þar varð hann þess láns aðnjótandi að hitta Laufeyju og Heimi í Trésmiðju Heimis. Þau urðu fjölskylda hans, vinir, félagar og forsvarsmenn á auga- bragði og hafa reynst honum með ólíkindum vel alla tíð nær hálfa öld. Voru sverð hans og skjöldur og hann hafði sína hentisemi í öllu. Hann hafði alltaf vinnu hjá Trésmiðjunni, allt sem hann þarfnaðist og vildi og honum leið mjög vel í þessu samfélagi. Þegar Geiri spurði Heimi um vinnu á sínum tíma, ókunnur maðurinn, spurði Heimir hvenær hann gæti byrjað. „Strax,“ svaraði Geiri og sótti hamarinn sinn út í bíl. Ævi- starfið var klárt. Þorlákshafn- arbúar reyndust honum af- bragðsvel og hlýja þeirra og gæska var eitt af skjólum Geira í Norðurgarði í lífshlaupi hans. Fyrir hönd okkar Ofanbyggjara vil ég þakka þeim manngæskuna og kærleikann. Geiri átti ótal skemmtileg til- svör eins og falla oft hjá þeim sem binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Einu sinni sem oftar fóru Lauf- ey og Heimir með starfsmönnum Trésmiðju Heimis í helgarreisu til London. Þau komu um kvöld og gistu á Regent-hóteli við Regent Street-breiðstræti. Fátt fólk var á ferli um kvöldið þegar þau komu til London en næsta morgun var gatan sneisafull. Þá kemur Geiri út á svalir til Heimis og segir stundarhátt þar sem hann lítur yf- ir mannfjöldann: „Það hafa aldeil- is margar flugvélar lent hér í morgun.“ Megi góður Guð vernda Geira og gæta ástvina hans yndislegra og velunnara. Það verður stíll á Eyjapeyjanum þegar hann þeys- ir á vélfák sínum að hásæti Herr- ans, ábyggilega með nokkrar kartöflur í soðið í poka á stýrinu og hrútinn í aftursætinu, þessi yndislega, náttúrugreinda Guðs gjöf. Árni Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.