Morgunblaðið - 10.03.2016, Síða 15

Morgunblaðið - 10.03.2016, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Síminn er hættur að senda út RÚV plús en sjónvarpsstöðin sendi út dag- skrá RÚV með klukkutíma seinkun á þeirri rás. Engin ákvörðun hefur verið tekin um að hætta með RÚV plús hjá Voda- fone. Plús-stöðin er ekki í rekstri hjá RÚV og kem- ur stofnuninni þannig lagað ekk- ert við. „Ófærð sannaði svo um munaði að línuleg dagskrá hefur ekki runnið sitt skeið á enda,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans. „Plús-rásirnar ollu kostnaði án þess að bæta miklu við þjónustuna við viðskiptavini. Not- endur velja orðið aðrar leiðir til að fylgjast með uppáhaldsefninu sínu og verður Síminn að taka mið af því. Þeir kjósa til að mynda netið, Tíma- flakk eða Frelsi. RÚV+-rásin var því sú síðasta sem kvaddi og það nú um mánaðamótin,“ segir Gunnhild- ur. RÚV plús var eina plús-sjón- varpsstöðin sem eftir var hjá Síman- um en áður höfðu Norðurlanda- stöðvarnar hætt sýningum. Gunn- hildur bendir á að sjónvarpsáhorf sé að breytast mjög hratt eins og áhugi landsmanna á Netflix sýni. Fólk kjósi að horfa þegar því henti. Ef uppáhaldsþátturinn er kominn út í Bandaríkjunum vilja áhorfendur horfa hér heima. „Hver dagur sem líður eftir að efni er sýnt úti og ekki hér eykur lík- urnar á ólöglegu niðurhali. Við kynntum því forsýningar til leiks og bjóðum viðskiptavinum að horfa á forsýningar í fullum gæðum og með texta við fyrsta tækifæri í Sjónvarpi Símans og það áður en þættirnir komast á dagskrá í sjónvarpi. Áhorf á forsýningar á SkjáEinum hjá Sím- anum jókst nú um 25% milli mán- aða.“ benedikt@mbl.is Engin plúsrás lengur í boði hjá Símanum  Sjónvarpsáhorf breytist mjög hratt Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Ófærð Mikið áhorf er talið til merk- is um að línuleg dagskrá lifi. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég átta mig ekki alveg á hinu fé- lagslega réttlæti. Þetta eru lands- samtök og verða að taka tillit til þess. Það er mín fyrsta hugsun. Mér finnst afar dapurt að þarna er verið að setja þrjú landsmót í röð á Suðurland,“ segir Hólmgeir Valdemarsson, for- maður Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Hann var spurður um við- brögð við þeirri ákvörðun stjórnar Landssambands hestamannafélaga að velja landsmótinu 2020 stað á Hellu og ráðstafa mótinu 2022 til Spretts í Kópavogi og Garðabæ. Landsmót verður á Hólum í Hjaltadal í sumar en síðan verða þrjú næstu mót á Suðurlandi. Hólmgeir segir að sér finnist ákvörðunin ófag- leg og eðlilegt félagslegt réttlæti fái ekki að njóta sín. Bendir hann í því sambandi á að öll hestamannafélögin í landshlutanum hafi stutt umsókn Hestamannafélagsins Léttis og Ak- ureyrarbæjar auk Hestamanna- félagsins Freyfaxa á Fljótsdalshér- aði. Óskað eftir rökstuðningi Hólmgeir segir að Léttismenn hafi verið að funda um niðurstöðu málsins enda sé mikil undrun á svæðinu vegna þess. Ákveðið hafi verið að óska eftir forsendum þess að umsókn félagsins um að halda mót 2020 eða 2022 var hafnað. „Við töldum okkur vera með mjög sterka umsókn með Akureyrarbæ á bak við okkur og fjárhagslega sterkt hestamannafélag. Aðrir þættir virð- ast hafa ráðið meiru við þessa ákvörðun,“ segir Hólmgeir. Landsmót var haldið á Melgerðis- melum í Eyjafirði á árinu 1998 og síð- an hafa Eyfirðingar ekki komist inn í röðina. „Það virðist vera sama hvað við Eyfirðingar og Akureyringar bjóðum, við komumst aldrei að.“ Nýtt mótssvæði á Akureyri Við umsóknina nú buðu Akureyr- ingar fram nýtt mótssvæði sem byggt hefur verið upp í útjaðri bæj- arins. Þar er risin ein stærsta reið- höll landsins og góður völlur. Stutt er í svæði Akstursíþróttafélags Ak- ureyrar og geta hestamenn fengið af- not af því á meðan á landsmóti stend- ur. Hólmgeir segir að svæðið bjóði upp á mikla möguleika og lítið þurfi að framkvæma til viðbótar til að taka við landsmóti. Þó þurfi að setja upp áhorfendabekki og útbúa annan keppnis- og sýningarvöll. Ekki réttlæti að halda þrjú mót á Suðurlandi Morgunblaðið/Eva Björk Hestamennska Landsmót eru mikil hátíð hestamanna og þau draga að sér þúsundir gesta sem fylla brekkuna á hápunktum mótanna.  Forystumenn Léttis furða sig á ákvörðun stjórnar LH boxer buxur kr. 1990,- áður 2490,- 20% lækkun skyrtur kr. 6990,- áður 7990,- 12,5% lækkun Gallabuxur kr. 9990,- áður 11990,- 16,7% lækkun DRESSMANN LÆKKAR VERÐ Frá 1. mars 2016 höfum við stórlækkað verð á flestum okkar vörum vegna afnáms tolla og gengisþróunnar SMÁRALIND 5659730 / KRINGLAN 5680800 / AKUREYRI 4627800 / SMÁRALIND XL 5650304

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.