Morgunblaðið - 10.03.2016, Page 18

Morgunblaðið - 10.03.2016, Page 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 hefði hann verið sannfærður um að þar væri á ferð bráðefnileg hljóm- sveit. Hann sagði þó að sér hefði ekki litist vel á fyrstu lagasmíðarnar sem þeir spiluðu fyrir hann. Martin ákvað þó að gera samning við Bítl- ana, eftir að nánast öll önnur plötu- fyrirtæki Bretlands höfðu hafnað þeim. Reyndist það mikið gæfuspor fyrir bæði Martin og Bítlana. Á þeim átta árum sem Bítlarnir tóku upp tónlist með Martin átti hann stóran þátt í að búa til „Bítla- hljóminn.“ Má þar nefna sem dæmi lögin Eleanor Rigby, þar sem Mart- in samdi og útsetti undirspil strengjakvartetts, sem setur sterk- an svip á lagið og Strawberry Fields Forever, þar sem Martin fann leið til þess að tengja saman tvær óskyldar upptökur af laginu, jafnvel þó að þær væru á mismunandi hraða og í mismunandi tónteg- undum. það George,“ sagði McCartney. Fjölskyldu Martins bárust marg- ar samúðarkveðjur í gær. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, sagði meðal annars að Martin hefði verið „risi í tónlistargeiran- um.“ Þá sendi Abbey Road-hljóð- verið, þar sem mörg af þekktustu lögum Bítlanna voru tekin upp, frá sér samúðarkveðju þar sem Martin var þakkað fyrir að hafa breytt dægurlagatónlist með framsýni sinni og ástríðu. Sá óslípuðu demantana George Martin fæddist 3. janúar 1926 í Norður-London og lærði á pí- anó. Eftir að hafa þjónað í hernum í síðari heimsstyrjöld hóf hann störf við tónlistardeild breska ríkis- útvarpsins BBC áður en hann gekk til liðs við Parlophone, deild í hljóm- plöturisanum EMI. Árið 1955 var hann orðinn yfirmaður Parlophone, einungis 29 ára að aldri. Martin sagði í viðtölum að þegar hann hefði heyrt í Bítlunum fyrst Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Upptökustjórinn George Martin lést í gær, níræður að aldri. Hans er helst minnst fyrir að hafa stýrt upp- tökum á tónlist Bítlanna, vinsælustu hljómsveitar allra tíma, og hefur Martin oft verið kallaður „fimmti bítillinn“ fyrir framlag sitt til tón- listar þeirra. Ringo Starr, trommuleikari hljómsveitarinnar, tilkynnti um- heiminum fréttirnar með því að birta mynd af Martin ásamt Bítl- unum á Twitter-síðu sinni. Bað hann Guð um að blessa Martin og fjölskyldu hans, og sagði að hans yrði sárt saknað. Paul McCartney, hinn eftirlifandi meðlimur sveitarinnar, birti yfirlýs- ingu á heimasíðu sinni, þar sem hann sagði að Martin hefði verið „sannkallaður herramaður“ og að upptökustjórinn hefði verið eins og sinn annar faðir. „Ef einhver átti skilið titilinn fimmti bítillinn, þá var Ljósmynd/Wikipedia Fimmti bítillinn George Martin átti stóran þátt í að búa til hljóm Bítlanna. Frá vinstri: George Harrison, Paul McCartney, George Martin og John Lennon. Á myndina vantar Ringo Starr, trommara hljómsveitarinnar. „Fimmti bítill- inn“ kveður  George Martin lést í gær Buckingham-höll lýsti því yfir í gær að Elísabet Breta- drottning væri pólitískt hlutlaus varðandi stöðu Bret- lands gagnvart Evrópusambandinu. Væri sú afstaða í samræmi við stjórnskipulega stöðu drottningarinnar. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að breska götublað- ið The Sun greindi frá því á forsíðu sinni að drottningin væri hlynnt því að Bretland gengi úr Evrópusamband- inu en breskir kjósendur munu greiða atkvæði um það hinn 23. júní í sumar. Byggði blaðið frétt sína á tveimur atvikum þar sem drottningin er sögð hafa látið ummæli falla þess efnis, annars vegar í samtali við Nick Clegg, þáverandi for- sætisráðherra Bretlands, og hins vegar í móttöku fyrir þingmenn í Buckingham-höll. Í yfirlýsingu hallarinnar segir ennfremur að rangar yfirlýsingar ónafngreindra heimildamanna blaðsins verði ekki virtar svars. Kallaði höllin jafnframt eftir því að fjölmiðlaeft- irlit ríkisins brygðist við þessum rangfærslum blaðsins. Samkvæmt AFP er afar sjaldgæft að Buck- ingham-höll bregðist við með þess- um hætti. Sé þetta til marks um hnignandi samband hallarinnar við breska fjölmiðla. Hefur the Sun dag- blaðið sagt að það muni verjast öll- um kvörtunum af miklum móð. „Drottningin er pólitískt hlutlaus eins og hún hefur verið í 63 ár,“ sagði talsmaður hall- arinnar en það væri í höndum þjóðarinnar að ákveða hvort hagsmunum Bretlands væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. laufey@mbl.is Drottningin haldi hlutleysi  Segja drottninguna vilja að Bretland gangi úr ESB Elísabet Bretlands- drottning. Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Hillary Clinton laut óvænt í lægra haldi fyrir Bernie Sanders í forkosn- ingum demókrata í Michigan-ríki Bandaríkjanna í fyrrinótt. Er þetta stærsti sigur Sanders til þessa en hann snaraði til sín 49,9% at- kvæðanna á meðan Clinton náði ein- göngu 48,2%. Clinton jók þó við for- skot sitt í heildina með sigri sínum í Mississippi. „Ég er þakklátur fólkinu í Michi- gan fyrir að ögra spámönnunum og skoðanakönnunum með því að veita okkur stuðning sinn,“ lét Sanders hafa eftir sér stuttu eftir að úrslitin urðu ljós, samkvæmt BBC. Andstaða Sanders við alþjóðlegra viðskiptasamninga hitti í mark í rík- inu þar sem verkafólk hefur upp til hópa misst vinnu sína við framleiðslu og kennir slíkum samningum um. Þá er einnig að merkja að stuðn- ingur svartra við Clinton fer minnk- andi. Gæti það reynst henni dýr- keypt í komandi forkosningum í ríkjum þar sem samsetning kjós- enda er sú sama og í Michigan. Sterkari Trump Donald Trump styrkti stöðu sína á meðal frambjóðenda repúblikana í fyrrinótt með sannfærandi sigri í forkosningum flokksins í Michigan og Mississippi. John Cassidy í The New Yorker segir að þrátt fyrir að Sanders og Trump greini á um mál- efnin séu þeir báðir á þeirri skoðun að stjórnmálakerfið í Bandaríkjun- um sé ónýtt og grípa þurfi til rót- tækra aðgerða og nýrra leiðtoga til að laga það. Sigur Trumps kemur í kjölfar tap- aðra forkosninga í Louisiana og höfðu spámenn gert því skóna að slæm frammistaða hans í kappræð- um síðastliðna viku hefði haft var- anleg áhrif. Málflutningur Trumps gegn því að missa störf úr landi náði hins vegar fótfestu í ríkjunum. Frambjóðendurnir Ted Cruz og John Kasich enduðu í jafntefli í öðru sæti í forkosningunum í Michigan. Möguleikar Rubio fjara út Marco Rubio, sem hefur farið mik- inn undanfarið í gagnrýni sinni á Trump, lenti í fjórða sætinu í for- kosningunum í fyrrinótt. Staða hans þykir svo slæm að Trump sá ekki ástæðu til að gera lítið úr honum í sigurræðu sinni, segir á BBC. Talið er að Rubio hafi ekki meira en eina viku til að snúa dæminu sér í hag og sigra Trump í heimaríki sínu, Flórída. Sigur hans þar hefði þó ein- göngu í för með sér meiri líkur á úr- slitin ráðist að lokum á ráðstefnu Repúblikanaflokksins en ekki í for- kosningunum. Óvæntur sigur Bernie Sanders  Donald Trump styrkir enn stöðu sína AFP Sigur Bernie Sanders bar mjög óvæntan sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan. Kannanir höfðu verið Clinton í hag. Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 - z.is Allt fyrir gluggana á einum stað Úrval - gæði - þjónusta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.