Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ungmennaráð UNICEF á Íslandi mótmælti í gær löngum biðlistum fyrir börn með geðrænan vanda á Íslandi með táknrænum gjörningi. Hóp- ur barna og ungmenna fyllti þá biðstofu Þroska- og hegðunarstöðvarinnar í Mjóddinni en mark- mið viðburðarins var að vekja athygli á því að biðtími barna með geðrænan vanda á Íslandi er allt að 2-3 ár. Ungmennaráð UNICEF krafðist þess að stjórnvöld brygðust við þessari stöðu. Fylltu biðstofu Þroska- og hegðunarstöðvar Morgunblaðið/Golli Ungmennaráð UNICEF á Íslandi mótmælti löngum biðlistum Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Húsvörðum í Ráðhúsi Reykjavíkur var tilkynnt á fundi sl. föstudag um uppsagnir á næturvörðum og breyt- ingar á högum húsvarða sem hafa verið á dagvöktum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins á einnig að samnýta húsvörslu í Ráðhúsinu og skrifstofum borgarinnar í Borg- artúni. Í sparnaðarskyni Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinn- ar en að sögn Kjartans Magnússon- ar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, eru uppsagnir og breytingar á störfum húsvarða Ráðhússins liður í sparnaðaraðgerðum meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. „Mér finnst það sérkennilegt að byrja sparnaðinn á almennum starfs- mönnum borgarinnar á meðan enn eru á áætlun dýrar framkvæmdir á borð við þrengingu á Grensásvegi,“ segir Kjartan og bendir jafnframt á að verið sé að fækka starfsmönnum Skólasafnamiðstöðvar um þrjá. „Þar hafa starfað fjórir einstak- lingar hingað til en það fara allir nema forstöðumaðurinn.“ Hlutverk Skólasafnamiðstöðvar hefur verið að þjóna skólasöfnum grunnskóla Reykjavíkur og tekur hún m.a. á móti efni fyrir skóla- bókasöfn, bókum og öðrum gögn- um. Öryggisfyrirtæki vakti húsið Með þeim breytingum sem nú er stefnt að í starfsmannahaldi hús- varða Ráðhússins verður húsið lok- að um kvöld og helgar og ráða á ör- yggisfyrirtæki til að vakta húsið, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Borgin segir upp húsvörðum  Hluti af sparnaði borgarinnar  Samnýta á húsvörslu í Borgartúni og Ráðhús- inu  Lokað um kvöld og helgar  Þremur sagt upp hjá Skólasafnamiðstöð Morgunblaðið/Júlíus Ráðhúsið Reykjavíkurborg segir upp húsvörðum í Ráðhúsinu og lokar hús- inu um kvöld og helgar. Sameina á húsvörslu í Borgartúni og Ráðhúsi. „Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi lítur á tilkynningu Hvals hf. um að veiða ekki langreyðar í sumar sem jákvæða þróun,“ segir m.a. í svari frá bandaríska sendiráðinu á Ís- landi til Morgunblaðsins. Vill sendi- ráðið að íslensk stjórnvöld hugleiði „alvarlega“ að hætta hvalveiðum í atvinnuskyni. Óskað var viðbragða frá sendi- herra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, við þeirri ákvörðun Hvals hf. að veiða ekki stórhvali í sumar. Barber er staddur erlendis en svar barst frá talsmanni sendiráðsins. Þar segir ennfremur: „Bandaríkin styðja bann Alþjóða- hvalveiðiráðsins við hvalveiðum í atvinnuskyni. Íslenska ríkið hefur nú tækifæri til að sýna að Ísland sé leiðandi land í málefnum tengdum sjávarvernd með því að sporna við hvalveiðum í atvinnuskyni og við- skiptum með hvalaafurðir. Við vilj- um líka vekja athygli á þeim efna- hagslega, félagslega og mennta- tengda hagnaði sem felst í vaxandi hvalaskoðunariðnaði sem öðrum valkosti við hvalveiðar.“ Í niðurlagi svarsins eru vonir bundnar við það að íslensk stjórn- völd muni „hugleiða alvarlega kost- ina við að binda enda á hvalveiðar í atvinnuskyni og snúa aftur til fyrri stöðu Íslands, að viðurkenna bann Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1986.“ bjb@mbl.is Íhugi að hætta hvalveiðum Morgunblaðið/Ómar Hvalveiðar Starfsmenn Hvals að störfum við hvalskurð í Hvalfirði.  Bandaríska sendi- ráðið segir ákvörðun Hvals jákvæða þróun Karlmaður á fertugsaldri hefur ver- ið úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald á grundvelli rannsókn- arhagsmuna í tengslum við elds- voðann á Grettisgötu 87 á mánu- dagskvöld. Þegar lögreglan fór yfir upptökur úr öryggismyndavélum í nágrenninu þekkti hún manninn. Leitað er að öðrum manni og telur lögreglan sig vita hvar sá er staddur. Tæknideildin lauk rannsókn á vett- vangi í gær og hefur leyft vátrygg- ingafélögum að skoða vettvanginn. Verið er að vinna úr gögnum sem safnað var í gærmorgun. Lögreglan hefur ekki gefið neinar upplýsingar um upptök eldsins. Stofnaður hefur verið söfnunar- reikningur til styrktar þeim þremur sem misstu allt í brunanum en slökkviliðið vissi ekki að búið væri í húsnæðinu. Enginn hefur enn fengið að fara inn í bygginguna vegna hættu á að hrynji úr þaki hennar. Einn í gæslu- varðhald Bruni Tveir sáust yfirgefa Grettis- götu 87 áður en húsið varð alelda.  Sást yfirgefa brunavettvang Morgunblaðið/Golli Ellefu skákmenn eru með þrjá vinn- inga, eða fullt hús stiga, eftir þrjár umferðir á Reykjavíkurskákmótinu sem fram fer í Hörpu. Tveir Íslend- ingar eru í hópnum, Hjörvar Steinn Grétarsson og Henrik Danielsen. Henrik lagði Örn Leó Jóhannsson og mætir Bretanum Gawain Jones í dag. Hjörvar Steinn vann Tibor Kende Antal frá Ungverjalandi. Mótið í ár hefur byrjað fjörlega og töluvert um óvænt úrslit. Má þar nefna að Örn Leó gerði sér lítið fyrir og vann ítalska stórmeistarann Danyyil Dvir- nyy þrátt fyrir 400 skákstiga mun. Mótið heldur áfram í dag og er að- gangur sem fyrr ókeypis. »16 Ellefu með þrjá vinninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.