Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 Djasstónlist Sunnu Gunn- laugsdóttur úr kvikmynd Ás- gríms Sverr- issonar, Reykja- vík, verður flutt á Bryggjunni, Grandagarði 8, í kvöld kl. 21. Sunna mun ásamt hljómsveit flytja tónlist sem hún samdi fyrir kvikmyndina sem verður frumsýnd á morgun. Er það frumraun Sunnu í tónsmíðum fyrir kvikmynd. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Leika djass Sunnu úr Reykjavík Sunna Gunnlaugsdóttir Vampíruhrollvekjan Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björns- dóttur verður frumsýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Höf- undur leikgerðarinnar er Jack Thorne, en verkið byggist á sam- nefndri bók og kvikmyndahandriti eftir John Ajvide Lindqvist. Verkið fjallar um unglingsstrák- inn Óskar, sem er einmana, vina- laus og lagður í einelti í skóla. Þeg- ar hin dularfulla Elí flytur inn í íbúðina við hliðina á honum, um- turnast tilvera hans, en í ljós kemur að Elí er 200 ára gömul vampíra í líkama unglings. Með hlutverk Elíar og Óskars fara Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sigurður Þór Óskarsson. Í öðrum hlutverkum eru Baldur Trausti Hreinsson, Hallgrímur Ólafsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Odd- ur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Svava Björg Örlygs- dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd hannar Halla Gunn- arsdóttir, búninga María Th. Ólafs- dóttir og lýsingu Ólafur Ágúst Stef- ánsson. Tónlist semur Högni Egilsson. Atriði í sýningunni geta vakið óhug og því ráðleggja for- svarsmenn leikhússins að áhorf- endur séu eldri en 13 ára. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Ótti Pálmi Gestsson og Lára Jóhanna Jónsdóttir í hlutverkum sínum. Frumsýna Hleyptu þeim rétta inn Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís í dag í sjötta sinn og standa til 20. mars. Það eru Bíó Paradís og Goethe Institut í Dan- mörku sem standa að kvikmynda- hátíðinni í samstarfi við þýska sendiráðið á Íslandi. „Við leggjum áherslu á það besta og ferskasta í þýskri kvikmynda- gerðarlist auk þess sem við reynum að hafa fjölbreytileikann að leiðarljósi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmda- stjóri Bíós Para- dísar. Myndirnar sex sem sýndar verða á Þýskum kvikmyndadögum í ár eru leiknu myndirnar Elser í leikstjórn Oli- vers Hirschbiegel, Phoenix í leik- stjórn Christians Petzold, Victoria í leikstjórn Sebastians Schipper, Ich und Kaminski í leikstjórn Wolf- gangs Becker og Wir sind jung. Wir sind stark í leikstjórn Burhans Qurbani auk tónlistarheimildar- myndarinnar B-movie: Lust & Sound in West-Berlin í leikstjórn Jörgs A. Hoppe og Heikos Lange. Allt frá drama til kómíkur „Opnunarmynd hátíðarinnar er hin margrómaða Elser í leikstjórn Olivers Hirschbiegel, sem er einna þekktastur fyrir kvikmynd sína Downfall. Hér er á ferðinni hrífandi frásögn af uppreisnarmanninum Georg Elser sem reyndi að ráða Hitler af dögum 8. nóvember 1939 og hefði mögulega getað bjargað milljónum mannslífa ef hann hefði aðeins haft 13 mínútur í viðbót. Ich und Kaminski er tragíkómísk mynd eftir leikstjórann sem gerði Goodbye, Lenin. Myndin fjallar um misheppnaðan og hégómafullan rit- höfund sem ætlar sér að skrifa ævi- sögu listamannsins Manuels Kam- inski. Verðlaunamyndin Phoenix fjallar um Nelly, sem er þýskur gyðingur sem lifir fangabúðir nas- ista af og reynir að komast að því hvort eiginmaður hennar hafi svik- ið hana í hendur nasista á sínum tíma. Myndinni Victoria hefur verið lýst sem kvikmyndalegu afreki, en þar er farið í gegnum Berlín að næturlagi í einni töku. Wir sind Jung. Wir sind stark er áhrifamikil mynd sem fjallar um það þegar hópur nýnasista kveikti í búðum þar sem 150 Víetnamar höfðust við í Rostock í Austur- Þýskalandi árið 1992. Heimildarmyndin B-movie fjallar um listalífið í Berlín á árunum 1979 til 1989 þar sem myndaðist ótrúleg- ur suðupottur merkilegustu og framsæknustu tónlistarmanna þess tíma,“ segir Hrönn og bendir á að boðið verði upp á tónlistarveislu í Bíó Paradís í kvöld í tengslum við sýningu síðastnefndu myndarinnar. Að sögn Hrannar hefur aðsóknin á Þýska kvikmyndadaga ávallt ver- ið góð. „Þetta eru okkar sterkustu kvikmyndadagar og voru jafnframt okkar fyrstu. Þeir urðu fljótt mjög vinsælir og við getum alltaf stólað á að hingað mæti vel á annað þúsund manns til að sjá þýskar hágæða- myndir.“ Allar nánari upplýsingar um myndir og sýningartíma má finna á vefnum bioparadis.is, en myndirnar eru allar sýndar með enskum undirtexta. „Það besta og ferskasta“ Upprisa Nina Hoss í hlutverki sínu sem Nelly Lenz í Phoenix. Plottað Artur Nebe (Burghart Klaußner), Georg Elser (Christian Friedel) og Heinrich Müller (Johann von Bülow) í kvikmyndinni Elser.  Þýskir kvik- myndadagar haldnir í 6. sinn Hrönn Sveinsdóttir Mátar Daniel Brühl og Jesper Christensen í hlutverkum sín- um sem Zöllner og Kaminski í Ich und Kaminski. Kringlan Shopping Center Kringlan 4 – 12 Reykjavik MARC O’POLO STORE Full búð af nýjum vörum BROTHERS GRIMSBY 6, 8, 10 TRIPLE 9 10 FYRIR FRAMAN ANNAÐ FÓLK 6, 8 ZOOTROPOLIS 2D 5:40 ÍSL.TAL DEADPOOL 8, 10:20 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar -T.V., Bíóvefurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.