Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 ✝ Kristjan Stef-anson, hæsta- réttardómari í Winnipeg í Kan- ada, fæddist í Er- iksdale í Manitoba 14. maí 1944. Hann andaðist á Grace- spítalanum í Winnipeg 2. febr- úar 2016. Kristjan, eða Kris eins og hann var gjarnan nefndur, var sonur Eiríks Stefánssonar, þingmanns íhaldsmanna á kanadíska þinginu 1958 til 1968, og Sig- rúnar Sigfúsdóttur (Stefanson, áður Sigurdson). Foreldrar Ei- ríks voru Kristján Stefánsson, f. 1873, frá Undirvegg í Keldu- hvammi og Rannveig Eiriks- dóttir, f. 1877, frá Hrærekslæk í Hróarstungu í Norður- Múlasýslu. Foreldrar Sigrúnar land saman í þeim tilgangi yfir 40 sinnum. Kris var í móttöku- nefnd Íslendingadagsins á Gimli í um 40 ár og þar af sem formaður í nær þrjá áratugi. Sem slíkur tók hann á móti öll- um sérstökum gestum frá Ís- landi, greiddi götu þeirra og hélt þeim og öðrum gestum sérstaka veislu í lok hátíðar á eigin kostnað. Fyrir tveimur árum heiðraði Íslendingadags- nefnd hann fyrir að hafa unnið manna mest í þágu vestur- íslenska samfélagsins í Mani- toba í tengslum við samskipti þess við Ísland og útnefndi hann heiðursfélaga Íslendinga- dagsnefndar. Kris var í ýmsum nefndum og ráðum, meðal annars í stjórn vesturíslenska tímarits- ins Lögbergs-Heimskringlu um árabil. Kris var ókvæntur og barn- laus. Haldið verður upp á líf Kris á Fairmont-hótelinu í Winnipeg í dag, 10. mars 2016, kl. 17-19. Stefnt er að því að halda sambærilega stund á Íslandi í byrjun júlí á þessu ári. voru Sigfús Sig- urðsson, f. 1874, frá Klömbum í Aðaldal og Sigur- laug Jónsdóttir Frímanns Sigurd- son, f. 1878, frá Ási í Kelduhverfi. Ei- ríkur og Sigrún eignuðust fjóra syni, Dennis, sem lést 2010, Tom, Kris og Eric. Kris ólst upp á Gimli. Hann lauk laganámi við Manitoba- háskóla 1969, var saksóknari í Manitoba frá 1973-1993 og hæstaréttardómari (Manitoba Court of Queen’s Bench) frá 1993. Bræðurnir Kris og Eric Stef- anson, fyrrverandi ráðherra í Manitoba, unnu að því að styrkja tengsl Manitoba við Ís- land frá 1984 og heimsóttu Ís- Kristján Stefanson verður vinum sínum minnisstæður. Nær er að segja ógleymanlegur. Hann er af þriðju kynslóð Ís- lendinga vestra, af alíslensku bergi brotinn, og það var líkast því að hann hefði (eða forfeður hans) aldrei farið. Þetta breytti þó engu um það að hann unni Kanada og var stoltur af því sem það víðfeðma ríki stendur fyrir, gildum þess og árangri. Og sömu sögu var að segja um Manitoba. En þessar staðreyndir breyttu heldur engu um það að Kristján var gegnheill Íslendingur, sem tók svari lands og þjóðar hvar sem hann kom því við, og bar nafn þess og heill í hjarta sínu. Kristján kom fyrst til Íslands á níunda áratug síðustu aldar með Maurice Eyjólfssyni, sem verið hafði ríkissáttasemjari í Manitoba, sonarsyni Guttorms skálds, sem einnig varð góðvinur okkar hjóna. Foreldrar Kristjáns og fjöl- skylda nutu vaxandi trúnaðar á fjölmörgum sviðum. Kristján sjálfur, sem var lögfræðingur, færðist upp í efstu tröppu þess sviðs og starfaði sem hæsta- réttardómari. Sinnti hann því starfi vel og virðulega og fékk gott orð fyrir. En að loknu hverju dagsverki, þegar skikkj- an hékk á sínu herðatré, tók fjörkálfur og gleðigjafi við starf- anum, ef tilefni gafst til. Í annað sinn kom Kristján til Íslands árið 1986. Eric bróðir hans, sem tók virkan þátt í stjórnmálum um skeið með góð- um árangri, hafði verið valinn ásamt Magnúsi Elíassyni til að vera fulltrúi Winnipeg, vinabæj- ar Reykjavíkur, á 200 ára af- mælishátíð höfuðstaðarins. Há- tíðarsamkoma var í Höfða og Eric, sem síðar gegndi ráð- herraembættum í Manitoba, spurði kurteislega hvort eldri bróðirinn, Kris, sem staddur væri í borginni, mætti fljóta með í fögnuðinn. Sú ákvörðun að samþykkja það var ekki stór, en góð var hún og áhrifa hennar gætti lengi. Kristján átti eftir að koma oft til Íslands. Ég sagði við hann að ég þekkti eng- an sem hefði komið oftar til Ís- lands, nema ef þeir flugmenn Icelandair sem hefðu flesta flugtíma væru taldir með. Þeir bræður, ásamt fleiri góð- um mönnum úr „ættbálknum“, áttu drjúgan þátt í að byggja á ný þétt tengsl við „gamla land- ið“, með ómetanlegum árangri. Kristján var lykilmaður á Ís- lendingadegi í Gimli og hug- myndaríkur að laða þangað for- ystumenn úr stjórnmálalífi, atvinnulífi og fræðasamfélagi. Fullyrða má að þessar heim- sóknir hafi orðið gestunum ógleymanlegar og jafnvel svo að þeir hafi aldrei orðið samir menn í bestu merkingu orðsins. Gest- risni vestra var viðbrugðið. Þeir Kristján og Eric ræktuðu vináttu við fjölda manna hér á landi og stuðluðu að því, ásamt fleiri góðum mönnum, að einnig hin formlegu tengsl yrðu efld og Ísland hefði starfsstöð með sendiherra í fyrirsvari í Mani- toba. Margir góðir og starfsamir „útsendarar“ Íslands störfuðu á þessum pósti og urðu undan- tekningarlaust að sterkum stoð- um þessa samstarfs og héldu því flestir áfram eftir að hafa verið kallaðir til annarra verka. Við Ástríður litum á Kristján og Eric sem hluta af okkar nán- asta vinahópi. Áttum með þeim, bræðrum þeirra og fjölskyldum, ótal samverustundir. Á vináttu við bræðurna tvo féll aldrei skuggi. Þótt ótímabært fráfall Kristjáns dragi nú um skamma stund skugga fyrir þennan heið- glugga minninganna birtir fljótt aftur. Kristján hafði sjálfur gefið fyrirmæli um að líta skyldi á kall hans úr jarðlífi sem fagnaðar- stund að hans hætti, tilefni til að þakka glaðbeittir gleðiríkt líf og góða vináttu. Kristján var gleðimaður mikill og gleðigjafi góður og því fer vel á að vera með gleðibrag við dauða hans, eins og hann krefst. Eric mun halda uppi merki þeirra bræðra. Við Ástríður hugsum með þakklæti til hans og stórfjölskyldunnar sem Krist- ján lét sér mjög annt um. Kristján Stefanson var ekki bara betri en enginn. Hann var betri en flestir. Davíð Oddsson. Með söknuði kveðjum við góðan vin Kristjan Stefanson. Foreldrar hans, afar og ömmur voru öll Íslendingar. Var hann stoltur af uppruna sínum og ræktaði hann ríkulega. Kynni okkar hófust 1994 í Ameríku þegar Icelandair var að breyta markaðsáherslum þar í að leggja alla áherslu á Ísland sem ákvörðunarstað og skiptistöð, í stað áherslu á ódýrt flug til Lúxemborgar. Í því skyni var skipulögð kynningar- og tengslaferð um Íslendingaslóðir í USA og Kanada með Einar Benediktsson sendiherra í far- arbroddi. Nöfn Kristjan og bróður hans Eric komu fljótt upp sem lykilmanna sem leita þyrfti til um stuðning og það stóð ekki á honum. Kristjan, virtur alríkisdómari í Kanada, og bróðir hans Eric, fjármála- ráðherra Manitoba og lykilmað- ur í íhaldsflokki Kanada. Þeir bræður voru mjög samrýmdir og ekki hægt að tala um annan nema að hins sé getið í næsta orði. Þeir eru báðir mjög vel tengdir í kanadísku samfélagi og hafa beitt sér óspart til að styðja íslenska hagsmuni þegar um er beðið. Eftirminnilegt er þegar Icelandair hóf áætlunar- flug milli Kanada, Halifax, og Íslands vorið 1996. Leitað var til Kristjans og Erics um að leiða hóp Vestur-Íslendinga í fyrsta flug til Íslands til að efla tengslin að nýju. Tókst sú ferð eins og best verður á kosið og var í raun upphafið að tengslum sem varið hafa síðan. Minnis- stæðar eru heimsóknir á Íslend- ingadaginn í Gimli. Þar var Kristjan í sínu efsta veldi. Hann var í áratugaskeið formaður nefndar sem sá um að velja og annast móttöku ræðumanns frá Íslandi. Það er mikill heiður og tók Kristjan hlutverk sitt alvar- lega. Líklega hafa allir forsetar og forsætisráðherrar auk emb- ættismanna og forystumanna atvinnulífsins í formannstíð Kristjans kynnst rausnarskap hans og vináttu af því tilefni. Kristjan og Eric ræktuðu þessi tengsl líka vel í heimsóknum sínum til Íslands sem voru ár- legar og stundum fleiri en ein á ári. Stundum komu þeir með vesturíslenska vini og fjöl- skyldumeðlimi, kynntu þeim arfleifðina og stuðluðu þannig að því að efla tengslin enn frek- ar. Í hverri einustu ferð þeirra nutum við þess að hafa þá og ferðafélaga á heimili okkar í a.m.k. eina kvöldstund og var þá glatt á hjalla. Þá var Krist- jan í essinu sínu. Kom færandi gjafir og var hrókur alls fagn- aðar. Þetta var gjarna á sumrin og var oft farið að halla undir morgun þegar þeir bræður hurfu á braut. Í seinni tíð kom fyrir að golfleikir Erics næsta dag flýttu brottför og það líkaði Kristjan ekkert sérstaklega vel. Hann vildi spjalla og njóta stundarinnar. Á allra síðustu árum var ljóst að heilsan var farin að bresta hjá Kristjan en lífsgleðin og lífsviljinn var samt alltaf til staðar og lítill bilbugur á honum. Það kom okkur því á óvart hve skyndilega lokin komu. Við áttum von á að sjá sumarfuglinn aftur í ár en það verður víst ekki raunin. Það er söknuður í hjarta okkar, en um leið vissa að þarna fór maður sem naut lífsins til hins síðasta. Blessuð sé minning Kristjan Stefanson og þökk sé honum fyrir frábær kynni. Steinn Logi Björnsson, Anna H. Pétursdóttir. Kristjan Stefanson, dómari við hæstarétt Manitoba, er horf- inn af sviðinu og laus frá þraut- um og armæðu sem á hann voru lagðar síðustu vikurnar. „Góðum dreng mun alls stað- ar farnast vel,“ sagði Stephan G. og ekki gerast samferðamenn í lífinu betri en Kris dómari. Á harðindatímum skömmu fyrir þarsíðustu aldamót hrakt- ist stór hluti þjóðarinnar úr köldum faðmlögum ættjarðar- innar til að leita gæfunnar á sléttum Kanada og Bandaríkj- anna. Úr Þingeyjarsýslu fór Kristján Stefánsson (1873- 1943) táningur að aldri með móður sinni, ekkju. Sá var afi og alnafni Kristjáns sem hér er minnst. Þeim voru allar bjargir bannaðar hér heima og ollu bæði árferði og ranglátt þjóð- skipulag. Þegar vestur kom reyndust bæði móðir og sonur nýtasta fólk og var hinum unga Kristjáni snemma og lengi treyst fyrir ýmsum framfara- málum síns samfélags. Þótti hann héraðssómi vestra og höf- um hugfast að hann átti engin tækifæri áður en hann fór vest- ur um haf. Sonur hans Eiríkur (1913-1977) varð sömuleiðis leiðandi maður í samfélaginu vestra og var kosinn á alrík- isþingið í Ottawa. Hann átti fjóra syni, Thomas, Dennis, Eric og Kristján sem hér er minnst. Allir sköruðu synirnir fram úr, hver á sínu sviði, einn sem fræðari, annar í viðskipt- um, sá þriðji í stjórnmálum og Kristján sem lögmaður og dómari. Hann var einstaklega vinsæll maður og elskaður af vinum og ættingjum, ekki síst börnum bræðra sinna. Kris var svo einstaklega örlátur að orð var á gert og víst er að margir nutu og ekki fórum við Þrúður varhluta af þeim höfðingsskap. Ég veit að hann reyndist mörgum vandalausum vel, þótt ekki væri hann að flíka því við aðra. Hann var með skemmtilegri mönnum, einlægur og gaman- samur. Margar snjallar ræður flutti hann og var eftirsóttur í mannfagnaði. Flestir Íslending- ar kynntust honum sem mót- tökustjóra Íslendingadagsins og gestgjafa þá helgi. Í þessu hlut- verki, sem hann sinnti í áratugi, tók hann á móti fjölmörgum gestum frá gamla landinu og eignaðist vinafjöld. Í reglulegum heimsóknum hans og Erics bróð- ur hans til Íslands komst Kris aldrei yfir að sinna öllum sem hann vildu hitta, heiðra og endurgjalda höfðingsskapinn. Þegar maður gengur að lokum lúinn með hattkúfinn í hendinni upp hæðina að hinu gullna hliði í von um svefnpokapláss í eilífð- inni verður gott að vita af Kris dómara fyrir innan. Hann mun leggja manni gott orð, heilsa glaður og brosandi, örlítið fattur og bjóða velkominn, með léttri, leiftrandi ræðu. Við Þrúður kveðjum hann með þakklæti. Hann reyndist okkur góður vinur og ráðgjafi og heimsótti okkur oft, enda stutt á milli okkar í Winnipeg. Hann var góður drengur. Kristjan Fredric Stefanson á Hótel Borg Hlý og persónuleg þjónusta Hótel Borg | Pósthússtræti 11| Sími 578-2020 Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐMUNDSSON skipstjóri, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést mánudaginn 7. mars. . Svana Svanþórsdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Helgi Þórisson, Einar Pálsson, Linda Friðriksdóttir, Kristbjörn Rafnsson, Guðmundur Pétur Pálsson, Ingibjörg Bernhöft, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB H.D. HEINESEN, Ljósabergi 2, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. febrúar. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Matthildur Ágústsdóttir, Hafdís Jakobsdóttir, Brynjar Lúðvíksson, Hafþór Jakobsson, Sigríður Hálfdánardóttir, Sonja Jakobsdóttir, Ólafur Guðmundsson, Brynhildur Jakobsdóttir, Úlfar Ormarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, EDVIN MARTINSSON Á KÓSINI, Kaupmannahöfn, lést á líknarheimilinu Søndergård síðastliðinn mánudag eftir baráttu sína við krabbamein. . Dorte Krog, Sigrid Edvinsdóttir Krog á Kósini, Martin á Kósini, Sigríður Gísladóttir, Charlotte Sigrid á Kósini og Louisa Christina á Kósini. Eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og fósturbróðir, JÖRUNDUR TRAUSTASON, Suðurbyggð 14, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 5. mars. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Akureyrar og lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri. . Ingveldur Jóhannesdóttir, Harpa Jörundardóttir, Trausti Jörundarson, Fanney Kristinsdóttir, Sigríður Jörundardóttir, Ásdís Ólafsdóttir, barnabörn, systkini og fóstursystir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMUNDSSON, fyrrverandi skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands, Laugarvatni, Eirhömrum, Mosfellsbæ, lést mánudaginn 7. mars. . Hjördís Þórðardóttir, Árni Árnason, Dóra G. Wild, Árni Haukur Árnason, Agnes Wild, Egill K. Wild. Vinur okkar og skjólstæðingur, KONRÁÐ HALLGRÍMSSON, Hólabrekku, Hornafirði, lést á Heibrigðisstofnun Suðurlands, Hornafirði, 7. mars sl. Útförin verður auglýst síðar. . Anna Egilsdóttir, Ari Hannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.