Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 ✝ Oddrún Krist-ófersdóttir fæddist í Reykjavík 28. janúar 1945. Hún lést á líknar- deild LSH 26. febr- úar 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 1917, d. 2008, og Kristófer J.G. Krist- ófersson, f. 1917, d. 1987. Bjuggu þau í Reykjavík all- an sinn búskap. Systkini Odd- rúnar eru Kristrún, f. 1941, og björg Krista, f. 1988. Unnusti hennar er Elís Ævarsson, f. 1973. Sonur Kristu er Úlfar Leon, f. 2009. Sonur Elísar af fyrra sambandi er Fannar, f. 1994. Dóttir Fannars er Ísabella, f. 2015. Lengst af starfaði Oddrún í ferðageiranum og vann meðal annars á Syrian Airlines og Austrian Airlines í Kaupmanna- höfn, á Scandinavian Tourist Offices í New York og á skemmtiferðaskipum í Kar- íbahafinu. Oddrún var mikil handverks- kona og fagurkeri og henni var margt til lista lagt og liggur margt af fögrum hlutum eftir hana. Útför Oddrúnar fer fram frá Vídalínskirkju í dag, 10. mars 2016, og hefst athöfnin kl. 13. Smári, f. 1953. Hinn 18. sept- ember 1982 giftist Oddrún Guðmundi Cesari Magnússyni, f. 1952, d. 2009. Dætur þeirra eru: 1) Arna Rún, f. 1983. Eiginmaður hennar er Hrafn Leó Guðjónsson, f. 1978. Börn þeirra eru Aron, f. 1998, Sonja Líf, f. 2003, Ásdís María, f. 2003, Bergrún Embla, f. 2011, og Kristófer Cesar, f. 2014. 2) Guð- Okkar ástkæra móðir, amma og tengdamóðir. Sterkari töffara væri varla hægt að óska sér sem mömmu og þú varst mamma mín. Oft skullu okkar þrjóskuhausar saman, að öllum líkindum af því að þú átt svo gífurlega mikið í mér, augljóst er það að ég er dóttir þín. Húmoristi og sterk í gegnum erfiðleika lífsins, harðvinnandi heimskona í gegnum árin öll. Saman höfum við fjölskyldan grátið, elskað, saknað og hlegið, en eins og Úlfar Leon sagði í barnslegri einlægni sinni þegar hann frétti af andláti þínu: Nú geta amma Odda og afi Cesar knúsast alltaf og að eilífu. Við elskum þig og þín mun verða sárt saknað. Skilaðu knúsi og kærleika til pabba frá okkur sem eftir sitjum. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, eintómt sólskin, bjart og jafnt. Þó að dimmi að með daga kalda og skamma, dagar þínir verða ljósir allir samt. Litlu blómin, sem þig langar til að kaupa, skal ég lita hér á teikniblaðið mitt. Ég skal mála allan heiminn elsku mamma, svo alltaf skíni sól í húsið þitt. Óskaðu þér mamma, alls sem þú vilt fá, ennþá á ég liti, til hvers sem verða má. Allar heimsins stjörnur og ævintýrafjöll óskaðu þér mamma svo lita ég þau öll. Þín, Krista, Elís og Úlfar Leon. Mér þykir við hæfi að kveðja Oddrúnu Kristófersdóttur, mág- konu mína, með nokkrum orðum. Við Oddrún kynntumst ekki fyrr en við Kristrún systir henn- ar hófum okkar hjúskap um 1990. Þá þegar átti Oddrún að baki fjöl- breyttan og litríkan lífsferil. Hafði meðal annars starfað hjá bæði íslenskum og erlendum flugfélögum, t.d. Flugleiðum, Austrian Airlines, Syrian Airl- ines o.fl. Þessi störf voru unnin víðsvegar og um árabil í Kaup- mannahöfn og New York. Auk þessa hafði hún starfað á skemmtiferðaskipi á siglingum um Karíbahafið. Þegar hér var komið sögu hafði hún staðfest ráð sitt og gifst Guðmundi Sesari Magnússyni og eignast með honum tvær dætur, þær Örnu Rún og Guðbjörgu Kristu. Segja má að í kringum Odd- rúnu hafi aldrei verið nein logn- molla og það breyttist ekkert við hjúskap þeirra Sesars, og var það um flest gott en annað ekki eins og gengur. Sesar var sjómaður og var lengi bátsmaður á íslenskum skipum en seinna réðist hann í skiprúm á rússneskum togurum sem einkum voru við veiðar við vesturströnd Afríku. Sesar fórst með vélbátnum Berki frænda í desember 2009. Segja má um þau Oddrúnu og Sesar að þau voru um margt lík og áttu vel saman, enda voru þau bæði litríkir persónuleikar. Verð- ur varla um þaurætt sitt í hvoru lagi og þessi minningarorð verða óhjákvæmilega um þau bæði. Enda þótt bæði ættu til alvar- legri hliðar, sem voru góðvild og óendanleg greiðasemi, var þeirra megineinkenni ekki síst spaug- semi og skemmtilegur húmor sem, að minnsta kosti hjá Odd- rúnu, entist fram í andlátið. Hefði ég ekki viljað missa af þeirri samfylgd sem við höfum átt við þau hjón síðasta aldar- fjórðunginn og minnist þeirra með þökkum fyrir hana. Dætrum þeirra og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, með bæn um að guðsblessun fylgi þeim inn í framtíðina. Logi Guðbrandsson. Horfinn er vinur handan yfir sundin, hryggðin er sár, svo jafnvel tárast grundin. Þá er svo gott, um ævi megum muna milda og fagra geymum kynninguna. Óvæntust ætíð kemur kveðjustundin kærast í hjarta geymum minninguna. (Vilhjálmur S.V. Sigurjónsson) Á stundu sem þessari rekur hver minningin aðra, margs er að minnast og margs er að sakna en fyrst og síðast ber að þakka fyrir ómetanlega vináttu Oddrúnar, frá því að leiðir okkar lágu fyrst saman í Danmörku. Það var aldrei lognmolla þar sem þú varst, þú hafðir alltaf eitt- hvað í handraðanum, sauma, prjóna eða gera upp gamla hluti. Þú varst sannkallaður listamaður. Besta vinkona mín, þú varst yndisleg manneskja og ég mun alltaf sakna þín. Dætrum og fjölskyldunni allri sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning kærrar vinkonu. Vilhelmína. Oddrún Kristófersdóttir Hinsta kveðja frá Tippmilljóna- félaginu Elsku vinur okk- ar Jón, nú ert þú horfinn frá okk- ur. Þín verður sárt saknað. Á tippfundi rétt eftir andlát þitt vorum við félagarnir sammála um að halda okkar striki sem hópur og hafa minningu þína í huga. Minningin lifir um góðan og elskulegan vin. Við þökkum þér allt sem þú gafst okkur. Elsku Stefanía, Sveinbjörg, Stefán, Rannveig og fjölskyldur, samúðarkveðjur frá okkur öllum. Birgir Jósafatsson, Björn Ágúst Sigurjónsson, Þorleifur Stefán Guðmunds- son, Sigurður Ólafsson. Kveðja frá Engjasels- hópnum Þegar vinir oss falla frá fóta verðum okkur á ný. Veröldin öll þá virðist grá og vafin sólin inn í ský. Horfinn af sviði í lífsins leik ert ljúfi vinur, Jón Helgason. Gjafir þínar gerðu okkur keik á göngu lífsins, gleði og von. Glaðvær dans við góða hljóma glettinn rokkari og skenktir vel. Grandvör boð þín og aðgát óma einstakt við þökkum þitt vinarþel. (Ólöf Helga Pálmadóttir) Elsku Stebba, Sveinbjörg, Jón Helgason ✝ Jón Helgasonfæddist 9. des- ember 1945. Hann lést 28. febrúar 2016. Útför Jóns fór fram 9. mars 2016. Stebbi, Rannveig og fjölskyldur, innileg- ar samúðarkveðjur frá okkur öllum. Ólöf Helga Pálmadóttir. Okkur langar í fáum orðum að minnast elskulegs „uppeldisföður“ okkar, Jóns Helga- sonar. Jón var hlýr, greindur og umhyggjusamur maður. Hann var áhugasamur um allt sem við Engjaselsbörnin tókum okkur fyrir hendur. Hvert eitt og ein- asta okkar hefur af eigin raun upplifað þennan áhuga hvort sem hann sneri að námi, starfi eða tómstundum. Honum var annt um okkur öll og passaði upp á að við værum ávallt með nýþvegnar hendur. Einnig fengum við stundum góðlátlegar ábendingar um eigin áfengisneyslu jafnvel þótt við værum sum komin á fer- tugsaldur. Jón var Valsari í húð og hár og sá til þess að öll börnin í blokk- inni gengju til liðs við rétta félag- ið. Hann taldi aldrei eftir sér að skutla börnum sínum og vinum þeirra á æfingar á Volvonum, sem var auðvitað rauður og upp- fyllti alla helstu öryggisstaðla að sænskum sið. Þannig var Jón, alltaf til staðar og alltaf pottþétt- ur. Í seinni tíð hafa barnabörnin notið umhyggju hans og góðsemi sem við þekkjum svo vel úr æsku. Elsku Stebba, Sveinbjörg, Stebbi, Rannveig og fjölskyldur. Missir ykkar er mikill og hugur okkar er hjá ykkur. Fyrir hönd barnanna í Engja- seli 56, Elín, Hugrún, Kári, Kjartan, Pálmi, Sigfríður og Sigurður. Minningarnar eru margar sem við eigum saman, fjölskyldan úr Barrholtinu og Engjaselinu, sem síðar varð Þjóttuselið. Við höfum alltaf haldið góðu sambandi og vorum síðast saman í barnaaf- mæli hjá yngri stráknum mínum laugardaginn 27. febrúar. Skilj- anlega komust ekki allir þar sem Jón var inni á spítala og var ansi veikur. En enginn átti von á því að daginn eftir yrði einn sá erf- iðasti fyrir fjölskylduna í Þjóttu- selinu. Þegar ég hugsa til baka þá höfum við fjölskyldurnar brallað svo margt saman og alltaf var Jón þessi maður sem hægt var að stóla á, með allt á hreinu, passaði upp á alla og þá sérstaklega að börnin færu sér ekki að voða. Jón var einstaklega barngóður og þar voru barnabörnin hans lánsöm, líka mín börn því aðdráttaraflið sem hann hafði var hreint út sagt frábært. Börnin elskuðu hann, vildu bara knúsa hann og vera nálægt honum. Jón var einnig mjög hjálplegur og vildi allt fyrir alla gera. Það má segja að það hafi komið sér vel að þekkja Jón þegar ég fékk vinnu hjá Vega- gerðinni. Þar átti ég þrjú frábær sumur þar sem ég arkaði um þjóðveg eitt í góðum hópi ungra kvenna í fínhallamælingum. Jón var algjör stærðfræðisnill- ingur og átti mjög gott með að kenna öðrum, þar kom berlega í ljós hversu þolinmóður hann var. Oftar en einu sinni fór ég í Þjóttu- selið til að fá aðstoð með stærð- fræðina, bæði í menntaskóla og svo síðar í háskólanáminu. Ég gæti talið upp ótal samveru- stundir frá því í æsku þar sem við fjölskyldurnar eyddum frábær- um stundum saman. Samvera um páska, sumarbústaðaferðir, þar sem Jón passaði upp á að allir settu á sig sólarvörn ef svo bar undir, jólaboð svo eitthvað sé nefnt. Elsku Jón, takk fyrir allt, hvíldu í friði. Elsku Stebba, Sveinbjörg, Stebbi, Rannveig, makar og börn, megið þið fá aukinn styrk á þessum erfiða tíma. Ykkar Eva Björk. Elsku Jói minn. Ég hef verið svo lánsöm að fá að sjá þig vaxa og dafna síðustu ár frá því að vera strákpjakkur upp í ábyrgan ung- an mann, eiginmann og föður. Ég á mér nokkur uppáhaldssamtöl sem ég mun alltaf varðveita hjá mér og ég verð alltaf þakklát fyr- ir traustið sem þú sýndir mér í gegnum öll okkar samskipti. Það fór ekkert á milli mála hver var stóra ástin í þínu lífi. Þú ljómaðir í hvert skipti sem þú ræddir um Lindu og þú fylltist stolti og gleði í hvert skipti sem við töluðum um Jóhann Svanur Júlíusson ✝ Jóhann SvanurJúlíusson fæddist 20. ágúst 1987. Hann lést 1. mars 2016. Útför Jóhanns Svans fór fram 9. mars 2016. Aríellu Mist. Fjöl- skylda ykkar beggja er einstök og ég veit að allir munu gera allt sem þeir geta til að styðja við prins- essurnar þínar. Eft- ir sitjum við öll og getum ekki hugsað um hvernig fram- haldið verður. Sorg- in er djúp, áfallið mikið og söknuður- inn ólýsanlegur. Hvíldu í friði meistari. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Helga Fjóla Sæmundsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, HREINN EYJÓLFSSON, lést á Borgarspítalanum í Reykjavík. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju föstudaginn 11. mars 2016 klukkan 15. . Þrúður S. Ingvarsdóttir, Reynir S. Hreinsson, Nína Björg Vilhelmsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HELGA SIGURJÓNSSONAR, fyrrum bónda, Torfum, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Furuhlíðar fyrir einstaka alúð og umönnun. . Sigríður Ketilsdóttir, Smári Helgason, Anna Jóhannesdóttir, Ketill Helgason, Anna Gunnbjörnsdóttir, Sigurjón Helgason, Sólrún Sveinbergsdóttir, Níels Helgason, Sveinbjörg Helgadóttir, Jónína Helgadóttir, Kristján Gunnþórsson, Guðjón Þór Helgason, Erla Halls, Regína Helgadóttir, Gunnhildur Helgadóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA EINARSDÓTTIR, Þverholti 26, Reykjavík, andaðist aðfaranótt laugardagsins 5. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 15. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á MND félagið. . Kolbrún Hauksdóttir, Auður Hauksdóttir, Eiríkur Þór Magnússon, Unnur Berglind Hauksdóttir, Ólafur Jón Daníelsson, ömmu- og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SKARPHÉÐINN GUÐMUNDSSON, Mánatúni 2, lést sunnudaginn 21. febrúar á Droplaugarstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. . Guðbjörg Lára Axelsdóttir, Elín Skarphéðinsdóttir, Steinþór Hreinsson, Erla Inga Skarphéðinsdóttir, Helgi Valur Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR verslunarstjóri, Búhamri 34, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 8. mars. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. mars klukkan 14. Innilegar þakkir til starfsfólks 11-E Landspítala og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja. . Hjalti Hávarðsson, Hávarður Þór Hjaltason, Alina Marin Hjaltason, Erna Dögg Hjaltadóttir, Unnar Óli Ólafsson, Breki Örn Hjaltason, Amalia Duffield.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.