Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.03.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARS 2016 ✝ Sophus J. Niel-sen fæddist í Reykjavík 18. sept- ember 1931. Hann lést á heimili sínu í Mosfellsbæ 29. febrúar 2016. Foreldrar hans voru hjónin Marzel- ína Friðriksdóttir Nielsen húsmóðir, f. 1898, d. 1969, frá Brekku í Eyjafirði, og Hjörtur Aage Nielsen kaup- maður, f. 1898 á Ísafirði, d. 1985. Eftirlifandi systur hans eru Svala Sigríður Nielsen, f. 1932, og Erna Nielsen, f. 1942. Sophus kvæntist Guðrúnu Margréti Friðriksdóttur, f. 1934 í Reykjavík, hinn 10. september 1955. Foreldrar hennar voru Friðrik K. Magnússon stórkaup- maður, f. í Keflavík 1891, d. í Reykjavík 1971, og Margrét Em- ilía Þorsteinsdóttir húsmóðir, f. og Gunnars Þórs Guðmunds- sonar eru Hildur Margrét verk- fræðingur, f. 1984, Ólöf Helga verkfræðingur, f. 1988, Aldís nemi, f. 1992, og Edda Rún nemi, f.1994. Anna og Gunnar slitu samvistir. Barnabarnabörnin eru sex. Sophus ólst upp á Reynimel í vesturbæ Reykjavíkur. Að skyldunámi loknu stundaði Sophus nám í Verzlunarskól- anum og síðan í Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Hann hóf 1953 störf hjá Metcalf Hamilton á Keflavíkurflugvelli og síðar hjá Aðalverktökum. Árið 1959 stofnaði Sophus, ásamt félögum sínum, fyrirtækið Ísól ehf. Hann starfaði við rekstur fyrirtæk- isins í 57 ár til loka janúar 2016. Sophus var mikill náttúru- unnandi og áhugamaður um trjárækt. Þau hjónin festu sér árið 1955 sumarbústaðarlóð við Meðalfellsvatn í Kjós þar sem reistur var sumarbústaður og ræktaður mikill og fallegur skógarreitur sem Sophus sinnti alla tíð af miklum áhuga. Sophus verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 10. mars 2016, klukkan 13. í Reykjavík 1896, d. í Reykjavík 1984. Börn Sophusar og Guðrúnar eru: 1) Hildur Nielsen, hjúkrunarfræðing- ur og ljósmóðir, f. 11. júní 1956, gift René Vervoort flugstjóra, f. 6. ágúst 1951, sonur Hildar með Sigurði Geirmundssyni er Hjörtur viðskiptafræðingur, f. 1987, börn René og stjúpbörn Hildar eru Kim, f. 1978, David, f. 1980, og Pieter, f. 1989. 2) Hjört- ur Nielsen viðskiptafræðingur, f. 7. apríl 1958, giftur Ástríði S. Jónsdóttur viðskiptafræðingi, f. 23. mars 1961, börn þeirra eru Rúnar matreiðslumaður, f. 1988, Guðrún viðskiptafræðingur, f. 1990, og Tómas nemi, f. 1993. 3) Anna Nielsen verkfræðingur, f. 3. desember 1960, dætur hennar Í dag kveðjum við tengdaföður minn, Sophus Jörgen Nielsen. Sophus var ævinlega kallaður Muggur af fjölskyldu og vinum. Þótt hann hafi ekki hleypt öllum að sér þá tók hann mér opnum örmum þegar Hjörtur kynnti mig fyrir þessum verðandi tengda- föður. Það var við hæfi að fyrstu kynnin væru á „fegursta stað Ís- lands“ – við Meðalfellsvatn í Kjósinni, þar sem hann og Guð- rún höfðu komið sér upp sann- kölluðum sælureit. Muggur var á kafi, eins og oft áður í moldarbeði, þegar ég stóð fyrir framan hann. Hann tók í höndina á mér og sagði svo: „Ert þú stelpan sem alltaf er að hringja?“ Ég játaði en var of feimin að svara eins og mig lang- aði: „Það ætla ég rétt að vona.“ Ég veit í dag að hann hefði kunn- að að meta slíkt svar. Það var alltaf stutt í gamansemina, góð- lega brosið sem var stundum hrekkjótt. Muggur bar aldrei tilfinningar sína á torg, en væntumþykju og ástúð sýndi hann sínum nánustu í verki. Eftir að hafa minnt okkur Hjört reglulega á það í nokkur ár að hann væri alveg til í að fara eignast barnabörn rættist draumurinn loks. Daginn eftir að ég kom heim með frumburðinn hringdi bjallan. Ég fór til dyra og þar stóð Mugg- ur með fangið fullt af stórum rauðum rósum. Hann sagðist kominn til að sjá nýja Nielseninn. Þegar hann var búinn að horfa á drenginn stutta stund sagði hann, mikið lagt á þennan unga dreng, hann verði að halda ætt- arnafninu við. Muggi þótti gaman að gefa en sjálfur hafði hann lítinn áhuga á að þiggja gjafir. Kannski hafði ég þess vegna gaman af því að leita að gjöfum handa honum, ég vissi að ég hefði hitt í mark þegar hann lýsti jólagjöfinni svona „ef ég hefði séð þetta í búð, þá hefði ég keypt þetta“. Sumarbústaðurinn í Kjós lýsir Muggi best, lóðin er vel skipu- lögð, hvert sem auga er litið. Húsið lítur alltaf út eins og það sé nýbúið að bera á það. Á verk- stæðinu er allt á sínum stað, þannig að hægt sé að ganga að því. Þetta var hans sælureitur og hann alltaf að, settist rétt niður til að fá sér smá hressingu og svo var hann rokinn í aðkallandi verkefni. Það var mikið kapp í honum síðasta sumar, það var eins og hann vissi að tíminn væri naumt skammtaður. Hann kom svo miklu í verk að við sem yngri er- um værum stolt af. 84 ára keyrði hann fjórhjólið upp og niður lóð- ina, fjarlægði tré og setti önnur niður. Klippti mörg hundruð greinar, hirti og brenndi. Mugg- ur var maður framkvæmda og við hin í fjölskyldunni nutum góðs af. Það verður tómlegt fyrst um sinn í Kjósinni. Við munum finna fyrir því að það vantar hvatn- inguna og við eigum eftir að sakna þess að fá ekki þúsund til- lögur um hvað megi betur fara. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Guð blessi minninguna um Sophus J. Nielsen. Ástríður Sigurrós (Ásta). Elsku afi Muggur. Við kveðj- um þig í dag með söknuði, en um leið erum við einstaklega þakk- látar fyrir allar yndislegu stund- irnar sem við áttum með þér. Eft- ir sitja ótal góðar minningar, bæði af heimili ykkar ömmu og einnig úr sumó þar sem við höf- um allar notið þess mikið að vera. Fyrsta minning okkar allra um þig er líklegast þegar þú færðir okkur kókópöffs-skál í sófann yf- ir barnatímanum á morgnana í öll þau skipti sem við fengum að gista. Okkur eru einnig minnis- stæðar stundirnar í sumó þegar við unnum saman við eitthvert skemmtilegt verkefni eins og að smíða með þér pall, moka skít of- an í holur og tína grjót. Það var alltaf hægt að finna þig í beðum, inn á milli trjánna eða uppi í fjalli, alltaf einhver verkefni sem þurfti að klára en garðyrkjan var drif- kraftur þinn í lífinu og þín mesta ástríða. Þú varst ótrúlegur ein- staklingur sem var duglegur fram á seinasta dag. Mættur fyrstur af öllum í vinnuna og hafðir alltaf nóg af verkefnum. Meira að segja þessa síðustu daga tókstu það ekki í mál að hafa ónýta peru í stofunni, hvað þá opnar skápdyr. Þú sýndir okkur öllum alltaf mikla hlýju og umhyggju og hvattir okkur áfram í hverju því sem við tókum okkur fyrir hend- ur, alltaf sannfærður um ágæti okkar. Þegar við gerðum vel fengum við svo sannarlega hrós fyrir og meira en það. Hvort sem það er þrjóskan, drifkrafturinn eða traustið, þá ertu okkar helsta fyrirmynd og munt alltaf vera. Þú varst frábær á alla kanta, elsku afi okkar. Hvíldu í friði elsku afi Muggur. Þínar skessur, Hildur Margrét, Ólöf Helga, Aldís og Edda Rún. Elsku Muggur minn. Þú varst stóri bróðir mömmu minnar og því ætti ég að kalla þig frænda minn, en þegar ég var 10 ára dó pabbi þinn sem var besti vinur minn og eftir það hef ég litið á þig sem afa minn. Ekki var það erfitt fyrir 10 ára barn að líta á þig sem afa því þú varst einstakur maður, hlýr og góður. Í minningunni ekki svo ólíkur pabba þínum. Auðvitað veit ég að þú varst ekki afi minn en það er nú bara þannig að gagnvart manneskju sem maður lítur upp til og hefur sterk áhrif á mann í gegnum lífið vill maður hugsa að sú verði ávallt til staðar. Jafnvel lengur en maður sjálfur og þannig hugsa ég til þín. Ég gæti rifjað upp ótal skemmtilega tíma þegar ég kom í heimsókn sem lítil stelpa til ykk- ar í Skerjó og fékk meðal annars að fara út í garð og tína jarðarber beint upp í munninn. Einnig var alltaf yndislegt að koma í Mosó, sitja á pallinum eða í eldhúsinu og spjalla og jafnvel fá að laumast í geymsluna að velja púsl. Meira að segja á unglingsárum þegar ég fékk bílpróf þá átti ég það til að skjótast á sunnudegi upp í Kjós, bara til að hitta ykkur og kíkja á fallegu sveitina ykkar. Ég man þig ekki öðruvísi en einstaklega blíðan og góðan mann. Ávallt til í að heyra hvað maður var að gera hverju sinni, hafðir mikinn áhuga og sterkar skoðanir. Þú varst alveg einstak- lega góður maður, umhyggju- samur pabbi og ástríkur afi og langafi. Þú varst og verður ávallt ríkur, elsku Muggur minn, með allt þitt fólk í kringum þig. Lífið er stutt er oft sagt og þá er best að lifa því lifandi. Ég held að þú hafir gert það alveg snilld- arlega á þinn eigin hátt. Ég veit að þú ert á góðum og fallegum stað hjá ömmu og afa, Rabba frænda og litlu Ísold minni, sem getur kallað þig „afa“. Hvíl í friði elsku Muggur minn, þín Laila. Ég kynntist Sophusi Nielsen fyrst í síma, rétt upp úr 1980, í að- draganda kosninga til stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Ég hringdi sem ritstjóri Vökublaðsins til að óska eftir að Ísól styrkti útgáfu kosningablaðsins með því að kaupa auglýsingu. „Fyrir hverju eruð þið að berjast,“ spurði Soph- us ákveðið. Eftir að hafa hlustað nokkra stund á taugaveiklaðan ritstjóra tók Sophus af skarið. Hann myndi glaður styrkja Vöku en með einu skilyrði: „Þið verðið að standa fast í lappirnar.“ Sophus Nielsen var fastur fyr- ir. Hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann þoldi illa hálfvelgju. Skoðanaleysi í stjórnmálum var í hans huga jafnmikið eitur og framtaksleysi og leti. Sophus var sjálfstæður í hugsun – maður frelsis í viðskipt- um og ætlaðist til þess að hver og einn fengi að uppskera eins og til var sáð. Við áttum því ágætt skap saman þótt stundum væri Sophus á því að ég væri fulllinur í mál- flutningi. Við áttum mörg samtölin á skrifstofu Ísól um þjóðfélagsmál, jafnt innlend og erlend. Það kom fyrir að við felldum sameiginlega dóma yfirmönnum og fórum létt með að afgreiða dægurflugur samtímans. Það brást ekki að þegar umræðan var komin á flug læddist fram bros á varir Soph- usar – góðlegt en dálítið hæðn- isbros manns sem hefur gaman af lífinu og á auðvelt með að sjá broslegar hliðar þess, mitt í öllu ruglinu. Sophus var gjafmildur en fremur einrænn og á stundum fannst mér hann vera feiminn. Margmenni var honum ekki að skapi. Hann vildi hafa fáa aðra í kringum um sig en sína nánustu og fyrir þá var fátt sem Sophus var ekki tilbúinn að gera. Skapgerð Sophusar bauð hon- um ekki annað en vera sjálfstæð- ur í öllu sínu lífi. Hann vildi ekki vera háður nokkrum manni, jafn- vel ekki þegar hann veiktist fyrir nokkrum vikum. Sophus hefði því aldrei getað orðið annað en sjálf- stæður atvinnurekandi en hann stofnaði árið 1959 ásamt nokkr- um félögum sínum Ísól ehf. heild- og innflutningsverslun. Allt fram undir það síðasta sinnti Sophus rekstrinum í náinni samvinnu við Hjört, son sinn. Ég hef oft hug- leitt hvað okkur Íslendingum hefði farnast betur í efnahags- þrengingum eftir hrun bankanna ef hugmyndafræði Sophusar hefði ráðið för við rekstur fyrir- tækja. Það var haldið þétt um reksturinn og ekki stofnað til skulda til að þenja út reksturinn. Engar grillur og engar skýja- borgir byggðar, heldur skynsemi og fyrirhyggja látin ráða för við uppbyggingu fyrirtækisins. Að leiðarlokum vil ég færa Sophusi þakkir fyrir vináttu síð- ustu áratuga. Við Gréta sendum Guðrúnu, Hildi, Hirti, Önnu og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð blessa minningu framtaksmanns- ins Sophusar Nielsen. Óli Björn Kárason. Ein dýpsta gæfa, í geði manns, er glaðlegt bros í fari hans. Nú kveð ég traustan vin, Sophus Nielsen. Minnisstæður persónuleiki. Skoðanir hans voru ígrundaðar, hugsun á bak við orðin. Við bættist djúp viska í bland við lífsreynslu. Hann stóð með sjálfum sér og var sama þótt aðrir væru ekki sammála honum. Hrjúfur á yfirborðinu en bæði hjartahlýr og kærleiksrík- ur. Það er ekki víst að allir hafi áttað sig á manngæsku hans þegar hann sagði fólki til, því hann var svo hreinn og beinn. Orðin voru ekki klædd í skraut- búning. Það var einstakt að geta leitað í smiðju hans. Mjög víð- sýnn og tilbúinn að taka við rök- um, hlustaði og viðurkenndi ef honum fannst betri rök koma inn í umræðuna. En mikið var til af illa ígrunduðum framkvæmdum. Þar fannst honum stjórnmála- menn, margir hverjir, fram- kvæma áður en málin voru hugs- uð til enda. Hann sá hlutina í ljósi langrar reynslu og þekking- ar. Margt hafði verið reynt áður, en nútímamaðurinn áttaði sig ekki á að hjólið var ekki fundið upp í gær. Hann hafði kynnst persónulega frumkvöðlum við- skiptalífsins á yngri árum og kynnt sér sögu þeirra. Þar mátti sjá hvenær lag væri til breytinga eða halda kyrrstöðu. Skynugur og skynsamur. Þegar ég hugði á breytingar, tveimur árum fyrir hrun, og nefndi það við Sophus, þá svaraði hann með spurningu: „Hver er tilfinning þín fyrir því hvar þessi meinta velmegun endi?“ Ég vissi að ef maður færi gegn betri vitund Sophusar þá færi illa. Það er ekki sjálfgefið að búa við slíka handleiðslu frá vandalausum. Að einhver láti sér annt um velferð náungans er kærleiksverk. Þegar ég settist niður hjá Sophusi fyrir jólin sá ég að hann hafði grennst og hafði orð á því við hann. „Þetta er bara aldurinn“ sagði hann. Sálarstyrkurinn var óþrjótandi, andans afburða maður. Hann starfaði í Ísól allt til enda með myndarbrag. Af lítilmagna bar hann blak og batt orð við handartak. Um leið og ég þakka samfylgdina votta ég Guðrúnu og stórfjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guð blessi minn- ingu Sophusar Nielsen. Bjarki Harðarson. Sophus Jörgen Nielsen Glaðlegur með grallaraleg augu er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar við minnumst Líndals frænda. Á bak við þessi grallaralegu augu var hjartahlýr og góður maður sem gott var að leita til. Í lok endurfunda kyssti hann mann og knúsaði og þakk- aði kærlega fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir. Það var alltaf glatt á hjalla þegar fundum okkar bar saman. Setn- ingar eins og „endilega fáið ykk- ur af veitingunum því þeim verð- ur hvort eð er hent“ eru kunnuglegar. Og þá fannst hon- Jens Líndal Bjarnason ✝ Jens LíndalBjarnason fæddist 16. janúar 1933. Hann lést 28. febrúar 2016. Út- förin fór fram 9. mars 2016. um mjög mikilvægt að njóta hvers augnabliks og tæki- færis. Tapað tæki- færi kæmi aldrei aftur. Eins ólík og þau Líndal og Bobba voru gengu þau engu að síður í takt. Þótti greini- lega mjög vænt hvoru um annað. Við nutum þess að vera með þeim hjónum þar sem þau voru í húsbílnum góða, jafnt úti í sveit sem á planinu heima hjá okkur í Hveragerði. Við hitt- um Líndal seinni hluta janúar- mánaðar. Krabbameinið hafði greinilega dregið úr honum kraft. En hann var eins og ávallt á léttu nótunum og lét engan bilbug á sér finna. Engu að síður skynj- uðum við að þetta væri líklega í síðasta skipti sem við hittumst. Um leið og við þökkum Líndal frænda fyrir fallega samfylgd vottum við Bobbu, börnum þeirra og fjölskyldum okkar innilegustu samúð. Alda og Gísli Páll. Í dag kveðjum við frænda okk- ar hann Jens Líndal, eða Líndal frænda eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili. Mínar fyrstu minningar um Líndal og Bobbu voru þegar þau bjuggu á Patró og voru annaðhvort á leið til Reykjavíkur eða heim aftur og áttu viðkomu í Hólminum, var þá oft glatt á hjalla. Hann hafði frá svo mörgu skemmtilegu að segja og sat maður dolfallinn þegar hann sagði sögur að vestan þar sem hann var vörubílstjóri og greinilega margt sem á daga hans hafði drifið. Fórum við í þónokkrar útileg- ur með þeim hjónum og alltaf var það jafngaman og síðar þegar hann eignaðist húsbíl var reynt að eyða helst einni helgi með þeim yfir sumarið á sama stað. Oft var stoppað hjá honum og drukkið kaffi þar sem hann var jafnan við veiði sem hann hafði mjög gaman af. Það var eins og ekkert sumar hefði verið ef mað- ur missti af því að hitta hann ein- hvers staðar á ferð á húsbílnum sínum með henni Bobbu sinni. Það var gott að vera í kringum Líndal frænda þar sem hann hafði góða nærveru og jafnan stutt í glens og grín. Ætíð munu fylgja fjölskyld- unni skemmtileg orðatiltæki sem hann lét flakka við ýmis tækifæri. Þannig mun hann lifa áfram með okkur. Hann var eins og aukaafi sem vildi fylgjast með öllum ungunum sínum og verður erfitt að átta sig á því að hann er ekki lengur hér með okkur. Minningin um góðan dreng mun lifa með okkur um ókomna tíð og viljum við þakka fyrir að hafa átt margar góðar stundir með honum. Við vottum Bobbu, börnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Hermundur, Kristín og börn. Nú er félagi fallinn. Góður vin- ur horfinn á braut. Já, hann Jens okkar er dáinn, alveg sama hvað manni finnst það óraunverulegt og sárt, þá verður því ekki breytt. Ég kem seint til með að gleyma er hann hringdi í mig er rúm vika var liðin af janúar til að segja mér frá veikindum sínum og til að kveðja. Ég var orðlaus hinum megin á lín- unni með tárin í augunum og sagði honum klökkur að ég vissi ekki hvað ég ætti að segja. En honum líkt þá var hann farinn að hug- hreysta mig og telja í mig kjark með þeim orðum að þetta hefði alltaf legið fyrir, frá þeim degi er hann fæddist, að hann þyrfti að fara og slíkt væri með okkur öll. Ég hugsaði þvílíkur maður, þarna var ég grátandi yfir fréttunum um væntanlegt andlát hans en hann lýsti því eins og ferðalagi sem hann væri að leggja af stað í. Kannski ekki skrýtið að sú sam- líking hafi komið upp hjá honum þar sem þau hjónin voru dugleg að leggja land undir fót. En í þetta ferðalag var hann að fara einn. Hann tjáði mér jafnframt að hann myndi taka þessu af karlmennsku, eins og hann orðaði það, að hann ætlaði að afþakka lyfjameðferð og deyja heima. Í mínum huga er Jens karlmennskan uppmáluð og verður alltaf. Við fyrstu kynni gat hann stundum virkað hrjúfur en við nánari kynni kom hinn blíði og góði Jens í ljós. Ég kem til með að sakna spjallfunda okkar úti í bíl- skúr um ferðalög, bíla og alla heimsins hluti. Jens var alltaf hreinn og beinn og sagði hlutina umbúðalaust. Hann sagði það til- gangslaust að læðast í kringum hlutina, það gerði engum gott. Einn er sá íbúi á Bakkastöðum sem kemur til með að sakna hans mikið en getur ekki tjáð sig um það. Það er heimilishundurinn hann Kafka. Í hvert sinn er Jens var kominn út ókyrrðist Kafka og vildir ólmur komast út til hans. Ekki skemmdi nú fyrir ef tíkin Tinna var með í för. Jens tók hundinum alltaf fagnandi og heils- aði honum með orðunum: „Komdu nú sæll, vinur minn, hvernig hefur þú það í dag?“ Svo settust þeir niður og virtust ræða um heima og geima, en hundurinn dýrkaði þennan gamla, blíða mann. Jens er og verður alltaf í hávegum hafður á Bakkastöðum sem góður vinur. Maður sem ávallt kom og fór á sínum eigin forsendum. Nú er félagi fallinn. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Andrés Ellert Ólafsson og fjölskylda, Bakkastöðum 71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.